Alþýðublaðið - 29.10.1965, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 29.10.1965, Qupperneq 16
Dagarnir líða drukkna í djúpi síns eigin tómleika. Spilað verður í kvöld. Sjálf stæðisfélag Garna- og Bessa staðahrepps. Útvarpsauglýsing. Vínið stígur til höfuðsins segir kallinn. — Og fyllir upp í tómarúmið, bætti kelling in við.. . . Hvíllkir tímar. Flestir hafa bara ráð á að kaupa sér not aðan bíl. Og hinir hafa varla ráð á að nota nýju bílana sína. Dagur eftir dag allir eins sofna sínum hinzta svefni. Og svo er lífið allt í einu búið. Svo kvað eitt af vorum frækn ustu atomskáldum, og ef einliver gamall og leiðinlegur, sískrifandi langhundasmiðui- skyldi halda því fram, að atomljóð sé ekki hægt að læra utanbókar, þá er sú kenn ing hér með afsönnuð. Ofangreint ljóð er hamrað beint inn á ritvél ina — eftir minni. Ef til vill liefur iínuskipan eitthvað brengl azt i blessuðum kollinum, því að álagið er þungt og mikið dag livern, og kannski hefur orð og orð skolazt til, en livað um það Það hefur þá verið vitnað vitlaust í snilldaiverk góðskálda vorra fyrr. Hins vegar hefur mig oft lang að til að breyta þessu Ijóðmæli og gera það raunvejrulegra og meir í ætt við liið hversdagslega amstur alþýðumannsins. Eftir breytingarnar gæti Ijóðið litið svona út: Mánuðirnir líða og aurinn drukknar í útgjaldafans. Mánuður eftir mánuð allir eins sofna sínum hinzta svefni. Og svo er kaupið allt í einu búið. Auðvitað er það argasta níðings verk að breyta ljóðum góðskálda en önnur Ijóð frægari hafa þá ver verið paróderuð fyrr. .Hins vegar þekkir sérhver mánaðarlaunamað ur meiningu ljóðsins og tilfinn ingu eins og liún birtist í hinu breytta formi. Og þár sem nú er skammt til mánaðamóta og kaup ið náttúrulega búið fyrir löngu, er vei við hæfi að birta þennan ljóðapistil. > 320 „Jú, auðvitað þykir mér hatt- urinn þinn fallegur Ég sagði þér það strax fyrir ári”. Það gei’ist nákvæmlega hið sama mánuð eftir mánuð eða öllu heldur mánaðamót eftir mánaða mót. Maður hefur lifað á slætti í marga daga og ekki einu sinni átt fyrir mjólkinni, en svo kem ur kaupið eins og sending af himnum ofan. Fyrst í stað fyllist hjartað ósegjanlegri gleði, en þá koma skilaboð frá minnisdeildinn* í heilabúinu í líki svohljóðandi setningar: — Reyndu nú að láta það duga í þetta sinn! Gleðin er öll á bak og burt í einni svipan og hjartað, sem áður var bólgið af gleði, hniprar sig saman í ótta og skelfingu. Maður sezt niður og fer að reikna og reyna að finna út, á hvern hátt megi spara. En útkoman er ævin lega sú sama. Dæmið er óleysan legt eins og hjá ríkissjóði. Það liggur við að maður óski sér þess að vfera orðinn að ríkissióð'. Enda þótt. ást.andið á þeim bæ sé harla bágborið þá geta þeir þó alltaf leyst málið með því að leggja á ný.ia skatta. Eina Iausn mánaðarkaupsmanns íns vill oft verða sú, að hætta að 'ú’öt/ló- „Meðan ég man: Eruð það ekki þér, sem eruð þekktur undir nafn inu „kossaglaði innbrotsþjófur- reykja (ef hann er þá ekki löngu hættur), en nú getur varla talizt dýrt að reykja lengur. Það er til að mynda ódýrara að reykja pakka á dag heldur en að bregða sér til Keflavíkur á nýja veginum. Löðrandi í svita af áhyggjum og erfiði verður endirinn sá, að mað ur dembir sér í bað, reynir að hressa ögn upp á sálina og líkam ann, og huggar sig við alla þá mörgu meðbræður sína, sem gefa peningunum langt nef og með höndla tékka af fyllsta kæruleysi Hér kemur að lokum saga af ein um slíkum: Hann brá sér niður í Lind og keypti sér eina bröndótta — fyr ir gúmmítékk. Síðan fékk hann sér leigubíl á Hreyfli.og borgaði — með gúmmítékk. Að því búnú drakk hann á Röðli allt kvöldið og greiddi reikninginn — með gúmmitékk. Að síðustu var hann settur í steininn og morguninn eftir þorgaði hann sína brennivíns sekt — með gúmmítékk. Frostrím Kólnar í veðri. Komið frost, Kveð ég rímu slynga. Reynist á við rafmagnslost reiði Keflvíkinga. Bráðum koma blessuð jól mcð björtum gróöavonum, Blöðin taka að birta hól frá bókaforlögonum. I útvarpinu er ógnar hark. Ungmeyjar á þönum. Sylvía skaut og setti mark. * Svo komu 3 frá Dönum. ^ O, LÆVÍS ^ <> o: ÓOAOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.