Skólablaðið - 15.03.1910, Page 14

Skólablaðið - 15.03.1910, Page 14
46 SKÓLABLAÐIÐ Það er talið víst, að sá siður sé nú ótíðari en áður, að einn lesi í kvöldvökunum fyrir heimilisfólkið. Má vera að svo sé. En um fram alt ber á það að líta, livað lesið er; bæði fyrir börn og fullorðna. Tækifærin til að menta sig af bókum eru mörg og góð að vetrinum til hérálandi; óskandi að þau væru sem best noluð. En eðblegt er að þau séu ekki notuð, þar sem engin er til bókin. Fátækir menn hafa ekki efni á, að kaupa tnikið af bókum; en þeir hafa efni á, að borga lítið tillag til lestrarfélags, og fyrir það litla lillag geta þeir lesið margar bækur. Tveir agnúar eru á þvi, að halda uppi lestrarfelögum nteð bókasöfnum; annar er liúsnæðisleysið víðast livar; því að bækur þarf að geyma í góðu upphituðu búsi. — Hinn er vinnan við, að stjórna félögunum vel; hún er talsverð, og erfitt að fá menn til þess til lengdar. Oss er kunnugt um, að lestrarfélög hafa ekki svo fá strandað á þessum skerjum, öðru hvoru eða báðum. En þessa erfiðleika má þó sigra með góðum vilja. Húsakynni fara batnandi; skólabúsum fjölgar; þar sem þau eru til, ætti að vera vandræðalaust, að geynia bæk- urnar. Flestir kennarar mundu vilja eitthvað leggja á sig til að vinna í þarfir lestrarfélaga, og eiga líka að geta stutt gott bókaval. En það mun lengst af verða mestur vandinn. »Skólablaðið« mun eftirleiðis gjöra sér far um, að benda á góðar bækur, sem út koma. Vildi og gjarnan leiðbeina um bókakaup, og stofnun lestrarfélaga, ef á þyrfti að halda, og þess væri óskað. — En væri það ekki hreinasta drep fyrir alla bókaút- gáfu, ef félagsskapur um bókakaup yrði almennur? Hitt- ast menn, sem eru hræddir við það. En það er mikill misskilningur. Hversu almennur, sem félagsskapurinn yrði, bversu mörg lestrarfélög, sem stofnuð verða og bókasöfn, verður alt af fjöldi manna, sem vill eignast bækur sjálfur. Lestrarfélögin kynna bækur út um allar sveitir, og mundu einmitt stuðla að því, að góðar og gagnlegar bækur yrðu meira keyptar. En vonandi líka stuðla að því, að vekja viðbjóð á slæmum, illa sömdum, siðspillandi bókum.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.