Alþýðublaðið - 18.03.1965, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1965, Síða 2
MUtjórar: Gylfl Gröndal (4b.) og Bcnedlkt Gröndal. — Kltstjómarfull- *mi : Elöur Guðnason. — símar: 14900-14903 — Augiyslngasíml: 149»8. Utgefand<: Alþýðuflokkurlnn Aösetur: AlþýðuhúsiO viö Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmtöja Alþyöu- Maösins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. VINNUTÍMINN Á FUNDI Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í fyrrakvöld var rætt um kjaramálin og viðhorf, er júnísamkomulagi lýkur. Var það eindregin skoð- un fundannanna, að í vor yrðu að koma til kaup- •hækkanir, ef samningar ættu að nást við verka- lýðssamtökin. Þeir sem kvöddu sér hljóðs á fund- . inum, lögðu á það áherzlu að tryggilega yrði að .ganga svo frá, að sú kauphækkun, sem fengist í vor, yrði raunhæf og hyrf i ekki í sjálf a sig á skömm- um tíma. Óskar Hallgrímsson ræddi á fundinum um vinnutímavandamálið. Sagði Óskar, að rannsókn- ir vinnutímanefndar hefðu leitt í ljós, að lágmarks vinnutímt hér á landi væri yfirleitt hinn sami og hámarksvinnutími almennt í flestum löndum Vest- ur-Evrópu, þar sem yfirvinna er að meðaltali um fvær stundir á viku. Styttmg vinnutímans væri eitt brýnasta hags- anunamál launþegasamtakanna, sagði Óskar, og benti hann á, að til að ná því marki að stytta •vinnutímann niður í 45 stundir á viku mætti nota ófangaframkvæmd. Benti hann á að -vinnutíma mætti stytta um eina stund á ári í þrju ár og jafn- framt lengja orlof um einn d'ag á ári á þessum tíma. Með þessu móti gætum við náð grannþjóð- um okkar, sem við höfum dregizt aftur úr undan- farið. Áfangaframkvæmd er sennilega eina lausnin til að koma á styttum vinnutíma hér á land'i og aettu aðilar vinnumarkaðsins að kappkosta að ná samkomuiagi um hana sem fyrst. Að sjálfsögðu verður styttingin að komast í framkvæmd án þess að kjör verði skert, enda hefur reynslan annars staðar sýnt að atvinnurekendur fá styttan vinnu- tíma endurgreiddan í auknum afköstum. OPINBER REKSTUR RITSTJÓRI Vísis mannaði sig upp í það fyrir nokkru að ráðast gegn ríkisrekstri og hóf einka- framtakið til skýjanna með hástemmdum lýsing- um. Taldi hann ríkisrekstur hið versta fyrirbæri, sem keppa bæri að uppræta hér á landi, en leyfa einkaframtakinu að njóta sín. !. Nú skeður það hins vegar, að landbúnaðar- málaráðherra skrifar grein í Vísi fyrir nokkrum dögum ög stangast þar heldur á við fullyrðingar - ritstjórans. Landbúnaðarráðherra setur það fram, sém sína skoðun í umræddri grein, að sjálfsagt sé að Áburðarverksmiðjan verði ríkiseign að fullu, ehda munl rekstursáfkoma hennar á engan hátt breytast þótt rekstrarformið verði annað. 2 18. marz 1965 - ALÞÝ0U8LADIÐ | SAMBANDSRÁÐ I Sambands ungra jafnaðarmanna kemur saman til fundar í Félagsheimilinu I RÖST á Akranesi laugardaginn 3. apríl n, k. Standa fundir þess þann I dag og sunnudaginn 4. apríl. Dagskrá fundarins verður nánar tilkynnt með 1 bréfi. Sambandsráðsmenn og aðrir sem setu eiga á fundinum eru eindregið | |- hvattir til að sækja fundinn vel og stundvíslega. 1 Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SUJ í Alþýðuhúsinu, | 1 Reykjavík. Stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna. Hjálp handa jbe/m sem hurfa á hjálp oð halda, en öðrum ekki! ÁRUM SAMAN SKRIFABI ég um fátækraframfærslumálin í Reykjavík og- víðar um land. Þá voru aðrir tímar en nú eru. Þá var mikil fátækt í landinu hjá einstaklingum og sveitarfélögum og löggjöfin miðaðist við það eitt að forða sveitarfélögum frá sveit arþyngslum, en þó reyna að sjá til þess, að enginn íéti lífið af hungri og kulda. FRAMKVÆMDIN á lögunum var stundum álcaflega harðneskjuleg og eru til þúsund liörmungarsög ur af því. Ganga og enn menn og konur með blæðandi sár vegna þeirra viðskipta við oddvita og framfærslunefndir, og liraknings- börn, sem tætt voru frá móður sinni eða foreldrum, hafa aldrei borið þess bætur. Þá var Það og ákveðið að enginn, sem deitaði sveitarlijálpar og fengi hana skyldi hafa rétt til kjörgengis eða kosn inga. SMÁTT OG SMÁTT breyttist þetta. Ég man til dæmis eftir því að í einni syipan fengu allir berkla sjúklingar kosningarétt, en þeir höfðu verið á opinberu framfæri vegna sjúkdóms síns. Það þóttu mikil tíðindi, en fieiri fylgdu og með. Þegar barizt er fyrir mál- efni eru notuð stór orð og liarka er í aðferðum. Það liggur í lilut arins eðli vegna þess, að annars fær sá sem talar ekki hljóð. ORÐUM HANS er ekki veitt athygli. Þá er það og, að enginn hefur algerlega á réttu að standa hvorki sá sem berzt fyrir málinu né hinn sem stendur á móti. Hvað þetta málefni snertir, þá liygg ég að allir séu nú sammála um, að framfærslan hafi verið ómann- úðleg og harðneskjui]eg fyrrum. En samt hefði þurft að hafa strangt eftirlit. FYRIR NOKKRÚM árum kom kona áð máli við mig. Maðurinn liafði yfirgéfið hana og börnin þeirra. Hún hafði barizt harðri |baráttu, en nú sá hún engin ráð. |Ég hvatti hana til þess að tala við framfærslufulltrúann og hún gerði það. Litlu síðar talaði hún við mig aftur og sagði mér, að framfærslufulltrúinn hefði skfct „Af hverju komstu ekki fyrr? Við erum hér til þess að hjálpa.“ ÞETTA KOM MÉR Á óvart. Þetta var eitthvað annað en fyrr um. Konan fékk góða hjálp. Hún átti rétt á hjálpinni. Um það var engum blöðum að fletta. En nú er fullyrt, — og ég hygg, að það sé satt, að þessi mál séu komin í öngþveiti vegna of rúmrar hjálp ar, vegna of lítils eftirlits. Nú verð ég vegna óhrekjandi dæma, sem ég hef fengið, að hvetja til þess að eftirlitlð verði hert. ÞAÐ ER EKKI HÆGT að krefj ■ast þess, að fátækir verkamenn og aðrir, sem berjast fyrir sér og sínum af frábærri elju og ráð- deild séu að greiða fyrir fram- færslu ónytjunga og drykkjufólka Er það rétt, að verkamaður, sem getur ekki leyft sér þann munað að reykja pípu, greiði fimmtán hundruð króna sígarettureikning fyrir Jón Jónsson sem er á fram færslu, alheilbrigður, en drykk- fellöur. DÆMI ERU TIL þess, að hjón. með mörg börn eru á framfæri borgarinnar, drekka bæði, þannig að þau vinna aðeins fyrir brennl víni, en fá allt hitt frá bænuin Þetta er ófært. Ég get nefnt mörg fleiri dæmi, en geri það ekki. Ég vil aðeins leggja tíl að reglurnar um framfærslumálin séu endur- skoðaðar — og gerðar strangarl. Hannes á horninu. 1 Skrifsfofustörf Tveir skrifstofumenn óskast til starfa á skrif- stofu Reykjavíkurhafnar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, fyrri störf og menntun sendist hafnarstjóra fyrir 25. þ.m. LÖGT AKSÚRSKURÐUR Samkvæmt beiðni bæjarritarans í Kópavogi vegna Bæj- arsjóðs Kópavogskaupstaðar úrskurðast hér með lögtak fyrir ógreiddum fasteignagjöldum ársins 1965 til bæjar- sjóðs Kópavogskaupstaðar, en gjöld þessi féllu í gjald- daga 15. janúar 1965 samkvæmt 4. gr. laga nr. 69/1962. Fer lógtakið fram að liðrtum 8 dögum frá birtingu úr- skurðar þessa, ef skil eru ekki gerð fyrir þann tíma. Bæjarfógeíinn í Kópavogi Sigurgeir Jónsson (sign).

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.