Vísir - 21.11.1958, Page 11

Vísir - 21.11.1958, Page 11
II Föstudaginn 21. nóvember 1958 VÍSIR 27 Mark varð litið á borð beint á móti. Við það sat Baudoin höfuðsmaður, og var önnum kafinn við að skrifa niður númer á smáspjöld, sem stofnunin lagði til. Hann var auðsjáanlega á þrotum með fé — handlék fáeina spilapeninga, sem hann átti eftir, og var mjög áhyggjufullur. En Mark brá sér frá til spila- gæzlumanns, keypti spilapeninga fyrir 100 dollara, og bað gæzlu- manninn að koma þeim til Baudoin. Hann setlaði ekki að taka við þeim, en er hann sá Mark og að hann mundi hafa hlaupið undir bagga, skein þakklætið úr hverjum andlitsdrætti hans. „Þarna er hann kominn aftur,“ sagði Fleur. Og Mark sá, að hinn dularfulli maður stóð nú fyrir aftan Baudoin. Hann hafði horfið í svip, er þau gengu til Raffaeli. Hvað var hann að gera fyrir aftan stól Baudoin? Var hann kannske þarna til þess að gefa honum gætur, en ekki þeim? Mark hafði flogið í hug, að hringja til Perriers, en ákvað nú að biða. Virgil Baudoin handlék litla vasabók og hendur hans titruðu, svo taugaóstyrkur var hann. Allt í einu veitti hann athygli fimm stafa tölu milli lína. Hvers vegna var þessi tala þarna i bók, sem hann aðeins notaði vegna spilamennskunnar. Var þetta símanúmer? Nú sá hann nafn fyrir neðan töluna. Og nú mundi hann allt. Corinne hafði komið til hans, þar sem hann beið hennar í Garðinum, róleg á yfirborðinu, en æst í skapi undir niðri. Það var þegar hún sagði honum frá, að hún næstum hefði sannanirnar. í fyrstu hafði hún verið þögul, en svo höfðu orðin streymt af vörum hennar. „Eg veit ekki, eg veit ekki. Eg hefi næsturn ráðið gatuna. Ceti eg það ekki í kvöld get eg það aldrei, Já, já, Timgad! Og ef eg kemst að því hver hann er hringi eg til Travers. Eg er að tala um unga Ameríkanann. Geturðu ekki munað neitt? En þetta verðurðu að muna: Ef eitthvað fer illa verðurðu að ná í hann. Hann er i Baðhótelinu. Og þú verður að láta hann fá þetta númer og utanáskriftina. Þar býr einn þeirra. Hérna, fáðu mér litlu vasabókina þína. Eg ætla að skrifa þetta í hana. Þá þarft þú ekki að leggja þetta á minnið. Og hann hafði gleymt öllu — jafnvel þegar hann heyrði í útvarpinu hvað komið hafði fyrfir hana hafði hann ekki munað það. Svo sljór var hann orðinn. Virgil Baudoin fór að setja spila- peningana í vasa sinn og fór sér hægt. Hann gat ekki spilað nú — mátti ekki hætta á það, því nú reið á að koma skilaboðunum til Marks. Hann ætlaði aö standa upp, en fann þá að einhverju hörðu sem stáli var stungið milli rifja sér, og hann heyrði hvíslað: „Eg ráðlegg yður, að sitja sem fastast. Þér gætuð unnið. Það er seinasta tækifæri yðar.“ Tvær, þrjár mínútur sat Baudoin grafkyrr, og hann minntist áranna, er allir báru virðingu fyrir honum — þegar hann naut álits fyrir, að geta alitaf bjargað sér úr hverri hættu. Nú vissi hann, að ef hann reyndi að kalla númerið til Marks, myndi hann dauður áður en hann fengi sagt það. Hann leit ekki um öxl til að gá að hver ógnaði honum. Ef hann átti að deyja skipti engu máli hver dræpi hann, bara ef hann gæti komið skilaboðunum til Marks. Hann stóð þarna enn og fögur kona við hlið hans. Hann brosti — eins og hann ávallt hafði gert, er hann sá í'agrar konur. Og allt í einu rann eins og ljós upp fyrir honum. Hann vissi hvað gera skyldi. Hann gæti að minnsta kosti látið hann fá vitneskju um símanúmerið, því að símanúmer var þáð váfa- laust. Hann tók handfylli spilapeninga. Hann lagði alltaf á sömu tölur: 0-1-2-3-4. , Og hann vann. Hvað eftir annað. Brátt hafði hann unnið milljón franka. Menn undruðust heppni hans. En hann óskaði þess, að Mark stæði ekki þarna brosandi án þess að botna neitt i neinu. „Eg hefi horft á hann kvöld eftir kvöld og hann tapar allt af,“ sagði einhver. „Nú leggur hann á eftir kerfi, aö því er virðist, en þeta er ekkert kerfi. Hann leggur á eftir hugboði — og vinnur. Það verður gaman að sjá hve lengi hann hefur heppnina með sér.“ Mark og stúlkan virtust vera á förum. Hafði honum skilist hvað hann var að reyna að koma honum í skilning um. Baudoin lyfti glasi sínu og Mark nam staðar, leit urn öxl og horfði á hann, og kinkaði kolli áður én-hann fór. „Guði sé lof,“ hugsaði Baudoin, „Guði sé lof“ — og hann drakk í botn og brosti sigri hrósandi. - „Aftur hið sama — 0-1-“ Hann var orðinn náfölur. „Hann er veikur, hann er náfölur," sagði einhver. Honum sortnaði fyrir augum: „2-4-5,“ „Eg held, að hann sé að deyja.“ Mark heyrði það og sneri aftur og einhver spurði: „Er ekki læknir hér staddur?“ Mark tróð sér gegnurn þröngina. Baudoin höfuðsmaður hafði látið failast fram á borðið, en beggja vegna við hann voru nú auðir stólar. — Menn vilja ekki vera í nálægð tíauðans. Og hinn öularfulli maður var horfinn. Mark tók utan um Fleur, því að hún skalf sem strá i vindi. Hann minntist þess, sem Perrier hafði ságt, um skyndi-dauðsföll í spilavítum. Mark varð órótt. Hann gat orðið næstur. „Eg verð að fara inn í skrifstofuna og segja þeim, að lögreglan verði að láta þetta mál til sín taka.“ „Eg hefi aldrei séð neinn deyja fyrr,“ sagði Fieur. „Ó, Mark, eg er hrædd. Þau fóru inn í skrifstofu gistihússins og Mark sagði hvað gerst hafði og bað svo um að mega nota sírnann, Hann ætlaði að kom- ast að raun um hvort Baudoin hefði verið að reyna að koma til hans skilaboðum um símanúmer. i „Láttu mig hringja, Mark, það vekur cíður grunsemdir ef kona hringir.“ Mark heyrði, að henni var svarað hranalega, en hún sleppti símatólinu og lá við, að hún hnigi niður. Hénni hafði sprottið kaldur sveiti í enni. „Hvar var svarað?“ „í Pepsion Select." „Hver býr þar?“ „Louis Anet,“ sagði hún örvæntingarlega. „Og hver er hann?“ „Hægri hönd Guys,“ stundi hún upp. Og Baudoin hafði látið Mark fá símanúmer, sem beindi honum á brautina til Timgads. Honum var næstum um megn að horfa á þiáninguna í svip hennar. „Fleur, eg ætla að aka þér heim —“ En hún stappaði í sig stálinu. „Ó, nei, ég æta að fara með þér.“ „Vitleysa.“ „Eg gæti orðið að liði — gæti kannske hjálpað þér.“ „Eg hringi til Perriers og bið hann um að finna mig í „Pension | Select.“ Þú getur blátt áfram ekki farið með mér þangað.“ En Perrier var ekki við. „Þá fer eg með þér, hvort sem þér líkar betur eða verr,“ sagði Fleur. „Eða eg fæ mér leigubifreið og fer þangað ein.“ Hún var svo ákveðin, að Mark vissi, að tilgangslaust mundi að telja henni hughvarf. „Hve lengi hefur Louis starfað fyrir bróður þinn?“ spurði hann á leiðínni. • ... „Upp undir þrjú ár, að eg hygg.“ Hvers konar náungi er hann?“ „Kyrrlátur maður, hygg eg. Vel fær í mörgum greinum, eitt sinn mun hann hafa verið loftskeytamður á kafbát. Þreklegur, 4 XVÖLDVÖKUNNI lllll Þolinmóður veiðimaður sat á árbakkanum — bara eins og fimmtíu metra frá stórri brú. Ofan af brúnni henti sér þá sjálfsmorðingi ofan í freyðandi vatnið og á síðasta augnabliki var hann dreginn upp. Hópur manna safnaðist saman um manninn, sem var hálf með- vitundarlaus — þar á meðal einnig veiðimaðurinn. Hann beýgði sig yfir manninn, sló á öxl honum og sagði: „Afsakið — en tókuð þér eft- ir því hvort nokkur fiskur væri í ánni?“ ★ Tannlæknirinn færði mann- inum slæmar fréttir. „Eg verð að taka úr yður allar tennurn- ar.“ „Góði skiljið þér eftir eina framtönn, það lítur svo vel út þegar eg brosi.‘ ★ „Verið hughraustur,“ sagði læknirinn, „eg hefi haft þenna sama sjúkdóm sjálfur.“ „Já,“ sagði sjúklingurinn. „En þér höfðuð ekki sama lækni.“ ★ Frægur franskur baleltt- flokkur kom til Buenos Aires, meðan Peron var við völd og var flokknum boðið til kvöld- verðar hjá einvaldnum. Forystumaður flokksins var svo hygginn að spyrja argen- tinskan vin sinn hvernig mað- ur ætti að haga sér gagnvert einvaldnum við slíkt tækifæri og hann svarað þessu: „f öllum bænum takið hann alvarlega, því að það geðjast honum áreiðanlega bezt.“ M.s. H.J. Kyvig • .. . ._ r.?i .•• > ■. ti. fer frá Reykjavík til Fær- eyja og Kaupmannahafnar, 29. nóvember. M.s. Dronning Aiexandrine " E. R. Burroughs - TARZAN fer frá Kaupmannahöfn 5,- des. til Færeyja og Reykja- víkur og frá Reykjavík 13. desember til Færeyja óg Kaupmannahafnar. — Til- kynningar um flutning óskast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsett ifiirlitsinann vantar við veitingahús frá _kl. 8—12 s.d. föstudaga,. laugardaga og sunnudagá eða eftir samkomulagi. Tarzan klifraði upp í tré til að sýna „björgúnar“- hugmynd sína. „Nú!“. kall- aði hann. „Láttu köttinn ráðast á stúlkuna!“ — — Skipunum hans var hlýtt. Apa-maðurinn sveiflaði sér á augabragði niður á trjá- teinungl —--og syipti Sue French upp með armin'um, í burtu frá klónum ,á par- diísdýrinu!“ Uppl. í síma 1-2329.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.