Vísir - 28.01.1959, Qupperneq 9
Miðvikudaginn 28. janúar 1955
VlSIB
Áthyglisverð bók.
Snæbjörn galti —
skáldsaga — eftir Signr-
jón Jónsson. Bókaútgáfa
Minningarsjóðs. Reykjavík
1958.
Ótrúlega margir landa vorra
munu telja það „furðulegt fyr-
irbrigði“, að enn skuli Græn-
landsmál, forn og ný, eiga öfl-
ug ítök og órofin í brjóstum
fjölmargra íslendinga, sem
jafnvel haldi þeim á loft sam-
hliða öðrum merkum þáttum
þjóðarsögunnar! — Og víst er
um það, að þrátt fyrir þá stað-
reynd berast öðru hvoru úr
ýmsum áttum ömurleg holta-
þokuvæl, sem bera þess sorg-
legan vott, að í þeim brjóstum
ómar hvergi sá sívökuli streng-
ur íslenzkrar sagnhelgi, sem
ætla mætti að væri órofinn
andardráttur „söguþjóðarinn-
ar“!
Hitt er aftur á móti furðu-
legt, hve lítinn gaum íslenzk
skáld og rithöfundar hafa gefið
þessum stórmerka þætti ís-
landssögu, og hve margir nú
stritast við að gleyma örlögum
bræðra vorra og sögu vestan
Grænlands-ála ......
í Landnámu er sagt frá
Snæbirni galta, sem fyrstur
manna fann Grænland, dvaldi
þar vetrarlangt og hugði óefað
á landnám þar síðar, en lét þar
lífið ' sökum .svika förunauta
sinna. liér felst í mjög stuttu
máli óvenjuleg saga í þessari
merku bók og örlagaþrungin,
um Hallgerði Oddsdóttur, öiiög
hennar og hefnd Snæbjarnar
galta á eiginmanni hennar og
banamanni. Og þessi saga frá
Hallbjarnarvörðum hefir eign-
ast svo djúpt - bergmál í ís-
lenzkri þjóðarsál, að enn í dag
er reimt á þessum slóðum.
Hér hefir auðugur hugsuður
Vasahatidbék bænda —
Framhald af bls. 4.
stofnanir, sem vinná að rann-
sóknum og umbótum í jarð-
rækt og búfjárrækt, Búfræði-
legir skólar og húsmæðraskól-
ar, Nokkur menningarfélög og
fagfélög, er snerta landbúnað,
Búfræðileg blöð og tímarit,
Samvinnuíélög, Mjólkursam-
lög og mjólkursölusamtök, Al-
þjóðleg samtök, Lög og reglur,
Atriði úr lögum um landnám,
ræktun og byggingár í sveitum,
Úr reglugerð um jarðræktar-
lög, ýmsar reglugerð og aðrar,
Búnaðarhagfræðiatriði og
margar greinar um landbúnað-
arefni, eftir ýmsa rnæta menn,
töflur ýmsar og skýrsluform.
Breýtt tilhögun.
Ritstjórinn bendir á í for-
mála, að á næsta ári, á tíu ára
afmæli Vasahandbókarinnar,
væri æskilegt að gera meiri
háttar endurskcðun á öllu efni.,
er hún hefir flutt. „Bókin er
svo ung að árum, að hún á að
geta breytt um svip og þrosk-
ast, þótt bækur af þessu tagi
hljóti alltaf fyrr eða síðar að
mótast í nokkuð föstu formi.“
. Frágangur bókarinnar er
vandaður sem fyrrum. Hún er
prentuð í Prentverki Odds
Björnssonar á Akureyri. Útgef-
andi er Búnaðarfélag íslands.
—1.
tekið söguþátt þennan sterk-
um tökum, lagt mikinn áhuga
í verk sitt og viðað að sér
margvíslegum fróðleik á af-
réttum íslenzkrar sögu og
sagna.
Saga Snæbjarnar galta eftir
Sigurjón Jónsson er mikil
saga og hugstæð á marga vegu,
spunnin úr ótal þráðum ís-
lenzkrar sögu beggja megin
Grænlandshafs. Þetta er span-
víð saga og afar fjölbreytt, og
gætir þar víða margra góðra
grasa, bæði kunnra og ó-
kunnra. Snæbjörn galti Hólm-
steinsson er óvenju hugstæð
sögupersóna. Afi hans var
Snæbjörn bróðir Helga magra,
og langafi og amma Eyvindur
austmaður og Rafarta Kjar-
valsdóttir írakonungs.
Hinn rauði þráður sögunnar
er hér saga Snæbjarnar galta
og ástmeyjar hans og æsku-
vinu, Hallgerðar Tungu-
Oddsdóttur, er þó var nauðug
gefin Hallbirni Oddsyni frá
Kiðjabergi. Lauk því hjóna-
bandi sem kunnugt er úr hinni
stuttu frásögn Landnámu, er
Hallgerður vill ekki fylgja
eiginmanni sínum úr föður-
garði, eftir ástarlausa dvöl þar
vetrarlangt. Segir Landnáma
svo frá:
,,.... Hallgerður sat á palli
og kembdi hár sitt, er féll um
hana alla og niður á gólfið. Hún
hefir kvenna bezt verið hærð
á íslandi með Hallgerði snúin-
brók“ (,,langbrók“) ....
„Hallbjörn bað hana upp
standa og fara; hún sat og
þagði. Þá ’tók hann til hennar,
og lyftist hún ekki; þrisvar fór
svo .... Eftir það snaraði hann
hárið um hönd sér og vildi
kippa henni af pallinum, en
hún sat og veikst ekki. Eftir
það brá hann sverði og hjó af
henni höfuðið, gekk þá út og
reið á brott . .. . “
Snæbjörn galti fór þegar
eftir Hallbirni og felldi hann
og fylgdarmenn hans, þar sem
nú eru Hallbjarnarvörður, ■—
og reimt er síðan. Skömmu
síðar gerist Grænlandsför
Snæbjarnar í leit lands handan
Gunnbjarnar-skerja, og er það
allmikill þáttur sögunnar.
Hin stutta frásögn Land-
námu er hér gædd fjölbreyttu
lífi með svip sinnar aldar. Og
víst ér um það, að sagan varp-
ar nýju og allskæru ljósi á lítt
kunna atburði þessa hlutar
Grænlandssögu íslendinga, Hér
er stórbrolið fornsö'giiefra gert
að uppistöðu mikillar sögú með
harla fjölbrejútu ívafi.
Þetta hefir sýnilega vakað
fyrir höfundi, erida er það
þungamiðjá sögu hans. Og -frá
þeim sjónarhóli ber einnig að
dæma hana, Smávægileg að-
finnsluefni um alger aukaat-
riði og einstök skerða eigi
heildarsvip sögunnar, tilga'ng
hennar og áhrifasvið. Og það
eitt er víst, að Snæbjörn galti,
fyrsti finnandi Grænlands, á
þann minnisvarða fyllilega
skilið, sem höfundur sögu hans
reisir honum að lokum á Skán-
eyjarbungu íslandssögu með
undursamlegri útsýn um aldir
og örlög í íslenzkri sagnhelgi!
Helgi Valtýsson.
Baráttusaga
Bjami Bjarnason: Laugar-
vatnsskóli þrítugur. Út-
gefandi: Héraðsskólinn á
Laugarvatni 1958.
Eftir nálega aldarfjórðungs
baráttu víðsýnismanna fyrir
aukinni mennt og andlegri
ræktun á Suðurlandi, var hér-
aðsskóli settur að Laugarvatni
haustið 1928, undir stjórn séra
Jakobs Ó. Lárussonar. En á
næsta ári, 1929, tekur við
stjórninni Bjarni Bjarnason,
sem i 29 ár hefur af fágætum
eða öllu heldur einstæðum
dugnaði, skapfestu og mann-
viti veitt. þessari menntastofn-
un forstöðu og gert hana að
stórveldi í landinu. Því að litla
hálfbyggða húsið, sem hann
þrítugsafmæli sínu orðið að
háborg sunnlenzkra mennta,
og sigurhrós.
tók við haustið 1929 er nú á
þar sem fimm skólar starfa
hlið við hlið.
Bjarni lét af skólstjórn um
síðustu áramót vegna aldurs-
ákvæða laganna, en hann skil-
ar stórmannlega af sér, og í
ofanálag bæiir hann bók upp á
368 síður: Laugar\yatnsskóli
þrítugur.
Þessi bók er fálleg að ytra
frágangi, og að innihaldi stór-
fróðleg, lærdómsrík og
skemmtik .. að minnsta kosti
fyrir alla þá . em með velvilja
hafa fyig. neð þróun skóla-
mála á Laugarvatni og þá sem
sótt hafa þangáð menntun.
Nemendur héraðsskólans eru
nú taldir vera orðnir 2700 að
tölu, svo ekki ætti að skorta
kaupendur og lesendur að
þessari bók, sem eg tel alveg
sjálfsagða í eigu sérhvers
Laugvetnings. Við lestur henn-
ar rifjast upp ótal skemmti-
Iegar endurminningar um
glaða daga og heilbrigt lif, mik-
ið stai-f og hæfilegan leik með
góðum félögum undir styrkri
stjórn og öruggri leiðsögn
kennara og skólastjóra.
Bjarni Bjarnason skiptir bók
sinni í marga kafla svo sem
að líkum lætur. Flesta þeirra
hefur hann sjálfur samið frá
rótum, en nokkrir eru eftir
aðra menn, sem hann hefur
kvatt sér til liðveizlu eða hafa
af eigin hvötum sent stutta
pistla til birtingar í afmælis-
ritinu. Ástæðulaust er að rekja
efní bókarinnar í þessari stuttu
umsögn, nema hvað eg vil sér-
staklega benda á nemendatalið,
sem er alveg tæmandi, og eyk-
ur verulega gildi þessa mynd-
Frh. á bls. 10.
S)annar áögur — ej-tir \Jeni5• —
ALTHEA GIBSON
SVARTA
TENNISSTJARNAN
4) Dr. Hubert A. Eaton í
Wilmington í Norður-Karolína-
ríki er sá maður sem Althea
segist eiga það mcst að þakka
að þáttaskil urðu í Iífi hcnnar.
Þessi vingjarnlegi aðdáandi
tennislciksins tók liana inn á
heimili sitt og varð hún sem
ein af fjölskyldunni. Það var
dr. Eaton sem kenndi henni
hvers virði það er jafnan að
láta stjórnast og að stjórna
skapi sínu um leið. Ilann
kenndi henni Iíka, það sem
henni var einna nauðsynlegast,
að geta tekið ósigri með jafn-
aðargerði.--------Althea fékk
mjög góðar einkunnir í
menntaskóla og fékk þar af
leiðandi námsstyrk þegar hún
hóf nám í búnaðar- og tækni-
háskólanum í Florida. Hún
vann mcð náminu og þrátt fyr-
ir mikið annríki við vinnu og
nám æfði hún sig jafnframt í
tennis og frístundir hennar og
skólafrí voru algerlega helg-
aðar tennis. — — — Althea
var ekki búin að Ijúka skóla-
námi þegar hún tók þátt í
landskeppni í tennis í New
York. Hún var þreytt og spennf
á taugum, en þrátt fyrir það
stóð hún sig með ágætum.
Með miklum dugnaði og með
hjálp góðra manna hafði henni
þá tekist að nálgast tind frægð-
arinnar, sem á unglingsárun-
um, hafði virst svo fjarri þcg-
ar við borð lá að hún myndi
verða auðnuleysingi.
5) Árið 1955 kosíáði' bantla-
ríska utanríkisráðuneytið .fjóra
beztu tennisleikara Bandaríkj-
anna ti! keppnisferðar um
Asíu. Althea var ein af þeim
sem sá heiður hlotnaðist. Fram
koma hennar og sannur íþrótta
andi aflaði henni vina livar sem
liún kom. Þetta var erfitt
ferðalag, en ánægjan af mörg-
um nýjum vináttuböndum á
þessu ferðalagi var henni nóg
borgun fyrir það sem hún
þurfti að leggja á sig á ferða-
' laginu.---------Fyrir tveimur
| árum, 1957 stóð Althea á þrí-
tugu. Þá sigraði hún keppi-
naut sinn á Wimbeltcn í Eng-
landi og hlaut þar með heims-
meistaratitilinn í tennis. Hún
sigraði aftur í fyrra og heim-
urinn hyllti í annað sinn, þessa
blökku stúlku s/em nc^ krum
árum áður hafði flogist á við
jafnaldra sína í skuggahverfi í
New York-borg en var nú orð-
in einn snjallasti tennisleikari
sem uppi hefur verið,----------
lAlthea Gibson er nú hætt að
Ikeppa í tennis og stundar nú
söngnám. Bandarískir íþrótta-
jmenn, sem elcki eru atvinnu-
Iriienn, fá engin laun. Þeir fá að-
leins smávegis greiðslu fyrir
uppihaldi meðan á keppni
stendur og ungfrú Gibson varð
að taka sér eitthvað fyrir hend-
ur til að sjá sér farborða. Að
því er söngkennarar hennar
segja má jafnvel búast við því
jað hún geti orðið framúrskar-
jandi söngkona líka. — Endir»