Alþýðublaðið - 10.01.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.01.1965, Blaðsíða 16
Önnur þyrla væntanleg /ÍLCtYÐID 45. tbl. — Sunnudagur 10. janúar 1965 — 7. bl. Mannfjöldinn hrópar og mótmælir fyrir utan stöðvar Sameinuðu þjóðanna í Jakarta. USA hyggst svipta Indónesíu aðstoð Washington og Djakarta, 9. janúar (NTB-Reuter). BANDARÍSKA stjórnin mun^faka efnahagsaðstoð sina við Indónesíú til rækilegrar endurskoðunar vegna þess að pólitisk framtíö Indónesíu virðist orðin æ háðari ftínverska alþýðulýðveldinu, að því er sagt var í Washington í nótt. Aðstoð Bandarikjamanna á yfir- standandi fjárhagsári nemur um 15 milljónum dollara, en hefur áð- ur verið meiri. Bandaríkjamenn aðstoða m. a. við útrýmingu malaríufaraldurs á Java og Súmatra í samráði við heil brigðismálastofnun SÞ (WHO). — Sukarno forseti hefur sagt að Indó nesar þurfi ekki á aðstoð sérsam- taka SÞ að halda. En sagt er í Tunku Rahman líkir Sukarnó við Neró Kuala Lumpur, 9. janúar. í dag kom til að minnsta kosti tveggja árekstra með Indónesum og Malaysiumönnum samkvæmt þréttum sem borizt hafa til Kuala Handtökur vegna sprengjutilræðis Dublin, 9. janúar. (ntb-afp). ' Tíu írar á aldrinum 18 til 30 ára voru seltir í gæzluvarðhald í gærkvöidi, grunaðir uin að hafa Htaðið að sprengjutilræðinu í Abbeyleix-höll í írlandi í gær- ttvöldi, skömmu eftir að Margrét prinsessa og maður liennar, Snowdon lávarður kotnu til hall- arinnar í heimsókn. Lögreglan Ifeitar að fimm mönnuin öðriun, eetn viðriðnir voru tilræðið. Lnmpur. Östaöfest frétt hermlr, að varðskip hafi stöðvað indónes- ískan hát og handtekið fjóra menn. Önnur frétt hermir, að in- dónesísku skipi hafi verið sökkt eftir að það gerði skothríð á varð skip. 12 var bjargað úr sjónum. í morgun var sagt, að 24 skæru liðar hafi gengið á land í Malaya í gær, og af þeim hafi 13 verið teknir til fanga. Einn fanginn er majór, sem er fæddur í Malaya. Tunku Abdul Rahman forsætisráð herra heimsótti landgöngusvæðið í dag og skoraði á majórinn að fá skæruliða þá, sem ekki hefur tek- izt að hafa upp á, til að gefast upp. Forsætisráðherrann sagði, að líkja mætti Sukarno við rómverska keisarann Neró, sem lék á fiðiu meðan Rómaborg hrann. Sukarno Sikemmtir sér með'an þjóð lians sveltur, bætti hann við. Washington, að WHO hafi verið ein þeirra samtaka, sem hann nefndi ekki með nafni. Mestan hluta bandarísku aðstoð- Framliald á 13. síðu. Reykjavík, 9. janúar. ÓTJ. ANDRI HEIÐBERG kafari kom fyrir nokkru heim frá Bandaríkj- unum, en þangað fór hann til þess áð festa kaup á þyrilvængju, sem hann hyggst nota I starfi sínu. Þyrlan sem Andri kaupir er af Brantley gerð. Hún tekur fimm farþega, flughraðinn er 120 mílur, og flugþol um 500 km. Andri, sem hefur atvinnuflug- mannspróf ög hefur töluvert flog- ið þyrlum, þrautreyndi þyrlu af Brantley gerð og kvaðst mjög á- nægður með árangurinn. Það verður mjög hagkvæmt fyrir hann að hafa yfir þessari þyrlu að ráða, þvi hún getur lent bæði á sjó og landi. Ef honum berst beiðni um aðstoð frá bát eða skipi, getur hann því flogið á staðinn á skömmum tima, lent á sjönum og kafað frá henni. — Óteljandi aðrir möguleikar eru fyrir hendi, því að þyrlur geta sem kunnugt er lent svo til hvar sem er, og með því hægt að lösná við márgs konar snúninga og auka ferðir. Andri fékk loforð fyrir að fá hana afhenta í maí, og fer hann þá út og flýgur hennl frá Okla- homa til New York, en þaðan fer hún með skipi heim til íslands. Þetta er önnur þyrlan sem kemur í eigu íslendinga, og sú fyrsta sem keypt er til einkaeignar. Sams konar þyrla og Andri Heiðberg kaupir. Breyting á deildeskipun og framkvæmdastj. SÍS UM áramótin átti sér stað nokk- ur breyting á deildaskipun og fram kvæmdastjórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Komið var á fót deild undir nafninu Tæknideild. Hlutverk hennar er annars vegar að vinna að hagræðingu og bættu reksturs skipulagi í verzlun og framleiðslu Sambandsins og sambandsfélag- anna og hins vegar að samræma undir einni framkvæmdastjórn ýmsa þætti tækriilegrar- þjónustu á veeum Sambandsins. Fram- kvæmdastjóri hinnar nýju deildar verður Helgi Bergs, sem verið hef- ur framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar, en við henni tekur nú aft- ur Harry Frederiksen, sem veitt hefur forstöðu skrifstofu SÍS í Hamborg um 3ja ára skeið. Valgarð J. Ólafsson, sem síðan árfð 1958 hefur verið framkvæmda stjóri Sjávarafurðadeildar fór úr þjónustu Sambandsins samkvæmt eigin ósk um áramótin. Við störf- um hans tekur Bjarni V. Magn- ússon, sem undanfarið ár hefur verið framkvæmdastjóri freðfisks- útflutningsins, en sú starfsemi verður nú aftur sameinuð Sjávar- afurðadeild. • • - 1 • -.V í framkvæmdastjórn Sambands- ins eiga nú sæti: Erlendur Einarsson forstjóri, for- maður. Helgi Þorsteinsson, framkv.stjórl Innkaupsdeildar, varaform. Hjörtur Hjartar framkv.stjárl Skipadeildar, ritari. Pramh á bls. 4 Talið frá vinstri: Ilelgi Bergs, Hjalti Pálsson, Hjörtur Hjartar, Erlendur Einarsson, Helgi Þorsteinsson. Harry Frederiksen, Agnar Tryggvason og Bjarni V. Magnússon. 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.