Vísir - 20.06.1959, Síða 12

Vísir - 20.06.1959, Síða 12
Ekkert blað er édýrara i áskrift en Vísir. Látil færa yður fréttir mg annað |—tnrrfni kelm — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Simi 1-16-6«. VXSIR. Laugardaginn 20. júní 1959 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendar Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðiS Akeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. %dycjó' er Minnisblað um loforð og „efndir“ vinstri stjórnarinnar. | L0F0RÐ. „Rafvæðingu Iandsins verður hraðað.“ Þannig hljóðaði eitt stytzta en skorinorðasta lofoi’ð Winstri stjórnarinnar. j „EFNDIR“ \ „Efndirnar urðu þessar: Um síðustu áramót höfðu enn ekki verið fagðar 17 héraðsveitur, sem skv. 10 ára áætluninni átti að vera Iokið 1958. Forsætisráðherrann sjálfur gaf fyrirmæli á s.L ári um að fresta 11 þessara héraðsveitna, þrátt fyrir tillögu raforkuráðs um að þær skyldu þegar lagðar. Vinstri stjórnin sveik ekki eitt, heldur allt Kjörorðið er: Aldrei aftur vinstri stjórn Bændur í Bárðardal að grafa fé sitt úr fönn. SumarsóS yfir fannhvítum Norðurlandsbyggðum. t Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gærmorgun. Eyjafjörður er í veírarbún- Sngi. Fjöllin eru hvít af snjó nið ■ur að sjó, enda var hitinn rétt yfir frostmarki. Samgönguerfiðleikarnir eru þó að verða úr sögunni, nema hvað vegurinn til Austurlands er enn lokaður. Bílar komast í Möðrudal en Möðrudalsfjall- garðurinn er undir snjó. Ofært Munið að Handbók Velt- unnar er einnig hapdrættis- númer. Lítið í glugga Morgun- blaðsins og sjáið hinn glæsilega útvarpsgrammó- fón, sem er vinningur í happdrætti veltunnar. Fjáröflunarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðshúsinu. Opið í dag og allan dag- Sim á morgun. er enn fyrir bila frá Grímsstöð- um niður í Axarfjörð. Ef allt væri með felldu ættu bændur í Bárðardal nú að standa að slætti enda mun það hafa skeð í góðæri. Nú hafa-þeir annan starfa, ekki eins ánægju- legan, en þeir eru nú um sól- stöður á sumri að grafa fé sitt úr fönn, sumt lifandi og sumt dautt. Fjöldi fjár hefur drepist í norðanveðrinu, sérstaklega þó lömb, en það er ekki fátítt að fullorðið fé hafi farizt, í þessum illviðraham, sem á sér ekki sinn líka í áratugi. Öxnadalsheiði er fær bílum, en færð er erfið. Snjólagið er fet á þykkt og brjótast bílarnir í gegnum það. Búið er að moka Vaðlaheiði. Skaflar eru margir hverjir næstum tveggja metra háir á veginum. Um gróður er auðvitað ekki að tala. Uogsaði sig um í hálffa öld. Sænska tónskáldið Hugo Alfven er ekki alveg dauður úr öllum æðum. Karlinn hefir kvænzt tví- vegis um dagana, og er nú orð- inn 87 ára gamall. Ætlar hann að ganga í það heilaga í þriðja sinn og hafði hann kynnzt konuefninu — sem er 68 ára — fyrir hálfri öld Minkur í anda- girðingunni. Endurnar við Tjörnina hafa eignazt nýjan óvin sem situr uin líf þeirra og unganna. Svart bakurinn hefur til þessa verið eini óvinurinn, en þessi nýi fjandi er hættulegri. Það er sem sé kominn mink- ur í andagirðinguna við syðri Tjörnina. Ekki er vitað hvað margar endur hann hefur drep- ið en svo mikið er víst að sézt hefur til hans í þessari anda- paradís, en mun honum finnast þar gott til fanga. Nú hefur verið gerður út leiðangur hon- um til höfuðs. Lögreglan situr um hann og láti hann sjá sig eru dagar hans taldir. Svartbakurinn er illa settur síðan öskuhaugarnir voru lagð- ir niður og leitar því fanga inn á Tjörn. f fyrradag sáu menn máfa gera usla í andahópnum í holunum og hremma unga. Erf- iðlega gengur að fæla varginn burtu. Gullborg kastaöi á síld á víkinni í Eyjum. Mikið af síld berst á land daglega í Eyjum Utnefning Strauss felld me5 49:46 * Öftll| M fjtltlf* Utl fítm tlns'íhjaþintjs. Frá fréttaritara Vísis. — Vestmannaeyjum í gær. Mikil síld enn við Eyjar og er það nú helzti veiðiskapur Syjaskeggja. Mikil síld berst daglega á land af reknetabátum og unnið er daglega fram á kvöld við að panna síldina, sem fryst er til útflutnings. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Vísi fékk m.b. Berg- ur frá Vestmannaeyjum 200 tunnur af síld í hringnót við Eyjar. Var það í fyrsta skipti að síld var veidd í hringnót á þeim slóðum. Bátarnir voru úti í gær og fékk Bergur þá 100 tunnur. Gullborg var líka að veiðum á víkinni fyrir utan hafnargarðinn. Kastaði hún tvisvar en „búmmaði“ í bæði skiptin. Það veldur nokkrum erfið- leikum bæði hjá þeim sem eru með reknet eða hringnót að síldin heldur sig við botninn. .Þetta er all blönduð síld, bæði stór og smá en allfeit. Bátarnir eru það nálægt landi að Eyjaskeggjar geta vel fylgst með veiðum af götum bæjarins, eða úr gluggum húsa sinna. Manndráp enn í Kolombíu. Stjórnin í Kolombíu í S.- Ameríku vonast til að geta friðað landið á þessu ári. Þar hefur í rauninni verið hálfgert borgarastíð undanfar- inn tíu ár og vega vinstri og hægri menn hvor annan, þegar þeir hafa færi á. Um síðustu helgi var til dæmis gerð árás á smábæ um 200 km. frá Bogota, og voru 17 menn drepnir þar. Járnbraut stolii í Póllandi. Fyrir nokkru síðan var heilu húsi stolið í London og vakti sá þjófnaður mikla furðu. í Var- sjá eru menn ekki síður hissa en þar var nýlega stolið járn- brautarteinum nœrri kílómeters löngum. Þjófnaðurinn var framinn á einni nóttu og ekki hefur enn uppgötvazt hvað varð af tein- Eiscnhower forseti Banda- ríkjanna boðaði fréttamenn á fund sinn í gær. Lýsti hann hryggð sinni yfir, að öldungadeildin hefði fellt útnefningu hans á Strauss sem viðskiptamálaráðherra, en hún var felld í deildinni með 49 at- kvæðum gegn 46 eftir langar og harðar deilur. Forsetinn sagði, að það væri Bandaríkjaþjóðin, sem hér hefði beðið ósigur, en sjálfur kvaðst hann hafa misst hinn á- gætasta og hæfasta samstarfs- mann. Á sjöunda tímanum í fyrrakvöld lentu tvær bifreiðir í árekstri á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar. Bifreiðin, sem myndin er af, var á leið vestur Miklubrautar, þegar bifreiðinni R-2297, sem var á austurleið eftir sömu götu, var snögglega beygt til suður, inn á Stakkahlíð, og varð ekki komizt hjá árekstri. - lf> vosinn : Er síldin komin ? Kalt og stormasamt undanfarið. Ný deila Adenauers og Erhardts. Ný deila er risin upp milli Adenauer kenzlara og Erhardts, varakanzlara og efnahagsmála- ráðherra. Að þessu sinni eru það um- mæli Adeanuers í viðtali við New York Times, sem Erhardt er gramur yfir, en þau voru á þá leið, að Erhardt hefði ekki að baki sér meiri hluta Kristi- lega lýðræðisflokksins, og skorti hæfileika til að gegna kanzlaraembættinu. Erhardt kvartaði yfir þessu á flokksfundi í gær kvað Aden- auer halda áfram að grafa und- an sér og spilla trausti manna á sér. Adenauer sat ekki þenn- an fund, en situr fund en situr fund í framkvæmdanefnd flokksins á mánudag. m*- : Frá fréttaritara Vísis. — ísafirði 15. júní 1959. Sýslufundi Norður-ísfirðinga er nýlokið. Helzta nýmæli fundarins var að gera sam- þykkt um stofnun héraðslög- reglu. Þá samþykkti sýslu-, fundurinn harðorð mótmæli gegn ofbeldi Breta í landlielg- ismáliriu. Samkvæmt fréttum frá Siglufirði hafa síldveiðiskip lóðað á allmiklu síldarmagni út af Torni, en svo miklir stormar hafa verið undanfarið á þess- um slóðum, að ekki hefir veiið viðlit til veiða. í dag hófst hér námskeið i hagnýtingu og meðferð asaid- , tækja á vegum Fiskifélags ís- lands. Kennari er Kristján Júlíusson loftskeytamaður. Kalt og stormasamt hefir verið undanfarið. Snjóað í fjöU annað veifið, og tíðarfar í heild likara hausti en sumtó.!ökksins

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.