Skólablaðið - 15.03.1910, Page 3

Skólablaðið - 15.03.1910, Page 3
SKÓLABLAÐIÐ 36 Leikfimi á Islandi. Nýlega heyrði ég einn af merkustu prestum okkar leggja út af dæmisögunnni um sábmanninn. Hann rakti mál sitt greinilega, benti á margskonar hættur, margt sem hindraði eðlilega framþróun trúarlifsins hér á landi. Ein af hindrun- unum sagði hann að íþróttirnar væru. Þær væru instar í hugum margra unglinga, þær væru nokkurskonar afguð þeirra. Mér þótti þetta nýstárlegt. Ég hafði alt af haldið, að við hefðum alt of lítlð af íþróttum, en ekki of mikið, að við værum langt á eftir öðrum þjóðum í þessu efni, og þyrftum að taka okkur fram. Víðast, þar sem ég þekti til í sveitum og bæjum, hrestu menn sig sjaldán með annari hreyflng en vinnunni. Menn dönsuðu dálítið, menn glímdu sumstaðar nokkuð, en hvorugt var tíðkað á þann hátt, að beinlínis væri tekið tillit til, hvað líkamanum væri fyrir bestu. Sund, skíða- og skautaferðir, — alt var þetta fágætt og í fremur lítilli framför. Maður skyldi ætla að þetta væri betra í bæjunum; þar væri þó hægra um, fólkið þéttara saman. Einkurn mátti búast við miklu af höfuðstaðnum. En þar urðu vonbrigði. Læknir bæjarins lýsti nýlega ástandinu í barnaskólanum, að þrátt fyrir það, að húsið og ytri aðbúnaður væri í allgóðu lagi, væri ástand barnanna óálitlegt. Ekkert barn hefði hann rekist á þar með heilar tennui; og ýms líkamslýti, hrygg- ^ygjai brjóstþrengsli o. s. frv., ákaflega almenn meðal barn- anna. Og svo ber maður þetta og þvíumlíkt saman við það, sem útlendingar, þeir skynsamari þeirra, segja um okkur: »Þið eldist svo fljótt", segja þeir, „einkum stúlkurnar, og það kemur af því að þið látið náttúruna og vinnuna sjálfráðar, hjálpið náttúrunni alt of lítið, leyflð vinnunni að gera ykkur lotna og fyrirgengilega fyr en timi er til? En væri nú þetta satt, í hverju liggur'þá mismunurinn? Hvað vanrækjum við í samanburði við aðrar þjóðir? Því er fljótsvarað. Við vanrækjum leikfimi meir en nokkur önn-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.