Vísir - 30.04.1959, Qupperneq 7
‘Fimmtudaginn 30. apríi 1959
■■ ■■ ■ ■ ■■" 7»
CECIL
ST.
LAURENT: J CfliyAD
ðll l/lSl ÐON JÚANS
*
19
Juan dró andann djúpt og reis á fætur. Það var sem fætur
hans væru úr blýi. Hann mælti við Teresu:
— Af hverju sástu aumur á mér? Eg hélt, að þú hataðir mig?
— Ussu, eg hefi gert þér greiða, það er allt og sumt, — eins og
þegar maður gefur meidaum, þyrstum hesti að drekka. Maður
spyr ekki sjálfan sig af hverju maður gerii’ það. Flýttu þér nú
að söðla hest. Eg bið þig um aðeins eitt: Horfðu ekki á mig!
Hann dró niður söðul, sem hékk á vegg, í söðulhylki fann hann
pístólu og rýting, í hinni vatnspela. Þegar hann var búinn að
söðla hestinn heyrði hann eins og hálfkæft hræðsluóp að baki
sér.
Hann senri sér við. Teresa stóð úti í horni sem mætti hún sig
ekki hræra og hávaxinn maður kom haltrandi eftir hesthúsgólf-
ínu.
Það var Fregos.
— Þið skuluð ekki vera neitt feimin við mig, sagði hann hæðnis-
lega. Svo sneri hann sér að Teresu:
— Eko, litla flagðið, tautaði hann, lostafullu tilliti. Þú ert fjári
vel þroskuð eftir aldri, stelpuskratti. Og þér fór að þykja vænt
um hann eftir að hann batt þig og reif áf þér fötin — og ert
nú komin til að þakka honum fyrir síðast.
Stúlkan titraði, en hún horfði einarðlega á hann.
— Jæja, það verða tveir litlir njósnarar, sem fá að dingla í
galganum, sagði hann glottandi:
— Eg gæti sagt þér hvernig við fórum með krárþernu eina,
telpa litla — hún var frönsk — þú gætir aldrei gert þér í hugar-
Jund, en við tókum dálítið púður og kúlur — og svo hlóðum við
byssurnar------Og nú sneri hann sér að Juan og stakk skamm-
foyssu upp að nasaholum hans:
— Á kné, nú hrópa eg á félagana, og svo skuluð þið bæði fá
þá hegningu, sem þið hafið til unnið. Hvílík skemmtun það skaí
verða!
Juan þuklaði hægri hendi í söðulhylkið sem skammbyssan var í.
Hesturinn var milli hans og Fregosar, nærri ær af hræðslu, frís-
andi og sparkandi. Fregos færði sig allt í einu nær stúlkunni,
greip í flettur hennar og skellti henni í gólfið. Svo sneri hann
sér að Juan og glotti svo að sást á gulan tanngarðinn. Hann
minnti á óargadýr í vígahug.
Juan greip um hnífsskeftlð um leið og Fregos þreif luralegri
hendi fyrir brjóst honum, en við það flettist skyrtan frá brjósti
hans sjálfs. Juan starði andartak á nakinn barm hans og stakk
évo rýtingnum á kaf í brjóst honum, en Fregos hneig niður og
kom aðeins frá honum hryglukennd stuna.
Lömuð horfðu þau á Fregos og svo fór stúlkan að þylja bæn,
og þá færðist ró yfir Juan, svo að hann gat hugsað nokkurn
veginn skýrt. Hann neri hendur sínar eins og hann væri að þvo
sér, greip svo i taumana og leiddi út hestinn, en er hann hafði
gert það kallaði hann á Teresu lágri röddu og brátt birtist hin
hvítklædda mær i dyrunum.
— Eg get ekki skilið þig eftir hérna, Teresa. Á morgun finna
þeir líkið og gera sér grein fyrir, að eg hefi fengið hjálp. -Komdu
með mér. Trúðu mér, er eg segi þér, að eg er af aðalsætt. Þú
hefur aldrei viljað trúa mér. Móðir mín mun annast pig. Eg set
þig á hnakkinn fyrir framan mig og gangi okkur vel verðum við
komin heim ár;gis á morgun.
Fyrst í stað ð Teresa agndofa af hræðslu, en svo kom hún
þrammandi i 'na að hestinum, en er þau komu út á veginn
steig hann r Er hann bjó;:t til að kippa henni svo fáklæddri
sem hún ' r i pp hnakkínr- fyrir framan sig, fann hversu blóðið
streymdi æðar:'ar, og hann varð eldrauður í framan;
og til þess að i:=_- = •/ 'rs:i Si-mava var innanbrjósts, sagði hann:
— Heldv.rðu, a3 þér verði ekki kalt? Það liggur fjárhirðiskápa
t hesthúsinu, A eg að fa.ra eftir henni fyrir þig?
— Eg skal sækja hana sjálf, sagði hún.
Þegar V . r farin. dré Juan.andann djúpt. Veður var dá-
samlegt : : . aðsins dálitilí svali, og stjörnubjartur himinn.
Honum fannst ha:un og náttúran eitt og viðbjóðurinn á öllu,
sem gerst hafoi, gleymdist homim, og óttinn. Og nú var honum
efst í hug, aö hann hafði gengið íram í einvígi gegn sterkum
manni og sigrao hann.
VÍSIB
Nú sá hann Teresu bregðá fyrir við hesthúsiö og brátt var hún
komin til lians. Hann beygði sig niður, rólegri en áður, og kippti
henni upp á hnakkkúluna, hallaði henni svo að sér, og bað lrana
að láta höfuðið hvíla við barm sinn. Og svo reið hann af stað
frá bóndabýlinu, flýði þaðan öðru sinni. Frá því er það gerðist
hafði hann gabbað franskan hershöfðingja, næstum orðið þátt-
takandi í orrustu, og hann hafði banað fjandmanni. Og við
ba'rm hans hvíldi dálitill fangi, sem átti nú allt sitt undir honum
kornið.
En litli fanginn var ekki nærri eins óttasleginn og hann hafði
ætlað. Stúlkan var vön að sitja á hestbaki og hún var þaul-
kunnug á þessum slóðum. Juan hafði hugsað gott til þess, að
láta dálítið mannalega og njóta aödáunar hennar og varð nú
næstum fyrir vonbrigðum yfir ró hennar.
Þau gátu haldið áfram ferð sinni viðstöðulaust og án þess að
verða fyrir nokkru, er raskaði ró þeirra, þar til klukkan 4 um
morguninn, en þá varð Juan að játa, að hann væri svo lúinn
orðinn, að hann yrði að hvílast um stund.
— Þá skulum við fara þennan götutroðning, sem er þarna
fram undan, sagði stúlkan, það er kofi þar, sem enginn býr í.
Þau námu brátt staðar við húsdyr kofa nokkurs með torfþaki,
en allt í kring voru keprusviðir háir. Veggir voru hlaðnir úr
rauðleitum tígulsteini, en yfir dyrum var litil madonnumynd.
Á gólfi var gamall hálmur og daunillur. Og nú bjuggu þau um
sig í einu horninu og hrjúfruðu sig hvort upp að öðru. Þótt Juan
væri þreyttur var vakin sterk þrá hans til stúlkunnar. Þau liöfðu
breitt hirðiskápuna yfir sig. Höfuð mærinnar hvíldi á upp-
Stjórn Æskylýðssam-
r
bands fslands.
Hið nýstofnaða Æskulýðssam
band íslands, sem hefur innan
sinna vébanda nær öll æsku-
Iýðsfélög landsins hefur fengið
stjórn.
Fulltrúaráð .. Æskulýðssam-
bandsins kaus eftirtalda menn
í stjórnina: Axel Jónsson frá í.
S. í. formann, Bjarna Beinteins-
son frá stúdentaráði, ritara;
Björgvin Guðmundsson frá S.
U.J., gjaldkera; Hörð Gunnars-
son frá Bindindisfélagi í skól-
um; Skúla Nordahl frá U.M.F.
I- — Varastjórn skipa: Árelíus
Níelsson frá Fél. ísl. ungtempl-
ara, Arnór Valgeirsson frá S.U.j
F. og Eystein Þorvaldsson frá
Æskulýðsfylkingunni.
Jámsmiðir
mótmæla.
28. apríl, fóru fram umræður
í Félagi járniðnaðarmanna um
kaup- og kjarasamninga félags-
ins við vinnuveitendur. Að þeim
umræðum Ioknmn voru eftirfar
andi ályktanir samþykktar
1. Fundur í Félagi járniðnað-
armanna, haldinn þriðjudaginn
28. apríl 1959, samþykkir að
segja ekki upp kjarasamning-
um félagsins við vinnuveitend-
ur að þessu sinni. En um Ieið
vill fundurinn minna á fyrri
mótmæli Félags járniðnaðar-
manna gegn því að löggjafar-
valdið sé notað til að ógilda
kjaraákvæði í samningum, sem
verkalýðssamtökin hafa gert við
vinnuveitendur samkvæmt lög-
helguðum rétti.
2. Fundur í Félagi járniðnað-
armanna, haldinn þriðjudaginn
28. apríl 1959, mótmælir harð-
lega framkvæmd stjórnarvald-
anna á lögum um niðurfærslu
verðlags- og launa, og sérstak-
lega því, að ýmsar lífsnauðsynj-
ar skuli vera látnar hækka í
verði á sama tíma og kaup laun-
þega hefur verið rýrt.
Fréttatilkynning frá
Fél. járniðnaðarmanna.
Byggingarbjónustuna
séttu á 4. þús. manns
í s.1. viku.
Byggingaþjónusía Arkitekta-
félags íslands, sem opnuð var
fyrra laugardag, hefur verið
mjög mikið sótt og mælzt vel
fyrir. í vikunni sem leið, komu
liátt á 4. þúsund gesta.
Eins og áður er getið, eru
þarna veittar ókeypis upplýs-
ingar um flest er lýtur að bygg-
ingurn húsa, og má búast við
geysilegri aðsókn nú þegar vor-
ið er komið og hundruð manna
fara að snúa sér að því að
byggja yfir sig og sína.
Byggingarþjónustan er opin
alla virka daga kl. 13—18, nema
laugardaga kl. 10—12. Auk þes
er opið eitt kvöld í viku, mið-
vikudagskvöld, til kl. 20, og
ætlunin er áður en Iangt um
líður að hafa opið fleiri kvöld.
Þjónustan er til húsa að Lauga-
vegi 18, efri hæð.#
henni yrðu sem hægust lreima-.
tökin. Núverandi stjórn er skip*
uð Borgfirðingum og verðun
mótið því að þessu sinni haldið
í Borgarnesi og hefst kl. 15 á
laugardag 9. maí. Mótið verður.
haldið í hinum vistlegu húsa-
kynnum Hótel Borgarnes og:
verður þátttakendum séð þar;
fyrir gistingu.
Gestir félagsins verða acS
þessu sinni dr. Jóhannes Nordal
hagfræðingur og frú hans. Verð-
ur dr. Jóhannes frummælandi á
umræðufundi mótsins. Á laug-
ardagskvöldið verður skemmt-
un, sem hefst með borðhaldi.
Þar verða ýmis skemmtiatriði.
Ragnar Jóhannesson cand. mag.,
fyrsti formaður félagsins, flyt-
ur ræðu, Alfreð Einarsson og
Þorvaldur Þorvaldsson syngja
glunta og Karl Guðmundsson.
leikari skemmtir. Síðan verðui’
dansað.
Á sunnudag verður fundar-
störfum framhaldið. Þá fara
fram aðaifundarstörf og síðan
lýkur mótinu með guðsþjónustu
í hinni nývígðu kirkju Borgar-
ness.
Núverandi stjórn Stúdentafé-
lag's Miðvesturlands, sem séð
hefur um undirbúning þessa
móts, skipa sr. Leó Júlíusson,
Borg, formaður, Þórður Odds-
son héraðslæknir, Kleppjárns-
reykjum, gjaldkeri, Snorri Þor-
steinsson kennari, Bifröst, rit-
ari, sr. Guðmundur Sveinsson
skólastjóri, Bifröst og frú Anna
Bjárnadóttir, Reykholti, með-
stjórnendur. Væntir stjórnin
þess, að stúdentar af félagssvæð
inu fjölmenni og heitir sérstak-
lega á yngri stúdenta að slást í
hópinn.
KVÖLBVÖKUNNI
- .... 2 .!
Stúdentamót í Borgarnesi.
Þar hittast stódentar á MiÓ-vesturíandi.
Fyrir sex árurn komu stúd-
entar á Miðvesturlandi, þ. e. a.
úr Borgarfjarðar-, Mýra-, Snæ-
fellsness- og Balasýslum sam-
an til fundar í Borgarnesi og
stofnuðu Stúdentafélag Mið-
vcsturlands.
Síðán hefur þetta félag hald-
ið reglulega stúdentamót ár
hvert. Þessi mót hafa þjónað(
tvíþættum tilgangi. Annars veg
ar verið vettvangur umræðna
um þau mál, sem efst hafa verið
á baugi með þjóðinni hverju
sinni eða snerta sérstaklega
starf einstakra stétta innan fé-
lagsins. Hefur félagið oft feng-
ið kunna fraeðimenn til þéss að
reifa málin. Meðal mála, sem
rædd hafa verið, má nefna:
kirkjumál, skólamál, sjúkrahús-
mál, handritamálið, menningar-
mál dreifbýlisins o. fl.
Hinn megintilgangur þessara
móta hefur verið sá að skapa
kynningu meðal félagsmanna
og veita þeim tækifæri til að
rifja upp í hópi félaga minning-
arnar um „stúdentsárin æsku-
glöð“.
Venjan hefur verið sú, að
mótin hafa verið haldin til skipt
is í hinum ýmsu hlutum félags-
svæðisins, og hefur stjórn fé-
lagsins flutzt til í saihræmi við
það með það fyrir augum, að
— Finnst þér hann ekki við-
kunnanlegur, mamma?
•— Osei-sei-nei. Hann minnir
mig á hann pabba þinn í gamla
daga.
★
— Eg elska þig, hvíslaði hann
í 19. sinn. — Talaðu! Svaraðu
mér?
— Eg. — Ó, Tom. Þetta er
svo óvænt, svaraði hún og
roðnaði.
— Ó, elskan mín góða, viltu
verða konan mín? Á eg kann-
ske að spyrja hana móður þína
fyrst?
— Nei, nei, stundi hún. —
Mamma er ung ekkja. Eg vil
sjálf eiga þig.
'k
Hann: — Hvers vegna þykir
konum vænna um fegurð sína
en gáfur?
Hún: — Af því að maðurinn
er sjaldnast blindur þótt hann
sé nautheimskur.
Hún er að skrifa syni þeirra,
sem er nýtrúlofaður. — Elsku
drengurinn minn! Hvílík gleði-
fregn! Við faðir þinn erum í
sjöunda himni! Það hefir lengi
verið heitasta ósk okkar að þú
eignaðist góða konu. Góð kona
er bezta eign hvers manns. Hún
eykur það góða, sem með hon-
um býr og upprætir það vonda.
------Bréfinu lauk með eftir-
skrift með annarri hendi: —
Mamma þín skrapp eftir frí-
merkl Forðastu kvenfólkið,.
fíflið þitt!