Vísir - 23.05.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 23.05.1959, Blaðsíða 4
4 VlSlB - • .' • TÍSIR DAGBLAÐ Útgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ. yíiir kemur út 300 daga á árl, ýmiat 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjórl og ábyrgðannaður: Hersteinu Pálsaon. Skrifstofur blaðsins' eru í IngólfsstrSeti 3. Ritatjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,80—18,00 Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19.00. Síxni: (11660 (fimm línur) VLsir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. ^élaesDrentsmiðian hJ Fornhelgin fengin frá Dönum. Ungur lögfræðingur, sem gerzt hefir handgenginn Fram- ; sóknarflokknum, hefir verið j sendur fram á ritvöllinn til j þess að færa sönnur á forn- j helgi kjördæmanna. Hefir J hann skrifað all-langa greip, l sem birtist í Tímanum nú í J vikunni, og þar kemur hann ! að efninu þegar í fyrirsögn- ! inni, því að hún er á þessa j leið: ,,Yfirlit um kjördæma- ) skipunina 1843—1959.“ Þessi j þungamiðja málflutnings ] Framsóknarflokksins nær I því ekki lengra en til árs- I ins 1843 — og á þessari I rúrnu öld á margumtöluð I ,,for%helgi“ kjördæmanna að vera til orðin. Hætt er við, að ýmsum dygg- um framsóknarmönnum bregði dálítið í brún, þegar þeir fara að lesa um þessa „íornöld“, sem verður þó ekki rakin nema rúmlega 100 ár aftur í tímann. 1 Mönnum hafði verið ætlað ! áð skilja, að það hefðú verið .] sjálfir feður þjóðarinnar, ) sem áttu hugmyndina að j kjördæmunum eða stofnuðu þau — eða hvað táknar ,,forn“ á 'máii Framsóknar- flokksins? Svo kemur allt í einu sprenglærður lögfræð- ingur og tilkynnir, að það hafi raunar verið danska ,,mamma“, sem ákvað og gaf út í marzmánuði 1843 til- , skipun, þar sem takmörk kjördæmanna voru ákveðin, Grein þessa unga manns hefir vafalaust átt að vera mikil- vægt innlegg í umræður um kjördæmamálið, og verð- ur það, þótt ■ á annan veg verði en höfundurinn og vinir hans ætla. Honum hef- ir nefnilega tekizt að slá mikilvægt vopn úr höndum samherja sinna, þar sem hann hefir upplýst og það mjög rækilega, að kjör- dæmaskipunin er uppfundin úti í Danmörku og „forn- helgin“ þvi engan veginn eins og látið hefir verið í veðri vaka. Andstæðingar ! Framsóknarflokksins hljóta að þakka þessa liðveizlu lögfræðingsins og Timans. Hún verður vafalaust mikils virði. KIRKJA OG TRUMAL: Ávextir andans. Nýja testamentið lifir og hrærist í anda hvítasunnunnar. En þegar það talar um máttar- verk Guðs anda, þá er áherzlan alls ekki á neinum kynjum, hvorki tungutali né eldlegum tungum. „Ávöxtur andans er kærleiki, gleði, friður, lang- lyndi, gæzka, góðvild, trú- mennska, hógværð bindindi“ (Gal. 5,22). Sjónar- og heyrnárvottar undranna hinn fyrsta hvíta- sunnudag urðu forviðá, segir Postulasagan, og spurðu: Hvað getur þetta verið? En aðrir höfðu að spotti. Hið dularfulla, yfirnáttúr- lega, vekur í sjálfu sér aðeins furðú, ef til vill forvitni, ef til vill spott. Þótt þú heyrðir gný af himni eins og aðdynjanda sterkviðris eða yrðir annars var, sem vekti þér undrun og væri einstætt, þá væri litið fengið með því út af fyrir sig. Það yrði að fá sína túlkun. Guðs andi talar blátt áfram, í ljósum vitnisburði um hjálpina, sem þú átt í Kristi. Hann túlkar það, sem Kristur er og á að vera þér. Hans er- indi við þig er, að Kristur megi fyrir trúna búa í hjarta þínu, að þú verðir rótfestur og grundvallaður i kærleika hans, að þú komist að raun um kær- leika Krists, sem yfirgnæfir þekkinguna og náir að fyllast allri Guðs fyllingu (Ef. 3,16— 19). Andinn gefur Krist og þar með Guð, skapar lífseiningu við hann, vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs böni (Róm. 8,Í6). Þetta er til marks um áhrif Guðs anda á þig: Hverju sinni sem Jesús Krist- ' ur verður miklaður í vitund þinni og þú færð þó(t ekki væri nema hugboð um, að hann sé sá Drottinn, sém þú átt að lúta, að hann sé friður hjarta þíns, líf sálar þinnar, þá er það gjöf Guðs anda. Hvenær sem þú finnur, að þú átt að lesa bænirnar þínar, hve- nær, sem þér verður hugsað til Guðs í bæn, þá er andi Guðs að vitja þin. Sé húslestrarbók, Biblían, Passíusálmar í notkun á heim- ili þínu, þá er það vegna þess, að Guðs góði andi spyrnir gegn broddum tíðarandans, en sá andi, tíðarandinn, hefur ekki nein fyrirheit, hvorki handa þér né börnum þínum. Sama máli gegnir, þegar klukkur kalla á drottinsdögum og þú finnur, að þú ættir ekki að afrækja messuna á sóknar- kirkju þinni. Og um afstöðuna til annarra manna, innan heimsilis þíns og utan, segir Guðs orð: „Hrygg- ið ekki Guðs heillaga anda, sem þér voruð innsiglaðir með“ (í skírninni Ef. 4,30). Síðan er á það bent, sem er Guðs anda til hryggðar, og hvað það er, sem gleður hann: „Látið hvers kon- ar beizkju, afsa, reiði, hávaða, og lastmæli vera fjarlægt yður og alla mannvonzku yfirleitt, en verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og líka Guð hefur í Kristi fyrir- gefið yður. Verðið því eftir- breytendur Guðs svo sem elsk- uð börn hans og ástundið í bréytni yðar kærleika, að sínu leyti eins og Kristur elskaði yð- ur og lagði sjálfan sig í sölurn- ar fyrir yður.“ Niðurstöðurnar. Körfuknáttleikur: Greinarhöfundur kemst og að : þeirri stórmerku niðurstöðu, j að aldrei hafi kjördæmi :i' verið lagt niður, enginn lát- j ið sér slíkt til hugar koma. Þingmönnum hafi verið bætt við, þegar þurfa þótti, en aldrei komið til greina það gerræði að svipta nokkurt i kjördæmi þeim manni, sem það hefir haft á þingi. En greinarhöfundur leiðir hjá , sér þá staðreynd, að um # fólksflutninga var ekki að j ræða hér á landi á undan- , gengnum mannsöldrum í líkingu við það, sem orðið hefir síðustu 15 árin. Þess vegna eru þessi „rök“ hins unga manns harla léttvæg, og hann veit vafalaust, að hann segir ekki söguna alla, þegar hann skrifar þannig um þetta mál. Samkvæmt kenningum Fram- sóknarflokksins á að berj- ast fyrir „fornhelgi“ ein- hvers kjördæmis, ef hann hefir. möguleika á að fá þar mann kjörinn. Þá skal þar við engu hróflað, og ekki skal heldur hróflað við „fornhelgi" kjördæmis, sem hefir einn þingmann fyrir tvítugfaldan kjósendafjölda — ef vonlaust er, að Fram- sóknarflokkurinn fái þar mann kjörinn. DAi\ÍR SK.m iH ÍSI IMI- L\f.A MEÐ 40:33 Frá fréttaritara Vísis. — Khöfn í fyrradag. Landsliðið lék í dag við Dan- merkurmeistara. Fóru þannig (leikar eftir hörku viðureign, að jDani rsigruðu, þó að Islending- arnir leiddu framan af. Vöfn Dana var harðari en við reum vanir, og sókn okkar i bilaði, er líða tók á fyrri hálf- ^leik. Ungverji úr landsliði Ung- j verjalands lék með danska lið- inu, einnig sjö danskir lands- liðsmenn. Þetta lið var sterkara en landsliðið. Leiknum lauk jmeð 40: 33 fyrir Dani Stig- hæstir voru Ingi Þorsteinsson |með 7 stig og Þórir Arinbjarnar með 5. Alls skorað 141 gegn 111. Stighæstir yfir heildina. Ólafur með 23, Birgir 23, Jón 22, Ingi 21 stig. Sendiherra íslands hefir boð inni á föstudag fyrir íslenzku leikmennina, sem koma heim á laugardag, Ekki von á Þessi ungi lögfræðingur hefir bersýnilega lært fræðin vel. j Það sýnir grein hans um kjördæmin í alla staði. En ' honum gleymist aðeins þetta — að það er til fleira en það eitt, sem hann vill láta menn lesa, og það er hægt að benda kjósendum á það. Þess vegna fer líka svo í sumar, að ranglætið verður að lúta í lægra haldi. Það er leitt til þess að vita, að ungir menn skuli fást til að berjast fyrir mannréttinda- , sviptingu. Það hefir jafnan gó5u. verið aðal ungra manna, að þeir berjast fyrir réttlæti. En við góðu var ekki að bú- ast hjá þessum unga fram- sóknarmanni eftir það, sem hann hafði skrifað á sl. ári. Þá skrifaði hann eina grein í Tímann og uppistaðan var sú, að Framsóknarflokkur- inn væri eini flokkurinn, sem temdi sér ekki lýð- skrum. Er haft fyrir satt, að formaður flokksins hafi orðið litverpur, er hann las þessi ummæli. Honum fund- ust þau sneið til sín. Athugasemd. Vegna greinar í Vísi í fyrra- dag um knattspyrnukappleik í Keflavík óska ég undirritaður að taka fram eftirfarandi: Frásögn af umræddum at- burði er ekki rétt, er hún mjög ýkt og orðum aukin og í sum- um tilfellum er algerlega hall- að réttu máli. Hafsteinn Guðmundsson, form. íþróttabandal. Keflav. Ath. Vísir hafði frásögn sína eftir tveimur sjónarvottum. sem það hefur ekki síður ástæðu til að taka trúanlega en ofanritaðan. Öryggisráðstaf- anir við höfnina. Á fundi hafnarstjórnar 5. þ. m. skýrði hafnarstjóri frá ör- yggisráðstöfunum, sem verið er að gera við höfnina, og hafa verið gerðar þegar. Þar á meðal eru fastir stigar undir bátabryggjum og' grip- keðjur á þær, lausa stiga ofan við og fasta stiga á skáhleðslur. Þá skýrði hann frá undirbún- ingi að aukinni símaþjónustu við höfnina og aukna löggæzlu. Var á það lögð áherzla á fund- inum að lögregluvarzla yrði aukin svo fljótt, sem auðið er. Laugardaginn 23. maí 1938) Eru Bretar einlr sekir? Vestfirzkur sjömaður skrifar: „Vísir hefur blaða bezt flutt greinar um landhelgina og henn- ar mál. Eg ætla því ekki að skrifa um hana i þeirri mynd, én benda á eftirfarandi: Vorið 1944 kom á markaðinn bók eftir brezka fræðimanninn E. S. Russell, O. B. E., D. Sc., F. L. S., forstjóra fiskirannsókn- anna í fiskimálaráðuneyti Bret- lands, í þýðingu fræðimannsins Árna Friðrikssonar. Arðrán fiskimiðanna. Nafn þessarar bókar er: Arð- rán fiskimiðanna. — Of langt mál yrði að taka kafla eða grein- ar úr þessari bók, en hana ættu sem flestir að lesa, og hún er skrifuð og þýdd af tveim af kunn ustu fræðimönnum á þessu sviði. Tilgangur bókarinnar er í stuttu máli, að veiðar á hrygn- ingarstöðvum séu háskalegasta arðránið. „Hvað segja Bretar um það?“ Þetta er ósköp skiljaniegt. Þegar botnvarpa er dregin yfir botninn losnar alls konar gróð- ur, sem er hæli ungviðsins (botn- fasta svifsins). Hæli og' tún. Þessi gróður er líka hæli og tún aragrúa mun smærri d>Ta, sem seiðin lifa á, fyrsta aldurs- skeið sitt. Sé þessi gróður ékki fyrir hendi versnar öll lifsaf- koma einstaklinganria og stofn- inn rýrnar. Þótt mikið verði um dauðan fisk úr netum o. s. frv. er mjög sennilegt, að þeir skemmi ékki fyrir, heldur hjálpi til við grúnn- uppbyggingu seiðanna. Þetta á þó ekki við, þar sem fiskur er að mestu leyti staðfiskur (kol- inn). Þar eru einstaklingarnir orðnir svo margir, að fæðan fer að mestu í að halda í þeim lif- inu, en ekki til að auka þunga þeirra. Jafnvel er öðrum seiðum (þorskseiðum) orðin stórhætta af þeim, vegna friðunar kolans. Það hjálpar þó npkkuð, að þorsk- ur hrygnir svifdýrum. Milljónu- fyrir skemmdan fisk. Hitt er svo annað mál, að við notum of mikið af netum. 90 net í sjó ætti að vera hámark. Þær eru orðnar margar milljónirnar, sem við höfum þurft að borga fyrir skemmdan fisk. Höfum við efni á þvi. Sé svo ei verður að takmarka net í sjó, það er eina' leiðin. Leyfa dragvörpu á bátum t. d. upp að 40 R. T. 3—4 mánuði í staðinn fyrir að ala kolann fyr- ir Bretann. Banna allar togveið- ar minni og stærri togaranna fyrir innan 12 mílna mörkin all- an ársins hring.“ — meira en skrif og skraf. Hinn vestfirzki sjómaður vill, að meira sé gert en „skrifa og skrafa“ og bætir við: „Reka alla Breta úr landi strax. Sendiherrann líka. Gefa Bandarikjamönnum þrjátíu daga frest til að skoða afstöðu sina gagnvart ofriki Breta gegn ís- lendingum. Að öðrum kosti telji Islendinga sig ekki verndaða af þeim, heldur hernumda. Sé þetta gert sjá þessir vopnabræður að hér' fylgir meira en skrif og skraf í máli þessu. íslendingar, allir fram, fram til sigurs, bræð- ur og systur, þar til landgrunnið er okkar allt. — Vestfirzkur sjó- maður.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.