Vísir


Vísir - 28.01.1959, Qupperneq 6

Vísir - 28.01.1959, Qupperneq 6
Miðvikudaginn 28. jariúar 1959 VlSIB VXSML D AGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðslar Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Untskiptin eru ol skjót! Einn af forvígismönnum Al- þýðuflokksins — sem hefir að vísu hætt opinberum af- skiptum af stjórnmálum, enda þótt menn telji, að hann kippi talsvert í spotta i fleiri en einum flokki — lét einhvern tíma svo um , mælt, að það væri svo sem allt heiðarlegt við það, að menn skiptu um skoðun eða jafnvel flokk, ef menn sner- ust nægilega hægt. Sam- kvæmt hans áliti var allt í bezta lagi með skoðana- eða flokkaskipti, ef menn létu þá þróun taka nokkra mán- uði eða kannske fáein ár, en honum fannst víst af og frá, að slikt mætti gerast á fá- einum dögútn eða einni viku. Þetta rifjast upp fyrir mönn- um, þegar þeir hugleiða síðusu viðburðina á sviði ís- lenzkra stjórnmála. Ríkis- stjórn ,,umbótaflokkanna“ lét það verða sitt fyrsta verk 1956 að stöðva vísitöl- i una með því að taka af laun- ; þegum sex stig, sem þeir áttu að fá í byrjun sept- embermánaðar. Þetta var gert til þess að tryggja at- vinnuna í landinu, eins og einn af ráðherrunum, Hannibal Valdimarsson, komst að orði í ástæðunum fyrir bráðabirgðalögunum, er sett voru um þetta efni. Fyrir fáeinum vikum kom sami maður á þing ASI og bað þingheim að falla fyrir alla muni frá 10—15 vísi- tölustigum. Þessi eftirgjöf verkalýðssam- takanna átti að sjálfsögðu að vera til þess að tryggja atvinnu þeirra og þess vegna í sama tilgangi og bráða- birgðalögin, sem getið er hér að framan. Þetta var því gott og blessað í augum þess manns, sem að þessu stóð í bæði skiptin, en þó hefir honum orðið það á, að hann hefir skipt snögg- lega um skoðun varðandi slíkar eftirgjafir og fórnir launastéttanna. Þegar hann er nefnilega farinn úr stjórn landsins og stendur utan við öll slík ábyrgðarstörf er af- staða hans til þessara mála gerbreytt og það, sem áður var sjálfsagt, er alveg bann- fært. Hér hefir þessum manni orðið það á, að umskiptin hjá honum hafa gerzt með alltof snöggum hætti. Það fer ekki framhjá neinum, hversu skjótt hann hefir breytt af- stöðu sinni til þessa mikil- væga máls. Það eru ekki fullir tveir mánuðir frá því að hann kom fram fyrir þing Alþýðusambands íslands og bað það að a-thuga nú möguleikana á því, hvort það vildi ekki falla frá 10—15 vísitölustigúm, þeg- ar hann stendur upp á AI- þingi fslendinga og for- dæmir það, að nú á að gera það sem hann hafði 'hugsað sér að gera en komst ekki til af því að stjórnin and- aðist áður. Almenningur fordæmir að sjálfsögðu slíkan vindhana- hátt, en þó verða menn að virða þessum uppgjafaráð- herra það til vorkunnar, að hann ræðui' ekki gerðum sínum nema að litlu leyti. Hann verður að hlýða fyrir- mælum kommúnista i þessu sem flestu öðru, því að ef hann gerir það ekki, þá get- ur svo farið, að kommún- istar útskúfi honum, þar sem hann hafi gert sitt gagn. Með hringsnúningi sínum er hann aðeins að reyna að lengja lífdaga sína á póli- tíska sviðinu, og er slíkt ekki nema mannlegt, en vafasamt er, hvort það get- ur kallast einnig karlmann- legt. „Á yztu nöf“ frumsýnt á laugardagskvöld. Nýstárlegur amerískur gamanleíkur í Þjóðleikhúslnu. Á laugardagskvöltlið frumsýnir Þjóðleikliúsið „Á yztu nöí“ eftir Thornton VVilder. Þýðinguna gerði Thor Vilhjálmsson. Leik- stjóri er Gunnar Eyjólfsson. Leikur þessi gerðist í dag og alla daga aftur í gráa fornneskju. Höfundur bregður sér með á- horfendur gegnum aldirnar. „1 rauninni er leikritið óður til heimilisins og fjölskyldunnar, fyrst og fremst til konunnar," sagði Gunnar Eyjólfsson á blaða- mannafundi í gær. „Þetta er sér- kennilegasta og nýstárlegasta leikrit, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt til þessa dags,“ sagði Þjóð- leikhússtjóri. Þetta er bráð- skemmtilegur gamanleikur á yfirborðinu, en höfundi er alvara undir niðri. „Þegar við fengum Gunnar Eyjólfsson til starfa við Þjóðleik- húsið í haust og gáfum honum kost á að velja eftir eigin smekk til að setja á svið hjá okkur, valdi hann þetta leikrit umsvifa- laust,“ sagði Þjóðleikhússtjóri ennfremur. „Eg tel líklegt, að .ágreiningur verði um þetta leik- rit hér, en við þvi er ekkert að segja. Leikrit þurfa endilega að vekja umtal og umhugsun.“ Gunnar sagði, að leikhúsfólki hér hefði farið sem sér, að það hefði fengið feikilegan áhuga á leikn- um. Wilder er kunnur bæði sem sagna- og leikskáld. Tvær skáld- sögur hans hafa verið þýddar á íslenzku, önnur komið út, „Ör- lagabrúin" hin flutt í útvarpi í haust. Þrjú leikrit hans hafa einkum orðið frsog, „The long Christmas Dinner", „Our Town“ (Bærinn okkar, sem sýnt var í Iðnó árið eftir stríðið) og „The Skin of Our Teeth (Á yztu nöf, sem nú á að sýna). Þetta síðast- nefnda var valið til flutnings, er Bandaríkin tóku þátt í leiklistar- hátíðinni í París árið 1955, og það hefur þegar verið sýnt í öll- um löndum Vestur-Evrópu, nema Spáni, og í Austur-Evrópu var það fyrst sýnt í Póllandi í fyrra. Segja má, að þetta leikrit sé fyrst og fremst uppáhaldsstykki leikara og leikhúsmanna yfirleitt og höfundurinn þeirra eftirlæti, þvi að hann er sifellt að gera til- raun með leiksviðið. Sjónleikir hans bera mjög svip af, eða hafa orðið fyrir áhrifum af austur- lenzkum, einkum kínverskum leikhúsum frá því að hann dvald- ist í Kína á yngri árum. Wilder hefur víða farið og má kallast heimsborgari. Hann er hámennt- aður maður, var um tima pró- fessor í boði hjá Harvardhá- skóla, þar sem liann flutti fyrir- lestra um bókmenntir. Fjöldi leikara (um 35) kemur fram í þessum sjónleik. Þrjú hlutverkin, Sabínu, frú og hr. Antropos leika þau Herdís Þor- valdsdóttir, Regina Þórðardóttir og Valur Gíslason. Börn þeirra leika Bi-yndis Pétursdóttir og Baldvin Halldórsson, og spákonu leikur Inga Þói'ðardóttir. Leiktjöldin málaði Gunnar Bjarnason. Hann lærði hjá Lár- usi Ingólfssyni, fór til Stokk- hólms í fyrra á skóla og ferðað- ist síðan um Þýzkaland og Frakk lands til að kynna sér leikhús 1 þar. Dam Færeyjaiögmaiur vill fá 175 miílj. d. kr. til framkvæmda. — Þar af 100 milij. til endurnýjunar fiskiskipaflotans. Einkaskeyti frá Khöfn. Peter Mohr Dam lögmaður í Færeyjum á um þessar mundir í samningnm við dönsku stjórn ina um að leggja fé til margs- konar umbóta og fyrirhugaðra framkvæmda í Færeyjum. Það hefir heyrzt, að P. M. Dam fari fram á samtals alls 175 milljónir danskra króna í 4. Hærri lán verði veitt til húsabygginga. Það verður ekki um það deilt, að mikil þörf er á, að endurnýja fiskiskipaflotann, og er það augljóst mál, að skip vantar, þegar um 1200 fiski- menn hafa ráðið sig á islenzka togara og íiskibáta á vertíðinni (hve margir koma nú er ekki lánum og fjárframlögum í kunnugt enn). Hvai er fsar gerast? Menn tala mikið um undur þau, sem hafa verið að gerast austur á Seyðisfírði að und- anförnu. Þar var á sínum tíma reist frystihús fyrir næstum 15 milljónir króna og átti það að vera plássinu hin mesta lyftistöng, enda nokkur nauðsyn, þar sem atvinnutæki voru þar fá og ófullkomin. Hinsvegar hefir ekki borið sérstaklega á til- æt.luðum áhrifum lyftistane- arinnar, því að framleiðsla ^ fiskiðjuversins mun vart hafa oiðið tíundi hluti þess, sem hægt hefði verið. Tog- ari staðaríns hefir einnig legið bundinn frá því fyrir jól, svo að ekki tekur hann heldur þátt í „upplyfting- unni“. Nú mun frystihúsið hinsvegar vera komið á aðrar hendur eða í eigu einstaklinga úr höndum ríkisins þar eystra, og þykir mörgum, að það gerist með einkennilegum hætti eða að fyrrverandi stjórn hafi jafnvel ráðstafa'ð þessu skyni. Það, sem hann fer fram á, er í höfuðatriðum þetta: 1. Fiskiskipafloti Færeyinga Dam hefur ekki rætt land- helgismálið við stjórnina, en „annað vandamál varðar fisk- veiðar Færeyinga í fjörðum verði endurbættur og aukinn á ' Grænlands, þar sem Græn- næstum 5 árum og verði varið til þess 100 millj. kr. 2. Framkvæmd verði áætlun úm hafnarbætur og endurbæt- ur vegakerfis í eyjunum og varið til þess 50 millj. króna á næstu 20 árum. 3. Lagt verði fram til al- þýðutrygginga upphæð, nemur 4 millj. króna árlega. þessari eign riksins í hendur gæðingum sínum. Væri rétt, að núverandi stjórn léti rannsaka þetta mál allt og svipti af því hulunni, svo lendingar stunda ekki veiðar.“ 40 bílar í sama árekstri. Það þykir fréttnæmt þegar sem !fjórir bilar lenda saman í á- árekstri hér 1 bæ, en hvað er það á móti bílaþvögu, þar sem 40 bílar slengjast saman hver um annan þveran og hver ofan á öðrum. Þetta skeði á Queen ! Elisabeth Way í Ontario um j Hér þarf að snúa við blaði. „Borgari" skrifar: „Lesendur blaðanna fá þessa’ dagana nokkrar fræðslu unt hvernig fer að lokum, þegar ráð- ist er í stórfyrirtæki, án nokkurs tillits til þess hvort nokkur voir sé um, að rekstur þeirra getí borið sig. Hér hefur nefnilega endurtekið sig gamla sagan. Af ýmsum annarlegum ástæðum, m. a. stjórnmálalegum, á að geraj einhver ósköp fyrir vissa lands- hluta eða kaupstaði, ausið millj- ónum, jafnvel milljónatugum I fyrirtæki, sem hver maður ætti að geta séð, að vonlaust er, að> geti borið sig, vegna þess að það ' sem til þarf er hvergi nærtækt, svo að nægilegt sé, þ. e. mikiði og gott hráefni. Svo er um fisk- iðjuverið á Seyðisfirði, sem minnst var á í fregn í Vísi ný- lega, en i það munu komnan (15 milljónir og auk þess eru svo» önnur fyrirtæki eystra, og all-'í farið í þetta um 40 milljónir. i i Togaraútgerðin. ; | Þjóðinni er allvel kunnugt um | hvernig gengið hefur með togi- araútgerðina, i Vestmannaeyjuni og viðar úti á landi. Alþýðublað- ið skýrði frá þvi í gær, að „fyrici nokkrum dögum hefði ríkissjóð- ur orðið að greiða 800 þús. kiv fyrir togarann Gerpi, sem er eitt nýjasta skip flotans", en „á Seyðisfirði hefur togarinn Brirn- nes verið bundinn við festar fyrit* jól, og mun þurfa miklar fjár- hæðir til að losa hann úr vand- ræðunum, svo hann geti farið tíl I veiða aftur." Oft er það svo mcði þessar togaraútgei'ðir úti á landi, að þegar allt er komið i hönk, eru sendar sendinefndir til þesa að ræða við ríkisstjórnina, svo eci reynt að bjarga öllu við, og eci það tekst ekki, gerir ríkisstjórn- in kannske út nefnd eða mann til þess að finna einhvern botn f vitleysunni. — Alltaf sama sagare — og sömu endalok. Þar sem skilyrðin > J í eni bezt. i Maður kunnugur útgerð og fiskiðnaði sagði við mig einu sinni í vetur, að það kynni ekki góðri lukku að stýra, þegai' svona væri farið að. Slik iðju- fyrirtæki yrði að staðsetja, þac sem skilyrðin væru bezt, vicl Faxaflóa. Um togarana sagðí hann: Það er of dýrt fyrirtæki, að basla með 1—2 togara á aí- skektum stöðum, fjarri fiskisæl- um miðum. Togaraútgerð er dýc undir öllum kringumstæðum, Hún verðup Tið vera i höndum reyndra manna, en 1—2 þaul- reyndir menn og gætnir gel a eins auðveldlega stjórnað farsæl- lega 5—10 togurum sem einum, en hinn óreyndi setur jafnt ein i sem tíu á hausinn. Fyrsta ski1- yrðið er, að staðsetja fyrirtækir., þar sem þau geta boriö sig, - - að staðsetja þau annars staðar er að kveða upp líflátsdóm yfic þeim fyrirfram. — ,Borguri.“ daginn, þegar skall á blindbyl- að sýnt verði, hvort það þol- | ur. Margir menn hlutu skrám- ■ ir dagsbirtuna eða ekki. |ur og' voru fluttir a sjúkrahús. ‘ Shðui* ISrefa. Þjóðernissinnar á Möltu cetla. að sniðganga landsráðið, sem Bretar skipuðu nýlega, til að fara með stjórn landsins, en stofnun landsráðsins boðuðu þeir um leið og þeir felldu. stjórnarskrána úr gildi. Hafa þá báðir aðalflokkarnir neitað um stuðning við lands- ráðið og tilnefna ekki menn í það. Það gerir aðeins fámenn- asti flokkurinn — framsóknar- flokkurinn (progressive party).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.