Alþýðublaðið - 26.10.1965, Qupperneq 10
fc=Rítstjórí Örn Eidsson
Akranes vann Keflavík
:0 í framlengdum leik
■! og leikur til úrslita v/ð Val
ÁKURNESINGAR og Keflvíking-
íjr léku síðari leik sinn í Bikar
líeppni KSÍ á laugardaginn var á
^felavellinum. Veður var mjög
slæmt til keppni, suðaustan rok
óg gekk á með skúrum. Mikill
fiiöldi áhorfenda var mættur til að
líorfa á spennandi leik, en ekki
Ðynamo Kiev
sigraði Rosen-
borg 4:1
DYNAMO KIEV sigraði
Rosenborg frá Þrándheimi
4:1 í 2. umferð Evrópubikar
keppninnar í knattspyrnu,
en leikurinn fór fram í
Þrándheimi á sunnudag. Stað
an í hléi var 3:0.
Rússarnir skoruðu á 7., 20.
og 42 mínútu, en Eldgar Hag
en skoraði fyrir Rosenborg
á 16 mínútu síðari hálfleiks
með ágætu skoti, en Hagen
Ogr Tor Klevland voru bezt
ir í framlínu liðsins. Rússarn
ir voru mun betri, en þó
áiti Rosenborg mörg góð
tpekifæri, sem ekki tókst að
ijiýta. Vörnin stóð sig vel
Rtir atvikum, Tor R. Foss
en átti góðan dag í markinu
og miðvörðurinn Gulbrand
Sen Egil Nygaard stóðu vel
íýrir sínu. Annars var liðið
ojafnt.
’ Síðari leikur félaganna fer
fram í Kiev á fimmtudaginn.
x *
er hægt að segja að hann hafi
verið vel leikinn, til þess var veðr
ið of vont.
★ FYRRI HÁLFLEIKVR 0—0.
Keflvíkingar unnu hlutkestið og
völdu að leika undan vindi. Á 4.
mín. kom hættulegt tækifæri ÍBK
er Högni tók aukaspyrnu á miðj-
um vallarhelmingi Skagamanna,
lyfti knettinum vel yfir varnar-
vegg Akurnesinga og þar tók Sig-
urður Albertsson við og skallaði
vel að marki, en Helgi bjargaði
naumlega. Næsta stundarfjórð-
unginn sækja Keflvíkingar, en
gengur illa upp við markið og
tekst ekki að skapa sér hættuleg
tækifæri. Það er annars undar-
legt hversu okkar beztu liðum
gengur illa að hemja knöttinn í
veðri sem þessu. háar spyrnur
manna á milli voru tíðséðar í
þessum leik, en aftur á móti lítið
reynt við stutt jarðarspil, sem
vissulega gefur beztan árangur í
svona veðri. Á 20. mín. ná Akur
nesingar snöggri sókn, er Matthí-
as leikur upp hægra kant og gefur
fallega fyrir til Eyleifs á miðj-
unni, sem sendir hörkuskot að
marki, en Kjartan ver í horn, sem
svo ekkert varð úr. Skömmu síð-
ar er Jón Jóhannsson með Knött-
inn og leikur laglega á tvo varnar
leikmenn ÍA og gefur síðan til
Rúnars, sem er í góðri aðstöðu, en
Helgi ver skot lians í horn. Rétt
á eftir tekur Högni aukaspyrnu
og þrumar í átt að marki en knött-
urinn smýgur yfir þverslána. Síð-
ustu mín. þálfleiksins sækja Skaga
menn fast, en tekst ekki að
skora, þrátt fyrir þrjú horn í röð.
* SEINNI HÁLFLEIKUR
Nú sækja Akurnesingar undan
vindi og gengur ekkert betur að
hemja knöttinn en Keflvíkingum.
Á 4. mín fær Björn Lárusson
knöttinn í dauðafæri, en er of
lengi að athafna sig og er orðinn
aðþrengdur er hann loksins af-
ræður að skjóta og þá ver Kjart
an. Sækja Skagamenn nú fast en
Keflvíkingar ná þó alltaf snögg-
um sóknarlotum, sem yfirleitt
enda með því að Jón Jóhannsson
klúðrar knettinum til Akurnes-
inga en Jón átti mjög lélegan leik
á laugardaginn. Þegar hálfleikur-
inn um það bil háifnaðun |>á
Akurnesingar skemmtilega upp-
byggðri sókn, sem endar með skoti
frá Birni Lárussyni í hliðarnetið.
Rétt á eftir á Rúnar hörkugott
skot, sem Helgi ver en missir frá
sér og þvaga myndast, en vörninni
tekst að hreinsa. Það sem eftir var
hálfleiksins sóttu Akurnesingar,
en áttu samt engin veruleg tæki-
færi.
★ FRAMLENGING
Nú var ekki um annað að
ræða en að framlengja og var aft-
Framh. á 14. síðu
IVlalmö FF sænsk
ur meistari í
knattspyrnu
MALMÖ FF varð sænskur
meistari í knattspyrnu 1965
síðasta umferðin fór fram á
sunnudag og Malmö sigraði
þá Göteborg með 3:0. Malm-
ö hlaut 34 stig, Elfsborg kom
næst með 32, AIK 30 og Norr
köping 28. Hammarby og
Sundsvall féllu niður £ 2.
deild að þessu sinni. Næst
komandi Iaugardiag verður
leikið um það, hvaða lið
flytjast upp í 1. deild.
UMUMmmwwmwmHtv
Jón Friðsteinsson, Fram, á skot á ÍR-markið.
Daufir leikir að Hálogalandi
✓
Fram, KR og Armann sigruðu
MEISTARAMÓT Reykjavíkur í
handknattleik, það 20. í röðinni,
hófst í íþróttahúsinu að Háloga-
landi á laugardaginn. Fyrsta kvöld
ið fóru fram þrír leikir í meist-
araflokki kárla og ekki er hægt
að segja, að neinn þeirra hafa ver-
ið spennandi.
Fram átti ekki í neinum vand-
ræðum með hið unga lið ÍR, loka-
tölurnar voru 28:6, þ. e. a. s.
nærri mark á mínútu. Fram lék
býsna vel á köflum, en þó er ekki
gott að dæma um getu liðsins eft-
ir þennan leik, til þess var mót-
staðan of lítil. Vörn ÍR-inga var
mjög opin og sóknartilraunir
þeirra flausturslegar. Staðan í
hléi var 11:2.
Leikur Ármanns og Víkings var
nokkuð jafn, en þeir fyrrnefndu
, sigruðu með 12 mörkum gegn 10.
j hléi var staðan 7:5 fyrir Ármann.
Ármann hefur misst markmann
sinn Þorstein Björnsson, sem nú
! leikur fyrir Fram. Bróðir Þor-
| steins, Sveinbjörn lék í marki Ár-
| manns og stóð sig vel. Þó að mun-
1 urinn á liðunum væri aðeins tvö
mörk, var lítill vafi á því, að Ár-
mannsliðið var sterkara.
Reykjavíkurmeistarar KR léku
sér að Þrótti, sigruðu með 15:3,
en í hléi var staðan 8:1. Þróttar-
liðið er veikt, en KR er sennilega
betra en oft áður um þetta leyti
árs, og erfitt verður fyrir Fram
að vinna Reykjavíkurmeistara-
titilinn af KR-ingum. Valur sat
hjá fyrsta kvöldið, en það er lið,
sem getur komið á óvart í mótinu.
Fögnuður Akurnesinga var gífurlegur, þegar þeir skoruð'u.
(10 26- okt' 1965 —. ALÞÝÐUBLAÐIÐ
STORGLÆSILEGT mark O'Grad
ys á 16 mínútu gaf Leeds liðinu
tóninn í leiknum við Stoke á
laugardaginn. 2:1 sigur nægði til
forystu í 1. deild. Alan Peacock
bætti öðru marki við seint í fyrri
hálfleik, en Stoke tókst aðeins að
svara einu sinni fyrir sig, en mark
ið gerði Dennis Violet á síðustu
mínútum leiksins.
Leeds, sem hafnaði í öðru sæti
bæði í deildarbikarnum og sjálf
ri bikarkeppninni er greinilega á
því að liðið hefur hugsað sér,
að ná enn lengra í ár. Yorkshire
liðið hefur 19 stig að 13 leikjum
loknum. Annað Yorkshidelið, Sheff
ield Utd., sem haft hefur for
ystuna undanfarið er í öðru sæti
leikið einum leik meira. Burnley
með sama stigafjölda, en hefur
er í þriðja sæti með 18 stig eft
ir 13 le'ki, West Bromwicli er
einnig með 18 stig eftir 14 leiki
Sheffield Utd. lék dæmigerðan
varnarleik í leiknum v:ð Burnley á
velli þeirra síðarnefndu, þeir áttu
þar allgóð upphlaup af og til, en
það dugði ekki, Burnley vann 2:0,
Gordoh Harrig skoraði á 31 mín.
og Andy Lockhead fimm mínútum
fyrir leikslok.
Tottenham tapaði dýrmætu stigi
á laugardag. þegar liðið mætti
Neweastle úti í ,,mark“ lausum
leik. Newcastle lék be*ur og áttl
skilið að sigra, sérstaklega lék
liðið vel i fyrri hálfleik.
Það var ólíkt að siá Manchester
Framhali! á 11. síðu.