Alþýðublaðið - 26.10.1965, Page 8
*
ooooooooooooooooooooooooooooooocoooooooooooooooooo
Frá verkalýðsfélögunum
l^i eftir Þorstein Pétursson ✓
Eftirtalin verkalýðsfélög inn
an Fulltrúaráðs verkalýðsfélag
anna hafa nú lokið samninga
gerð sinni á þessu ári:
A.S.B.
Bakarasveinafélag íslands.
Bifreiðast. félagið Frami.
Bókbindarafélag íslands.
Félag bifvélavirkja.
Félag blikksmiða.
Félag framreiðslumanna
Félag garðyrkjumanna.
Félag ísl. hljómlistarmanna
Félag ísl. kjötiðnaðarmanna
Félag ísl. rafvirkja.
Félag starfsfólks í veitingah.
Félag sýningarm. í kvikm.h.
Félag járniðnaðarmanna.
Hið ísl. prentarafélag.
Iðja, félag verksmiðjufólks.
Matsveinafélag S.S.Í.
Mjólkurfr. félag íslands.
Múrarafélag Reykjavíkur.
Nót, sveinafélag netag.manna
Prentmyndasm.félag íslands.
Sjómannafélag Reýkjavíkur.
Starfsstúlknafélagið Sókn
Sveinafélag húsgagnabólstrara
Sveinafélag húsasmiða.
Sveinafélag pípulagningamanna
Sveinafélag skipasmiða
Trésmiðafélag Reykjavíkur
Verkakvennafélagið Framsókn
Verkamannafél. Dagsbrún
Verzlunarm fél. Reykjavíkur.
Vörubílstjórafél. Þróttur.
Félag matreiðslumanna hef
ur samið v;ð veitingamenn og
Félag framreiðslumanna einn
ig. Matreiðslumenn eiga eftir
að semja við skipafélögin og
framre:ðslumenn eiga ósamið
við skipafélögin um kaup og
kjör þerna.
Flugfreyjufélag íslands og
Flugvirkjafélag íslands höfðu
ekki lausa samninga á yfir
standandi ári, en hafa samið
um leiðréttingar á kaupi.
Félagið Skjaldborg, klæð
skerar, Málarafélag Reykjavík
ur og Rakarasveinafélagið eiga
e:nnig eftir að semja. Þegar
þessi félög hafa samið er lokið
samningagerð verkalýðsfélag
anna innan Fulltrúaráðsverka
lýðsfélaganna í Reykjavík.
Um næstu ármót falla samn
ingar Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, Skjaldborgar -og
A.S. úr gildi og 1. febrúar falla
samningar Flugfreyjufélags ís
lands og Flugvirkjafélags ís-
lands úr gildi og verða þetta
fyrstu félögin í Reykjavík sem
hef.ia samningaumleitanir á
næsta ári. Síðan verður hlé
á samningagerð fram til 1.
júní 1966, ep þá falla samning
ar margra félaga úr gildi, en
f'estir núgildandi samningar
félaganna í Reykjavik gilda til
1. október næsta ár.
Á þingum Alþýðusambands
íslands hefur oft verið rætt
um nauðsyn þess að verkalýðs
hreyfingin stofnaði sparisjóð
eða banka, en slíkar lánastofn
anir hafa verklýðsfélögin í flest
um löndum heims stofnað
Loksins 7. febrúar 1964, sendi
Alþýðusamband íslands út boðs
bréf til verkalýðsfélaganna í
Reykjavík og Hafnarfirði, þar
sem félögunum var gefinn kost
ur á að taka þátt í stofnun
sparisjóðs verkalýðsftj'aganna
í Reykjavík og nágrenni. Und
irtektir félaganna urðu mjög
góðar, svo til öll verkalýðsfé-
lög í Reyk.javík og öll verkalýðs
félögin í Hafnarfirði samþykktu
að gerast aðilar að stofnun
sparisjóðsins. Tilnefndu félög-
in þegar ábyrgðarmenn og til
skil:n greiðsla ábyrgðarfjár var
innt af hendi og ábyrgðarmenn
tilnefndir.
í bréfi Alþýðusambandsins
var lögð rík áherzla á það, að
máli þessu yrði flýtt. Undir
þetta tóku verkalýðsfélögin þeg
ar í stað.
Þessi saga er ekki lengri.
Alþvðusambandið hefur ald-ei
boðað til hins fyrirhugaða stofn
fundar sparisjóðsins. Ekki vit
um við hvað veldur þessum
drætti og því ei> spurt: Hve
nær verður boðað til stofnfund
ar sparisjóðsins?
Nokkuð á annan áratug hafa
verkalýðssamtökin farið þess á
leit við stjórnvöldin, að laun
þegar fengju að staðgreiða
skatta sína og skyldur til hins
opinbera. Ráðamennirnir hafa
tekið þessum síendurteknu mála
leitunum léttilega. Fjölmargir
sérfræðingar hafa kynnt sér
framkvæmd staðgreiðslukerfis
ins í nágrannalöndunum og
nokkrar skilmerkilegar skýrsl
ur liggja fyrir um það hvernig
þessum málum er skipað hjá
nágrönnum okkar.
Verkalýðssamtökunum hefur
alla tið verið það mikið áhuga
mál, að launþegar gætu fengið
að greiða skatta sína um leið
og þeir fá kaup sitt greitt. Það
er ekki oft sem það skeður í
okkar þjóðfélagi, að heilar stétt
ir bið.ia um að fá að greiða
skdvíslega og reglulega fram
lag sitt til opinberra þarfa.
Þeim mun óskiljanlegra er
það, að staðgreiðslukerfið skuli
ekki hafa verið tekið upp fyr
ir löngu síðan, til hagræðis fyr
ir launþega og skattheimtu-
menn.
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn
arinnar, sem flutt var á Alþingi
fyrir nokkrum dögum eru gef
in fyrirheit um það að stefnt
skuli að því að koma á stað
greiðslukerfi skatta á árrinu
1967. Við skulum vona að undir
búningi þessa nauðsynjamáls
sé svo vel á veg komið, að hér
verði ekki um fyrirheit ein að
ræða, heldur raunhæfa fram-
kvæmir í málinu.
í þessu sambandi mætti hafa
það í huga, að fjármálaráðherra
upplýsti það í fjárlagaræðu
sinni, að kostnaður við skatt-
he:mtu ríkisins hefði farið rúm
um 10 milljónum króna fram
úr áætlun. Þennan útgjaldalið
mætti eflaust lækka stórlega
með því að taka upp stað
greiðslu skatta.
Fjármálaráðuneytið lætur
væntanlega ekki sitt eftir liggja
í þessu máli.
Fáir menn myndu vilja trúa
því, að hér á landi og jafn
vel hér í höfuðborginni, er
ennþá til fólk sem byrjar að
vinna við ýmis störf án þess
að ganga í það verkalvðsfé-
lag, sem fer með samninga í
starfsgrein þess.. Þess eru
mörg dæmi að fólk v:nnur mán
uðum saman, án þess að ganga
í verkalýðsfélag og kynnir sér
ekki á neinn hátt samninga
þá er gilda um þau störf, sem
það vinnur við. Þetta sleifar.
lag getur blessast í einstaka
tilfellum, en í flestum tilvik
um enda samskipti þessa fólks
við atvinnurekandann á þann
hátt, að seint og síðar meir
verður þessu fólki ljóst, að
það hefur verið hlunnfarið, að
því er kaup og hlunnindi snert
ir. Þá loks fer þetta óstéttvísa
fólk að leita á náðir stéttar
félaganna, verkalýðsfélagsins,
sem það aldrei hirti um að
ganga í..
í flestum tilfellum reyna
verkalýðsfélögin að rétta hlut
þessa fólks, en það er oft ýms
um örðugleikum bundið og í
mjög mörgum tilfellum fæst
engin leiðrétting fyrir viðkom
andi verkafólk. Stundum er at
vinnurekandinn ekki í neinum
samtökum atvinnurekenda og
því óbundinn og samningum
við verkalýðsfélögin, og í öðru
lagi eru samningar hinna ein
stöku verkalýðsfélaga miðað
ir við meðlimi viðkomandi fé
lags, þ.e. þá launþega, sem
standa að verkalýðsfélaginu og
bera hita og þunga af starfi
þess, en fá í aðra hönd þær
hagsbætur og fyrirgreiðslu sem
sterk og heilbrigð stéttarsam
Framhald á 15. siðu
'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOd’ÓÖOOOÍiOOOOð
g 26. okt. 19é5 - ÁLÞÝÐUBLAOIO
HERFERÐ G
KU KLUX K
SÚ NEFND fulltrúadeildar
bandaríska þjóðþingsins, sem rann
sakar óameríska starfsem:. fékk
óorð á sig á árunum eftir heims-
styrjöldina síðari, ekki sízt þegar
McCarthy heitinn öldungadeild-
armaður :gekk sem harðast fram í
herferð nefndarinnar gegn meint
um kommúnistum. Nú hefur þessi
nefnd fengið nýtt viðfangsefni,
sem snertir önnur samtök: Hreyf-
ingu Ku Klux Klan í suðurríkjun
um.
Jyjóðþingið samþykkti í vor, að
rannsókn skyldi gerð á þessum
leynisamtökum hryðiuverka-
manna. Þótt undarlegt. megi virð-
ast var það suðurríkiabingmaður,
Charles L. Weltner frá Georgíu-
ríki, sem átti tillöguna að þessu.
Hann var skipaður í „óamerísku
nefndina í janúar sl. og skömmu
síðar hvatti hann t'l bess að mál
ið yrði nákvæmlega rannsakað.
★ FORDÆMING JOHNSONS.
I marzlok lagði Johnson forseti
blessun sína yfir bessa 'tillögu
vegna morðsins 4 hvítu konunni
Viola Liuzzo, sein hafði tekið þátt
í mannréttindagöngu í Alabama.
(4 Ku Klux Klan-menn voru hand
teknir í sambandi við morðið).
Johnson forseti lýsti því m. a.
yfir við þetta tækifæri, að stefna
Ku Klux Klan væri svo lágkúru-
leg að hún þyldi ekki að koma
fram í dagsljósið. Eg hef barizt
gegn yfckur alla ævr, sagði forset
inn, því að ég tel að þið séuð ógn,
un við friðinn í þjóðfélaginu, og
ég mun halda áfram að berjast
geígn ykkur, því að ég veit að holl-
usta ykkar er ekki bundin við
Bandaríkin heldur félag kufl-
klæddra ofstækismanna.
Hann bætti því við, að hann
mundi bera fram lagafrumvarp.
sem annað hvort mundi banna Ku
Klux Klan eða gera félagsskap-
inn háðan öruggu eftirliti.
Þegar óameríska nefndin hóf op
inberle.Ta rannsókn sína á starf-
semi ..klansins' ‘19. október sl.
lá. fyrir ihenni skýrsla samin a£
ríkissaksófcnaranum í Alabama-
ríki, Richmond Flowers, sem er
harðví‘usur andstæðing'.r hins ill
ræmda r’ki:ss:jóra Alabama, Ge-
orge Wailace. í þessari skýrslti
sagði saksóknarinn, að ,,ef and-
stæðingur Ku Klux Klans yrði
skipaður rikisstjóri í Alabama
mætti ú+rvma samtökunum á
skammri stundu. Ég vona, að
skýrsla m>'n verði til'þess að íbú
ar Alabama láti af þeirri vonlausu
afstöðu. sem þeir taka gagnvart
Ku Klux Klan.“
* FJÖLDI GANGNA
Enn f’-ernur segir í skýrslunni,
að ,,K" Kiux Klan hafi meir og
meir horfið frá barsmiðum og
krossbrennum en réði í þess stað
hó-pa +i'ræðismanna í sina þjón-
FRlMERKJAÞÁTTUR
Fascistar tóku völdin á Ítalíu
eftir gönguna miklu til Rómar árið
1922. Mussolini hét forsprakki
þeirra. Hann kom við sögu sem
bandamaður Hitlers í heimsstyrj
öldinni síðari. Fljótlega eftir að
Mussolini var orðinn einræðisherra
ítala tók hann að dreyma stór-
veldisdrauma. Honum varð tíðhugs
að til keisaranna í Rómaveldi
hinu forna, Alexanders mikla og
Júlíusar Cesars. Herferðir þeirra
og landvinningar voru honum hug
stæðir. Fascista-hreyfingin dró
nafn sitt af orðinu „Fasces“, sem
þýðir> öxi vafin rís. Þessi rís-öxi
var e.k. skjaldarmerki höfðingj-
anna í Róm til forna.
Allt kemur þetta greinilega fram
á frímerkjum ítala frá Mussolini
timanum, 1922 — 1945. Meðfylgj
andi mynd er af frímerki með
mynd Juliusar Cesars, er út kom
á ítalíu 1929. í hornum merkisins
að neðan sjást tvær axir, vafðar
rísi. Þær áttu að minna þjóðina
á, að enn gætu ítalir unnið stóra
sigra. Mussolini gat ekki gleyilt
því, að það var Julíus Cesar sem
lagði grundvöllinn að blómaskeiði
Rómaveldis, hinsvegar virðist hann
hafa gleymt því, að þegar hinn
sigursæli César var kjörinn eitt
valdur ævilangt, þá espaði það
svo mótstöðumenn hans, að hann
var að lokum myrtur. Sagan end
ur tekur sig. Mussolini átti eftir
að reyna h ð sama af löndum sín
um.
Þetta „mótív" á frímerkjum ít
ala varð furðu langlíft, eða -frá
1929 til stríðsloka 1945, síðustu
árin þó aðeins í þeim hlutum Norð
ur-italíu, sem Þjóðverjar höfðu á
valdi sínu. 1943 voru flestir ít
alir orðnir leiðir á að eiga i vafa
sömu striði. Badoglio marskálkur