Vísir - 22.06.1959, Side 9

Vísir - 22.06.1959, Side 9
Mánudáginn 22. júní 1959 VÍSIR 9 Þeir stórkaupmaður N: Knudtzon og kaupmaður W. Fischer hafa keypt kaupstáðinn Flensborg í Hafnarfirði óg setla þeir sér að hafa hann fyrir aðseturstað fiskveioafé- lags nokkurs, er þeir æila sér að stofna. Vér höfum. séð lö.g þessa félags, og virðast oss þau miður frjálsleg. Féiag þetta á að vera hlutafélag, og er ís- lendingum geiinn kostur á að kaupa í því hlutabréf. íslending' 1375. IS75. Miðvikudaginn hinn 5. maí 1375 fórst áttæringur með 8 nönnum á Hvalfirði. Skipið var frá Haugshúsum á Álfta- nesi og átti það Halldór bóndi Jörundsson. Á skipinu voru 4 vinnumenn hans og fjórir menn aðrir. Allt voru þetta ungir og vaskir menn. Þann 4. maí lögðu þeir af stað upp í Hval- fjörð í beitufjöru. Daginn eftir SeS' voru þeir búnir að fá farm á skipið og sigldu þeir þá út fjöiðinn. Veður var fremur hvasst og sigidu þ.ir upp á sker. Gekk þá rjór í skipið, og sökk það þegar og týndust allir mennirnir. Þegar, er menn, sem á landi. voru, sáu ófarir þeirra, var skipi hrundið fram og haldið þangað, er slysið viidi til. Sáust þar þá engin vegs- ummerki önnur en þau, að nokkuð af hinum lausa farviði Svíi skrifar meistararitgerð um iandhelgisdeiiuna. „Yið eigum að treysta á þá ungu, ekki kalkaða skrjóða", segir P. Hallberg m ritgerðina og viðbrögð sænskra stódenta. Ungur sænskur menntamað- ur, Peter Modie, lauk nýlega við meistararitgerð sína í þjóð- réttarfræði við háskólann í Lundi, og ber hún nafnið „Den islándska fisketvisten“ (Landhelgisdeiian íslenzka). Það hefur komið á daginn, að' þessi sænski háskólaborgari fékk áhuga fyrir þessu máli og| valdi sér það að ritgerðarefni til meistaraprófs eftir að hafa lesið greinina „Islándska fiske- vatten och brittisk proga- ganda“, sem Peter Hallberg rit- aði í „Ny Tid“. Flestir fslend- ingar kannast við Peter Hall- berg, sem var nokkur ár sænsk ur sendikennari við Háskóla ís-j lands, en síðan hefur orðið frægur víða um lönd sem fróðastur allra manna um ævi| cg ritstörf Halldórs Kiljans Laxness, eins og hann hefur sett fram í tveim bókum sínum, „Den stora vávaren“ og „Skald- ens hus“. Meistararitgerð Modies er að miklu leyti tilvitnanir í raun- verulega atburði landhelgis- deilunnar og dómskjöl þar að ' lútandi, eins og vera ber um' vísindaritgerð af slíku tagi. En ! ályktunin, sem hann dregur af j þeim athugunum sínum og rann j sóknum er eindregin afstaða; með íflandi og gegn Stóra-Bret landi. Modie hefur haldið því fram, að flestir námsbræður hans séu honum samdóma í þessu efni. Meístararitgerð sinni lýkur Modie á þessa leið: „Þegar ísland tilkynnti 1. júní 1958, að það ætlaði að færa út fiskveiðitakmörk sín um 12 sjómílur frá og með 1. septem- ber, var þessu mótmælt unn- vörpum af flestum þeim t lönd- um, sem hlut áttu að máli, og það hljóð heyrðist úr mörgu horni, að slík einhliða ákvörð- un væri ólögleg. Samt var ó- ir.ögulegt með tilvísun til nokk- urrar sérstakrar reglu eða sið- venju að sanna þessa fullyrð' ingu, og af þeirri ástæðu hvöttu allar þessar þjóðir, nema Bret- ar, fiskimenn sína „unz annað verði“ (þ. e. a. s. þangað til ný sjóréttarráðstefna gæti smám saman komið sér niður á ein- hverja almenna reglu) til að virða íslenzku útfærsluna. — Stórabretland hefur með að- gerðum sínum gert sig brotlegt bæði gegn vilja Sameinuðu þjóðanna og- Atlantshafsbanda- lagsins. Þeim ásökunum, sem færðar hafa verið fram, að ís- land hafi orsakað klofningu í Atlantshafsbandalaginu, verður að vísa á bug. Aftur á móti hljótum við að skella skuldinni fyrir slíka klofningu á Stóra- bretland. með því að það hefði Frh. á bls. 10 tf’L'fejsdfá.Vo úr skipinu var þar á floti, og hafði engum mannanna tekizt að halda sér við neiít af hon- um. Msnn halda að slæða megi upp skipið aftur, en ef- laust verður það meira eða minna brotið. íslendingur 1875. 1875. Úr bréfi úr Suður-Múla- sýslu: „Mjög tíðrætt er um ösku- og sandfok það, sem dreif yfir allt Fljótsda'shérað 29. marz eða á 2. í þáskum. Ætla eg því að fara í'áum orðum um það. A annan í páskum var veður hér mjög kyrrt, netaský dreifðust um loftið og naut lít- ið sólárbirtu né varma, en annars var frostlaust veður og mjög milt. Um hádegisbil var eg staddur úti, og varð eg þá þess rétt aðeins var, að ösku- fall var; svo sýndist sem smá- skúrir væru í fjallahlíðunum, og fannirnar urðu grámóleitaf á lit, en áður voru þær að líta sem hreinn mjallsnjór. En fjarri fór því samt, að eg gæti rennt grun í það, hver ósköp gengju á hér í næstu sveit, sem kalla má um Fljótsdalshérað. Þar var veður nokkuð öðru- vísi. Var þar um morguninn hægur éljagangur og austan- andi, áður en öskufallið byrjaði að mun; en um hádegisbil, og jafnvel nokkru fyrr, var kömið logn. Snemma um morguninn varð þar vart við öskufall. og sandíok en að afliðnu hádegi var sandfokið orðið svo þétt og mikið, að ekki sást aðgrein- ing á nokkrum sköpuðum hlut, hvítt þekktist ekki frá svörtu, og þvílíkt heljarmyrkur var, að enginn gat ímyndað sér það meira. Sandmekkirium fylgdu skruggugangur og eldingar, hvellirnir voru svo þéttir, að hver rak annan, og allt loftið var fullt af eldglæringum,. Myrkur þetta náði yfi.r Fljótsdal, Jökuldal, Fell, Velli, Skriðdal og niður um alla firði. Þó varaði það skemur. og var ekki eins svart þegar lengra leið frá eða nær aró sjónum. Öskufallið eða sandfokið nær norður á Möðrudalsfjöll. Er sagt að þar hafi tekið af mikið land. Jökuldalur og heiðin eru sögð lítt bygileg, sandurinn er þar mjög djúpt og allt er þar sem eintóm sandeyðimörk. Sama er að segja um margar af hinum áðurgreindu sveitum, þó sandurinn sé þar nokkuð grynnri. Breiðdalur er sagður að miklu leyti frí við ósköp þessi. Berufjarðarströnd og Álfta- fjörður alveg sandlaus, en samt komumst vér hér ekki hjá ill- um afleiðingum af sandfokinu. Hér er allt orðið fullt af fé og hrossum úr hinum sveitunum, svo að í högum vorum er hví- vetna orðið ofsett á landið og horfir til vandræða ef ekki greiðist úr fyrir héraðsmönn- um. Jökuldælir og fleiri hafa rekið í Vopnafjörð, því þar er sandlaust og eins er sagt úr norðursveitum. Eldsupptökin eru í Dyngju- fjöllum, einnig er eldur uppi víða í Öræfum, víst á þrem stöðum, svo vegurinn yfir þau er ófær orðinn.“ . íslendingur 1875. 1875. Veturinn 1874—75 bar fyrsta kálfs kvíga á Felli við Kolla- fjörð í Strandasýslu svofelldum burði, að höfuð þess var líkast sem á selý því kjálkar og snoppa var mjög stutt, eyru voru tvö á kúpunni sem á kálfi, augnaholur tvær, en skinnið gróið fyrir þær, ein nös var hægra megin, tungan löng og lafði langt út úr skolti, að lögun sem í kálfi, hálsinn sí- valur og mjög :tuttur; þar fyr- ir aftan þrír fætur með rétt sköpuðum klaufum, einn þeirra var styztur, hann var framan til við hina; rófa var sem á kálfi aftur á milli stærri fót- anna. Þetta var allt þar niður úr, sem bringa er vön að vera en upp úr herðakambinum var hnútur, líkt sem þar hefði ætl- jað að myndast annað höfuð. Lengra sást enginn verulegur skapnaður, en þetta var allt með eðlilegu skinni og hári, en aftan við það fyrrgreinda var allt gárnakerfið mjög líkt og í kálíi, nema að hjartað var lík- ara selshjarta, en lungu voru engin nema lítill blaokur á stærð við fráfærna lambsmilti, og þar lá barkinn framúr. Síður voru engar nerna 3 rif hægra megin niðraf herðakambi. Þetta kvikindi var með lífi fvrst þegar að kúnni var gáð, jen drapst í fæðingunni. Það | var n&kkuð minna en vana- legur káifur. íslendingur 1875. 1875. Meðal þeirra, er sigldu héðan með póstskipinu 17. júní til ;Kaupmannahafnar var gest- j gjafi N. Jörgensen úr Reykja- vík. Ætlaði hann eina snögga :ferð til Hafnar í verzlunarer- indum og ætlaði hann sér að ! koma hingað aftur með þessari ferð. En daginn eftir að hann kom til Kaupmannahafnar, var hann að aka í vagni á götu þar, og sá mann er gekk framhjá vagninum, og ,sem hann þurfti að tala við. Vagninn fór ekki hart, og stökk Jörgensen niður úr vagn- inum til þess að tala við mann- inn, en varð fótaskortur, og datt svo, að vagninn ók ýfir hann, og marði alveg í sundur annan handlegg hans, og skemmdi hann mjög á höfðinu. Læknishjálp var þegar feng- in, og var handleggurinn. tek- inn af honum; andaðist hann að tæpum sólarhring liðnum frá því að slysið varð. Rænu hafði hann að mestu leyti fram í andlátið. Það er mikil eftirsjón í Jörgensen, því hann var.mesti atorkumaður, hjálpfús, og — í stuttu máli — hirin bezíi drengur. íslendingur 1875. anstu eftir þessu....? Almenningi var í fyrsta skiixti gef— inn kosíur á að kynnast myndvarpi litillega h. 30. apríl 1939, hcgar heims- sýningin var opnuð í New York. Það var National Broadcasting Company (NBC), sem gaf mönnum kost á að sjá þetta skenimtilega menningartæki framtíðarinnar. Þótt tilraunastigið Væri að baki, voru aðeins fá heimili búin við- tækjum fyrir myndvarp og það liðu 10 ár, þar til það varð almennt. í september 1955 var' rómversk- kaþólski biskupinn Alfonso Ferroni, ítalskur hegn, látinn laus úr fangelsi kommúnista í Kína. Ilann hafði verið hafður í haldi í einnSénningsklefa í meira en fjögur ár, og þegar mannúð Kínverja varð svo mikil, að þeir létu hann lausan, var hann of máttfarinn til að halda á ltaffibolla. Meðferðin á hon- um er talandi tákn fyrirlitningar kom- múnista fyrir manninum og trú hans. Dariny Kaye, einn hekkta'sti gaman- leikari Bandaríkjanna, tók að sér nýtt hlutverk í aprílmánuði 1854,'er har.m gerðist „sendiherra“ Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna. Myndin er tekin, þegar hann er að skemmta ir.dverskum börnum í smáþorpi einu skammt frá Nýju Dellii. Dáriny tók kvikmynd af ferðalagi sínu um Afríku og Asiu og hefur hún víða verið sýnd í löndum Sþ. til ágóða fyrir barnahjálparsjóðinn*

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.