Skólablaðið - 01.06.1911, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.06.1911, Blaðsíða 10
106 SKÓLABLAÐIÐ »frelsisins ber, seydd viðsólarkyngi«,sem hann hefurgefið þóð sinni, og »sem hún mun lengi af njóta, og gott af geta í baráttunni fyrir því að geta breitt út sína vængi, til þess að hefja sig til hærra stigs menningar og maftndáðar.« Þökk skyldi hann og liafa fyrir að hafa fegrað og auðgað tungumálið, sem svo fáir skilja, og fyrir að hafa útbreitt það og aflað því aðdáunar margra útlendra manna, sem gegn um hann hafa kynst því. Kvað hann það mætti vera öldungnum góð og gleðileg meðvitund, að hið annað æfistarf hans hafi og verið blessunarríkt og mörgum hugþekt. »Eg þykist viss um, að eg segi ekki of mikið er eg segi, að hann nafi ást og virðingu allra sinna mörgu lærisveina, sem hann hefur kent fagurt mál og fögur fræði við mentaskóla landsins nú í 40 ár — helming sinnar löngu æfi.« Skólablaðið telur sig með sanni geta bætt því við, að skólastarf Steingríms rektors sé í raun réttri ekki bundið við , mentaskólann einan, heldur standi allir skólar og ungmennafræð- endur landsins í þakklætisskuld við hann fyrir allan auðinn, sem hann hefur fengið þeim í hendur frá sjálfum sér og öðruin, fyrir Ijóðin hans, og fyrir þýðingarnar í óbundnu máli á ýmsu því sem einna föstustum tökum hefur náð á barnshuganum; hann hefur tekið þar við starfi, sem skáldbróðir hans Jónas Hatlgríms- son hvarf svo sorglega snemma og sviplega frá. Það er sann- nefni sem útlendur vinur hans og íslands gefur honum, er hann kallar hann menningarfrömuð íslensku þjóðarinnar; hann hefur flutt henni töfralampa Aladíns, til að skoða víð kynjaskraut Austurlanda. Undína hans flytur fregnir um voldugar verur í vötnum og Iindum. Róbinson hefur hann sent unglingunum til að sýna framfaraviðleitni mannkynsins, og sigurvinningar manns- andans. í goðafræði Orikkja fræðir hann oss um »hinar fögru og djúpsettu trúarhugmyndir þeirrar þjóðar, sem andríkust hefur verið í heimi.« En hér er ekki rúm til að hleypa að fleira af þeim fjölda af myndum, sem hann hefur brugðið upp fyrir oss, myndum sem hafa mátt til að bregða læðingi á hvarflandi barnshugann, og smávenja hann á stöðugleik þann og þrek, sem þarf til þess að geta kafað eftir skínandi sannleiksperlunni. X.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.