Vísir


Vísir - 20.06.1959, Qupperneq 1

Vísir - 20.06.1959, Qupperneq 1
ftl. ár. Laugardaginn 20. júní 1959 128. tbl. Hríðin í vikunm: Flestir fjallvegir lokuð- ust á Norðurlandi. Vegir, er voru í „sumarbúningi" eru stórspilltir af bleytu. í hríðarveðrinu og kuldakast- iinu sem gerði s.l. þriðjudag um norðvestan landið lokuðust flestallir fjallvegir á Norður- landi, og sumir hæztu fjallveg- ir á Austurlandi líka. Þannig lokuðust bæði Odds- skarð og Fjarðarheiði á Aust- urlandi en er r.ú búið að opna báðar til umferðar aftur. Á Norðurlandi lokuðust Siglufjarðai-skarð, Lágheiði, Vaðlaheiði, Fljótsheiði, Axar- fjarðarheiði og Möðrudalsör- æfin. Suma þessara fjallvega er Þetta er dr. Franklin C. Fry, íulltrúi alkirkjuráðsins og æðsti maður Lúthersku kirkj- unnar í Bandaríkjunum, sem verður við biskupsWgslima hér á morgun, eins og skýrt er frá á öðrum stað i blaðinu. þegar búið að opna, þar á með- al Vaðlaheiði og Möðrudals- öræfin, sem opnuð voru til um- ferðar gær. Byrjað var í gær að ryðja Lágheiði til Ólafs- fjarðar og í fyrradag eftir há- degið var tekið til við að ryðja Siglufjarðarskarð, en þar eru mjög miklar fannir og erfitt um ruðning vegna þess hve djúpar traðir voru eftir fyrri snjómoksturinn. Austur í Þingeyjarsýslum er Fljótsheiði ennþá lokuð, en samt fært um Köldukinnarveg áfram til Mývatnssveitar. Þá er Axarfjarðarheiði teppt og ekki unnt að segja um hvenær hún verður opnuð. Þessi hríðarveður, sem komið hafa æ ofan í æ um norðanvert landið hafa gert mikið strik í reikninginn í sambandi við vegaviðhald í vega- og brúar- gerðir á því svæði sem snjóað hefur. Hafa vinnuflokkar bæði við vega- og brúargerðir stundum orðið að leggja niður vinnu um stundarsakir sökum veðurofsa og snjóþyngsla. Áður en hríðarveðrin gengu yfir voru vegir komnir í sumarhorf um mestallt Norðurland, en hafa nú blotnað og spillst allverulega aftur. ítalskir farmenn eru enn í verkfalli. Nær það til ítalskra skipa hvar sem þau eru stödd. Meðal skipa, sem stöðvuðust í vikunni, er 3 j.000 lesta skip- ið Christoforo Colombo. Það stöðvaðist í Genúa. Biskupsvígsla fer fram á morgun í Dómkirkjunni. Vígslan hefst kl. 10 og mun hinn nýi. biskup predika á eftir. Á morgun, sunnudag 21. júní kl. 10 f. h. fer fram biskups- vígsla í Dómkirkjunni. Fráfar- andi biskup, herra Ásmundur Guðmundsson, vígir eftirmann sinn, síra Sigurbjörn Einarsson. Kl. 9.30 safnast prestar sam- an í fordyri Alþingishússins, hempuklæddir, og ganga þaðan í fylkingu til kirkju. Viðstaddir biskupsvígsluna verða kirkju- höfðingjar frá öðrúm löndum, þeirra meðal biskupar, og er það óvanalegt hér við biskups- vígslu, að fjórir biskupar verða fyrir altari, og setur það að sjálf sögðu sinn svip á hina hátíðlegu athöfn. Meðal hinna virðulegu gesta, sem viðstaddir verða, eru: Dr. Fry, forseti Lútherska heimssambandsins, æðsti maður lúthersku kirkjunnar í Banda- Framh. á 7. síðu. Fyrsti síldaraflinn væntanlegur til Sigluf jarðar árdegis í dag. Vb. Guðmundur á Sveínseyrí fékk um 300 tunnur á Strandagrunni í gær. Fleiri skip fengu afla um sama leyti. Einkaskeyti til Vísis. Siglufirði í gær. Fyrsta síldin á sumrinu er væntanleg hingað í fyrramálið og veiddist bún á Stranda- grunni. Eins og skýrt var frá í gær, fóru skipin þegar út til að leita síldar, þegar veður batnaði í morgun. Héldu flest vestur á bóginn, þar sem fyrsta síldin fékkst í fyrrasumar, og ekki leið á löngu, áður en menn, sem sátu við tæki sín í Siglufirði heyrðu sjómenn tala um það milli bátanna, að þeir yrðu varir við sild, þótt hún væði ekki, og nokkru síðar fréttist, að all-, mörg skip hefðu fengið afla. j Það voru alls um fimmtíu skip, sem lögðu út héðan í morg 1 un, bæði íslenzk og norsk, og1 við bættust skip, sem voru að koma að sunnan Vestan um land og byrjuðu þegar að leita. — Fyrstu síldina, sem veiddist á þessu sumri, fékk Guðmundur á Sveinseyri, 300 tunnur, og önnur skip, sem fengu síld um j sama leyti, voru Faxaborg, Arn 1 firðingur og Tálknfirðingur, en önnur voru ekki nafngreind, þótt vitað væri um nokkurn afla hjá fleiri. Auk þess heyrðist til tveggja norskra skipa, sem fengið höfðu um 200 heklólítra hvort. Hvítalogn var á miðunum, þegar skipin fengu þenna afla. Síldin óð ekki, eins og fyrr segir, en kastað var eftir fugli og mælingum. íshröngl var skammt frá bátunum. Um leið og fregnin flaug um bæinn, var uppi fótur og fit, og allt tilbúið til að taka á móti aflanum. Eru fyrstu skipin væntanleg í nótt eða fyrramálið hingað. Menn vita ekki, hvort síldin er hæf tl söltunar, en ef nauðsynlegt er, verður hægt að frysta mikið rnagn til að byrfa ; með. Ægir er við rannsóknir á svip- uðum slóðum og bátarnir og í nótt á leitarflugvél að fara í fyrsta leiðangurinn. Sogið: Vatnsrennslið fer minnkandi. Ekki hefur enn tekizt að koma í veg fyrir frekari rennsli úr Þingvallavatni urn göngin gegnum Dráitarhlíð- ina, en unnið er af miklu kappi við að loka geilinni í varnargarðinn, eins og Vísir gat um í gær. Vatnsrennslið hefur heldur minnkað og er það eðlilegt, þar sem vatns- borðið hefur þegar lækkað um röskan liálfan metra. Það er von manna, að unnt verði að komast langt áleiðis við að gera nýjan varnar- garð' nú um helgina. -jíj- Um 3000 starfsmenn í .brezkum bílaverksmiðjum eru í verkfalli. Þessi mynd var tekin fyrir skemmstu skammt undan ís- Iandi, segir í texta, sem henni fylgdi í Newsweek, síðasta hefti. Hér er, segir tímaritið, um kafbát að ræða af rúss- neskri gerð, sem kölluð er „Z“ meðal þeirra, sem liafa vit á slíkum hlutum. Hefur allur almenningur gert sér grein fyrir því, hvað vinstri stjórnm lagði mikla skatta á íslenzku þjóðina á ferli sínum? Sjábls. 7. t-ýtQv :*:? Hann skipulagði olíu- dreifingu S.Í.S. Þegar Eysteinn ákvað framboð Helga Bergs í Vest- mannaeyjum, vissu flokksmenn hans í Eyjum í fyrstu ekki sitt rjúkandi ráð. Enginn þeirra þekkti manninn og aðeins örfáir könnuðust við hann af afspurn. Engu að síður þurfti að birta framboðið' í Framsóknar- blaðinu, en úr vöndu var að ráða, þar sem engar upplýsingar voru fyrir hendi urn þingmannsefnið. Um síðir tókst þó að liafa upp á Verkfræðingatali“ og þaðan tók Framsóknar- blaðið orðrétt nokkurn fróðleik um frambjóðandann, en bætti við nokkrum orðum frá eigin brjósti. Það hlálega við þessa kynningu Framsókn- armanna í Eyjum á frambjóðenda sínum er, að vandræðum sínum telja þeir honum það eink- um til gildis, að hann hafi skipulagt „olíu- dreifingu“ S.Í.S. Það er sem kunnugt er, einmitt olíudreifing S.Í.S., sem nú er í rannsókn hjá dómstólum landsins og má segja, að' fokið sé í flcst skjól, þegar alþingisframbjóðanda cr talið til afreka að hafa staðið fyrir slíku fyrirtæki. Annars gæti skýringin legið í því, að Framsóknarmenn í Eyjum geri ekki sömu kröfur og aðrir til frambjóðenda sinna og séu raunar ýmsu vanir á því sviði.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.