Skólablaðið - 15.02.1911, Page 2

Skólablaðið - 15.02.1911, Page 2
SKOLABLAÐIÐ 34 kunnugt, nokkurn veginn ritvillulaust og án verulegra mál- lýta, svo og að kunna utanbókar nokkur íslensk ættjarðarljóð og geta gert grein fyrir efni þeirra í óstuðluðu máli, 3. enn fremur kunna sögu íslands og landafræði í ágripi, 4. sömuleiðis eðlisfræði Og náttúrufræði í ágripi, einkum dýra- fræði, og þá sérstaklega um manninn og um nytjabúfénað á íslandi, 5. enn fremur fjórar höfuðgreinar reiknings með heilum tölum og brotum, þríliðu og frumatriði flatarmáls og rúmmáls, 6. þá nokkur auðveld sönglög, einkum við ljóðin, sem átt er við í 2. tölulið, 7. loks nokkrar vandalitlar, íþróttlegar hreyfingar, eftir Ieiðarvísi er stjórnarráðið samþykkir, og karltnenn íslenska glímu. II. kafli. Um fræðsluhéruð. 3. gr. Barnafræðsluhérað er sérhvert hreppsfélag og bæjarfélag í landinu. 4. gr. Ungmennafræðsluhérað er sérhvert sýslufélag og bæjarfélag í landinu og skal halda þar uppi ungmennaskóla, er nýtur nauð- synlegs fjárstyrks að l/s 11 r sýslusjóði eða bæjarsjóði og að '2/s úr landssjóði, og sé hagað og stjórnað eftir reglugjörð, er stjórn- arráðið hefur samþykt. 5. gr. Fræðslumálum í héraði hverju stýrir 5 manna nefnd, er landsstjórn tilnefnir 2 í barnafræðsluhéruðurn og 3 í ungmenna- fræðsluhéruðum, en hreppsnefndir, bæjarstjórnir og sýslunefndir hina, liver fyrir sitt hérað, minst 1 sín á meðal, alla til 6 ára í senn. Þá má endurkjósa og fá þeir ekki undan skorast. Sömu stjórnar/öld tylla í skarð nefndarmanns, er við tnissir, brott flyst eða fatlast, og stendur svo það sem eftir er kjörtímans. Nefnd hver kýs sér sín á meðal formann og varaformann og ritara til eins árs í senn, og má þá endurkjósa, hvort sern kost gera á sér eða eigi. Formaður kveður til funda og stjórnar þeim. Afl atkvæða

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.