Skólablaðið - 15.02.1911, Page 6

Skólablaðið - 15.02.1911, Page 6
38 SKOLABLAÐIÐ fært er, og nota svo sem hægt er farkennara til að bæta hana npp. Hér í móti komi miklu meiri háttar og almennari ung- mennafræðsla f landinu en nú gerist og ungmennaskólar ekki færri en einn í hverri sýslu eða hverjum kaupstað. Þá skal styrkja úr landssjóði, ungmennaskólana, en ba na- skóla ekki að öðru en að gjalda að einhverju kaup farkennurum þeim, sem er ætlað að bæta upp barnakensluna. Barnakenslunni er ætlast til að lokið sé með 12 ára aldrí og að þá taki börn til að stunda það, er þau ætla sér að hafa sér að atvinnu í lífinu, smátt eða stórt, og hvort heldur erltkam- leg vinna eða bókleg (andleg). Og ber að innræta þeim ung- um þá heilsusamlegu skoðun, að líkamleg vinna sé hinni engu síðri í neinn stáð, hvörki óvirðulegri né ónytsamlegri. Þeim ber að veita öllum á barnsaldri nauðsynleg frumtæki til bókmenta- legra framfara, svo sem kunnáttu í lestri, skrift, reikningi, og kenna þeim undirstÖðuatriði kristinna fræða, auk iþróttlegra lík- amshreyfinga og sönglistar. Lengra tekur ekki alment skyldunám þeirra. En viðtekur upp frá því áður langt nm líður frekara nám, ýmist alment eða sérfræðilegt (sériðnarlcgt), án skyldukvað- ar, og sé aðallega vetrariðja á uppvaxtarárum, ótiltekið hvétnörg- um, alt fram til 18 ára aldurs, ef vill. Ungmennaskólanátn er búist við að þeir stundi helst eða aðallega, sem námfýsi hafa til þess og námsgáfur, og eiga kost á að sanna eftir á með prófi, hve vel þeim hefur ágengt orðið. Þeir eiga að verða, að öðru jöfnu, í færara lagi til að hafa á hendt hin og þessi nytsemdarstörf í almenningsþarfir, en ekki búist við að þeir standi að öðru leyti hinum framar að mann- gildi eða gagnsemi í mannfélaginu. Framkvæmd þessarar hugniyndar er ekki eintingis komin undir velsömdum lögum, heldur ög ítarlegri og hagfeldri reglu- gerð, er unglingaskólunum sé stjórnað eftir, um kenslutilhögun o. fL Og með því að búast má hér við, ef til vill, allmiklum breytingum frá þingsins hálfu, þykir ekki hlýða að svo stöddu að gera mjög ítarlega grein fyrir efni hverrar greinar um sig t þessu lagafrumvarpi, heldur bíða átekta þingsins eða undirtekta.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.