Vísir - 10.01.1959, Síða 4

Vísir - 10.01.1959, Síða 4
4 Laugardaginn 10. janúar 1959 VÍSIR irisiii D AGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁTAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn 'Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rit^tjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. I4IRKJA OG TRIilUAL : iXaíiiið eina. Ekki sama hver í hlut á. Það hefir löngum verið á allra vitorði, að kommúnista- flokkurinn er mesti henti- stefnuflokkur, sem til er hér á landi, og svo mun einnig vera í flestum öðrum löndum. Hann ekur ævin- lega seglum eftir vindi, hirðir ekki um það þótt hann fordæmi það í dag, sem hann lofaði í gær, ef það getur orðið honum til einhvers framdráttar. Gam- alt en gott dæmi um það hér á landi er það, hvernig hann breytti landráðavinnu í einni svipan — bókstaflega á einni nóttu — í land- varnavinnu 1941, af því að Hitler og Stalin voru þá ekki lengur vinir og banda- menn af augljósum ástæð- um. Vitanlega þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann til þess að finna heppilegt dæmi um hentistefnu kom- múnista. Það nægir að minnayá það, að þegar kom- múnistar höfðu barizt árum saman fyrir hækkuðu kaupi launþegum til handa, ger- breyttu þeir afstöðu sinni til kaupgjaldsmála, þegar þeir voru komnir í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1956. Á einni nóttu gerðu þeir þá uppgötvun, að kauphækk- unarskrúfan væri • atvinnu- lífi þjóðarinnar hættuleg og bönnuðu alla hækkun vísitölunnar. Kaupkröfu- flokkurinn var þar með orðinn kaupkúgunarflökkur, svo að notað sé orð, sem kommúnistum er tamt. Nú eru ,,einkavinir“ kommún- ista skyndilega búnir að mynda stjórn einir og án stuðnings þeirra og er þá ekki að sökum að spyrja. Nú á vitanlega ekkert að gefa eftir af því, sem sjálfsagt var að halda ekki of fast í, þegar kommúnistar voru í stjórn og nauðsynlegt þótti að halda þeim þar sem allra lengst með einhverjum ráð- um. Og sanntrúuðum kom- múnistum finnst ekkert ein- kennilegt við þetta, því að þeir telja allt rétt,' sem hentar flokknum og geta fylgt línunni, enda þótt hún sveigist furðanlega á stund- um. En þetta er erfiðara fyrir hina, sem eru að reyna að hugsa málin. Kommúnistar lögðu að þessu sinni til. að niðurgreiðslur yrðu mjög auknar og átti að fórna fyrir þær opinber- um framkvæmdum. Senni- lega hefði ekki einu sinni nægt að hætta við allar op- inberar framkvæmdir til að standa undir niðurgreiðsl- unum, sem kommúnistar höfðu í huga. Það hefði orð- ið að sækja meira fé til al- mennings, svo að hann hefði orðið að borga eftir sem áð- ur. Þetta var í bezta lagi, af því að kommúnistar vildu það. Þegar núverandi stjórn vill fara þessa leið til bráða- birgða, þá eru kommún- eru ekki sjálfir aðilar að stjórninni. Það er hægt að halda uppi slíkri stefnu um tíma, svo að margir trúi, að rétt sé stefnt. En við stefnu og starfsemi kommúnista mun samt eiga það, sem Abra- ham Lincoln sagði forðum, að það væri hægt að blekkja suma menn alltaf, alla menn stutta stund, en ekki alla menn öllum stundum. Þess vegna bíður hnignun og fylgishrun kommúnista hjá hugsandi þjóð, hversu brennandi sem þeir verða í andanum og hversu ötul- lega sem þeir reyna að ,',selja“ almenningi stefnu sína. Hætta af tundurduflum. Það hefir komið í ljós á síðustu árum, að enn stafar fiski- mönnum ög öðrum sjómönn um við ísland hætta af tundurduflum, sem lagt var hér við land á stríðsárunum eða fyrir um 15 árum. í því sambandi minnast menn þess, þegar togarinn Fylkir fékk tundurdufl í vörpuna fyrir um það bil þrem ár- um, en það sprakk við skipshlið, svo að togarinn sökk. Að vísu varð ekki manntjón, en þao var vitan- i lega kraftaverk, að svo .skyldi ekki verða. Fleiri togarar hafa fengið dufl í vörpuna á þessum slóðum, og þau hafa sézt á reki, svo að Ijóst er, að þarna er um hættu að ræða. Það voru Bretar, sem lögðu duflin þarna á sínum tíma, og þeir • hafa ekki hreinsað þetta svæði nægjanlega, enda þótt eitthvað muni hafa verið slætt þar eftir stríðið. Verð- ur að gera kröfu til þess að þeir geri betur þarna, og ættu þeir að hafa það hug- fast, að dufl .gæti einnig lent í vörpu ensks togara, sem þarna væri að veiðum. Ár og aldir líða. Öldurnar á j timans straumi hafa lyft mönn- um til nafnfrægðar, einum hér, öðrum þar, og hulið flesta aftur, sogað þá í djúpið. Nöfnin flest, sem létu ljóma af sér standa, bliknuðu skjótt, hurfu fyrir nýj- um nöfnum, sem næsta alda hóf á fald sinn, eða þau huldust rökkri sakir þess, að verk og gildi þeirra manna, sem báru þau, voru endurskoðuð og met- in upp, þegar frá leið. Örfá nöfn ber yfir allar aldir og umbyltingar, nokkur, sem æ er vert að minnast með lotningu og þökk. En enginn var sá, er allir megi lúta í tilbeiðslu, eng- inn hlaut það nafn, sem hvert kné sknli beygja sig fyrir, aldir og óbornir, látnir og lifendur, allir á himni og á jörðu. Þvi að frelsiirans nafn ber enginn með réttu —iiema einn, Jesús Krist- ur. Menn hafa komið fram, sem um stundar sakir voru sæmdir slíku heiti. Þ;ið var ekki óalgengt í fornöld, að konungar og keis- arar létu hirðgæðinga og kúgaða þegna nefna sig frelsara. En sömu gæðingar og sami múgur formælti þeim á bak. Og þeir, sem á siðustu tímum hafa færzt í sams konar ham i ofmetnaði al- ræðisvalds, sæta flestir líkum kostum í vitund þýja sinna. Allt- jent urðu örlög þeirra slík þeg- ar þeir voru allir, eins og sam- tíðarsagan vottar nógsamlega. Eftir á hefur mannkynið þakkað það, að það voru ekki þeir eða slíkir, sem mennirnir skyldu til frambúðar þurfa að beygja kné sín fyrir — hvort sem þeir hétu Alexander, Attila eða Djengis Kahn, Napoleon, Mussolini, Hitl- er eða Stalín. Svo eru aðrir, sem ber hátt í andlegri sögu mannkyns, þar á meðal trúarhöfundar, sem millj- ónir tigna. En enginn þeirra gerði tilkall til sama valds og Jesús frá Nazaret. Enginn þein’a treystist til þess að segja: „Syndir þínar eru fyrirgefnar, i dag skaltu vera með mér í Para- dis.“ Enginn dirfist að tileinka sér slíkt vald, ekki Búddha, ekki Múhammeð, svo að þeir tveir séu nefndir. „Ég er kominn til þess ,að láta lífið til lausnargjalds fyr. ir alla. Ég er vegurinn, sann- leikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Hvað, sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, það mun hann veita yður. Hver, sem sér mig, sér föðurinn. Komið til niín ail- ir.“ Slíkt sagði enginn, slíkt gat enginn sagt, nema hann, undir slíkum ummælum um sjálfan sig rís enginn nema hann einn. Því að hann tók sér ekki tign sína sjálfur og hún var ekki heldur af mönnum veitt. Það er ekki lotning manna fyrir óvið- jafnanlegu mikilmenni, sem hef- ur sæmt hann heiti frelsarans, Það er Guð, faðirinn eilífi, sem í honum kom til vor. „Þú skalt láta hann heita Jesús, því að hann mun frelsa lýðinn frá_synd- um hans. ýður er frelsari fædd- ur.“ Þetta sögðu himneskir boð- berar Guðs, er þeir boðuðu og kunngiörðu fæðingu hans. O" þegar Jesús vaj- skírður í Jórr1- l an, lukust himnarnir upp og al- mættið gaf honum þennan vitn- isburð: „Þessi er minn elskaði \ sonur, hlýðið á hívnn.“ Það er Guð, sem hefur gefið honum nafnið, sem hvei-ju nafni er æðra. það er Guð, sem hefur gefið hann, gefið oss hann að frels- ara, mér og þér og gjörvöllu mannkyni. Þetta er boðskapur fagnaðar- ins, sem heilög kirkja Guðs á- í’éttar á hverjum viknamótum, flytur á hverri hátíð, boðar með sérstakri áherzlu að upphafi hvers árs. Taktu undir það lifs- ins orð. Þú ert nógu snauður til þess að þai’fnast þess. Þú ert nógu ríkur til þess að mega það og geta það — sakir náðar þess Drottins, sem hefur gefizt þér. Þú getur um það stuðzt við orð Hjálmars frá Bólu: Ó, mins Jesú eðla nafn, minnar lausnar morgunroði, móður fyrstu gleðiboði, veiktrúaðra styi’ktarstafn, heilsutréð, hvers böl að bæta, banvæn grafin sálarmein, angraðs hjarta svölun sæta. sönn uppspretta lifsins hi’ein. Mins fi-elsara mikla nafn andlegt hetjugeð mér gefur. goldið því hann sjálfur hefur fyrir mín brot og sektasafn. 1 því trausti yfirstiga er mun dauðans fár og pin og til grafar aldinn hníga undir, Jesús, merkjum þín. • Dreifing jólapóstsins gekk betur en áður. Þó voru sendisigar mikðu fieiri. Póstmagnið, sem póststofan fékk að þessu sinni til með- ferðar á tímabilinu 1. til 24. desember, var yfirleitt heldur meira en í descmber 1957. Dreifing póstsins um borgina reyndist miklu auðveldari en áður, þar eð sá háttur var á hafður, að jólabréfin voru borin út jafnóðum og þau bárust til póststofunnar, en ekki geymd til jólanna eins og venja hefur verið undan- farin ár. Fyrii’komulag þetta auðveldaði mjög alla vinnu við jólabréfin, enda þótt segja megi, að talsverður hluti þeirra hafi ekki komið í póst fyrr en síðustú vikuna fyrir jólin. Al- menningur hefur yfirleitt tek- ið með góðum skilningi þessum breyttu vinnuháttum, að því er snertir útburð jólapóstsins. Þá má einnig fullyi’ða, að þetta fyrirkomulag hafi almennt leitt til betri póstskila en áður, þegar allur jólapósturinn var borinn út á aðfangadag og þá oft í misjöfnum veðrum. Vegna hins breytta fyrirkomu- lags reyndist ókleift að telja póstmagnið 'nema 6 síðustu dagana fyrir jólin. Samkv. þeirri talningu voru borin út 70 þúsund sendingar á dag, eða 420 þús. bréf og bréfspjöld á 6 dögum. Á þriðja í jólum voru borin út 4350 jólabréf, sem komlu í póst eftir að síðasti út- burður hófst á aðfangadag'. Tala jólabréfa, sem ekki var hægt að koma til skila vegna ófullnægjandi utanáskriftar, voru 3040. Af þeim voru 176 án heimilisfangs. Tala van- skilabréfa er nú með allra minnsta móti. Við sundurlestur og útburð póstsins unnu 40 fastir bréf- berar og 116 aðstoðarmenn (skólapiltar). Á jólunum 1957 voru born- ar út 390 þúsund sendingar. I desembermánuði námu innborgaðar póstávísanir í póststofunni kr. 2.511.000.00 (1957 kr. 2.087.000.00). Út- borgaðar póstávisanir kr. 17.103.000.00 (1957 kr. 14.164,- 000.00). Umsetning sparimerkja- dcildar í desember var þessi: Sala sparimerkja kr. 2.206.- 73.00. Endurgreidd sparimerki kr. 1.003.627.00. Innlögð sparimerki kr. 1.126.475.00. Frá 1. til 24. desember sendi póststofan 4822 póstpoka til innlendra póststöðva, samtals 105.2 tn. (1957 3558 poka. 75.7 tn.). Frá innlendum póst- stöðvum bárust 2460 pokar, samtals 47 tn. (1957 2160 pok- ar, 43 tn.). Til útlanda voru sendir 944 pokar af bréfa-, blaða- og bögglapósti samtals 22.6 tn. (1957 921 poki 19.7 tn.). Frá útlöndum bárust 1685 póst- pokar að þyngd 39.7 tn. (1957 1793 pokar 40.5 tn.). Esklf jarðarbátar í fyrsta róðri'. Frá fréttaritara Vísis. M.b. Snæfug'I fór í fyrsta róð- urinn frá Eskifirði í gær. Fór hann með tvær lagnir suður und ir Hornafjörð. Þar fékk Gissur hvíti frá Iíornafirði 6 lesíir í fyrsta rcðri sínum í gær. M.b. Jón Kjartanson er að búa sig til vertiðar á Hornafirði, en aðrir Eskifjarðarbátar róa frá Vestmannaeyjum i vetur. Aðeins einn bátur mun ieggja upp afla sinn hér, það er nýi bátui’inn Hólmanes, sem nú liggur ferð- búinn í Bergen. Tíðarfar hefur verið stirt hér eystra, en samgöngur eru enn sæmilega greiðar. Fyrstu [andanir á Akureyri. Frá fréttaritara Vísis. —• Akureyri í morgun. Fyrsti Akureyrartogarinn, sem landar á Akureyri eftir áramótin, er Sléttbakur sem kom í morgun. Sléttbakur fór á vei'ðar þriðja dag jóla og var á heima- miðum. AflL vár mjög' tregur — aðeins um 100 lastir — og fer þaðan í hraðfrystingu. Eftir helgina er Harðbakur væntanlegur af veiðum, en aíii hans einnig talinn sára lítill.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.