Vísir - 15.01.1959, Side 7

Vísir - 15.01.1959, Side 7
Fimmtudaginn 15. januar 1959 VÍSIB r ■ heit BKALDSAGA EFTIR MARY ESSEX. SÓLIN var heit og hvergi sást ský á himni þó komið væri fram í ágúst. Candy lá. á bakið í grasinu og hafði hneppt skyrtunni frá sér í hálsinn til þess að kæla sig betur. Colin sat snöggklæddur og spennti greipar um upprétt knén og hoífði út á vatnið, þar sem önd hafði gárað spegilsléttan flötinn. — Veistu að þú hefur aldrei kyssti mig í allan liðlangan dag? spurði Candy og horfði hálfvegis vonaraugum til hans. Hann hallaði sér dálítið aftur, svo að kinn hans snerti hárið á henni. — Eg er í afleitu skapi í dag, væna mín. — Já — eg tók eftir því undireins og þú komst að sækja mig. Hún studdi hendinni á handarbakið á honum. — Er þér illt í höfðinu? — Æ-já, ekki laust við það. — Eða hefurðu áhyggjur af einhverju? Hann reyndi að brosa: — Kannske ekki laust við það líka. Hann hallaði sér aftur á bak og horfði upp í himinblámann. Nokkrar gæsir flugu hjá, hann elti þær með augunum dálitla stund. Þau voru alveg ein þarna, það var þess vegna, sem þau voru vön að fara hingað. Þau fundu þennan rólega, afskekkta stað í einni fyrstu bílferðinni sinni. — Hvað er að, Colin? — Æ . . . það er dálítið erfitt að útskýra það, sagði hann og íór undan í flæmingi. — Þú getur sjálfsagt sagt mér það? — Eg vildi það gjarnan, en . . . Hann lá lengi og þagði. Matarkarfan, sem þau höfðu haft með sér stóð hálfopin við hliðina á þeim. Candy var ekki svöng. í allan dag hafði einhver undarleg tilfinning bærst í henni, grunsemd um að eitthvað væri að — að eitthvað afdrifaríkt munöi koma fyrir. En.hún neitaði aö trúa á hugboð. Hún var róleg og sæl í ást sinni til Colins. Þau ætluðu að giftast eftir viku — hvemig gátu erfiðleikar eða áhyggjur náð til þeirra þeg- ar þau höfðu hvort annað? Þeg’ar henni fannst þögnin orðin of löng, reis hún upp á oln- bogann og horfði fast á hann. Svo laut hún niður að hónum og strauk hárið frá enninu á honum, kyssti hann á munninn. Hann var svo undarlega daufur, fannst henni, það var eins og hann kærði sig ekki um að endurgjalda kossinn. — Þegar þú villt ekki kyssa mig, verð eg að eiga frumkvæðið, sagði hún brosandi og rétti úr sér aftur. — Ef þú segir mér ekki bráðum hvað að þér gengur, verð eg að kyssa þig aftur! — Nei — gerðu það ekki, Candy — ... einhver gæti komið . . . Hún starði forviða á hann og þessi einkennilegi kuiur kring- um hjartað gerði vart við sig aftur. Það hlaut eitthvað að ama að Colin, eitthvað alvarlegt. Hann var ekki vanúr að vera feim- inn við að kyssa hana, þvert á móti hafði verið erfiðara að komast'undan kossum hans.... Var þetta sami maðurinn, sem hafði kysst hana hundruð sinnum á Piccadilly í London svo mörg hundruð manns horfðu á? — Elskar þú mig ekki lengur, Colin? spurði hún snögglega. — Þú veist að eg elska þig, Candy. — Mér finnst þú ekki segja þetta sannfærandi. Hefurðu lent í nýrri rimmu við hana móður þína? Hann hnyklaði brúnirnar eins og hann fengi ofbirtu í augun. — Af hverju heldurðu það? — Æ.... þú veizt að hún mamma þín hefur ’ aldrei verið hrifin af því að þú ert trúlofaður mér. Candy andvarpaði. — í rauninni get eg líka vel skilið hana. Hún á aðeins einn son, sem hún er rnikið hróðug af og festir miklar vonir á, og svo tekur hann upp á því að trúlofast mér. Ofurlítilli skrifstofurottu, réttri og sléttri.. Hún mátti sjálfsagt óska einhvers betra. En í raun- inni hélt eg.... hvað á maður að kalla það — að hún hefði sætt sig við tilhugsunina. — Eg játa fúslega að mamma getur oft verið erfið viðfangs, svaraði Colin. — Hún hefur afar sterkan vilja. — Eg man að eg var lafhrædd þegar eg átti að tala við hana í fyrsta skipti. — Það hefði kannske verið betra ef nióðir mín væri eins og þín, andvarpaði Colin. Candy elskaði móður sína. Það var ekki undarlegt, því að öll tilvera hennar hafði mótast af móðurinni. Árum saman höfðu þær aðeins haft hvor aðra til að styðjast við. Þegar Candy var aðeins ellefu ára hafði faðir hennar farið á burt með annari, og síðan hafði hún ekki séð hann nema sjaldan. Frú Grey, móðir Candy, hafði neyðst til að selja sveitahúsið sitt, sem þeim þótt svo vænt um. Þær fluttu í þrönga íbúð í út- jaðri London og urðu að bjarga sér eins og bezt gekk. Spara allt við sig. Fæðið var af skornum skammti og fötunum sínum slitu þær i tætlur. Hagurinn batnaði dálítið er Candy lauk við verzlunarskólann og fékk skrifstofustarf, en þó höfðu þær enn úr litlu að spila. Og ekki var hún viss um hve lengi hún fengi að halda þessari stöðu, hún gerði sitt bezta til að rækja hana vel, en það var leiðinlegt starf sem hún hafði. Lengstum sat hún við ritvélina og skrifaði leiðinleg bréf, svo að stundum gat hun ekki varist að horfa á malbikiö fyrir utan, hugsa til sæludaganna í sveitinni og óska að eitthvað gerðist. Mamma hennar lét ekki bugast. — Þetta fer allt vel, var hún vön að segja. — Hver veit nema kraftaverk gerist þá og þegar! Og það fór líka svo. Kraftaverkið var að þau kynntust Candy og Colin. Það var snemma morguns í maí — einmitt einn þessara morgna, sem hana langaði til að fara út og skoða vorblóm — og Candy hafði farið með strætisvagninum að heiman eins og venjulega, Hún var dálítið annars hugar er hún skágekk yfir götuna skammt frá skrifstofunni og gleymdi að gæta að sér. Hún heyrði ískra í hemlum bak við sig, svo greip hönd í hana aftan frá og kippti henni undan stórum bíl, sem brunaði fram hjá. Þetta gerðist svo skjótt og það flökraði aðeins að henni til- hugsunin um, að svona hrædd hefði hún aldrei orðið á æfi sinni. Colin stöðvaði bílinn og vatt sér út — hann var sólbakaður eins og aðeins þeir geta orðið, sem dvelja langdvölum í Suður- Frakklandi seinnipart vetrar — hann greip í hana þegar hún var að hníga í ómegin. Þegar hún rankaði viö sér aftur lá hún á hörðum sófa í bið stofunni hjá Lewis forstjóra. Einhver í skrifstofunni hafði séð áreksturinn út um gluggann. Allir í skrifstofunni sýndu henni alúð og nærgætni, sem betur fór hafði hún ekki slasast, aðeins fengið taugaáfall. Forstjórinn, sem ávallt var brjóstgóður þegar eitthvað kom fyrir, gaf henni frí nokkra daga og Colin ók henni heim í bláa Jagúarbílnum sínum. Hann var einstaklega heillandi. Candy sat við hliðina á honum og gaf honum gætur í laumi. Þétt, svart hárið, var hrokkið yfir eyrunum. Augun voru dökk og vingjamleg, augnabrúnirnar miklar og nefiö nánast rómverskt. Hann var á að gizka tuttugu og fimm ára og svipurinn eins og hann ætti allan heiminn. Enda hafði hann verið í mörgum langferðum og séð mikið af hnettinum og notið tilverunnar. Hann hafði reynt að læra lögfræði, en varð þess brátt vís að hann gat ekki orðið lögfræðingur — hann var í rauninni ekkert, bætti hann hlæjandi við. En þegar hann tæki við af föður sínum og færi að annast umsjá með eignum hans mundi hann eigi að síður hafa nóg að hugsa. Hann sagðist vera viss um að he.nni félli vel við föður sinn — og móðir hans líka, þó að hún væri seinteknari. Hún væri dálítill broddborgari og umhugað um að hann hlypi af sér hornin og kvæntist frænku Á XVÖLDVÖKUNNt II!!I „Heyrðu pabbi, hver sagðir þú að hefði gefið mér hjólhest- inn í jólagjöf? „Jólasveinninn.“ „Jæja, hann kom hingað í morgun og var að spyrja xtm aðra afborgun af honum.“ ★ Grasfletirnir í kringum unaðslega og mikið sótta enska kirkju urðu smátt og smátt hvítir af hrísgrjónum, sem kastað var á eftir nýgiftum hjónum. Þá kom upp skilti með þessari áletrun: Ef þið þurfið endilega að kasta ein- hverju á eftir brúðhjónunum kastið þá grasfræi. ★ E. R, Burroughs .. .Tl/AE PASSER. ANP FPAKK A'AS CONOJUF’INe HIS TAL< WITW THE AFE-.AAN VOU COU-P BB EISHT ASOJT TOKY-* mmmmm - TARZAIM - 27»» SUPPENLX WOVÆVEK, > THEY WEES ROJSEP 5V* - LAZv; FEAMNIINE MOCB- 'HE/v THEKE! LOOKS LiKE ThE KO'EK BCYS HAVE SONE FOI? A STROLL—THEIE TENTS A^E E\\pry ‘ Tíminn leið, og Frank var að ljúka samtali sínu við apamanninn. „Verið getur að þú hafh' rétt fyrif þér fyrir hvað Tony viðvík- ur..,. “ Eki skyndilega barst til þeirra .letileg kvenmannsrödd...... Sue French. „Þið barna! ."Það: iítur ut. fyrir að skátadreng- irnir hafi farið i göngu- . ferð. . . . Tjöldin þeirra eru mannlaus.“ „Mamma, ertu ennþá alveg eyðilögð yfir hrekkjapörum mínum?“ segir litli drengur- inn. Mamma brosir. ,,Eg held eg sé farin að venjast þeim,“ seg- ir hún. ,,Þá bregður þér í brún núna. Eg kveikti í setustofuni áðan.“ ★ Læknir segir við sjúkling, sem hefir slæmt kvef: „í kvöld skuluð þér hafa galopinn glugg ann og sofa ábreiðulaus.“ Sjúklingurinn: „En fæ eg þá ekki lungnabólgu?" Læknirinn: „Jú, en eg get stundum læknað hana.“ ★ Nauðsynlegt. Fanginn sagði dómaranum, að hann hefði alls ekki ætlað sér að drekka út úr flöskunni í einu. „Hvers vegna gerðuð þér það þá?“ spurði dómarinn. Fanginn svaraði: „Eg týndi tappanum.“ ★ Enskur bolabítur og rúss- neskur úlfahundur voru ein sinni saman á gangi í Genf. „Það gengur erfiðlega fyrir okkur hundunum í Englandi, það liggur við að fólkið borði þau bein, sem við eigum að hafa.“ „Þá líður okkur betur í Rússlandi,“ sagði úlfahundur- inn. ,,Eg hefi hundahús úr platínu, öllum þeim beinum, sem eg fæ, er dyfið í kavíar og eg sef á safalaskinni.11 „Veiztu það,“ sagði bolabít- urinn, „fyrst þér líður svona vel skil eg ekki í því, að þú hafir yfirgefið Rússland.“ „Ójú,“ sagði úlfahundurinn. „Það kemur fyrir að mig lang-» ar til að gelta.“ ★ Drengurinn kom hlaupandi inn í húsið og var með sælgæti í höndunum. „Hvar fékkstu þetta?“ ’ spuj-ði móðir hans. „Eg keypti það fyrir pen- inginn. sem þú gafst mér.“ „Péningurinn, sem eg gaf þér átti að fara í sunnudaga- skólann.“ „Eg veit það mamma,“ sagði drengurinn. „En presturinn mætti mér í dyrunum og, hleypii mér inn fyrir ekki neitt.“

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.