Vísir - 14.02.1959, Side 5

Vísir - 14.02.1959, Side 5
Laugardaginn 14. febrúar 1959 VÍSIB 3 In memoriam: Geir Sigurðsson, sk ipssijórs. í dag er til grafar borinn Geir Sigurðsson skipstjóri, en hann andaðist í hárri elli hinn 4. þessa mánaðar. Með honum er til moldar hniginn merkur maður, brautryðjandi á ýmsum sviðum sjávarútvegsmála, mikill drengskaparmaður og höfðingi, vinfastur maður og góðviljaður. f Geir Sigurðsson er fæddur að Skiphyl á Mýrum hinn 8. september árið 1873. Hann var því fullra 85 ára, er hann lézt. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að segja sögu Geirs skipstjóra Sigurðssonar. Það munu ugglaust gera mér eldri menn og honum kunnugri. En freista vildi eg þess með örfá- um línum að gjalda svolítinn hluta þeirrar þakklæisskuldar, sem eg tel mik vera í við þenna látna sæmdarmann, þakka honum vináttu og góðvild, sem aldrei brást, skemmtilegar og ógleymanlegar samverustund- ir, þegar hann lét hugann reika um horfna tíð og miðlaðd öðrum af fróðleik sínum og ævintýrum. Hið bláa, blikandi haf var lengi athafnavett- vangur hans, og enginn kunni betur en hann að segja frá. Frásagnargáfa hans og frá- sagnargleði var slík, að þeir gleyma aldrei, sem nutu henn- ar. Geir Sigurðsson var í sann- leika tengiliður hins gamla og nýja í sjósókn íslendinga. Hann var á skútum, og hann var einn hinna fyrstu er stýrði vél- knúnu fiskiskipi. Hvort tveggja fór honum vel úr hendi, aldrei hlekktist honum á og aldrei missti hann mann af skipi sínu. Það var því ekki að undra, að samborgarar hans fengu á honum traust og fólu honum trúnaðarstörf. Hann var um skeið bæjarfulltrúi í Reykja- vík, var lengi í stjórn Slysa- varnafélags íslands, enda einn af stofnendum þsss, og um árabil sat hann í sjódómi Reykjavíkur, og alla tíð reynd- ist hann hollráður. J Síðustu árin fór Geir ekki út, I ' hann gat ekki hugað að skip- Hann var kvæntur merkri ^ um, gengið um fornar slóðir ágætiskonu, Jónínu Jódísi og spjallað við fjölmarga kunn- Ámundadóttur, en hún lézt í ingja sína í Vesturbænum. spænsku veikinnar árið 1918, Hann varð að láta sér nægja eftir stutta en farsæla sambúð. að horfa úr glugga út yfir haf- Þeim hjónum varð þriggja ið, sem vaggaði honum forð- barna auðið, þriggja sona, Jum. En lundin var söm, létt og Ámunda, Sigurðar og Magn- ^skemmtileg, góðviljinn brást úsar. Þau bjuggu allan sinn aldréi. Og nú er hann horfinn. tíð sína. Og saga Vesturbæj- arins í Reykjavík verður trauðla skráð, nema Geirs sé getið. JL I komu inn og það leið næstum hálf klukkustund áður en honum vannst timi til að gæta aftur. að henni. Hann gekk i áttina til eld- hússins og þá opnaði Nellie allt í einu eldhúshurðina og stóð frammi fyrir honum. Hún hló glaðlega og hann var að furða sig á þvi hvað hún hefði verið að gera svona lengi í þessum hluta hússins. Russ hafði byggt litið íbúðarhús bakvið búðina og áfast við hana og það var í fyrsta sinni, í öll þessi ár, sem Nellie hafði verið þar inni. Russ var ekkill og hafði búið þarna einn frá því að kona hans dó fyrir nokkrum árum og hann kannað- ist sjálfur við að hann væri hirðu laus um að halda húsinu hreinu. Hann hafði látið það verða að vana að láta rúmið standa óum- búið og það kom sjaldan fyrir að h annþvægi upp diskana fyrr en hann hafði lokað búðinni að kveldi. sagði hann aftur og aftur vi$ sjálfan sig. Þegar hann lagðist fyrir un» kvöldið var hann að hugsa um hversu vendilega og fallega Nell- ie hefði búið um og breitt yfir rúmið og hengt upp fötin hans í klæðaskápinn. Og daginn eftir undraðist hann það, að það var það fyrsta, sem honum datt S hug eftir að hann vaknaði. Hana stóð strax upp, opnaði skáps- hurðina til þess að fullvissa sig um að hann hefði ekki dreymt þetta aðeins. Og þegar hann sá að fötin hengu þafna enn snyrti- legar en hann minntist frá þvE kvöldinu áður, brosti hann á- nægður. búskap á Vesturgötu 26 A, og J Minningin um góðan dreng síðan bjó Geir þar lengst af, fyrnist ekki. Geir Sigurðsson en hin siðustu ár bjó hann hjá ^var einn þeirra manna, sem Magnúsi syni sínum og Hönnu stafaði birtu og yl á veg sam- tengdadóttur sinni, og naut ferðamanna sinna. Fyrir það hjá þeim hinnar beztu umönn- hlaut hann þökk og virðingu unar. allra, sem voru svo nassamir t að kynnast honum. Ástvinum Geir Sigurðsson skipstjóri , Geirs Sigurðssonar votta eg er kominn á leiðarenda. Löngu innilega samúð, — sjálfum og merku lífsstarfi er lokið. honum þakka eg samveruna. Geir Sigurðsson er einn þeirra manna, sem settu svip a sam- Thorolf Smith. 15 AKA Sanásatjfi eStir E. Valdtreli. Dag nokkurn í byrjun ágúst- mánaðar gekk Nellie Winship í fyrsta sinn eftir bugðóttum veg- inum yfir gula sandhólana til sölubúðar og benzinstöðvar Russ Streeter. Það var liðið nærri þvi heilt ár frá því Russ hafði séð hana síðast og þegar hún fcom inn i búðina varð hann alveg Undrandi yfir þvi hvað hún hafði vaxið. Áður hafði hún verið feimin, litil og dökkhærð stúlka, barnaleg og svo átakanlega hlé- förul, sem alltaf bar einhverja af brúðum sínum með sér hvar sem hún fór. Þegar hún gekk að búðarborð- inu, þar sem hann stóð tók hann strax eftir því hvað hreyfingar hennar vorú þokkafullar. Hún hló við honum og hristi langt hárið frá augunum á sér með því að kasta til höfðinu. „Já það má nú segja," sagði Russ með aðdáunn. „Ef þú held- ur þessu áfram verður þú orðin stór ,,dama“ áður en þú veizt af. Við skulum nú sjá. Hvað ertu annars gömul?“ „Eg varð 15 ára í sumar, hr. Streeter," sagði hún stolt og svort augu hennar tindruðu. „Og það eru bara eitt eða tvö ár siðan þú gekkst með fléttur lafandi ofan á bak og hafðir allt- af brúðu i fanginu," sagði hann og hristi höfuðið undrandi. „Manstu að þú varst vön að koma hingað á hverjum degi sið- degis, til þess að fá karamellur og ískaldan svaladrykk. Og svo settistu á búðarborðið, dinglaðir fótunum og talaðir við brúðuna þína. Eg man það að minnsta kosti og ég mun ætíð minnast þess, hversu stór, sem þú verð- ur.“ Nellie setti hnykk á höfuð sér og gekk í b.urtu og settist á búð- arborðið. Eftir nokkur andartök leit hún fljótlega á Russ og dró pilsið vendilega niður yfir hnén á sér. En eftir svo litla stund krosslagði hún fæturna í hugs- unarleysi og tók að dingla þeim. ,,Eg er orðin of gömul til að leika mér með brúður — það segir hún systir min — og það finnst mér lika sjálfri" og hún yppti öxlum með fyrirlitn- ingu. „Eg hef lagt til hliðar allar brúðurnar minar.“ Russ leit á hana. „En ég þori að veðja að þér geðjast enn að ísköldum svala- drykk. Er það ekki, Nellie?" .Hún hló töfrandi. „Jú reyndar geri ég það, hr. Streeter." Streeter gekk að kæliskápnum og náði í tvær flöskur. Hann fékk henni aðra og með- an þau drukku úr flöskunum horfðu þau rannsakandl hvort á annað, því að það var næstum liðið heilt ár frá þvi að þau höfðu hitt síðast. „Áttu að búa hjá systur þinni nokkrar vikur eins og undan- gengin sumur?" spurði hann. Nellie kinkaði kolli. „Og svo líður vitanlega heilt ár þangað til ég fæ að sjá þig aftur,“ sagði- hann og skók höf- uðið. „Og ég þori að veðja að í næsta sinn þekki ég þig ulls ekki.“ „Eg þekki yður nú samt aftur, hvað sem öðru líður, hr. Street- er,“ sagði hún alvarleg í bragði. „Eg gleymi aldrei neinum, sem er eins góður við mig og þér er- um.“ Og eftir litla stund bætti hún við: — ,,Þess vegna þykir mér svo gaman að koma hingað á hverju sumri — af þvi að þér eruð svo góður við mig.“ Bifreið nam nú staðar fyrir ut- an búðina og gaf merki. Russ fór út til benzindælunnar. Þegar hann kom aftur inn var Nellie horfin. Nokkrir viðskiptavinir „Það fer að verða framorðið," sagði Nellie stutt í spuna og gekk fram hjá honum og út í búðina. ,,Eg verð liklega að flýta mér heim til hennar systur minn ar.“ . Russ fylgdi henni út á tröpp- urnar. Hún nam staðar i dyrun- um og sneri sér við. „Eg vona að þú komir aftur Nellie,“ sagði hann og leit beint í augu henni. „Annars sakna ég þín.“ Hún hló og horfði á hann ró- leg. „Já, reyndar kem ég aftur, hr. Streeter," sagði hún og var ynd- islega ákveðin. „Eg kem aftur á morgun síðdegis og á hverjum degi meðan ég verð hér. Eg vil ekki missa af því að koma hing- að — ekki fyrir allt gull veraid- ar.“ Russ stóð kyrr i búðardyrun- um og horfði á eftir henni niður veginn til bústaðanna niðri við ströndina, í kílómetra fjarlægð. Honum skildist æ greinilegar að Nellie Winship var ekki lengur barn. Hún var falleg, ung stúlka, sem var að verða koha og því meira sem hann hugsaði um hana því greinilegri urðu í huga hans endurminningarnar um yndislegar hreyfingar hennar, eggjandi bros og þroskaðan barm. Russ hafði aldrei fyrr hugsað um hana á þennan hátt, en nú spurði hann sjálfan sig hvort það væri hugsanlegt að karlmaður á hans aldri fengi ást á svona ungri stúlku. Hann var því nær fertugur en hún aðeins fimmtán ára, sem þýddi það, að hann væri nógu gamall til þess að vera faðir hennar. Russ dró andann djúpt, skók höfuðið hæg- fara og fór inn aftur. Það voru engir viðskiptavinir um þetta leyti, og þar sem hann var eirðarlaus og einmana fór hann inn í ibúðina og opnaði svefnherbergishurðina. Þegar hann kveikti ljósið sá hann sér til mikillar undrunar, að búið var að búa um rúmið og breiða vendi lega yfir það. Og meira en það — föt þau, sem hann hafði kast- að hirðuleysislega yfir stólbak, var búið að taka upp og hengja inni í glæðaskáp. Og búið var að draga gluggablæjurnar fyrir fyrir gluggann. Glaður og ánægð ur stóð hann langa stund og lit- aðist um. Síðan fór hann út í eldhúsið. Þar var búið að þvo upp diskana og setja þá inn i skáp. „Það var furðulegt að Nellie skyldi hafa gert þetta — og hvers vegna — hvers vegna?“ Allan daginn árdegis furðaði Russ á þvi að hann var alltaf að lita á klukkuna og var jafnframt óþolinmóður yfir því, hvarsut lengi timinn var að líða. Klukkam var orðin nærri 4 þegar Nellie kom, loksins. Russ var að skrifa lista yfir vörur, sem viðskiptavim ur hafði beðið um, þegar Nellie gekk inn í búðina. Hún hafði ; fangið fullt af fögrum engja- blómum, sem hún hafði lesið við veginn á leiðinni frá húsi systur sinnar. „Nei, þarna er Nellie," sagði hann og fann gleðina ylja sér öllum. „Þú kemur einmitt mátu- lega til þess að fá þér kaldaiu svaladrykk. Eg skal nú undir, eins ná í hann.“ Nellie gekk fram hjá honurnr hraðstig, hló dálítið og hristi höfuðið. „Ekki núna, hr. Streeter,“ sagði hún. „Eg ætla að bíða svo- litla stund." Hún gekk bak við búðarborð* ið, opnaði hurðina að íbúðinni og; lokaði henni hratt á eftir sér. Þegar Russ var búinn að af- greiða viðskiptavininn elti hanri hana og opnaði hurðina litið eitt. Gegnum gættina gat hann séð að Nellie var inni í svefnherbergimi og raðaði blóm'unum í krukku, sem hún hafði fundið einhvers staðar. Eftir dálitla stund sté húnf spor aftur á bak, hallaði höfðinu ofurlítið á aðra hliðina, svo á hina hliðina. Því næst 'kinkaðil hún kolli, eins og hún væri á- nægð með það hvernig hún hefði raðað blómunum. Russ lokaði aftur hurðinni og! gekk út á tröppurnar. Þarna stó® hann góða stund og horfði hugs- andi eftir veginum niður á ströndina. En því meira, serrt hann hugsaði, því ruglaðri varð hann. Svo gekk hann aftur inn að innri dyrunum, því hann var forvitinn um það, hvað Nellie hefðist nú að. Þegar hann opnaði dyrnar svo sem tvo þumlunga, sá hann hana sitja í stólnum við gluggann. Hún brosti með sjálfri sér og var að sauma tölu i skyrtu af honum. Rétt hjá henni á borð- inu stóð krukkan með blómun- um. Það leið næstum þvi heil klukkustund áður en Nellie köm aftur fram í búðina. Augu henn- ar tindruðu af gleði. v „Hr. Streeter," sagði hún mjúk mál þegar hún kom fram til hans. „Eg vildi gjarnan fá svala- drykk núna.“ Honum varð undarlega innan- brjósts, það var eins og stæði kökkur i hálsinum á honum og hann kom ekki upp nokkru orði. Hann fékk allt í einu óviðráðan- lega löngun til að taka hana í faðm sér og kyssa hana, en Nellie hvarf frá honum eins og hana grunaði hvað hann hugsaði sér að gera og settist á búðarborðið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.