Vísir - 09.01.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 09.01.1959, Blaðsíða 11
Föstudaginn 9. janúar 1959 VlSIR U’ EVA SEEBERG: Já, hann var hjá mér. 19 ÁKVOLDVÖKUNNI !ííi Aldrei hefur nokkur ferðamaður táldregið Frakkland eins lrræðilega! Þegar eg var búin að vera þar í tvö mánuði fékk eg allt í einu löngun til að fara heim. Nú ætti hann að hafa fengið nægan tíma. Nú hlaut allt að vera klappað og klárt. Og svo tók eg sam- an pjönkur mínar. — Þeir höfðu ekki verið farnir að búast við mér á teiknistofunni. Koma mín hefði ekki getað orðið áhrifaríkari. Það var morgun- verðarhlé og þeir sátu flestir frammi í teiknisalnum. Aðeins hann tók ekki undir „en hvað þú ert orðin brún“ og „hvernig hefur þú haft það.“ En hann var þar. Hann stóð svolitið afsíðis og eg leit undan augnatilliti hans. Hann kom á eftir mér þegar eg fór inn til mín. — Mér geðjast ekki að þér svona, sagði hann. — Þetta er ekki líkt þér. Eg var í nýrri, tízkudragt og eg var með hatt — í fyrsta sinn á ævi minni. Hann tók hann af mér og strauk hendinni í gegnum hár mitt. — Þú ert búin að klippa þig. En hvað þú ert stuttklippt. Mér þótti svo vænt um langa hárið þitt. Við stóðum þarna og horfðumst í augu. Það var einhver við- kvæmni í augum hans. — Hvað varstú eiginlega að gera í Frakk- landi? — Eg teiknaði, eg er búin að teikna feiknamikið. Viltu sjá? Eg var með tvær teiknibækur frá Provence. Hann leit varla á þær. Allt, sem eg hafði hugsað mér að segja, allt, sem teikningarnar áttu að sýna, allt þetta dó á vörum mínum. Augu mín urðu rannsakandi eins og hans. — Og hvað hefur þú verið að gera? — Ekkert. — Ekkert? Allt sat enn við það sama. Þið bjugguð enn saman. Rekistefnan tun skilnaðinn var ekki hafin. Hann hafði ekki gert neitt. — Eg varð að bíða þangað til þú kæmir aftur, sagði hann. — Eg vissi ekki hverju eg átti að trúa. Þurftir þú að vera að fara — — Já? — Gat það skilist öðru vísi en að þú vildir að allt væri búið á milli okkar? Eg sneri mér frá honum og fór út úr herberginu. Eg fór út um kvöldið og drakk mig fulla. Eg fór með nokkrum af teiknistofunni. Hélt upp á heimkomuna. Hélt hátíðlega upp á hana. Drakk allt milli himnns og jarðar. Spaugaði, lét eins og kjáni, hló og skríkti. Þeir skildu ekki af hverju eg gat alltaf verið að hlæja. Eg hló og hló. * Sumarið, sem eg hafði beðið eftir — það var komið. Gluggai-nir á teiknistofunni stóðu upp á gátt. Sólin skein á teikningarnar mínar. Sólin, sem við hefðum átt að vera úti í, baða, sigla, ganga. Aldrei mundi eg komast það ein. Méð öðrum, það var enginn fengur í því. Tala við þá, skemmta mér með þeim — það var allt innantómt. Fara út, fara í samkvæmi — eg var samt ein. — Eg hafði ekkert við þá að tala. Að dansa við þá, það var að 1 sýnast. Dansa eitt kvöld — við mann, sem mann langaði ekki til að hitta daginn eftir. Til hvers var það? Tala, aðeins til þess 1 að heyra orð og álit. Hvað þýða orð, ef maður elsk'ar ekki var- irnar, sem mæla þau? Hví að vera að hlusta á álit, þegar manni er sama um hvernig það er til komið. Eg þurfti ekki að heyra neitt álit, þurfti engin orð til þess að hlæja eða dansa. Eg þráði hann, sem eg hafði elskað. En hann var hvergi. Hann var imyndun. Eg hafði elskað draumsýn. Eg þráði draumsýn, sem hafði augun hans og hendurnar, brosið, þau gengu eins, hann og draumsýnin, töluðu eins. Það var sárt að sjá hve lík þau voru. Á yfirborðinu. Það var go.tt að vinna. Það var gott að vera byrjuð aftur. Byrja snemma á morgnana og hætta ekki fyrir en um háttatíma. Ekki hugsa. Kinka kolli þegar eg mætti honum í ganginum, kinka kolli vingjarnlega, heilsa og sýnast ánægð og' vinna, vinna, vinna. — J Mennirnir voru ekki þess verðir að dázt að þeim. Menn voru! einskisverðir. Menn voru ekki sterkir. Ef maður þráði aðra veru, jcýr en hversu þráði mig, var hann ekki sterkur. Og eg var ekki af því tagi, að hann saug varð neinn gæti elskað mig án þess að þrá mig. Eg bað ekki um meðaumkun og vernd. Eg gat bjargað mér sjálf. Eg gat lifað án drumóra. Eg hafði vinnu. Það var aðalatriðið. Vinna og sofa. Sofna urn leið og maður lagðist á koddann. Það var bara um að gera að vera nógu þreytt. Brúni liturinn dofnaði. Hann hafði varla ttkið eftir því að eg var einu sinni brún. Hann var blindur, blindur. Og þó — hann fylgdi mér með augunum þegar við mættumst. Hann sá ekkert, en augun voru spyrjandi. Þau spurðu, spurðu. Hvers þurfti hann að spyrja! Tveim vikum eftir heimkomu mína fékk fyrirtækið mikið við- hann fyrir fangsefni. í gamla daga mundum við hafa unnið að þvi í sam- 1 einingu. Það lá í augum upp að við áttum að gera það. Það reiknuðu allir með því. Það var lagt fyrir okkur samtímis. Talað um það stundarkorn, komum með fyrstu uppástungurnar, laus- lega. Hann leit á mig: — Eg get ekki lofað því að verða búinn með þetta á réttum tíma — ekki ef'eg á að vera einri við það. Eg stóð upp, brosti: — Það get eg! Eg hélt að eg mundi verða ánægð með sjálfa mig á eftir. Lögfræðingur kom upp í sveit og til þess að sýná bónd- anum hversu lærður hann væri, skýrði hann honúm frá því að hann hefði stundað nám við tvo háskóla. Ojá, sagði bóndi, — eg átti einu sinni kálf, sem saug tvær en hversu mikið sem hann samt bara naut. ★ — Þarna er kona, sem líður fyrir trú sína. — Hvernig þá? — Hún heldur að hún geti notað skó nr. 37 á fót nr. 39. ★ Tóta: Eg fann enn nærveru hans í teikniherberginu mínu. Penslana hans, uppköstin hans, litarbaukana hans, öskubakkann hans. Var það eg, sem hafði rótað þessu öllu til! Eg, sem vildi hafa allt í röð og reglu í kringum mig til þess að geta unnið. Hreint borð, allt hvað á sínum stað, pennann beint fyrir framan mig, svartblekið og límið til hægri, litaspjöldin, letursýnishornin til vinstri. Hann hafði strítt mér með þessu. Maður verður ekki listamaður af einskærri reglusemi, sagði hann og hrærði öllu saman á borðinu, togaði í hárið á mér og kyssti af mér vara- litinn. — Eg vildi hafa allt í röð og reglu. Möppur fyrir „hugmyndir", „uppköst", „í vinnu“. Nýtt teiknibretti — hann var búinn að klína allt gamla brettið út. Nýja byttu fyrir penslana, eg var búinn að fá nóg af freka, litla negrastráknum, sem hallaöi sér upp að leirtunnunni, já, alveg nóg af honum, hann hafði gefið mér strákinn. Eg gaf hann svo einni af yngstu stúlkunum í teiknistofunni. Yngstu stúukunni, já, — liún var tveim árum eldri en eg. En það mundi aldrei nelnn eftir því. Eg var heppin, varð að klára mig sjálf. Á þann hátt kemst maður áfram. Mér miðaði vel áfram. Eg vann eins og eg ætti lífið að leysa. Bara láta auglýsendurnar fá það alveg eins og þeir vilja hafa það. Og forleggjara forstjórarnir voru þegar byrjaðir að prenta fyrstu kápurnar. Fallegir menn, naktir að ofan — eg teiknaði líkama hans í ýmsum stellingum. Háfjallasólarskiltið mitt. Ný- lega hafði einn teiknarinn keypt sér bíl. Hví átti eg ekki líka að kaupa mér bíl? Það var þá til einhvers að vinna. Teikna mér inn bíl. Teikna mér inn vetrarkápu. Teikna svo að eg hefði ráð á að kaupa það sem mig langaði í. Eg gat teiknað sextán tíma á sólarhring ef því var að skipta. En eg leit á klukkuna eftir því sem tíminn leið. Proveneeteikningarnar mína, já — hvao átti eg að gera við Eg hryggbraut tveim mánuðum. Og síðan hefur ekki runnið af honum. Lalla: — Það finnst mér nú of löng hátiðahöld. ¥ — Eg vorkenndi svo kon- unni þinni í morgun við mess- una, þegar hún fékk hósta- kastið og allir litu við til að óþarfi að vor- Hún var með E. R. Burroughs TAKZAN P’ECi'TEP’ TO ENUSHTEN GAKVEy THSy SAT BY A FIKE WHILE HS PiSCUSSEP THE PAST EVIC7ENCE. // , TAUZAN 2794 é/ 'M «K “ ■ eur '/.ÉAMVHiUEv UMICNCV.N TO AUU\OOM auistin vjsitep the TENT O,- HS ESEOTHBe! -* 'rj /' ' •h *MAV I SPEAK TO VCU FCK A MIMJTB?* TOMV SAT .' "Á'! staktt-ecz Vhat -"-2-0-. tkz?. ■■ . ;>('? sues.com cm im ...' w ' ML 1ÉÉH-'iW i|M 1 ■!!*?i? i horfa á hana. — Það var kenna henni. ■ nýjan hatt. ¥ Faðir: — Setjum svo að eg yrði skyndilega leystur héðan. Hvað yrði þá um þig? Sonur: — Eg yrði hér áfram. En spurningin er: Hvert fer þú? ¥ — Sæll Jón, ætlar þú að nota sláttuvélina þína í dag? — Já, því miður. Eg ætla að slá blettinn. — Það er ágætt. Eg get þá vonandi fengið lánaðan bílinn þinn? ¥ — Hann kveðst vera skyldur yður og segist geta sannað það. — Hann er fífl. — Það getur verið hreinasta tilviljun. ¥ Kunnur málari hitti vin sinn og sá þar mynd, sem hann var ekki viss um- af hverju væri, svo að hann spurði um það. — Það er hákarl. — Já, en þú hefur aldrei séð hákarl-. — Veit eg vel. En hvar sást þú englana, sem þú- málaðir í fvrra? líJJf i t/r .'J - •/.?) H fe.l.!t-i!.,i ‘«-r- - ’-'TÍi , ÍJZ I Tarzan ákv'áð að fræða Garvey um málið. Þeir sátu við eldinn og ræddu þær j sánnanir, sem fvam vóru komnar. En á meðan fór. •Tón Austin til tjalds bróður sm, án að nokkur vissí. ',,Má .ég taia við þig augnahlik?“ Tony brá auð-' ’.. „ ;! ■ ' • : .- . 1 ' ’ &jaanlega, og settist upp. „Hvað í ósköpunum. ... ó, já, komdu inn. . ..“ i.Há “lí gfjl /Á . ■ 'tsisii RfiVi/; - í K V"’ •á.'f? ) -- /O ■l/./'} • lCiÁr w ^ Z^í Gý. fuiuAt ■ HAPPDJSÆTTI HASKOLANS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.