Alþýðublaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 15
ABbert Schweitzer Framhald úr opnu. að loka þá inni í bambusikofum svertingja, því að þeir brutust út þaðan. Þeir voru því blátt áfram bundnir. En oftast voru þeir teknir af lífi áður en langt um leið. Kristniboði frá Samkita sagði Schweitzer frá því, að þann hefði kvöld nokkurt heyrt óp mikið og óhljóð frá þorpi einu í grennd inni. Hann fór þegar til þess að athuga hvað um væri að vera, en mætti á le'ðinni imilendingi sem kvað hljóðin vera í börnurn og meinlaus. En næsta dag frétti kristniboðinn með sannindum, að ópin voru í vitfirringi, hann liafði verið bundinn á höndum og fót um og honum drekkt í ánni. Það er komið með gamlan mann til Schweitzers. Hann er bund inn, böndin hafa skorist í skinn in, blóð og sár á höndum og fót um. Sehweitzer gaf honum deyfi lyf, sterka skammta, en það verk aði ekki eða furðu lítið. Daginn eftir sagði Jósef: „Trúið mér, doktor hann er brjálaður af því að hann hefur fengið eitur. Það er ekkert hægt að gera fyrir hann. Hann held'ir áfram að veiklast og ærast þangað til hann deyr.“ Þetta stóð heima. Sjúklingurinn var látinn eftir hálfan mánuð. Síðan sannfrétti Schweitzer að hon um hefði verið byrlað eitur. Dæmin gerðust fleiri slík. Ein versta plágan í Mið-Afríku var svefnsýkin, smitnæm sótt, sem virðist hafa verið landlæg á þess um slóðum frá ómunatíð. Helzti smitberi þessarar veiki er ein tegund tse-tse-flugunnar Hafi slík fluga stungið svefnsýkis sjúkling er hún smitberi síðan meðan hún lifir. Einnig getur veikin boríst með mýflugum, ef þær stinga heilbrigða strax eft ir að þær hafa stungið sjúkan. Afríku-mýið er mest á ferð á nóttunni en tse-tse-flugan á dag inn, svo að verkaskiptingu og sam vinnu vantar ekki þar megin. Svefnsýki var áður takmörkuð við viss svæði. Samskipti milli þjóðflokka eru lítil. Menn liættu sér ekki yfir landamæri nágrann ans, því, að þá máttu menn bú ast við hid s* é+nir. Verzl- un og viðskipti fóru fram eftir vissum reglum og með fyllstu var úð. Þetta hélt svefnsýkinni nokkuð í skefjum. Þegar Evrópumenn komu til og fóru að ferðast um landið, fluttu ræðarar þeirra og burðarmenn veikina með sér til margra héraða, sem áður höfðu ekki haft af henni að segja. Þegar sóttin berst fyrst til lands, er hún afar skæð, drepur oft tvo þriðjunga eða þrjá fjórð unga íbúanna. Þegar hún verður landlæg, dofnar yfir henni, en þá er hennar sífellt von og hún er banvæn, ef ekki er að gert í tíma. Veikin byrjar með slæðingshita sem menn gefa ekki alltjent um. Jafnvel geta liðið mánuðir svo, að sjúklingurinn kenni aðeins smá vegis lasleika. En oftast fylgir sár höfuðverkur hitanum og þrá látt svefnleysi. Fyrir kemur, að menn bila á geðsmunum á þessu stigi veikinnar. Gigtarverkir fylgja tíðum og minni sljóvgast. Þann ir yfirleitt síðasta ár möguleika um tvö eða þrjú ár, frá því að hitans verður fyrst vart og þar til svefninn nær tökum. Fyrst fara menn að vera ó venjulega svefnþungir, síðan detta þeir út af hvenær sem er og loks geta þeir ekki vaknað framar. Þannig liggja þeir meðvitundar lausir, þvag og saur fer frá þeim sár detta á líkamann, fæturnir kreppast. Oft bíða menn dauðans lengi í þessu ástandi. Sýkillinn fannst um aldamót. Veikin er ólæknandi nema á fyrsta stigi. En ekki er unnt að ganga úr skugga um, að um svefnsýki sé að ræða nema með blóðrann sókn. Þar sem svefnsýki er von, verð ur að leita af sér allan grun með smásjá, hvenær sem kvartað er um hita, höfuðverk, langvarandi svefnleysi, beinverki. Og það er mjög semlegt að ganga úr skugga um þetta, því að sýkillinn er smár og hending að hitta á hann í blóð inu. „Vilji ég vera samvizkusamur, skrifar Schweitzer 1914, geta tveir sjúklingar með grunsamlegum hita eða höfuðverk bundið mig við smá sjána allan morguninn. Og á með an sitja tuttugu sjúklingar fyrir utan, sem ég verð að skoða fyrir hádegi. Ég verð að eima vatn, taka til meðul hreinsa sár og draga úr tennur. Af þessum asa öllum og óþolinmæði sjúklinganna verð ég oft svo óstyrkur, að ég kannast ekki við sjálfan mig.“ Sár og frunsur allskonar eru miklu algengari en í Evrópu og fór mikill tími í að gera að slík um meinum. Fjórði hluti barna í kristniboðsskólanum voru sífellt með sár. Sandflóin veldur mörgum þess ara sára. Hún er miklu minni en venjuleg fló, grefur sig inn á milli tánna og undir táneglurnar og stækkar þar, verður eins og lítil baun. Þegar hún er tekin, eru sár eftir, sem oft hleypur illt í stundum eins konar drep, og verður þá að skera af tána eða táköggul. Það máttl teljast al gengara að svertingjar væru með spilltar tær en heilar. Sandflóin er aðflutt til Afríku barst þangað fyrst 1872 frá Suð- ur-Ameríku. Á tíu árum lagði hún álfuna undir sig frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Fjölmargar aðrar tegundir sára kýla og átumeina er við að stríða. Þar á meðal sár af völdum s.n. hindberjaveiki (frambösia, skyld syfilis). Slík sár geta dottið á líkamann livar sem er. Fyrst koma útbrot með gulleitu hrúðri. Þeg ar hrúðrið er rifið ofan af, hleyp ur upp blæðandi kýli, sem lítur út líktog hindber. Þau geta breiðst út um alian líkamann og breyt ast síðan í opin fleiður. Þessi veiki er mjög smitandi og var ákaflega útbreidd. Nálega allir svertingjar fengu liana um þetta leyti. En þá var nýlega far ið að nota salvarsan við þessu með undraverðum árangri. Verst viðfangs voru átumeinin holdfúasár á fótum, sem éta um sig upp eftir leggjunum og inn f bein. Þessi mein eru aldrei nema á fótum, venjulega um ökla, mjóa legg og á ristinni. Þau eru kvala full mjög og svo fúl, að enginn þolir þefinn. Sjúklingarnir verða að liggja í kofa út af fyrir sig Ef ekki er bót á ráðin, dargast þeir upp og deyja eftir miklar þrautir. Þessar meinsemdir tóku Schw eitzer mikinn tíma. Það þurfti að svæfa sjúklinginn, síðan varð að skafa sárið vandlega upp, fjar lægja alla skemmd þvo það síð an upp úr tiltekinni upplausn Því næst varð að rannsaka daglega hvort skemmd kom einhversstað ar í ljós og varð þá að hreinsa hana. Vikur geta liðið, jafnvel mánuðir, áður en tekst að græða þessi sár, og þann tíma verða sjúklingarnir að vera undir lækn ishendi. En öll fyrirhöfn og til kostnaður hlaut ríkulegt endur gjald í augum Schweitzers, þeg ar hann liorfði á eftir slíkum sjúkl ingi, er hann hélt heim á leið, sting lialtur að vísu en gróinn sára sinna. Schweitzer fékk sjálfur illkynj að fótasár, sem hann átti lengi í, en þess gat hann ekki við neinn útí frá fyrr en eftir mörg ár. Þá var holdsveikin. Hún var miög útbreidd í héruðunum við Ögové. Hjúkrun holdsveikra var ekki auðveld, þeir urðu að vera innan um aðra sjúklinga, því að aðstaða var engin til þess að ein angra þá. Á fyrstu mánuðum sjúkrahússins voru líkþrársjúkling ar þar oft fjórir eða fimm. Mýrakaldan var landplága þarna eins og í öðrum hitabeltislöndum Svertingjar kipptu sér ekki upp við það, þótt þeir væru alltaf öðru hvoru með kölduflog. En veik in leikur menn illa. Henni fylgir slen og drungi, sífelldur höfuð verkur, enda veldur hún blóð leysi þegar frá líður. „Hér eru allir veikir," sagði ungi svertinginn. Það voru ekki miklar ýkjur. Margir þjáðust af tröllsauka (elefantasis), en sú veiki veldur tröllslegum ofvexti í lík amshlutum. Enn er blóðsóttin ótal in — og margt fleira reyndar. Blóð sótt valda litlir einfrumunffar, snýkjudýr sem setjast að í ristl inum og éta himnur hans og vefi Þessu fylgja sárar þrautir. Sjúkl ingnum finnst hann sífellt þurfa að hafa hægðir, nótt og dag, en blóð eitt gengur niður af honum. Þessi tegund blóðsóttar gengur hvergi nema í hitabeltinu. Sú blóð (kreppu) sótt, sem Evrópumenn kannast við, en af völdum sýkla. Hún er líka algeng í Mið-Afríku. Oft ganga báðar tegundir þar sam tímis. Við þessari veiki var nýlega fund ið ágætt lyf, emetin. Og Schweitz er segir eftir tæplega ársdvöl í Lambarene, að jafnvel þótt hann gerði ekkert annað gagn en það, sem hann gæti unið rpcð hinr/ri nýju lyfjum emetin og salvarsan, þá værl vera hans þarna syðra vissulega mikils virði. Ofan á hinar gérstöku sjúkdóma plágur hitabeltislandanna í Afríku höfðu bætzt illkynjuð mein, sem borizt höfðu með hvítum mönn um. Schweitzer skrifar snemma árs 1914: ..Ég læt þess rétt getið hér, að mikið af tíma hitabeltis-læknis Framffarir... ! Framhald af 7. siðu beitt gegn háskalegum yfirgangi kommúnista. Á sama hátt og framúrskarandi afrek geimfaranna amerísku hafa sýnt heiminum — bæði frjálsum þjóðum og ófrjálsum — hve mikla yfirburði frjálsir menn hafa í öllu, svo sem vísindum, viðskiptum og verkalýðssamtökum, er staðið hafa að framkvæmd þess, sem vísinda- EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI NJÖTIS ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURN AR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVÍKURFLUGVELll 22120 Laugavegl 178. — Síml 88000. ins fer i að berjast við viðbjóðs lega og viðbjóðslegustu sjúkdóma sem Evrópumenn hafa smitað nátt úrubörnin af. En hvílikar hörm ungar felast í þessari hálfkveðnu vísu!“ menn hafa gert frumdrög að, sýn- ir yfirleitt síðasta árs möguleika frjáls þjóðfélags til að ná æðstu markmiðum mannsins. > Við í verkalýðshreyfingunni höf- um oftsinnis haldið því fram! að bezta vopnið í alheimsfrelsisbarátt unni, sé fordæmi Ameríku. Með þetta fordæmi eitt fyrir'aug um — þrátt fyrir háskann í Viet- nam og annars staðar — eru horf- ur nú bjartari en þær hafa vérið um margra ára skeið. Þetta land er sterkara, auðugra og frjálsara en nokkru sinni fyrr — hæfara til að mæta hverskonar ögrun, er kynni að vera á næsta leiti. Og vegna þessa, og vegna þess að Ameríka hefur enn sannað gildi lýðræðisins og möguleika frjálsra manna til að sigrast á hvaða vanda, sem steðjar að, er ég sannfærður um, að frelsisaldan rís um allan heim eins og hún hefur gert í okkar heimalandi. BRIDGESTON.E HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir. Gúmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84. Trúlofunarhringar Sendum gegn póstkrofn Fljét afgrelðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmlður Bankastrætl 18. ALÞÝÐUBLAOIÐ - 7. sept. 1965 45

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.