Vísir - 29.05.1959, Síða 3

Vísir - 29.05.1959, Síða 3
Föstudaginn 29. maí 1959 V ÍSIK 3 FRAMFARIR OG TÆKNI ♦ MtiiiöíiríkfiaBnemn eru aö smíöa einteinung. Mönnunum liggur mikið á. Verið er að gera tilraunir með smíði þrýstiloftsknúinnar járn- brautarlestar, sem fara skal með hraða ljóssins. Þær til- raunir fara fram í Japan og er skýrt frá þeim á öðrum stað á síðunni. Bretar og Bandaríkjamenn eru að smíða „sjódisk", eins- konar fljúgandi disk, sem á að þjóta nokkur íet yfir hafflet- inum með ofsahraða, svo að allar samgöngur á sjó ger- breytist. Hraði, hraði og meiri hraði, bæði á sjó og landi. En Bandaríkjamenn geta ekki beðið eftir því að Japan- inn fullgeri sína lest. Á Þýzka- landi hafa verið byggðar járn- brautarlestir, sem fara eftir ^ einum tein í stað tveim, eins og við þekkjum þær. Það eru hinar svokölluðu „mono rail“.! Nú hyggjast Bandaríkja- menn byggja einn slíkan „ein- teining“ og er það Lockheed Aircraft Co., sem annast fram- kværhdirnar. Brautin á að vera um mílu löng og liggja írá miðborginni í Seattle út á svæði það, sem verið er að undirbúa undir ald- arafmælissýningu (heims- sýningu), sem þarna á að fara fram í maí 1961. Kostnaður við byggingu brautarinnar er áætlaður 5 milljónir dollara. Þetta verða fjórar brautir og auðvitað til- heyrandi brautarstöðvar. Brautin á að vera tilbúin til notkunar í nóvember 1960, eða sex mánuðum áður en sýningin hefst. Með hverri lest eiga að geta farið 96 farþegar og fara leið- ina á 96 sekúndum. Mesti hraði verður 60 mílur (96 km) á klst. Þegar lestin fer af stað, mun farþegunum finnast sem væru þeir að fara á loft í flugvél, enda eykur lestin hraðann upp í 60 mílur á 15 sekúndum. Þeg- ar hún staðnæmist, verður það líkt og að lenda í flugvél. Lest- in stanzar sjálfkrafa og dyrnar oþnast einnig sjálfkrafa. Far- þégarnir verða þó að fara út úr lestinni á eigin fótum. Kol eru til margra hluta nytsamleg. Úr þeim má fá ýmísiegt fleira en hita. Venjulegur lcolamoli er ann- að og meira en gott eldsneyti. Hann er hráefni, sem nota má í margskonar framleiðslu. Þjóðverjar hafa jafnvel gert smjör úr kolum. Það var á styrjaldarárunum. Vísindamað- ur einn spáði því nýlega að innan skamms mundu kol verða notuð til átu — búin til úr þeim gervifæða. Lyf eru framleidd úr kolum, þar á meðal hið kunna asperín. Þá eru grammófónsplötur gerðar úr kolum, hláturgas er unnið úr þeim svo og flest bragðefnin, sem notuð eru í rjóma- eða mjólkurís. Ilmvötn eru unnin úr kolum, málning, gervigúm, sakkarín og nagla- lakk svo að nokkuð sé nefnt. Þó er þetta aðeins fátt af því sem telja mætti, því áætlað er að allt að 200 þúsund efni eða efnasambönd séu búin til úr kolum. Kolin, sem geyma bundna sólarorku, eru ótæmandi upp- spretta efnis og afls og á það eftir að koma betur í ljós, þeg- ar við þurfum ekki lengur að neyðast til þess að brenna þeim einungis til þess að fullnægja þörfum okkar fyrir hita. Ef kol eru hituð upp í mik- inn hita í ofni, þar sem loft kemst ekki að, verða þau að föstu efni, koksi, sem er mjög Rafmagnsbíll! Amsrican Motors hafa nýlega tilkynnt að rannsóknardeild þess sé vel á veg komin með að smíða rafknúinn bíl. Telja forsvarsmenn þessarar bíla- smiðjur, að það mundi þýða hreina byltingu í bílasmíði, ef þeim tækist að fullkomna hinn rafknúna bíl, eins og þeir gera sér vonir um að þeirn muni takast á nokkrum árum. Hingað til hefur það verið rafhlöðuvandamálið, sem ekki hefur tekist að leysa, en raf- hlöður eru þungar, dýrar og endingarlitlar og aflið endist í mesta lagi til 160 km aksturs. Hleðsla tekur auk þess langan tíma. Lausn American Motors er m. a. í því fólgin að byggja litla, ódýra og hentuga raf- magnsaflvél, sem knúin yrði með lítilli, afkastamikilli vél. Samvinna hefur tekist á milli American Motors og Sono- tone Corporation, um lausn þessa vandamáls, en það var Sonotone Corp. sem fyrst tókst að búa til n:ckel-cadium raf- geyma eins og þá, sem nú eru notaðir í eldflaugum og þrýsti- loftsflugvélum. Þessir raf- geymar eru léttari og minni en jafn aflmiklir rafgeymar af gömlu gerðinni. Þá má hlaða gleyma þessa á miklu styttri tíma en hina gömlu. En eins og áður segir, mun það taka nokkur ár að leysa allan vandann. iiskiriu fijiigandi kom inn nibur i sjóinn. Bref&y eru ©5 sö^n eð reytia að smuða 99sjódisk66. Iíafið er mikið kapphlaup milli Breta og Bandaríkja- verður í Southampton, ef Bret- ar vinna kapphlaupið og til manna um það, hvor þeirra þess benda allar líkur. verði fyrri til að smíða „sjó- disk“. Þegar sjó-diskurinn kemur til sögunnar verður bylting í skipasiglingum á út- höfunum, segja þeir, sem fást við smíði þeirra. Sjódiskurinn svífur nokkr- um fetum yfir sjávai’fletinum og í nægta mánuði mun fyrsta reynsluförin fara fram. Það Kapphlaupið milli Breta og Bandaríkjamanna er fyrst og fremst í því fólgið að verða fyrri til að tryggja sér einka- leyfin á smíðinni. Sjódiskurinn er í laginu eins og gúmbjörgunarbátur, en of- antil á honum, nokkru fyrir aftan miðju, er loftinntak, og Frh. á bls. 10. Drykkjarvatn úr sjo. kolefnisríkt og er nauðsynlegt við stálframleiðslu. En gasið er ekki síður verðmætt. Á síðustu árum hafa verið reistar verk- smiðjur, sem vinna efni úr gas- inu. Koksið er því úrgangsefni þótt það sé svona verðmætt. Eitt af efnum þeim, sem unnin eru úr kolum er kol- I tjaran. Enskur efnafræðingur fann aðferð til þess að vinna lit úr koltjörunni, þessu kol-1 svarta efni. Það var árið 1856.: : Þetta var upphaf hinna miklu | ' efnaverksmiðja. | Úr koltjöru má gera ótal mörg efni, þar á meðal hin beztu ilmvötn. Einu sinni þurfti' 25 smálestir af fjólum til þess að fá um 30 grömm af ilmolíu. Nú hefur tekist að tvöfalda þessa framleiðslu. Úr koltjör- unni er líka búið til DDT — skordýraeitrið, margskonar lyf, framköllunarvökvi á ljós- |myndafilmur, kælivökvi, slitlag á götur og vegi, hreinsunarefni og' sóttvarnarefni. Úr kolagasi má gera ótal efnasambönd svo sem þjál (plastikefni) svipuð nælon og ýms teygjanleg' efni. Þegar bú- ið er að skilja flest þau efni úr kolunum, sem gagnleg eru í efnaiðnaðinum, má brenna af- ganginum, enda er hann þrátt fyrir meðferðina, enn hið bezta eldsneyti. Járnbrautarlest, sem á að ná hraða hljóðsins. Hún er hugmynd japansks verkfræðín^s. Tokyo í maí (UPI). — Jap- anskur verkfræðingur hefur skýrt frá því, að hann sé að undirbúa smíði á járnbrautar- lest, sem fara á með hraða hljóðsins. Ekki á lest þess að renna á teinum eins og venjulegar járnbrautarlestir. Verður hún látin fara eftir kúlubrautum. Ef Japananum tekst að koma fyrirætlunum sínum í fram- kvæmd mundi það gerbreyta öllum samgöngum á landi. Menn velta því fyrir sér, hvernig Japaninn hugsar sér j að leysa það vandamál að láta' lestina taka beygjur, en sjálfur! hefur hann ekkert látið uppi um það. Þá er annað vandamál sennilega óleyst, en það er, hvernig honum tekst að deyfa hljóðið, því lestin verður knú- in þrýstiloftshreyflum, en þeir gera mikinn hávaða, sem get-1 ur valdið truflunum og jafn- vel skemmdum á þeim stöðum, sem farartæki fer um. Japaninn reyndi líkan, sem hann hefur gert af lestinni ný- lega og þótti vel takast. Líkan- ið var blýantslaga plexigler- lest, 36 feta löng og 10 þuml- ungar í þvermál. Var það látið fara um 200 metra vegalengd, knúið eldflaugarhreyfli og náði 25 mílna hraða á klst. Hann hyggst byggja 700 feta langa lest, 16 fct í þvermál, er knúin verði fjórum þrýstilofts- hreyflum, er hver geti gefið einnar smálestar þrýsting. Hún ætti að geta flutt 1000 farþega og renna eftir brautum, sem hún væri tengd við að ofan og neðan, á kúlum, sem snerust 70 sinnum á mínútu. Slík lest ætti að ná 750 km. meðalhraða, en mesti hraði mundi nálgast hraða hljóðsins. Hún ætti að geta farið á milli Osaka og Tokyo á hálftíma, en það er 560 km. vegalengd. Hraðskreið- asta lestin, sem nú er i förum á milli þessara borga fer vega- lengdina á sjö tímum, en bráð- lega mun þó verða tekin í notkun enn hraðskreiðari lest, sem á að fara milli borganna á þremur tímum, að því er stjórn japönsku ríkisjárnbrautanna segir. Nú er lokið smíði stærstu stöðvar, sem byggð hefur ver- ið til að vinna ferskt vatn úr sjó. Stöð þessi var reist á eynni Aruba, sem er hollenzk eign og liggur skaanmt undan Vene- zuelaströndum. ► Byggingarkostnaðurinn með öllum vélum nam 11 milljón- um dollara og er stöðin byggð af Singmaster and Breyer í New York og er fyrsta stöð sinnar tegundar, en það, sem sérstaklega er merkilegt við hana er, að hún framleiðir einnig rafmagn Vegna þess að hér er sam- einað að vinna ferskt vatn úr sjó og framleiða samtímis raf- magn, verður framleiðslukostn aðurinn minni en ella. Áætlað er að það muni kosta 1.75 dollara að framleiða um 4000 lítra af vatni og sennilega verður þetta þó ódýrara. Búist er við að kostnaðurinn geti lækkað enn, og verði sennilega um dollar fyrir hverja 4000 lítra. Þar við bætist auðvitað dreifingarkostnaður til neyt- enda eða iðnfyrirtækja. Unnir verða 10 milljónir lítra vatns á dag og á stöðin að geta fullnægt óllum vatnþörf- um 55 þús. manna byggðar sem er á eynni, en auk þess hinum geysimiklu þörfum olíuhreins- unarstöðvar einnar sem þar er. Það vatn, sem ekki notast jafn- óðum verður notað til áveitu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.