Vísir - 11.04.1959, Blaðsíða 1
«8. irg.
Laugardaginn 11. apríl 1959
89. tbl.
Nítján ár eru milli þess, að myndirnar hér að ofan voru teknar.
Hún er af brezku borginni Coventry, sem var mjög ilia leikin
í fyrstu stórárás Þjóðverja að næturlagi. Efri myndin er tekin
fáum dögum eftir árásina, en hin mi fyrir skemmstu. Það er
talsverður munur.
Gulhoppur áfti ai
fara á flot í nótt.
Tveimur miiljónum króna bjargað
úr sjávarsandi.
Gulltoppur úr Eyjum hefur kveðið að renna Gulltoppi fram
legið í mjúkum sandi austur á sem svo giftusamlega rann í
50 ölvaðir ökumenn
teknir á fimm mánuðum.
Á sl. árt endurkröfóu tryggingarféSögsn 36
bifstjóra tfm 305 þús. kr. vegna tjóns, se-ss
þsir höfðu valdið s ölæði.
Margir bílstjórar álíta, að tryggingarfélögin bæti
tjón, er orsakast vepa ölvunar viö akstur - en
þeir eru sjálfir ábyrgir.
Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild rannsóknarlög-
reglunnar í Reykjavík hefur blóðrannsókn verið gerð á 120
ölvuðum ökumönnum hér í bæ frá 9. nóvember s.I. til 9. apríl
þ. á. eða á samtals réttum 5 mánuðum. — Við þetta bætast
20—30 ökumenn, sem sannað hefur verið á, að ekið hafi farar-
tækjuin undir áhrifuhm áfengis á þessu tímabili, enda þótt
ekki hafi tekizt að ná blóðsýnishorni af þeim.
Þykkvabæjarfjöru. í gær fóru
ráðamenn Samábyrgðar . ís-
lenzkra fiskiskipa austur á Með-
aliandsfjöru.
Tíminn til að taka skipið á
flot var kl. 8 í gærkveldi, því
þá var háflæði, og að því er
símastúlkan á Þykkvabæjar-
klaustri sagði í gærkveldi, þá
var þar dásemdar vorveður, og
báran hjalaði varla við sand.
Margs konar útbúnaður hefur
verið fluttur þangað austur til
að ná hinu verðmæta skipi, sem
kostaði á þriðju milljón króna.
Meðan verið hefur landburð-
iir af fiski í Eyjum, hefur skip-
stjóri á Gulltoppi skrefað sand-
inn og beðið þess dags, er
skip hans flyti. Það hefur kost-
að stórfé að bíða þess, að
hið verðmæta skip næðist á flot.
Austur hafa verið fluttar á
annað hundrað flugvallarplöt-
ur, sliskjur og annað og
5 gærkveldi mun hafa verið á-
gegn um brimið, sem stýrt væri
af ósýnilegum höndum.
Á árinu sem leið voru 36
ölvaðir bílstjórar í Reykjavík
krafðir um samtals 305 þúsund
krónur í skaðabætur fyrir tjón,
sem þeir höfðu valdið á farar-
tækjum í ölvunarferðum sínum.
Þetta voru endurkröfur vá-
tryggingafélaganna á bótatjóni,
sem ölvaðir ökumenn í Reykja-
vík ollu.
Upplýsingarnar varðandi end-
urkröfur trygginganna eru
fengnar hjá fjórum trygginga-
félögum í Reykjavík, þ. e. Al-
mennum tryggingum, Sam-
vinnutryggingum, Sjóvátrygg-
ingarfélaginu h.f., en þau fjögur
ingarfélagiu h.f., en þau fjögur
félög annast bifreiðatryggingar
í Reykjavík.
Bifreiðatr^'ggingar eru að
sjálfsögðu mjög mismunandi,
margar hjá hinum einstöku fé-
lögum og endurkröfur þar af
leiðandi mismargar.
153 þús. kr.
af 15 mönnum.
Hjá því félgainu, sem hefur
flestar tryggingarnar, var bóta-
Itjón endurkrafið hjá 15 ein-
Frá Homaffirði:
Sá hæsti hefur fengið 450
íestir - það er Gissur.
isi niösinMEn finnst þaÓ ekkert verulegt.
Frá fréttaritara. Vísis.
Homafirði í gœr.
Sennilega hefði þessi vertxð,
sem nú ert liðin að þrem fjórðu
hlutum, orðið ágœt, ef ekki
hefðu verið sífelld frátök í fe-
brúar og marz.
Það má segja um sjó-
mennina hér eins og á Suð-
urnesjum, að fast þeir sækja
sjóinn, en út varð ekki
komizt dögum saman í febrúar
og marz. Þó hefði það ekki þótt
illt í gamla daga að vera kom-
inn með 450 lestir um þetta
leyti vertíðar, en nú vilja menn
miklu meira, svo að piltarnir á
hæstu bátunum telja það lítið,
þótt svo hátt sé komið. Það er
Gissur, sem er búinn að fá
þetta.
Bátarnir sækja vestur að Ing-
ólfshöfða og að Alviðruhömr-
um og koma aftur með 30—40
lestir, sem hefði þótt mikið fyrr
á dögum, en þykir vart nema
rétt í meðallagi nú, þegar menn
vilja mikið, geta mikið og fá
mikið, þegar allar aðstæður eru
góðar.
staklingum, sem ekið höfðu bif-
reiðum undir áfengisáhrifum og
valdið tjóni á árinu sem leið.
Samanlagt námu endurkröfur
þessar 152.900 krónum, að ein-
hverju leyti áætlað. Hjá einum
einstaklingi var hæsta endur-
bótakrafan 50 þúsund krónur.
En við þetta bætist svo hans
eigið tjón, sem nemur um 24
þúsund krónum. Þannig hefur
einn maður valdið 74 þúsund
króna tjóni í ölvunarástandi á
einu augnabliki, sem hann er
gerður ábyrgur fyrir, án þess
að hann hafi gert sér nokkra
grein fyrir því. í flestum til-
fellum álíta bifreiðastjórarnir
Framh. á 5. síðu.
Handtökur í
Uganda.
Enn hefur orðið ókyrrt í
brezkri nýlendu í Afríku, og
að þessu sinni í Uganda.
Nýlendustjórnin þar hefur
bannað samtök, sem höfðu beitt
sér fyrir því,'að viðskiptabann
var sett á brezkar vörur, og um
leið lét hún handtaka nokkra
tugi manna, sem hafa verið for-
ingja þessa félags. Voru hand-
tökurnar framkvæmdar á þeim
forsendum, að menn þessir
hefðu- æst til ofbeldisverka, svo
sjálfsagt hefði verið að taka þá
fasta.
- *
„Kirkjusókn‘!
kommúnista.
Ungverskir kommúnistar eru
smám saman að herða tökin á
kirkjunnar mönnum í landinu.
Blað kaþólskra manna, Kato-
likus Szo, hefur tilkynnt, að dr.
Imre Papp, yfirmaður kaþólska
prestaskólans í Ungverjalndi,
og tveir af kennurum skólans
hafi verið settir af.
Kjördæmamálið:
Samningar náðust
loks í gær.
i'jrsemrttrpið emmm vcs'ðn
íetsgi frcsm í dttfjf.
Eins og almenningi er kunnugt, hafa um nokkurt
skeið staðið yfir umi\æður um breytingu á kjördæmaskip-
uninni til að færa hana í réttlótara horf. Hafa þrír stjórn-
málaflokkanna áít í viðræðum um þetta upp á síðkastið —
það er að segja Sjálfstæðisflokkurinn, Aiþýðuflokkurinn og
Alþýðubándalagið — en Framsóknarflokkurinn er andvígur
öllum breytingum, sem munu hafa aukinn jöfnuð kjósenda
í för með sér, og hefur því hvergi nærri þessum viðræðum
komið. Um miðja síðustu viku gerðu menn ráð fyrir, að
samningar mund þá nást fyrir helgina, en af því varð þó
ekki. Hinsvegar er nú orðið svo áliðið, að nauðsynlegt var
að hraða samningum, og voru því haldnir næturfundir hvað
eftir annað í þessari viku, og síðdegis í gær mun samkomu-
lag hafa náðst að endingu. Hefur þingfundur verið boðaður
í dag, og þá mun frumvarpið um breytinguna á kjördæma-
skipuninni verða Iagt fram. Snemma í næstu vikú mun það
verða rætt við útvarpsumræðu. — Vísir getur ekki skýrt
frá nánari atvikum á þessu stigi málsins, en gerir grein
fyrir frumvarpinu þegar eftir helgina.