Vísir - 20.06.1959, Side 10

Vísir - 20.06.1959, Side 10
10 V Í SIR Laugardaginn 20. júní 1959 GECIL jr. . BT. LAURENT: d ÐOJV JVANS “K -K 48 — Þa'ð verða fjögur þúsund bitar! Juan þokaði sér fram, þar til hann sá hvað var um að vera. -Og þá sá hann þá sjón, sem hann mundi til æviloka. Robinson lá bundinn á fótum á jörðinni. Það var búið að skera hann og blóðið rann úr sárinu. Litla skepnan lá þarna með opin munn- inn og tungan lafði út milli gulleitra tannanna. — Þetta var undir eins búið, sagði korpórall nokkur, hann hefur ekki kennt sársauka nema augnablik. Korpórailinn hélt á blóðugum hnífnum í hendinni. Juan var dálítil huggun í því, að ýmsir aðrir voru hryggir yfir missinum ekki síður en hann. Þeir söknuðu litla asnans. En þegar verið var að úthluta kjötbitunum neitaði Juan ákveðinn, að taka Tið sínum bita, — hann gæti ekki komið neinu niöur, en klukku- stundu síðar át hann þó sinn litla bita af sömu græðgi og hinir. Tinteville þurrkaði varir sínar með iitla, fíngerða vasaklútnum, .sem nú var nærri svartur af óhreinindum. - — Þær eru orðnar margar miðdegisverðamáltíðirnar, sem eg hefi orðið af síðan eg kom hinga, sagði hann og dæsti. Mér þætti annars gaman að vita hvernig vesalings monsjör de Remusat kemst af án minnar aðstoðar. Eg hafði lofað að aðstoða hann við undirbúning að grímudansleiknum mikla, sem hann hafði boðið fjölda manns til.. Um fimm leytið seig aftur höfgi á fangana. Úr dældinni gat -Juan greint, að enn voru einhverjir að klifra upp á klettana, til þess að skima eftir bátnum, en flestir héngu niður löngu áður en þeir komust upp á sýnishólinn. Juan lokaði augunum og óskaði sér þess, að hann þyrfti aldrei framar að vakna. Honum seig svefn á brár og vaknaði við óp mikil. Báturinn, báturinn, heyrðist úr öllum áttum. Fangarnir spruttu á fætur. Nú var sem þeir væru gæddir orku. •Og þeir kilfruðu og skriðu, sem ekki komust öðru vísi, lengra upp, til þess að sannfærast um, að hjálpin væri nálæg. Kannske hafði verið um missýn að ræða? Eða óráðshjal? En báturinn var í raun •og veru að koma, en hann varpaði ekki akkeri við ströndina fyrr en undir sólarlag. Sulturinn og hinn langa bið höfðu haft þau áhrif á fangana, að nú misstu þeir alla stjórn á sér, er þeir sáu bátinn hlaðinn brauði og baunum, — þeir óðu út í sjóinn og nokkrir drukknuðu. Og ef ofurstinn hefði ekki verið nálægur hefði svo getað farið, að Juan, Gueneau og Tinteville hefði verið í þeirra hópi. Með herkj- um tókst hinum gamla, slungna foringja að hindra, að þeir neyttu síns skammtas alls þá þegar. Fyrir mörgum öðrum, er það gerðu, fór svo, að þeir fengu svo hastarlega í magann, að þeir stein- drápust um nóttina. Um morguninn skein sól af heiðum himni. Fylking fanga, sýnilega orðnir hressari, eftir að hafa nærst, voru á leið til strandar. — Hvert eru þeir að fara, spurði Juan hátt. — Það hefi eg ekki hugmynd um, sagði Tinteville. Kannske það eigi að vera messa undir beru lofti. Þeir líta út eins og bænd- ur, á leið í kirkju. — Flýtið ykkur, kallaði Gueneau, sem kom hlaupandi. Þið verðið að vera meö í þessu. Spánverjar eru að setja 65 kvenmenn á land! Tinteville lyfti brúnum. — Hvílík umhyggja! — Gerið ykkur engar gyllivonir, sagði Gueneau. — Látið ykkur ekki detta í hug, að þeir hafi sent hingað alla leið frá Cadiz heilan meyjahóp ykkur til skemmtunar. Þessar vesalings konur eru fangar eins og þið — flestar teknar til fanga við Baylen, Og þær vita ekki hvað biður þeirra, vesalings konurnar. Þeir gengu til strandar. Fyrsti báturinn var aö renna að landi og um það bil bil tuttugu konur, sem voru í fyrsta bátnum, óðu í lana. Fangarnir kölluðu til þeirra og sumir fóru að syngja gaman- vísur og voru hinir kátustu. Flestar hafa þegar náð sér í maka, sem þær kalla mann sinn. Þær hafa sem sé fylgt mönnum sínum í hernað, — þess vegna hafa þær verið liandteknar. Missi þær „mann“ sinn eða verði viðskila við þá, fá þær sér annan. En hér virtist vtra um einskonar endurfundi að ræða. því að ýmsar fundu hér aftur fyrri „eigimenn". Gleðihróp kvaðu við og kossasmellir, en svo hófust kaup á konum, og meðalverð fyrir konu, sem ekki var mjög gömul var 30 baunir, en þær yngstu komust í hærra verð, og til þess að menn keyptu ekki köttinn í sekknum, voru þær sýndar hálf — eða jafnvel allsnaktar. Athygli Juans beindust allmjög að hávaxinni og hraustlegri stúlku, sem ekki v arí neinu nema stígvélum og sokkum. Svo mikla kvenlega nekt sem nú hafði Juan aldrei fyrr augum litið. Og meðan hann sat þarna starandi leiddi Gueneau stúlkuna tU hans. — Heitir þú Juan, spurði hún, og þurrkaði svitann af enni sínu. Eg er í bölvaðri klípu, eg get ekki fundið manninn minn, og nú er bulla frá Marseille. sem vill fá mig. Ef þið getið hjálpað mér að losna við hann væri eg ykkur þakklát, — og væri það greiði greiða mót, því að eg er hérna með bréf. Eg heiti annars Rósetta. Juan opnaði bréfið, sem var blautt og velkt, en þó hægt að lesa það. Hann sá strax, að það var ekki með hönd Conchitu, og leit því fyrst á undirskriftina. Það var Pilar, sem hafði skrifað það: — ElsJcu Juan! Það er ekki Conchita, heldur eg, hún Pilar, sem svarar neyðarkalli þínu. Conchita er farin til Madrid og hefur fengið leyfi mömmu til að hjálpa til í enska sjúkrahúsimi þar. Hún er alveg gefbreytt cg hirðir ekkert nú orðið um falleg föt og skemmtanir. Og nú veiztu þá hvers vegna eg svara. Eg skil ekkert i hvernig á því stendur, að þú skulir vera orðinn franskur stríðsfangi, en eg hugsa nú ekki um annað en hvernig eg geti hjálpað þér. Þegar eg sagði, að eg œtlaði að fara burt örvænti mamma. „Fyrst fer Juan, svo Conchita og nú þú,“ sagði hún. ,,Og svo kemur röðin að Doiores.“ Eg varð að sýna henni bréf þitt. Þá lofaði hún mér að fara, en lét Teresu fara með rriér. í Cadiz fékk eg að vita, að œtlunin er, að fangarnir verði á Cabera til styrjaldarloka, en fiski- menn leggja netum sínum í nánd við eyna, og eg talaði við eigenda eins fiskibátsins. Hann neitaði algerlega í fyrstu að hjálpa þér. Báturinn haris, sem hefur rautt segl kemur upp að eynni eftir nokkra daga og hann lofaði að leggja að. Nú botnarðu vitanlega ekkert í hvaða gagn sé að ö'Llu þessu, en það, sem fyrir mér vakir er, að þú, er þú hefur lesið bréfið, ráðist á hann með félögum þínum, takir bátinn og siklir honum til Spánarstranda. Siglið til Mounar, þar er lítil höfn, sem Frakkar hafa á valdi sínu. Guð verndi þig, elsku litli bróðir minn. Pilar. Juan stakk bréfinu í vasann og horfði dreyminn á svip á haf út. Það var sem hann heyrði rc.’.d Pilar og að hann hefði fluzt yfir í annan heim. — Nú hvað segirðu? Juan hrökk við, er Gueneau yrti þannig á hann, eins og hann biði eftir að hann segði sér frá efni bréísins. Hann var kominn R. R. Burrougfoi Dauðinn virtist óhjá- kvæmilegur, þegar villi- mennirnir urðu æ tryltari og ánlguðust fárnarlömb sín. En þá heyrðist utan úr myrkviðnum skerandi öskur og í sömu andrá kom svarið úr barka apamannsins. KVÖLDVÖKUNNI Forstjórinn fyrir hunda- heimili nokkru í Kaliforníu, ráðleggur eigendum hunda að skrifa þeim að minnsta kosti einu sinni í viku. Manni finnst þetta dálítið hjákátlegt, en það er skýring á þessu. Eigandinn á að senda póst- kort, sem hann hefur geymt innan á sér í nokkurn tíma. Þegar hundarnir svo finna lyktina af eigandanum, verða þeir óðir af kæti: Sendu nú hvutta bréf. ★ Hinn 82ja ára gamli selló- leikari, Pablo Casals, sem kom til Islands fyrir skemmstu, hef- ur nýlega látið uppi álit á Rock ’n’roll. Hann var á hljómleikaför til Mexíkó, og amerískur blaða- maður átti viðtal við hann á leiðinni. Augun skutu gneistum, er hann sagði: „Þetta er sjúkdómur, sem maður vonar að hverfi jafn snöggt og hann kom upp. Það er skömm fyrir land yðar, að hann skyldi hafa orðið til hér. Það er hryggilegt .... hryggi- legt ....“ Þetta eru sernilega hröðustu dómar, sem heyrst hafa um þetta fyrirbrigði. Byggðasafn Þingey- inga opið á ný. Frá frétíaritara Vísis. — Húsavík í morgun. Byggðasafn Þingeyinga, að Grenjaðarstað, hefir verið opn- að að nýju, og er þetta annað sumarið, sem það er opið. Byggðasafnið er til húsa í gamla bænum, sem reistur var upphaflega á árunum 1880—90 af séra Benedikt Kristjánssyni, en endurbyggður að tilhlutun þjóðminjavarðar, dr. Kristjáns Eldjárns fyrir tveim árum sem líkastur gamla bænum. Súg- þurrkunartækjum var komið fyrir í bænum til að veita húsi og munum betii endingu. Sigurður Egilsson frá Laxa- mýri og Guðmundur Þorsteins- son sáu um endurbyggingu bæjarhúsanna, cg um 700 safn- gripir eru þar þegar saman komnir, margir mjög gamlir. í fyrra var safnið opnað 9. júlí, og komu 1800 gestir að skoða safnið það ár. Aðalhvatamaður að stofnun safnsins var Friðfinnur Sig- urðsson, Rauðuskriðum, en Páll H. Jónss. fór um sýsluna, jafn- aði munum og skrásetti safnið. Safnið verður opið daglega í sumar frá kl. 10—19. Safn- vörður er Ólafur Gíslason. ^ato fáí eldflaugar o§ flugvéSar. Utanríkisnefnd Öldungadeild ar Bandaríkjaþings ræðir nýtt franilag til liernaðarlegra að- stoðar við önnur ríki. Hér er um 400 millj. dollara framlag að ræða til kaupa á eldflaugum og flugvélum handa löndum innan vébanda Norður-Atlantshafsbandalags- ins. 4

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.