Skólablaðið - 15.02.1911, Page 11

Skólablaðið - 15.02.1911, Page 11
SKÓLABLAÐIÐ 43 að það yrði ekki alstaðar g-ert. En þá er bersýnilegt, að öll uþpeldis- og kcnslufræðsla er aldauða í landinu; engir.r. gengi í kennaraskólanu, nema sá, sem betur væri korninn á Kleppi. * * * Hér að framan hefur nokkuð verið minst á áhrif þessa frumvarps, ef það yrði að lögum og kæmist í frnmkvæmd, og ýmislegt verið tekið fram því til stuðnings, að það marki aftur- för en ekki fratnför í lýðfræðslu vorri. En hvernig stendur á því, að frumparp þetta kemur fram? Og hvernig stendur á því, að það kemur öllum að óvörum? Það mætti þó svo virð- ast, að væri ástæða til að bera nokkurt frumvarp undir almenning, þá væri það frumvarp til laga utn lýðinentunina. Svarið við fyrri spurninguna má víst finna í fyrstu athuga- semd stjórnarinnar við frumvarpið. Þar segir, »að fræðslulögin frá 22/u 1907 hafa sætt svo mikilli mótspyrnu, sakir kostnaðar, og óviðráðanlegra örðugleika, að einhverjar breytingar verði á þeim að gera, neldur en að láta þau vera til áfram á pappírnum, en ekkí í altnennilegri, eða jafnvel í nokkurri verulegri framkvæmd utan kaupstaða, nema á stöku stað«. Þessi ástæða stjórnarinnar er nú mjög athugaverð, og er nauðsynlegt að skoða sefn best, hvort hún inuni eiga við gild rök að styðjast. Það er þá fyrst og fre.nst athugavert, að fræðslulög allra þjoða, sem fengið hafa þau mörgum áratugum, jafnvel öldum á utidan oss, hafa reynst mjög seinvirk, þurft langan tíma jafnvel áratugi til að komast i framkvæmd. Við öðru var þá heldur ekki að búast hér á landi, þar sem erfiðleikarnir eru meiri en víðast hvar annarsstaðar. En stjórnir og þing annara landa hafa haft biðlund, og lofað þjóðunum að átta sig vel, og reyna vel lögin, áður en jafnvel smávægilegar og sjálfsagðar breytingar voru gjörðar. Hvað þa heldur að þess þekkist dæmi, að alveg nýju fræðslufyrirkomulagi hafi verið umturnað eftir 2—3 ár, meðan engin reynsla var fengin. En það er nú einmitt þetta, sem hér er verið að gjöra, og það — að því er virðist — að þarflausu. Því að Iivernig hefur þessi undanförnu 2 3 ár gengið

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.