Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 15
SKOLABLAÐIÐ 47 Spurmngar og s /ör. 1. Á barr., sem er aðeins 13 ára að aldri heimting á aðfáað taka fullnaðarpróf og þá að fá vottorð frá prófdómara um að hafa fulluægt þeim kröfum, sem lög um fræðslu barna 22. nóv. 1907 gera til þekkingar 14 ára barna? 1. Eftir bókstaf laganna á það að koma til þrófs, þangað til það er fullra 14 ára, en eðlilegast er, að það megi lúka prófi og fái skírteini 13 ára, ef það hefur þroska og þekk- ingu til þess. 2. Er barn sem verður á 15. ári þegar próf fer fram að vorí 1911, skylt að koma til prófs jafnvel þó að það hafi ekki áður lokið fullnaðarprófi? 2. já. 3. Geta menn, sem verið hafa lítils háttar við kenslu á einum eða tveimur bæjum, fengið styrk úr landsjóði, jafnvel þó að þeir hafi ekki verið ráðnir með samráði við fræðslunefnd þess héraðs er þeir kenna í og fræðslunefndin neiti svo að láta þá fá vottorð (o: ósatt vottorð) til yfirstjórnar fræðslu- mála, en þeir fái það vottorð frá einhverjum óviðkomandi manni t. d. sóknarpresti? 3. Já, ef þeir sýna vottorð fra prófdómara um að kennslan hafi borið góðan árangur, og öðrum sklyrðum er full- nægt; hafi kenslan ekki verið alveg prívat. Skýrslur um barnafræðslu og próf mega skólanefndir °g fræðslunefndir senda ófrímerkt. Umsjm. frœðslum. Þeir, sem enn eiga ágreití andvirði 4. ár'gangs af »Skólablaðirru«, eru vinsamlaga beðnir um að gera það sem allra fyrst. Verði nokkurnveginn skil á andvirði blaðsins, verð- ur það stækkað (blöðum fjölgað) en verð ekki hækkaðí

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.