Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari) - 30.05.1922, Blaðsíða 3

Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari) - 30.05.1922, Blaðsíða 3
1 tbl. BRANDUR 3 — Skipaferð mikil hefur verið tiér undanfarið, oft legið hér 10 —20 skip, stærri og smærri. Togarar, íslenzkir og útlendir, að afferma fisk og taka kol og salt, og kolaskip að afferma, svo að ekki er hægt að segja annað en hér hafi verið líflegt. Og vonandi að það haldist. — Jóh. Kjarval, listmálari, er kominn hingað til bæjarins. Hygst hann að dvelja hér eystra í sum- ar. Kona hans og börn koma með „Goðafossi" næst. — Sem sjá má af auglýsingu hér í blaðinu dvelur nú hér um hríð Guðmundur Pétursson nudd- læknir. Mun það mörgum ánægju- efni. Og þess má geta, að fleiri menn en sjúkir hafa gott af slík- um lækningum sem hann við- hefur, með nuddi og böðum. Því það er eigi fullgildur sann- leikur þetta: „Heilbrigðir þurfa ekki læknis við“. — Alment heyleysi er nú hér á Seyðisfírði, svo að jafnvel hinar tvær máttarstoðir Seyðfirðinga í þeim sökum, þeir séra Björn á Dvergasteini og Sigurður bóndi á Brimnesi, hrökkva ekki til, svo að menn verða að leita út úr firðinum til heykaupa. — Á Hér- aði mun sauðburður ganga vel enn sem komið er, þrátt fyrir kuldana og snjóinn. — Mótorbátar hér eru nú byrj- aðir að ganga til fiskjar; segja þeir nægan fisk og ekki lang- sóttan, en gæftirnar ekki góðar. — Frakkneskt herskip kom hér inn á höfnina og gerði Seyðfirð- ingum svefninn óværan um há- degisbilið með skothríð einn dag- inn. — Af því mikið er á boðstól- um af aluminiumsvörum, og stæl- „ B R A N D U R “ kemur út eftir hentugleikum; bindur ekki útkomu sína við neinn ákveðinn dag. Kostar 10 aura eintakið. Auglýs- ingaverð: kr. 1,50 cm. dálksbreiddar. Eigendur og ábyrgðarmenn: Hermann Þorsteinsson, Indriöi Helgason o. fl. Afgreiðslumaður: Sig. Þ. Guðmundsson, prentari. (SLENZKAR ÞJÓÐ- SÖGURoq -SAGNIR eftir Sigfús Sigfússon frá Ey- vindará, eru nú fullprentaðar og verða bornar út til áskrifenda hér í Seyðisfirði næstu daga. — Tvíritunarbækur (Nótur) fást prentaðar og heftar í Prentsmiðju Austurlands. — Mjög ódýrar ef teknar eru 100 bækur eða fleiri í einu. — ingum af sömu vöru, ættu kaup- endurnir að athuga að einungis þær vönir sem stimplaðar eru: „Hreint alúminium" eru haldgóð- ar og þola vel „Primus"- og oliuvélahita. — Maður af íslenzkum togara var kallaður fyrir rétt í Reykja- vík. Þegar hann kom aftur frá réttinum og var spurður hvað það hefði verið, svaraði hann: „Það var ekki neitt, það voru tekin misgrip á mér og manni!" Anna litla; Ertu ekki pipar- mey, frænka mín? Frænkan: Jú, en það er Ijótt af krökkum að spyrja svona. Anna litla: Eg veit að það er ekki þér að kenna.' — „Brandur“ tekur fegins hendi móti öllum fréttum og rit- gerðum, um hvaða efni sem eru, ef þær að dómi ábyrgðarmanna eru þess verðar að verða prent- aðar. En umræður um „apríl- málin verðaekki leyfðar í blaðinu. Líftryggið yður í Andvaka Áreiðaniega bezta líftrygginga- félagið, sem starfar hér á landi. — Umboðsmaður á Seyðisfirði: Herm. Þorsteinsson. Aluminiums-vörur nýkomnar til Indriða Helgasonar — Seljast mjög ódýrt. — Agra smjörlíkið er bezt. Biðjið ætíð um það. Fæst í öiium verzlunum á Seyðis- firði. — Umboðsmenn á íslandi: Herm. T horsteinsson & Co. Allskonar íslenzk frímerki kaupi eg háu^verði H. Schlesch, lyfjabúðarstjóri, Seyðisfirði. Steinolían „Kongaljós“ frá Landsverzl- uninni er lang bezta og ó- dýrasta steinolían á mótora sem fæst hér nu. — Hinar ágætu áburðarolíur — sem eg hafði í fyrra — koma með næstu skipum. Herm. Þorsteinsson. Get selt þýzk mörk í ávís- un á banka í Hamburg. — Theodór Blöndal.

x

Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari)
https://timarit.is/publication/238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.