Skólablaðið - 01.09.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.09.1909, Blaðsíða 2
70 1 * Þessir smát'lokkar yrðu ekkí stærri en svo, að hægt væri að safnast sam- an á heimiium íjeiagsmanna til skift- is- Færi kensian þar svo fram hús- ráðendum og öðru heimilisfóiki til ánægju. Æskilegt væri að ailar deildir hefðu sameigilegan fund til kensluæfinga eigi sjaldnar en tvisvar á vetri. Oæfist stjórn fjelagsins þar kostur á, að kynn- ast framförum nemendanna, svo og, hvernig deildarstjórarnir gegndu starfi sínu. Pað mundi og vekja kapp og áhuga innbyrðis meðal deildartna, svo hver einstakur legði sem best stund á námið. Sömuleiðis hjeldu þær sam- eiginlega skemtisamkomur og aðra nauðsynlega fundi svo oft sem þörf krefði og ástæður leyíðu. Þá er eitt enn. Ungmennafjeiag íslands skal sjá svo til, að hinum ýmsu fjelögum gefist kostur á að fá hæfa menn tií þess að halda vekjandi og íræðandi fyrirlestur við og við. — — Verið getur að einhver brosi að þessum tillögum — telji þær ófrani- kvæmanlegar. Okkur vantaði títna, fje, húsnæði og kenslukrafta. En eg vil minria á okkar löngu og oft arðlitlu vetrardaga, mörg stundin fer þá tii ónýtis einkurn hjá karlmönn- unum. (Mjer hefir annars láðst að geta þess, að eg tel sjálfsagt, að í hverju Ungmennafjelagi væri jafnt konur sem karlar). í flestum sveitum munu finrítst við- unaleg þinghús og væri meinbægni ef Ungmennafjelögunum væri bannað að nota þau nokkrum sinnum áári hverju. Og hvað fræðsluna snertir, þá verð- um vjer að bjargast sem best gengur, sá sem ríkastur er miðli öðrum af auði sínum. — — Bæta alþýðufræðsluna, flytja líf og Ijós tií heimílanna — glæða föðurlandsástina í hjörtum hinna ungu — auka starfsemina og reka á bug leti og iðjuleysi. — Það eru verkefnin sem bíða og manatil starfa. Það er leiðbeiningin og fræðslan á unglingsárunum, er vísa skal hverju barni þjóðarinnar á »rjetía hí 11 u«. Gætum vjer unnið nokkuð það, sem um munaði í áttina til þess takmarks, væri mikili sigur unninn. Pá mundi lifna yfir sveitunum á ný. Frjáls, hraust og dáðrík kynslóð vaxa upp, sem ætti þann lífskraft, er bæri hana lengra áleiðis en oss auðnast að ná. — — Augu sumra mannaeru þann- ig bygð, að þeir sjá mjög óglögt þá hluti, sem nærri þeim eru. Aftur á móti sjá þeir skýrt þá hluti, sem eru í hæfilegri fjarlægð. Nokkuð svipað á sjer stundum stað, er vjer í þröng- sýninu lítum yfir hagi vora heima. En komum vjer í hæfilega fjarlægð og rennum augunum til baka, er alt skýrara en áður. Og sjeum vjer sem ungir erum burtu frá ættjörðinni nokk- urn tíma, þá finnum vjer betur en SKÓLABLAÐIÐ ------------------------------------ nokkru sinni fyr hve dýrmæt hún er oss — hve aíarstórt þaó rúm er, sem hún tekur í hjaría voru — hve heit sú ósk er að geta unnið eitthvað það, er veröa megi bæði lienni og þjóð vorri til gagns. íslandi er ekki auðvelt að gleyma í ókunnu landi — heima er það Ijett- ara. — — Stærst af öllum skyldum vor- um við föðurlandið er sú, að leiða unglingana svo á veg, að þeir á sín- um tíma geti unnið margt og mikið í þess þarfir. — Því má enginn gieyma. Ef vjer vanrækjum þá skyldu, get- um vjer ekki vænst góðra ávaxta af störfum vorum — hversu góð sem þau nú eru talin — á komandi dög- um. cftir 6. fijaltason. Vera okkar í Datimörk. I. Svo fór, að við urðum þar árið. Og harla margt sáum við og heyrðum. einkum þó eg, því eg var oítast í fyrirlestrarferðum og það frá einu landshorni til annars, einni ey til ann- arrar. Við fengum fyrst og seinast bestu viðtökur alstaðar, einkum hjá gömlu kunningjunum. Fjölda margir æskukunningjar mínir og skólabræður, sem eg hjelt að væru búnir að gleyma mjer fyrir löngu tóku mjer undireins sem vinir. Voru þó sumir þeirra rjett börn þegar þeir kyntust mjer á yngri árum. Fannst mjer nú eins og það væri rjett nætur- sturid síðan eg sá þá þetta fyrir 27 — 30 árum. Svo alúðlegir og kunn- uglegir voru þeir þá þegar, alveg eins og þeir í Noregi. Og sá eg þá Ijósast, að trygðin á víðar heima en hjá fjallaþjóðunum. Hún er eins traust á sljettlendunum, og þaðmittí »glaumn- um« og »sollinum«. Danir hafa jafn- an reynst mjer drengir bestu, og í Danmörku het eg aldrei blekktur verið. Mjög sjaldan höfum við verið í jafn- mörgum heimboðum. Gátum ekki einusinni þegið þau öll. Tíminn leyfði það ekki. Og vegurinn var alt of langur. Þeir sem hvöttu okkur til hingað- ferðar og fleiri með, rituðu þegar til ýmsra lýðháskóla og fyrirlestrafjelaga og sögðu, að eg væri kominn, gáfu þeir mjer góð meðmæli bygð á eigin reynslu og svo norskra og hvöttu þeir fólk til að fá mig til að halda fyrirlestra, helst um land vort og þjóð. Mun þeim eins og öðrum betri Dönum, þykja kominn tími til (* í seinasta brjefi hafði skotist inn vllla, bls. 64, 12.1 línu: »dygðablóm« — á að vera »mentablóm«. — fS------------—■ v -------------------------- j íyrir Danl að gefa oss meiri gaum en gert hefur verið áður. Og er það rjett hugsað. Svo fór eg þá hvað eftir annað um Jótland Fjón og Sjáland og einnig Lágland og hjelt als 120 fyrirlestra í 20 skólum, mest lýði'áskólum, þar á meðal Askov, og| 80 fyrirlestra í æskufjelögum. Hafði eg oftast að heita mátti fult hús, vanalega um og yfir hundrað, og stundum mörg hundruð, já þúsund, einkum þegar fleiri töluðu. Voru ferðir þessar mjög skemtileg- ar og lærdómsríkar. Margt nýtt og merkilegt að sjá, Mest fannst mjer um hina miklu jarðrækt, einkum þó skógræktina. Ætíð var mjer tekið með kurteisi og gestrisni, góðvild og athygli, virð- ing og vinsemd bæði þar sem eg bjó og eins við fyrirlestrana. Ferð- ina á járnbrautunum kostaði eg sjálfur. En óðara en eg koni á stöð þá, sem næst var ræðustaðnum, var þar vagn er ók mjer ókeypis þangað sem jeg gisti. Og bæði gistingin og svo förin að stöðinni aítur var ókeypis. Og auk þess viss borgun fyrir hvern fyrirlest- ur, oftast 10 kr. fyrir hvern, en stund- um mikið meira. Eg hafði sömu reglu með ræðuefni mín í Danmörk og í Noregi, ljet fjelags*- eða skóla- stjóra kjósa eitt af umtalsefnum mín- um. Ætlaði eg mjer ekki að troða málefnum lands vors upp á Dani fremur en Norðmenn. Enda var mjer hægur hjá að minnast þjóðar vorrar til góðs i mínum fyrirlestrum um almenn mál. Og það hef eg oftast gert. Og það er stundum hent- ugast fyrir heiður hennar. En svo fór, að Danir kusu oftast nær eitthvað um land vort og þjóð. Enda höfðu þeir sjaldan haft fyrir- lestra um það. Bækur höfðu þeir aftur ekki svo fáar, bæði bók Valtýs, og svo ýmsar ferða- og landafræðis- bækur, sumar góðar. Eg talaði mest um framfarir þær, sem orðið hafa á þessum seinustu 50 — 60 árum. Og svo um leið drap á sögugang vorn á liðnum öldum. Nefndi oft hörmung- arnar á 17. og 18. öld, og svo það andlega líf sem óx þá þrátt fyrir þær. Stöku sinnum talaði eg nokkuð um fornöld vora. Oft lauk eg máli með að lesa upp kvæði eða smágrein á íslensku — þótti þeim íslenskan fögur og hljómmikil. Þegar eg var búinn að tala 1 kl. tíma, gaf eg tilheyrendunum kost á að spyrja. Var það bæði til að full- komna fyrirlesturinn, og svo til að vita hvernig þeir litu á málefni vor. Spurðu þá margir, og tók það stund- um klukkutíma að svara. Voru spurn- ingar þær bæði kurteisar og skynsam- legar. Spurðu þeir helst um atvinnu- vegi vora og hversdagslíf, kirkjumál og svo stjórnarmálið. Virtust þeir ánægðir með svör mín. Svo þökkuðu þeir mjer jafnan með fáum, en falleg- um orðum. Og sögðu oft sem svo: >Við vitum alt of lítið um menning

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.