Alþýðublaðið - 18.03.1965, Qupperneq 7
Stríðshætta í Miðausturlöndum
STRÍÐSHÆTTAN í Miðaust-
urlöndum hefur aukizt að und
anförnu vegna deilu Vestur-
Þjóðverja við Egypta annars veg-
ar og ísraelsmenn hins vegar og
vegna gífurlegs vígbúnaðar fyr
ir botni Miðjarðarhafs.
Utanríkisráðherrar Arabaland
anna hafa setið á fundum í Ka-
iró og ákveðið hefur verið að
Arabalöndin slíti stjórnmála-
sambandi við Vestur Þýzkaland,
en samkomulag hefur ekki náðst
um efnahagslegar refsiaðgerðir.
ísrael hefur tekið upp stjórn-
málasamband við Vestur-Þýzka
land, og ísraelska þingið hefur
nú samþykkt tilboð Vestur-
Þjóðverja um stjórnmálasam-
band, enj:la þótt þeir hafi sætt
harðri gagnrýni að undanförnu
í ísrael vegna þess að þeir hafa
stöðvað vopnasendingar sínar
til ísrael og vegna þess, að þeir
hafa verið hikandi í því máli
hvort framlengja skuli frestinn
til lögsókna gegn stríðsglæpa-
mönnum nazista.
En Bandaríkjamenn, Rússar
og Frakkar koma hér einnig við
sögu. Averell Harriman, aðstoð
arutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, dvaldist nýlega í ísrael
og átti í leyniviðræðum við
ráðamenn þar. Um langt skeið
hefur mikið vígbúnaðarkapp-
hlaup verið háð í Miðausturlönd
um, og eiga þar fimm eða sex
ríki hlut að máli. Þetta kapp-
hlaup liefur aukizt til muna að
undanförnu.
Líkt og 1956
Ástandið minnir talsvert á á-
stand það, sem ríkti fyrir Súez
deiluna 1956.
Herhlaup Araba inn yfir landa-
mæri ísraels hafa aukizt og
harðnað að undanförnu, og um
leið hefur sú skoðun fengið byr
undir báða vængi, að ísrael verði
að heyja „hindrunarstyrjöld” áð-
ur en það verður um seinan. Nú
sem þá stendur ísrael við hlið
Evrópuríkis gegn Egyptalandi.
Nú, scm þá, reyna Bandaríkja-
menn að miðla málum. Nú sem
þá, streyma vopn hvaðanæva að
til beggja deiluaðila. Nú, sem þá,
hótar Nasser að þjóðnýta er
lendar eignir. Nú. sem þá, veit
Nasser, að með því móti einu,
að leika á strengi óttans við ís-
rael, hins eina sem sameinar Ar-
abalöndin, getur liann komið á
arabiskri einingu og veitt þann-
ig Egyptum forystuhlutverk.
Ástandið er á margan hátt al
varlegra en það virðist í fljótu
bragði og soðið gæti upp úr úð
ur en varir.
Allar líkur benda til þess, að
Vestur-Þjóðverjar og ísraels-
menn taki upp stjórnmálasam
band, en hins vegar hefur allt
verið á huldu um það, hvort
Arabar geti komið sér saman
um pólitískar og efnahagslegar
refsiaðgerðir gegn Vestur-Þjóð-
verjum. Bourguiba forseti Túnis
hefur bent á, að efnahagslegar
refsiaðgerðir mundu skaða Ar-
abaríkin meira en Vestur Þýzka-
land, enda er þýzk aðstoð mörg-
um þessara ríkja bráðnauðsyn-
leg en aftur á móti er útflutn-
ingur Vestur Þjóðverja til Ar-
abaríkjanna aðeins 5% af heild-
arútflutningi þeirra.
Land eins og Saudi-Arabía
telur sig æ háðara Bretum og
Bandaríkjamönnum, þar sem
Nasser forseti hefur svikið öll
loforð í Jemen-deilunni, en þar
geisar enn styrjöld. Líbanon gæti
ekki komizt af án tengsla við
Vesturlönd. Þótt Jórdanía vilji
;fylgja Nasser að málum hafa
Bretar og Bandaríkjamenn byggt
upp allar varnir landsins. Loks
veit Marokkó, en konungur þess
lands hefur aflýst heimsókn til
Bonn, þar sem hann átti að semja
nWWWMWWMWWWMW
ÞETTA er Kurt Birrenbach,
57 ára kaupsýslumaffur, sem
Erhard kanzlari sendi nýlega
meff Ieynd til ísraels til aff
ræða viff ráffamenn þar um
stjórnmálasamband milli land
anna. Birrenbach er í stjórn
Thyssen-fyrirtækisins og einn
margra iffjuhölda, sem Bonn-
stjórnin felur oft aff semja
um erfiff mál. Af öffrum slík-
um samningamönnuin má
nefna Berthold Beitz, for-
stjóra Krupps.
um víðtæka efnahagsaðstoð, að
aðgerðir gegn Vestur Þýzkalandi
gætu haft þveröfug áhrif.
Vígbúnaður.
En hættan er sú, að tilfinning-
arnar virðast vera látnar ráða en
ekki skynsemin. Atburðirnir
virðast farnir að taka sína rás
og leiðtogar Arabaríkjanna virð-
ast ekki ráða lengur yfir gangi
mála. Þá er vígbúnaðurinn í
Miðausturlöndum orðinn svo um-
fangsmikill, að soðið gæti upp
úr áður en deiluaðilar vildu það.
Vopnasendingar Rússa og ann
arra Austur-Evrópuríkja eru
orðnar umfangsmeiri en nokkur
hefur gert sér grein fyrir, að
því er vestrænar leyniþjónustur
staðhæfa.
Síðan þessi hernaðataðstoð
hófst 1955 hafa Egyptar, Sýr-
lendingar og írakar fengið meira
en 2000 sovézka. skriðdreka og
um 900 herflugvélar. Egyptar
hafa rn. a. fengið 330 skriðdreka
af gerðinni T-54, 400 af
gerðinni T 34 — og nokkra eldri
skriðdreka af ,,Stalin”-gerð. —
Þeir hafa fengið 390 flugvélar,
aðallega hraðhljóða af gerðinni
MIG-21. Sýrlendingar hafa feng-
ið um 500 skriðdreka, þar af
rnai’ga gamla af þýzkri gerð, sem
Tékkar hafa gert upp, en einn
ig marga af T-54 gerð. Auk
þess hafa Egyptar og Sýrlend-
ingar fengið minnst tíu Kumar
skip, sem búin eru skotpöllum
fyrir eldflaugar.
Þessi þrjú Arabaríki eru helm-
ingi og ef til vill þrisvar sinn
um öflugri en ísraelsmenn á
sviði hcrmála. Þess vegna var
það alvarlegt .áfall fyrir ísra-
elsmenn, þegar Vestur-Þjóð-
verjar bundu enda á hernaðar
aðstoð sína, þess vegna leita þeir
eftir aukinni aðstoð frá Bret-
landi, Frakklandi og Bandaríkj-
unum og þess vegna reyna þeir
að fá þessi þrjú stórveldi til að
breyta þeirri yfirlýsingu sinni að
þeir ábyrgist fullveldi ísraels i
venjulegt hernaðarbandalag.
ísraelsmenn vilja einnig, að Vest-
ur Þjóðverjar ábyrgist fullveldi
þeirra.
tfggur
ísraelsmenn eru öflugir á sviði
hermáía, aðallega vegna frá-
bærrar þjálfunar liermanna
sinna og baráttuvilja þeirra og
einnig vegna þess, að þeir geta
kvatt eina milljón manna til
vopna á tveimur sólarhringum.
En ísraelsmenn eru uggandi
um, að þeir mundu bíða ósigjur
á einni svipstundu í viðureign
við Egypta. Fjarlægðin milli
landamæra Jórdaníu og Miðjarð-
arhafs er aðeins 20-3Ó km. Eg
yptar gætu gert harða árás með
eldflaugum, sem nú þegar er
beint gegn skotmörkum í ísrael,
og úr eldflaugakafbátum, en
gegn þeim hafa ísraelsmenn að-
eins örfá herskip, og varpað síð-
an egypzkum fallhlífahermönn
um til jarðar. Borgir í ísrael
liggja vel við höggi og ísraels-
menn óttast að litlum vörnum
verði við komið ef Arabar gera
slíka árás.
israelsmenn segja, að þessu
verði afstýrt með því móti einu,
að Miðjarðarhafsfloti Banda-
manna eða Sameinuðu þjóðanna
grípi í taumana. — Á þetta
var lögð áherzla í viðræð-
um við Averell Harriman, far
andsendiherra Bandaríkjanna,
sem nýlega var í heimsókn i
Tel Aviv. En spurningin er sú,
hvort Bandaríkjamenn vilji láta
til skarar skríða og hvort SÞ
geti það.
Agreiningur
Til þessa hafa israelsmenn
treyst meira ó innbyrðis sundr-
ungu Araba en hernaðarmátt
sinn. Nú eru ísraelsmenn ekki
lengur vissir um, hyort timinn
Kortiff sýnir þrjár þverár Jórdans: Hasbani í Líbanon, Baniyas í Sýr-
landi og Dan í ísrael. Arabaríkin vilja stifla tvær hinar fyrrnefndu.
harðast úti í hugsanlegri styrj-
öld.
ísrael stendur því andspænis
þeirri hættu, að eining Araba
og þar með hernaðarmáttur
þeirra aukist, og má búast við
að Arabar hefji eigin veitufrám
kvæmdir, sem að vísu yrðu ekki
að veruleika fyrr en að þremur
til fjórum árum liðnum, en
mundu bitna hart á ísraelsmönn-
um. ísraelsmenn verða því að
taka stefnu sína, einkum í larui
vörnum, til endurskoðunar. Hið
nýja ástand hefur einnig gefiff
þeim rökum byr undir báða
vængi, að ísraelsmenn verði að
gera árás meðan það er unnt
og áður en það verður um sein-
an. Þessum kröfum fylgja æ
fleiri ungir stjórnmálamenn með
Moshe Dayan, fyrrum landbún-
aðarráðherra og yfirhershöfð-
ingja úr Súez stríðinu í broddi
fylkingar.
Aveitu-
framkvœmdir
Áveituframkvæmdir ísraels-
manna eru nú hafnar. Vatpi er
veitt um flókið áveitukerfi frá
ánni Jórdan til Negev-auðnarinn
ar, sem er rúmur helmingur jsia-
els að flatarmáli. Nýra'ktin þar
er skilyrði þess, að ísraelsmenn
;Framhald á 10. síffu.*»
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. marz 1965 J
sé þeirra bezti bandamaður. —
Deila Vestur-Þjóðverja og Eg-
ypta hefur komið skriði á atburð
ina og valdið því, að auknar til-
raunir hafa verið gerðar til að
koma á arabiskri einingu, en
það kemur sér illa fyrir ísra-
el.
Arabaríkin greinir enn á, en á
greiningsmálunum fækkar. Á
fundi æðstu manna Arabaríkj
anna í Kairó í janúar í fyrra
kom þessi ágreiningur í veg fyrir
raunverulega einingu, en sam-
KASTLJOS
þykkt var að torvelda Israels-
mönnum að veita vatni úr ánni
Jórdan til auðnanna í suðurhluta
landsins. í september í fyrra var
mynduð arabísk einingarnefnd,
en ágreinings var enn vart, eink-
um vegna kröfu Egypta um, að
vopnábúnaður Araba yrði sam
ræmdur að egypzkri og þar með
sbvézkri fyrirmynd. Sami á-
gfeinihgur ríkti á annarri róð-
. stefnu. æðstu manna, en í samn-
ingaviðræðum síðustu vikna hef
ur Libanon ákveðið að taka þátt
í aðgerðunum gegn ÍSrael í sam-
bartdi við áveitúfrámkvæmdirnar
þótt það .land yrði sennilega