Vísir - 28.01.1959, Side 10
10-
VÍSIB
Miðvikudaginn 28. janúar 1959
II
keit
SKALOSAGA EFTIR MARY ESSEX.
<engar taugar í steinstöplinum Cathcart. Nú brosti hann vin-
gjarnlega.
Hann lagði áherzlu á að hjónaleysin hefðu verið hamingjusöm
í tilhugalífinu, allt þangað til það kom til mála að flýta brúð-
kaupinu. Þess vegna væri áríðandi að fá skjalfest hvort þeirra
heíði lagt áherzlu á að halda brúðkaupið sem fyrst.
— Er þetta rithönd yðar?
Hann rétti Colin bréf, og hann játaði að hafa skrifað það.
— Gott. Eg ætla að biðja stefnda sjálfan að lesa bréfið upp-
hátt fyrir hinn heiðraða rétt.
Colin sótroðnaði og bréfið hristist dálítið í hendi hans. Það
var eins og lifnaði dálítið fyrir málaflutningsmanninum við þetta
og það vottaði fyrir brosi kringum munninn á honum. Colin fór
að lesa, hann lagði sig fram um að láta sem minnst bera á til-
íinningum, sem verið höfðu að baki því, sem hann hafði skrifað:
. „ELSKU ÁSTIN MÍN, VIÐ GETUM EKKI GIFST NÓGU
FLJÓTT. NÚ SKULUM VIÐ OG VERÐUM AÐ ÁKVEÐA BRÚÐ-
KAUPSDAGINN. EF EG MÆTTI RÁÐA YRÐI HANN STRAX
Á MORGUN. JÁ, ÞVÍ EKKI Á MORGUN? EG ÁLÍT AÐ MAÐUR
EIGI AÐ LÁTA SNÖGGLEGAR DUGDETTUR RÁÐA. EG TRÚi'
Á ÁSTINA, SEM ALDREI DEYR, OG EG TRÚI ÞVÍ FASTLEGA
AÐ HJÓNABAND OKKAR VERÐI ÞAÐ HAMINGJUSAMASTA
í HEIMI....“
— Eg geri ráð fyrir að þetta lýsi því, sem yður fannst, þegar
þér voruð að skrifa bréfið, herra Cameron?
— Það skyldi maður halda, muldraði Colin,
— Skyldi maður halda? Hvers vegna getið þér ekki talað
ákveðnar. Leggið þér kannske í vana yðar að skrifa annað en
'bér meinið?
— Vitanlega ekki. En eg var þreyttur á taugunum þegar eg
skrifaði bréfið.
— Hvernig þá það?
— Eg ímyndaði mér að eg væri ástfanginn. Þegar eg skrifaði
þetta bréf hélt eg að tilfinningar mínar mundu haldast.
— Það getur maður lesið milli línanna, svaraði málaflutn-
ingsmaðurinn stutt. — En það er ekki það, sem maður meinar
venjulega með „þreytu á taugunum". Einginn neyddi yður til að
skrifa þetta bréf. Þér voruð að lýsa innstu tilfinningum yðar af
frjálsum vilja. Þér voruð hamingjusamur yfir því að hafa unnið
ástir hinnar ungu stúlku. Þér höfðuð sjálfir valið yður ungfrú
<Grey, var ekki svo? .
Solin svaraði ekki. Málaflutningsmaðurinn endurtók síðustu'
orðin og spurði beinlínis: Völduð þér ekki sjálfur ungfrú Grey?
— Jú.
— Þér voruð hamingjusamur með henni nokkrar vikur, en svo
urðuð þér leiður á henni?
— Það er ekki allskostar rétt.
— Þá viljið þér kannske segja réttinum hvað er „alveg rétt“.
— Mér gramdist að ungfrú Grey rak á eftir því að við giftumst.
— Gerði hún það? Hvenær komust þér á þá skoðun?
— Daginn sem eg kynnti hana fyrir foreldrum mínum.
— Þá komust þér á þá skoðun að hún væri ólm í að giftast.
:Skyldi ekki þriðja persónan hafa hjálpað yður til að komast á
þá skoðun?
— Eg komst á hana sjálfur. Eg reyndi að fá brúðkaupinu
frestað, en hvorki ungfrú Grey né móðir hennar vildu heyra á
það minnst. Eg tek ekki of djúpt í árinu þá eg segi, að mér
fannst eins og eg væri genginn í gildru, og mér varð æ ljósara
að hjónabandið mundi verða ófarsælt. Mér fannst skyldan mín
að segja henni frá því.
— Og svo buðuð þér henni upp í sveit til að slíta trúlofuninni.
— Einhversstaðar varð eg að segja henni þetta.
— Þér sögðuð henni að ekkert hjónaband gæti orðið úr þess-
ari trúlofun, og svo skiluðuð þér henni heim aftur. Tók ungfrú
Grey sér þetta ekki nærri?
— Kannske hefur hún gert það.
— Þér haldið þvi fram að yður hafi ekki véirið kunnugt um.
að ungfrú Grey og móðir hennar liöföu keypt ýmsar vörur til
láns, vegna brúðkaupsins, sem ákveöið hafði verið?
— Eg held að ungfrú Grey hafi einu sinni minnst á, að þær
mæðgurnar væru lítt efnum búnar. Það var einskonar afsökun á
því, að hún gekk svo oft í sömu fötuniun. Eg setti þetta ekki
sérstaklega á mig.
— Eg lít þannig á þettá, sagði Cathcart og blaðaði í skjöl-
unum sínum: — Þér voruð orðinn leiður á hinni ógæfusömu ungu
stúlku, sem þér höfðuð svariö að elska til eilífðar og sem þér
höfðuð lofað gulli og grænum skógum — og svo var um að gera
að losna við hana. Þér vilduð ekki minnast á hana framar.
Svona hafið þér hagað yður. Ungfrú Grey varð að skrifa móður
yðar til að leita á náðir hennar.
— Eg hef heyrt það. Eg var erlendis þá.
— Hafið þér-ekki séð bréfið?
— Nei, það lief eg ekki.
— Eg á bágt með að skilja það. Eg hef svar Cameron barón-
essu við bréfi ungfrú Grey. Þar stendur að þér séuð fjárverandi,
en hafið sagt að skuldir þær sem frá Grey og dóttir hennar hafi
stofnað vegna brúðkaupsins, séu á þeirra ábyrgð. Þér hljótið að
hafa gefið móður yðar umboð til að svara þannig.
Colin fór iijá sér við augnaráð málaflutningsmannsins. Hann
skildi að þarna var engrar miskunnar að vænta.
Cathcart horfði fast á Colin og spurði aftur:
— Þér hafið þá ekki gefið móður yðar umboð til að skrifa
ungfrú Grey bréf fyrir yðar hönd, segið þér?
— Eg veit alls ekki hvað hún hefur skrifað, sagði Colin.
— Móðir yðar hefur þá ekki gert grein fyrir afstöðu yðar tii
málsins?
Colin beit á jaxlinn og svaraði ekki. En Cathcart lét hann ekki
sleppa:
— Það getur ekki verið erfitt að svara þeirri spurningu. Sagði
móðir yðar satt eða sagði hún ósatt? Þér hljótið að geta svarað já
eða nei.
— Nei.
—. Ef þér hefðuö lesið bréf ungfrú Grey, hefðuð þér kanncke
hjálpað henni úr skuldunum?
— Eg tel að fjárhagslegar skuldbindingar hennar séu mér
óviðkomandi.
— Nú, svo þér gerið það! Yðar vegna hefur frú og ungfrú
Grey stofnað skuldir, sem þær gátu ekki borgað fyrr en ungfrú
Grey væri gift yður. Hún hafði fullan rétt til að halda, að þið
munduð giftast. Þér svikuð hana. Þér spörkuðuð henni burt, en
teljið að það sé yður óviðkomandi. Hvað munduð þér hafa gert
ef það hefðuö verið þér en ekki móðir yðar, sem fékk bréfið?
— Það get eg ekki sagt. Eg veit það ekki.
Yfirheyrslan hélt áfram og spurningarnar urðu nærgöngulli
Hugh Jackson hafði verið harðskeyttur við Candy, en málaflutn-
ingamaður hennar var enn harðskeyttari við Colin. Getur hann
ekki liætt og látið Colin í friði? hugsaði Candy með sér. En hún
hafði ekkert til þessara mála að leggja. Hún varð að sitja þarna
á harða stólnum og þegja, og þjást með Colin, sem nú varð fyrir
eiturskeytum Cathcarts — á sama hátt og hún hafði verið skot-
skífa Jacksons daginn áður.
Næsta vitnið var móðir Colins.
Cameron barónessa var örugg og róleg, háreist og tíguleg.'
Hún bar höfuðið hátt er hún gekk fram og heilsaði dómaranum
hæversklega.
„Stakhanov“-
perluskel!
Kínverska fréttastofan
tilkynnir, að tvcir fiskimenn
hafi fundið perluskel með
hvorki mejra né minna en
1716 perlum „lnnanborðs“
úti fyrir strönd Kvvantung
liéraðs. Skelin var á stærð
vrið mannshönd og sumar
perlurnar álíka stórar og
matbaun. Er þetta verðmæt-
asti perlufundur við Kína,
sem um getur í manna minn-
um,- og fiskimennirnir voru
svo glaðir, að sögn frétta-
stofunnar, að þeir gáfu
koimnúnistafélaginu á staðn
um perlurnar.
Athugasemd.
Vegna endurtekinna frá-
sagna í blöðum yðar um að
hlutafélag, sem Kaupfélagið á
Seyðisfirði sé einrátt í, hafi
keypt Fiskiðjuver Seyðisfjarð-
ar fyrir 6 milljónir króna, þá
vil ég upplýsa eftirfarandi:
Ríkissjóður íslands lét leggja
sér út Fiskiðjuverið í vetur, og
er enn eigandi þess.
F j ármálaráðuney tið hefur
hins vegar gefið Seyðisfjarðar-
kaupstað kost á að leigja fisk-
iðjuverið um 1 árs skeið, enda
verði leigan ákveðin eftir mati
dómkvaddra manna.
Hlutafélag það, sem um er
rætt, er stofnað til þess að
reka fiskverkun, útgerð og
verzlun með sjávarafurðir.
Fyrsta verkefni þess mun
verða að láta smíða 160 rúm-
lesta vélskip, er Kaupf. Aust-
fjarða hafði fengið leyfi til að
láta byggja á Norðurlöndum.
Kaupf. Austfjarða á 50 þúsund
krónur af hlutafénu, sem ætl-
unin er að verði 500 þúsund.
Leiðréttingu þessa sendi ég
yður, hr. ritstjóri, í trausti
þess, að þér viljið hafa það í
þessu máli, sem sannara er.
Reykjavík, 27. janúar 1959.
Virðingarfyllst,
Björgvin Jónsson.
Þingmaðurinn er nú farinn
að lyfta dálítið hulunni af því,
hvernig mer.n með réttum lit-
arhætti geta „jonglerað“ með
eigur almennings. Vill hann
Hún svaraöi Hugh Jackson því, að hún hefði jafnan efast um.ekki segja söguna alla — eða
er það til of mikils mælzt?
hvort nokkuð yrði úr ráðahag þessum, því að hún vissi hve
reikulir ungir menn oft væru í r' -'nni.
Hún varð ekkert hissa þegar tn lofunin fór út um þúfur, en
réð syni sínum til þess að. fara til útlanda til að róast.
Þegar bréfið frá ungfrú Grey kom, símaði barónessan til Parísar
Þegar út í frumskóginn
kom, snéri Tarzan sér
l snögglega að tvíburunum.
„Jæja, Tony. Leiknum et
lokið.... Sýndu að þú ert
maður til að taka því.“ Það
varð ógnþrungin þögn. —'
,.Jæja,“ hélt apamaðurinn
áfram. „Hvor ykkar er!
Tony?“ Báðir tvíburarnir
hrópuðu nú af miklu ákafa:
„Það er hann!“
Barátta og sigurhrós —
Frh. af 9. síðu:
arlega afmælisrits. Að visu má
segja hið sama um alla aðra
kafla þess, mér virðist enginn
þeirra óþarfur. Fjöldi manna-
mynda og nokkrar landslags-
myndir og myndir af mann-
virkjum prýða ritið, og fram-
an við það er birtur nákvæm-
ur skipulagsuppdráttur af
Laugarvatni.
Eg vil sem gamall nemandi
Bjarna á Laugarvatni þakka
honum framúrskarandi starf
hans í þágu æskunnar á Suður-
landi og nú einnig fyrir þessa
bók, sem áreiðanlega nær þe'im
tilgangi, sem höfundur ætlar
henni: að verða til gagns 'sem
heimildarrit og emi fremur
mörgum til skemmtunar.
Guðmuntlur Daníelsson.