Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari) - 10.06.1922, Page 4

Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari) - 10.06.1922, Page 4
4 B R A N D U P. 2. tbl. Maður kom inn í # Tuliniusverzlun á Vestdalseyri, og varð að orði: Matvara á marga báta’ og hesta er myndi seðja Austlendinga flesta, timbur, salt og vönduð veiðarfæri vafið alt úr óslítandi snæri. Vinnufötin vilja flestir eiga, , ,T. verðiö lágt, en efniö sterka’ og seiga, nærfatnaöur karla’ og kvenna’ ágætur, , klæðir alla jafnt um daga’ og nætur. Flibbar, skyrtur, slaufur, slifsin fínu, er slóðir-falda kaupa að gamni sínu, kjólaefni konum handa’ og meyjum, sem kanske sföur vilja ganga’ á treyjum. Flónelið hiö fagra, sterka’ og mjúka, — þið fáið hvergi svona breiða dúka, léreft, klútar, lystug herðaprýði, lykkjur krókar fjölhreytt dvergasmíði. Tvististau og stúfasirzið sæta f svuntu, og kjól er aldrei þarf að Hæta, fjölbreytt „munstur“, lætur ekki litinn, létt og gott þá kemur sumarhitinn. Pottar, skjólur, krúsir, diskar, könnur, katlar, spaðar, einnig nógar pönnur, þvottastell og þurkur afbragðs góðar, þar með sápa’ er gjörir kinnar rjóðar. Hnífar, skæri, skóflur, rekur, sagir, skilvindur, svo öllum bændum nægir, strokkar, sem að stærðar skökur hnoða, stórbændurnir ættu þá að skoða. Kaffimyllur konur þurfa’ í búið — kaffið fæst ef þeim er bara snúið — bollapörin blika’ í rósaflúri birta upp í hverju matarbúri. Skúfasilkið skreytir meyja vanga meö skotthúfu svo allar vilja ganga, hatta bæði’ og húfu skaltu kaupa — af hvorutveggja sjálfsagt muntu raupa. Kaffi, export, sykur, súkkulaðe, sófli, pylsa, smjör og marmelaðe, cacao í álnardjúpum fönnum, ágæt „sulta’" í „hermetiskum“ könnum. Ullarkambar, regnkápur og rokkar, rúsfnur og beztu prjónpsokkar, fiskiburstar, beislisstengur, tvinni, byssur, trektir, skautar stærri’ og minni. Kryddvörur og kex af mörgu tagi, kaffibrauðið sitt með hverju lagi, göngustafir, gjarðajárn og sleifar, greiður, nálar, pilkar sökkur, hneifar. Borðvaxdúkur, bambusstengur, skfði, bezta tegund, ferðamanna prýði, hakkavélar, heimsins bezta smíði, að hundrað árum verða þær viö líði. Fjöldarnargt hér fleira mætti telja, fyrn er það, sem hægt er úr að velja. Komið, skoöið, kaupið heiia stranga, — í kaupstaöinn er ávalt skemtiganga.

x

Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari)
https://timarit.is/publication/238

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.