Vísir - 12.06.1959, Blaðsíða 6
6
Vf SIR
Föstudaginn 12. júní 195.9
mn
D A (j B L 4 ö
Útgefandi: BLAÐAtjTGAFAN VlSiB HJF'
Tísir kemur út 200 daga á ári, ýmlst 8 eöa 12 blaðsiöur.
Eitstjón og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálssoa-
Skríistofur blaðsms eru í Ingólisstrsati h.
■Bltstjórnarskritstofur blaðsins eru opnar f.ra kl. 8.00—18,00
i.\ðrax skrifstofur frá kl. 9,00—18,00
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. opin frá kl. 9,00—10,00
Simi: (11660 (fimm línur)
Visír kostar kr 25.00 í áskriít á ménufli.
k) 2.00 eintakið í iausasölu
t’é!aesnreritsmjðian h.f
HerútgjöEd Rússa sexfalt meiri
en Itaía á mann.
Ítalíustjórn svarar áróðri kommúnista
Lágt er nú
Það var löngum viðkvæði
manna til forna, að þeir
vildu heldur falla með sæmd
1 en lifa við smán. Slíka karl-
mennsku er auðvelt að
skilja, enda þótt mörgum
muni þj'kja hún heimsku-
leg. Þess eru líka mýmörg.
dæmi, að menn hafi kosið
síðari kostinn, að halda líf-
inu, þótt smánin væri mikil
af að berjast ekki og falla
eins og hetja. Og dæmin um
þetta gerast enn í dag, því
að almenningur hefir þetta
einmitt fyrir augunum þessa
dagana, þegar Framsóknar-
flokkurinn berst hvað hat-
rammlegast fyrir því, að
þúsundir landsmanna sé
sviftar frumstæðustu rétt-
indum.
Sennilega mundi aldrei vera á
Kjördæmablaðið svonefnda
minnzt, ef þeir, sem að því
standa, hefðu ekki gert sig
seka um fáheyrt athæfi.
Þeir standa nefnilega af-
hjúpaðir frammi fyrir alþjóð
fyrir að stela ummælum,
sem þeir hafa birt í þessum
snepli sínum. Þegar þeir eru
í þvílíkum vandræðum, að
þeir geta ekki komið blað-
inu út með heiðarlega
fengnu efni, gera þeir sér
lítið fyrir og stela ummælum
sér til stuðnings. Slíkt er
aldrei sönnun fyrir góðum
málstað, heldur mjög léleg-
um. Það er Framsóknar-
mönnum líkt að fara þannig
að í vandræðum sínum.
Heimspekingar hafa jafnan
verið taldir menn sannleik-
ans. Ritstjóri Kjördæma-
blaðsins hefir viljað telja sig
heimspeking, en hann er
einn af fáum, sem gerzt hafa
menn ósannmda og falsana.
Með þessu hefir hann fyrir-
gert æru sinni, og kann þó
margur að segja, að farið
hafi fé betra, en einnig má
segja, að þannig fari jafnan
fyrir þeim, sem treysta því,
að þeim haldist uppi að
svíkja og falsa. Hefir sjaldan
verið lolið lægra í „hugsjóna
baráttu“, en fáum kemur það
á óvart, þegar „hinn góði
málstaður“ Framsóknar-
flokksins er annars vegar.
ítalska stjórnin hefur birt
; athyglisverða skýrslu um hern-
I aðarútgjöld bjóðanna og er hún
| svar við áróðursstaðhæfingu
1 kommúnista, að á Ítalíu sé var-
! ið meira fé til hernaðarlegra
landvarna en í nokkru öðru
landi.
Þsssum staðhæfingum er
gersamlega kollvarpað með
áreiðanlegum upplýsingum um,
að í Sovétríkjunum séu hern-
aðarútgjöldin 121 dollar og 21
cent á hvert mannsbarn, en á
Ítalíu 18 dollarar og 41 cent.
Aróður kommúnista var haf-
inn eftir að tilkynnt hafði verið
6. apríl s.l. um áformin, að
Bandaríkin fengju að hafa
kjarnorkueldflaugastöðvar á
Ítalíu. í þessum áróðurshern-
aði, sem er háður víðar en á
Ítalíu, gegn eldflaugastöðva-
áformunum, er mjög vitnað í
skýrslur. Rússar segja, að bein
árleg hei'naðarútgjöld Ítalíu séu
upp undir 600 milljarðar líra,
en samkvæmt opinberum
ítölskum skýrslum eru raun-
veruleg útgjöld til landvarna
ekki nema 42 milljarðar líra.
Kommúnistar sögðu hernað-
arútgjöld ítölsku þjóðarinnar
589 milljarða líra. Þessum út-
gjöldum er í skýrslum ítölsku
stjórnarinnar skipt í fimm
flokka, og er hæsti liðurinn
[232 milljarðar líra kaup her-
manna og verkamanna, sem
vinna í varnarstöðvum, en til
J reksturs og þjálfunar hersveita
219 milljarðar, en hin raun-
verulegu útgjöld til landvarna
142 milljarðar líra eru til að
! koma upp herstöðvum og end-
ui'nýja slíkar stöðvar, til her-
gagnasmíða, hei’skipasmíða og
isprengju- og orrustuflugvéla.
, Til samanburðar birtir ítalska
! stjórnin eftirfarandi lista um
i hernaðarleg útgjöld í ýmsum
löndum (útgjöldin talin í doll-
urum): Vestur-Þýzkaland 1
milljai'ður 877.920.00, Belgía
376.600.000, Kanada 1 milljarð
ur 785.920.000, Danmörk
1135.600.000, Grikkland 150,-
400.000, Luxembourg 8.160.000,
Noregur 144.000.000, Holland
460.800.000, Portúgal 88.320,-
000, Bretland 4 nxilljarðar
501.280.000, Tyrkland 95.520,-
j 000, Spánn 48.000.000, Svíþjóð
; 290.400.000, Svissland 656.000,-
, 000, Sovéti’íkin 28 milljarðar,
| 030.000.000, Albanía 28.800.000,
Búlgaría 278.400.000, Tékkó-
1 slóvakía 1 milljarðar 488.000,-
! 000, Pólland 2 milljai’ðar 969,
600,000, Rúmenía 744.000.000 og
Ungverjaland 552.000.000.
Fyrr má nú rota...
Óhætt mun að fullyrða, að
þegar kunnugt varð um
kröfur og hótanir mjólkur-
fræðinga, sem heimtuðu
hvox'ki meira né minna en
þi'iðjungs launahækkun,
hafi allur almenningur
vaknað við vondan draum.
Menn, sem hafa 80—100
þús. kr. í árstekjur, heimt-
uðu skyndilega til viðbótar
árslaun þeirra, sem verst
ei’u settir í þjóðfélaginu eða
þar um bil. Hér var gengið
lengra en dæmi voru til áð-
ur.
Almenningur hefir mjög mis-
munandi mikla samúð með
þeim, sem eína til kjarabar-
áttu og verkfalla. Að þessu
sinni var ekki til sá maður,
sem hafði samúð með þeim,
er reiddu til höggs. Jafnvel
kommúnistar sáu, að þarna
var of langt gengið — þarna
voru færðar of glöggar
sönnur á það að ófyrirleitn-
ir menn beita verkfallsrétt-
inum fyrst og fremst til að
gera ógagn og vinna
skemmdarverk.
Enginn vafi er á, að þrss mun
lengi minnzt, sem mjólkur-
fræðingar gerðu að þessu
sinni — eða vildu gera. Þeir
hættu áreiðanlega við verk-
fall sitt af þeirri einu á-
stæðu, að þeir urðu vitrir
efti'i' á, þeiv urðu varir við
viðbrögð almennings og
gerðu sér þá ljóst, að fyrr
má nú rota en dauðrota.
Væntanlega verður þetta
líka til þess, að þeir hata
hægt um sig eftir á.
Fyrstu sumaríeyfísferiir Ferða-
féSagsiits hefjast 20. þ.m.
ÍPb&bemb' tii ShageEfýarðnr* hia
á Marðaströnd.
Fyrstu tvœr suuiarleyfisferð-
ir Ferðafólags íslands hefjast
eftir viku, þ. e. laugardaginn 20.
júní n.k. Er önnur ferðin norð-
ur í Skagafjörð, hin vestur á
Barðaströnd.
Barðastrandarferðin tekur sjö
daga og verður farið með bíl
vestur til Stykkishólms, en síð-
an með báti til Flateyjar og
annarra byggðra eyja þar í
grennd, svo sem Svefneyja,
Hvalláturs og Skáleyja og auk
þess verður e. t. v. farið í Odd-
bjarnarsker. Úr eyjunum verð-
ur haldið upp á Barðaströnd,
Vatnsdalur skoðaður, en síðan
ekið vestur um Klifsheiði, Ör-
lygshöfn, Breiðavík og Hvallát-
ur. Þaðan verður gengið á Látra
' bjarg. Að því búnu verður hald-
ið sem leið liggur austur sýsluna
suður um Dalasýslu fyrir Klofn-
ing og um Uxahryggjaleið til
Reykjavíkur.
Skagafjarðarferðin tekur 5
daga. Á fyrsta degi verður ekið
til Hofsóss. Daginn eftir verður
farið út í Drangey, en síðan
ferðast víðsvegar um héraðið og
að því búnu ekið vestur um
Laxárdal, Ketu, Skagatá, Skaga
strönd að Blönduósi.
Á suðurleið er ráðgert að aka
umhverfis Vatnsnes, en síðan
þjóðleiðina til Reykjavíkur.
@§ ínyndfr.
Oft hafa nienn gert kröfur um
það, þegar uppvíst hefir
orðið um ýmiskonar afbrot,
að hinum brotlegu væri
hegnt með því, að almenn-
ingur fengi að vita um nöfn
þeirra og myndir, af þeim
væru birtar að auki. Þetta
hefir þó ekki orðið að ráði,
og getur þó vel verið, að þa j
mundi hræða ýmsa frá af-
brotunum ef þeir ættu þeVa
yfir höfði sér.
Það vill svo til, að Vísir hefir
Ohagstætt veður á síldar-
miðum við Norðvesturland.
Æqk ftekr ekki Eátið til sín heyra.
fengið furðu margar upp-;
hringingar frá ýmsum góð- j
um borgurum, sem hafa
sagt, að nú væri ekki síður
ástæða til að birta myndir'
og nefna nöfn en stundumj
áður. Vísir lætur það liggja!
á milli hluta aö sinni, af því!
að menn hafa séð að sér í
þessu efni. En þetta sýnir,
að minnsta kosti þann hug,
sem almenningur ber til
þeirra manna, er eiga hér
hlut að máli. i
Óhagstœtt veður í vikunni
sem leið tafð'i síldarleit Ægis á
norðvestur svœðinu. í norðan
veðrinu um helgina varð Ægir
að leitia vars og kom þá til
Reykjavíkur, en fór aftur héð-
an á þriðjudag. Engar fréttir
hafa borizt frá síldarleitinni síð-
an, enda er veður enn óstillt og
eng'.n skilyrði til leitar.
Norsk skip eru sögð komin
á miðin á norðvestursvæðinu,
en engar fregnir hafa borizt
frá þeim. Þau hafa ekki komið
í höfn á íslandi en það mun
hafa heyrzt í talstöðvum þeirra.
Norðmenn, Danir og Rússar
rufu samning á íslendingum um
að rannsóknarskipin kæmu sam
an á Siglufirði eins og ákveðið
var á fundinum á Seyðisfirði í
fyrrasumar. Krefjast þessir að-.
ilar að leitarskipin komi sam-
an í Færeyjum þann 24. júní
n.k. Á þeim tíma getur Ægir
ekki yfirgefið síldarleitina og'
óvíst er því um þátttöku ís- !
lendinga á þessum fundi.
i
Auk Ægis verður Fanney í
síldarleit. Hún er nú í þann veg- i
inn að verða ferðbúin. Settur
hefur verið í hana radar og nýtt
fullkomið asdictæki.
„Borgari" skrifar:
Verkföll og
alnicmiingsálit.
Það hefur margt bent til þess
á undangengnum tíma, að mjög
vaxandi skilningur væri á því
hjá öllum almenningi, að menn
séu engu bættari, þótt unnt sé
að knýja fram kauphækkanir,
þegar afleiðing kauphækkunar
verður óhjákvæmileg sú, að
hækkun verðlags kemur í kjöl-
farið. Það er sem sé reynsla
allra, að skammgóður vermir sé
að öllum kauphækkunum, ef þá
nokkur. Eg hygg að skilningur
á þessu hafi verið vaxandi jafnt
og þétt a- m. k. undangengin 1—
2 ár, ef ekki lengur, en það vant-
aði trú fjöldans á, að nokkuð
væri hægt að gera til úrlausnar.
Þess vegna var sinnuleysið,
! menn liorfðu á aðgerðalausir,
allt var látið dankast, látið reka
á reiðanum, og samtímis jókst
virðingarleysið fyrir gjaldmiðlin-
i um, lítið hugsað um að spara,
| — mönnum fannst það tilgangs-
1 laust, því krónan væri á hröðum
vegi með að verða verðlaus. Á
i þessu hefur orðið breyting.
! Skapazt hefur sterkt almennings
álit, sem augljóslega ætlar að
| reynast styrk stoð í þeirri við-
; leitni núverandi ríkisstjórnar, að
j koma í veg fyrir vaxandi dýrtíð
1 og algert hrun.
; Breytingin.
1 Hér var farið út á rétta braut
og það var kleift, vegna afstöðu
j Sjálfstæðisflokksins, öflugasta
og fjölmennasta flokks landsins.
: En það, sem ég vildi hér leggja
j áherzlu á, er það, hve stórkost-
: leg breyting hefur á orðið
! hér, að því er varðar viðhorf al-
i mennings, og má vafalaust að
: verulegu leyti þakka það stuðn-
! ingi blaða Sjálfstæðisflokksins
við þarft mál. Allir ættu að vita,
að framtíð lands og þjóðar, sjálf-
stæði landsins og framtíð, er
undir traustum efnahag komið.
Þess vegna er það svo mikilvægt,
að viðhorf almennings hefur
breyzt, í rétta átt.
Engtn hækkun.
Það er vegna þessa viðhorfs
ekki sízt, að tvö kunn stéttarfé-
lög, sem kröfðust hærra kaups,
fengu ekki vilja sínum fram-
gengt. Annað fór í verkfall, hitt
var í þann veginn að hefja verk-
fall, er samkomulag náðist. Skyn-
semin sigraði og stefna öfga-
manna í viðkomandi félögum
var kveðin niður. Enginn vill
þessum félögum illa, öðru nær,
en kauphækkunarkröfur þeirra
á þessum tíma fundu engan
hljómgrunn hjá fólkinu. Og mun
áðurnefnt viðhorf alls almenn-
ings hafa orðið stoð hinum gætn-
ari mönnum í þessum félögum.
Verkfall mjólkiu’-
fræðinga.
Um verkfallsbrölt mjólkur-
„fræðinganna" er það að segja,
að það var fordæmt svo harðlega
að segja má, að þar liafi komið
svo rameflt almenningsálit til
sögunnar, að'eins dæmi er í verlc
fallssögunni hér. Vonandi er, að
í framtiðinni verði allir þess
minnugir, að það er óverjandi
verknaður, er fámennur félags-
skapur hyggst grípa til slíkra
aðgerða sem þetta félag. Um
afleiðingar verkfalls þeirra, ef til
framkvæmda hefði komið, þarf
ekki að fjölyrða, en þær hefðu
í stuttu máli orðið, að Reykja-
vík og fleiri bæir hefðu orðið
mjólkurlausir, og að í sveitun-
um hefði orðið að hella mjólk-