Vísir - 14.02.1959, Side 4
4
i
VÍSIB
Laugardaginn 14. febrúar 1959
WÍSIM.
D AGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson.
^ Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00,
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—18,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hver var ástæðan?
Það er aðallega tvennt, sem
Framsóknarmenn reyna að
, telja almenningi trú um.
Annað er það, að það sé
ætlun Sjálfstæðismanna og
. Alþýðuflokksmanna að
; „leggja niður“ öll gömlu
kjördæmin úti um land og
j svipta sveitirnar þar með
j áhrifum sínum á Alþingi.
Hinsvegar, að Sjálfstæðis-
menn hafi barizt eins og óð-
. ir fyrir því, að kaup væri
hækkað á síðasta sumri og
; því ættu þeir manna sízt að
j berjast nú fyrir lækkun
iauna. Barátta Sjálfstæðis-
manna sé fólgin í að taka
það aftur, sem þeir hafi
ginnt launastéttirnar til aði
heimta á síðasta sumri. Þessi
er aðalsöngur þeirra þessa
daga.
Framsóknarmenn ætlast til
þess ,að almenningur gleymi
j því, hversu mikil breyting
varð á högum hans af völd-
j um bjargráðanna dæma-
lausu. Með þeim var dýrtíð-
] arskriðu hleypt af stað, og
j það var ríkisstjórnin ,sem
gerði það og enginn annar
\ aðili. Ekki voru það Sjálf-
stæðismenn, sem báru fram
: bjargráðin á þingi? Hvernig
getur Framsóknarflokkur-
inn þá ætlast til þess í al-
vöru, að nokkur maður
leggi trúnað á það, að það'
hafi verið Sjálfstæðisflokk-
urinn, sem kom af stað
kauphækkunum. Það
gerðu sömu aðilar og hækk-1
uðu vöruverð, því að þa^,
kallaði óumflýjanlega á1
hækkað kaupgjald.
Þessar blekkingar Framsókn-
armanna eru svo augljósar
og ófyrirleitni þeirra svo
mikil, að jafnvel kommún-
istum hefir ofboðið, og
kalla þeir þó ekki allt ömmu
sína. Annar fulltrúi þeirra
í ríkisstjórninni, Lúðvík
Jósepsson, hefir látið svo
um mælt við útvarpsum-
ræður, að kauphækkanirn-
ar hafi verið eðlilegar af-
leiðingar og viðbrögð af
hálfu alls almennings í
landinu, þegar rikisstjórnin
spennti upp allt vöruverð.
Nú telur Vísir ekki, að Lúð-
vík Jósepsson sé sérstaklega
góð heimild, en á honum
sannast þó stundum, að oft
ratast kjöftugum satt á
munn, og svo hefir farið í
þessu tilfelli.
Hvers er ábyrgðin?
Þá er vitanlega komið að þeirri
spurningu, sem hlýtur að
leiða af hinni fyrri: Hver
er það, sem ber fyrst og
fremst ábyrgð á því. hvern-
ig komið er? Hver ber
ábyrgð á stefnu stjórnar-
innar? Það er lítill vandi að
svara þessum spurningum,
því að allir stjórnarflokk-
arnir bera ábyrgðina í sam-
einingu, en þó er ábyrgð
þeirra að sjálfsögðu nokkuð
misþung'.
Sá veldur miklu, sem upphaf-
inu veldur, stendur þar, og
það á við um Framsóknar-
flokkinn að þessu sinni.
Formaður hans var orðinn
næsta ókyrr og þótti illt að
geta ekki stjórnað íslandi,
eins og hann þóttist borinn
til. Þá hóf hann þær aðgerðir
sem náðu hámarki með því,
að hann myndaði stjórn með
gó(5ri hjálp kommúnista
fyrir hálfu þriðja ári.
Abyrgð kommúnista er næst-
um eins þung, því að það
voru þeir, sem tóku að sér
að binda verklýðssamtökin
á klafa vinstri stjórnarinn-
ar og kváðu þau reiðubúin
til að vaða eld fyrir hana.
Þeir buðu vinnufrið fyrir
ráðherrastólana. Þeirra á-
byrgð er því litlu rninni en
Framsóknarflokksins, ekki
sízt af þvi, að þeir voru
stærsti sjórnmálaflokkur-
inn, enda þótt þeir veittu
ekki stjórninni forstöðu.
Þeir standa saman.
Það er greinilegt af afstöðu
kommúnista og Framsókn-
arflokksins, að þeir gera sér
grein fyrir, að þeir eiga að
mestu sök á því, hversu illa
tókst til í tíð síðustu stjórn-
ar. Samstaða þeirra í öllum
málum nú er sönnun fyrir
! sektarkennd þeirra, en þeir
geta ekki firrt sig dóminum
f þrátt fyrir það.
Hver sem ábyrgð ber á stjórn-
arfari í frjálsu landi, verð-
ur um síðir að koma fyrir
dóm alþjóðar. Hún vísar
hverjum til sætis, 'þar sem
honum ber, og kommúnistar
og Framsóknarflokkurinn
sjá nú fram á útskúfun
vegna afglapa sinna í vinstri
stjórninni. Undirréttardóm-
ur hefir þegar verið upp
kveðinn. Það var í janúar-
mánuði fyrir ári, þegar efnt
tíirhjju og trtíwnál:
Ljós og myrkur.
Það er margt undarlegt í Bibl-
íunni. Hvernig byrjar ekki guð-1
spjallið á morgun? „Þá var Jes-
ús leiddur af andanum út í ó-
byggðina, til þess að hans yrði
freistað af djöflinum." Þetta eru
undarleg orð, raunar óhrjáleg.
Finnst þér það ekki? Þetta er
blátt áfram ekki fallegt.
Nei, það er ekki fallegt. Og
undarlegt er það, óskiljanlegt.
En er ekki margt undarlegt í
lífinu, óskiljanlegt í veruleikan-
um? 1 því sambandi þarf ekki
að minna á furður alheimsins
eða dularfull fyrirbæri, sem
svo eru kölluð. Það nægir að
gefa gaum að hversdagslegum
atvikum og algengum, mannleg-
um viðbrögðum.
Börn eru að leik sinum. Born
í glöðum leik eru ein fegursta
sjón, sem fyrir augu ber. En allt
í einu breytist blærinn yfir
hópnum: Einhver þeirra hafa
reiðzt. Það færast skuggar yfir
svipinn, augun fá annarlegan
glampa. Einn drengjanna stend-
ur með stein í hendi, miðar,
kastar. Hvaða skuggi er það,
sem bregður slíkum dökkva yf-
ir ímynd fegurðar og sakleysi?
Önnur mynd af sama sviði:
Yndisleg böm mætast daglega á
leikvelli. Meðal þeirra sérðu
stundum barn, sem er óvenju
hlédrægt, hikandi. Það blandai'
sér ekki í leiki hinna barnanna
nema af ýtrustu varfærni.
Vegna hvers? Þú tekur eftir þvi,
að oftast nær, þegar hin börnin
koma auga á það, fer eitthvert
þeirra að benda, „hía“ hlæja. Og
litli einfarinn hrökklast löngum
burt af leikvellinum stundum
grátandi.
Hvað ber til? Barnið er dálit-
ið lýtt, blest á máli, kýtt í herð-
um, halt á fæti eða vanþroska.
Það er nóg til þess að hin börn-
in í hverfinu beita það þessari
grimmd. Þau vita ekki, hvað þau
gera. En hvernig stendur á þvi,
að sakleysi barnsins getur birtzt
í slíku gervi sem þessu?
Þú ert staddur í hópi góðkunn-
ingja. Það er rabbað um daginn
og veginn, skipzt á léttu glensi
og gamanyrðum. Allt í einu ligg-
ur snöggi bletturinn í lífi kunn-
ingja þins berskjalda fyrir fynd-
inni tungu — og þú lætur
flakka. Þú veizt, að stungan
gengur á hol og veldur eitruð-
um sviða. Af hverju gerirðu
þetta? Skilurðu það?
Önnur mynd: Stofa, karl og
kona. Kvöl og beizkja, auðmýk-
hans og hennar hefur flækt í
þetta vandræði. Hann veit, hvað
hann er að gera, veit, að konan,
sem horfir á hann, er alls góðs
makleg af hans hálfu, veit, að
hún mun aldrei bíða þess bætur,
ef hann fer sinu fram, veit, að
hann er að fremja glæp á sínum
eigin afkvæmum með því að
þegja á þessari stundu og horfa
með þessum svip, þessum
myrku, luktu augum á konuna,
sem hann hefur einu sinni svar-
ið að bregðast aldrei. En hann
þegir samt, fer sinu fram,
steypir ógæfunni yfir sig og
heimili sitt. Hvers vegna? Get-
urðu skýrt það? Geturðu skilið
það?
Lánveitandi látins fjölskyldu-
föður horfir yfir borðið á ekkj-
una, sem getur ekki staðið i skil-
um með afborganir af eigninni,
sem þeim hafði tekizt að festa
sér með elju, atorku og sjálfsaf-
neitun. Hann veit, að það kostar
hann ekki neitt að sýna dálitla
tilhliðrunarsemi í bili, en það
kostar ekkjuna allt, ef hann ger-
ir það ekki. Og hann horfir yfir
borðið augum, sem sjá ekki
neitt annað en stóra, feita veiði
i klækjaneti. Hann dregur netið
að sér. Hvers vegna? Getui’ðu
skilið það?
Þessar sögur gætu allar verið
öðruvísi. Þær eru dæmi, myndir
úr mannlifinu. Það væri hægt
að benda á önnur dæmi gagn-
stæð, aðrar myndir, sem sýna
mannlífið frá hinni hliðinni. Til-
veran er tvíþætt, lífið hefur tvær
hliðar, vér menn berum eðlin
tvenn. Öll erum við tvær persón-
ur, góð og vond,“ segir Hannes
Jónsson í „Við, sem byggðum
þessa borg“ eftir Vilhjálm S.
Vilhjálmsson. „Það hefur alltaf
verið togazt á um mig. Gerðu
þetta, segir hin. Og alltaf, þegar
ég hef gert eitthvað rangt, þá
finnst mér að ég hafi álpast út
í það á einhvern óskiljanlegan
hátt.“
Biblían er undarleg bók. Ann-
ars væri hún ekki sú bók, sem
hún er, ekki eins djúpsæ í túlk-
un sinni á veruleikanum, ekki
eins sönn í boðskap sinum um
lifið, alvöru þess, tign þess, köll-
un og möguleika, ekki eins trú
og hún er þeim alvísa Guði, sem
hún vitnar um, né þeim skamm-
sýna manni, 'sem hún talar við.
Freistað af djöflinum. Ljót orð,
segir þú. Nei, þau fletta ofan af
staðreynd, sem þú vilt e. t. v.
neita, en getur ekki neitað, ef
þú hefur opin augu. Tvíeðli til-
verunnar er staðreynd. Freist-
ingai’saga Jesú afhjúpar átök
ljóss og myrkurs. Hún skýrir
ekki'þau átök, skýrir ekki hvers
vegna tilverunni er svona hátt-
að og vegna hvers sjálfur Jesús
þurfti að takast á við vald
freistninnar og myrkursins. En
hún boðar sigur hans, sigur
Ijóssins yfir myrkrinu. Og hún
kallar þig og hverja mannssál
til hlutdeildar i þeim sigri, inn í
áhrifasvæði ljóssins.
Tamas
Frh. af 8. síðu:
hann forstjóri bókmenntadeild-*
ar útgáfufyrirtækis kommún*
ista (Szikra), og 1950—1952 að*
alritstjóri bókmenntatímarits
flokksins (Csillag), en 1952—•
1954 starfaði hann sjálfstætt.
1954—55 var hann fram*
kvæmdastjóri ungverska rithöf*
undafélagsins, en vikið frá 1955
fyrir að hallast að hægri stefnu.
Þegar hann var ungur maður,
' hlaut hann Stalinverðlaunin
'rússnesku fyrir skáldsögu, seni
, á ensku nefndist In the Shadow
' of Freedom, og var hún birt
í Sovétríkjunum. Fyrir ljóða*
safn hlaut hann Kossuth verð*
launin, sem eru talin mesti bók*
^menntalegur heiður, sem ung*
verskur rithöfundur getur hlot*
| ið í heimalandi sínu. Síðan hef*
' ur hann skrifað þrjár skáldsög*
j ur aðrar./ f
í nýrri bók hans og ToboL*
1 Herays, The Revolt of the Mind,'
'er gerð grein fyrir viðhorfi og
j baráttu ungverskra mennta*
[manna, gerð grein fyrir hvað
það var, sem þeir urðu að horf*
ast í augu við, hvað þeir afrek*
uðu, — hver urðu örlög þeirra.
Og það er inn á þetta a. m.,
sem Tamas Aczel kemur í er*
indi sínu, sem án efa verðuti
hið athygliverðasta.
Senda Japanir
Kórverja heim?
Stjórn S.-Kóreu hefur tvíveg*
is mótmælt fyrirætlunum Jap*
ana uin að senda fjölda Kórea
til N.-Kóreu.
Hefur Japansstjórn tilkynnt,
að hún muni senda 100,000 Kór*.
eumenn, sem eru þar í landi,
til N.-Kóreu. Óttast S.-Kóreu-*
stjórn, að þeir verði þegar tekn-
ir í herinn norðan landamær-*
anna.
Frægur pianóleikari í bænum.
Sinfóníuhljómsveitin a þriðjudag með einum
glæsilegasta píanóleikara Vesturheims.
ing, bæn i augum hennar. Freð-
in storka í svip hans. Hún er að
bíða eftir einu orði af vörum
hans. Það kostar hann ekki
annað en ofurlítinn sjálfsagðan
manndóm, litinn snefil af á-
byrgðarvitund gagnvart konu
sinni og börnum að segja þetta
orð — og dálítið uppgjör við
aðra manneskju, sem gáleysi
var til bæjar- og sveitar-
stjórnarkosninga. Þær
sýndu það, sem marga grun-
aði: Þjóðin hafði fengið nóg
af vinstri „úrræðum“ og
„stjórn". Hún mun nú ítreka
fyrri dóm sinn yfir vinstri
stjórninni, þegar hún gengur
að kjörborðinu í vor, og þá
fær væntanlega hver sitt, ef
heilbrigð skynsemi fær að
ráða.
Sinfóníuhljómsveit íslands
heldur liljómleika á þriöjudags-
kvöld undir stjórn Róberts
A. Ottóssonar. Einleikari með
hljómsveitinni verður einn
snjallasti píanóleikari vestur-
lieims, Frank Glazer, sem kem-
ur liingað á sjöttu tónleikaför
sinni um Evrópu.
Viðfangsefni hljómsveitar-
innar verða „Skozka“ sinfónían
eftir Mendelssohn (flutt í til-
efni 150 ára tónskáldsins),
pianókonsert nr. 2 í b-dúr eftir
Brahms og að lokum Akadem-
ískur hátíðaforleikur einnig
eftir Brahms.
Þetta eru fyrstu tónleikarnir,
sem Róbert A. Ottósson stjórn-
ar á þessu hljómleikaári Sin-
fóníuhljómsveitarinnar. En það
sem bæði hann og Jcn Þórar-
insson sögðu í samtali við
fréttamenn í gær, að mættu
mest tíðindi teljast með þess-
um tónleikum væri það, að
þeim hefði tekist að fá hingað
Frank Glazer, sem fengið hefði'
bæði í heimalandinu og víða í
Evrópu eitt hið mesta lof, sem
hægt væri að hugsa sér, að
píanóleikari hefði í veganesti.
Þessarar tónleika verðm’ nán*
ar getið í Vísi á mánudag. j