Vísir - 22.06.1959, Page 10

Vísir - 22.06.1959, Page 10
iH' 10 VÍSIR CECIl JT. i, ■ ST tAURENT: d y jD&JV juans -K -K 49 á flugstig með að segja honum allt af létta, en beit á vör sér og ákvað að láta kyrrt liggja, þar til hann hefði íhugað allt nánara, og minnsta kosti láta ekkert uppskátt um neitt í nærveru Rósettu. — Komdu, við skulum hreyfa okkur, sagði Juan. Rosetta reis á fætur. — Hún var alls ófeimin, þrátt f.yrir neki- ina, og þótt þeim yrði starsýnt á hana. Hún studdi höndum á mjaðmir. — Jæja, litli vin, nú hefur þú fengið bréfið þitt, og þá getur vesalings Rósetta aftur siglt sinn sjó — án þess að fá eitt þakk- -arorð, hvað þá meira. — Var þetta mikilvægt bréf? spurði Gueneau. — Ef svo er verðum við að taka stúlkuna undir verndarvæng okkar, þar sem hún óskar þess. — Eg óska einskis frekara, sagði Juan fúslega. Til þess að sýna, að hann væri einlægur gagnvart henni, rétti hann henni hermanns frakka sinn, og tók hún við honum fagn- andi og hneppti honum að sér. — Jæja, þá er velsæminu gerð full skil, sagði hún. — og von- andi verður það nú ekki hlutskipti mitt að frjósa í hel. Þið megið annars vita, að eg át.ti sæmileg föt, en þrír Spánverjar rifu þau af mér í gærkvöldi, — þegar þeir réðust á mig. Kannske þeir hafi ætlað að búa til sjóræningjafána úr þeim. Kjóllinn var nefnilega svartur. Juan reyndi að fá Gueneau með sér, en stúlkan kom í veg fyrir það. —• Þi megið ekki skilja mig eftir, sagði hún. Því að þá gæti eg lent í klónum á hvaða þorpara sem væri. Þið verðið að taka mig að ykkur og ykkur mun ekki iðra þess, því að eg mun hirða vel um ykkur. Eg skal gera allt, sem þið viljið, ef þið bara farið ■ ekki frá mér. Og ef þið eruð eitthvað að brugga með ieynd legg eg ekki við hlustirnar. Og jafnvel ef eg heyri eitthvað getið þið treyst mér. Juan sá, að stúlkan hafði rök að mæla. Hún var stór og sterk og gat komið að miklu gagni á flóttanum, ekki síður en vaskur karlmaður. Hann gerði nú Gueneau grein fyrir flóttaáforminu, og hann kallaði á ofurstann, kapteininn og Tinteville, og sagði þeim frá áforminu. Að ráði Rósettu byggðu þeir sér einskonar kofa úr viðargrein- um og notuðu hermannsfrakka sína sem einskonar veggtjöld til skjóls. Um miðja nótt vaknaði Juan við einhvern hávaða, leit í kring- um sig svefndrukknum augum og varð þess var, að einhver hreyfing var á Tinteville, sem hafði lagt sig hinum megin við Rósettu, og skammt frá. Juan var í þann veginn að spyrja hvort hann væri veikiur, er hann heyrði hann hvísla til hennar: — Sefurðu? — Nei, hvernig ætti maður að sofa, þegar þú ert sísparkandi og ymjandi. Þegár um kvöldið hafði Juan veitt því athygli, að Tinteville var hinn eini sem hafði gert sig líklegan til að vera stimamjúkur við Rósettu, en hugði það stafa af þvi eingöngu, að honum væri í blóð borið að vera kurteis við konur. Þar að auki hafði hann talað um Pauline af slíkri ástríðu, að honum flaug ekki í hug, að hann gæti fengið girndarhug á öðrum konum. — Má eg ekki koma, hvíslaði Tinteville, og er hún svaraði engu hélt hann áfram ákafur: — Vertu nú ekki svona stygg, segðu að eg megi koma. — Uss, hvað þið karlmennirnir eruð andstyggilegir, hvæsti hún, aldrei getið þið lofað vesalings stúlkum að vera í íriði. Mig langar bara til að sofa. Juan ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum. Var það heims- maðurinn, glæsimennið Tinteville, sem mælti svo, — var ólmur íað komast yfir svona drós? — Segðu já, Rósetta, segðu já, víst viltu — Hún andvarpaði: — Komdu þá. Juan sneri sér xið, en lest sofa. Hann fylgdist þó með því sem gerðist í nokkurra skrefa fjarlægð, og loks opnuðust augu ungl- ingsins alveg, og hann var ekki í vafa lengur um þá leyndar- dóma lífsins, sem hann hafði alið um fagra drauma, en nú var allt í einu svift burt ævintýraljómanum. Glensyrði Tinteville og stunur Rósettu bárust honum að eyrum. Hvernig gat nokkur maður farið svo hrottalega að gagnvart konu — og hvernig gat nokkur kona þolað slíka meðferð? hugsaði hann. Hann hlaut að hafa sofnað, því að hann vaknaði við, að Gueneau hrissti hann til. —• Hann er kominn, hvíslaði hann. — Hver? Hvað er um að vera? — Bátur fiskimannsins — báturinn með rauða seglið uppi. Úti á ströndinni stóð Tinteville, kapteinn og ofurstinn og störðu sem steini lostnir á stóran fiskibát, sem nálgaðist hægt og hægt. Veður var hið fegursta og dálítil gola. Allan morguninn gáfu þau bátnum nánar gætur, en loks sagði Rósetta, að ekki dygði annað en að reyna að fá eitthvað í gogginn, eins og hún orðaði það. Hún fór á stúfana og hætti ekki fyr en hún hafði náð í tvo krabba fyrir neðan klettana og setti hún nú pott á hlóðir og brátt barst anoganin af súpunni að vitum þeirra. Juan horfði með nokkurri aðdáun að því hve myndarlega Rósettu fórst allt úr hendi, og hann gat ekki enn gert sér fylli- lega grein, að hún gæti verið svona glöð og hress, eftir hina hrottalegu meðferð um nóttina. íðdegis sátu þeir fremst á tanga nokkrum og hugsuðu ekki um annað og ræddu ekki um annað en það, sem framundan var, er skipið varpaði akkeri þar úti fyrir. Tinteville var bjartsýnn mjög og efaðist ekki um, að fyrirtækið mundi heppnast. Hann lá endilangur og teygði úr sér og virtist liða prýðilega. — Þetta er í rauninni sannkölluð paradísareyja, sagði hann, og næstum hryggðarefni, að verða að fara héðan. En hinir ræddu fram og aftur um það, sem gerast kynni og valda mundi erfiðleikum. Verst var, fannst þeim, að vita ekki hvort skipstjóri mundi leggja bát.sínum alveg að klettunum um flóð, eða varpa akkeri og senda bát til lands. M. a. ræddu þeir hvort nokkur blindsker myndu vera á leiðinni til lands, ef bátnum væri lagt þar úti fyrir, og Juan varpaði af sér klæðum og kafaði í rannsóknar skyni, og er hann kom aftur alldasaður, var enn rætt um horfurnar. Juan kvaðst ekki hafa fundið nema eitt blindsker. Menn komust að þeirri niðurstöðu, að ef báturinn legði að landi, mundi allt geta gengið greitt, þá gætu þeir stokkið út í, yfirbugað mannskapinn á fiskibátnum, og siglt burtu. En ef varpað væri akkerum úti fyrir, yrði bátur sendur á land, og yrði þá Juan að tefja fyrir þeim, sem í landi væru, svo að þeim gæfist færi á meðan að synda út í skútuna. Er kvöldaöi setti Rósetta aftur pott á hlóðir og voru þeir nú komnir í byr0ið flestir, og biðu þess að fá eitthvað til að nærast á hjá hinni óviðjafnanlegu eldabusku, en allt í einu heyrðist skvldur mikið, úti fyrir, og kom nú í ijós, að komin var hinn mikli stórskotaliðsamður frá Marseille, sem Rósetta hafði minnst á, og gerði kröfur til þess, að hún færi með sér, þegar, þar sem hann ætti hana. — Þarna ertu, dræsan þín, sagði hann, komdu hingað og eg Mánudaginn 22. júní 1959 . KVÖLDVÖKUNNI Það getur vel verið að öll riddaramennskn sé útdauð hjá karlmönnum, en henn bregður samt fyrir hjá kvenfólki ein- staka sinnum. Það var kvennasamkeppni í enskum smábæ, og aðalspurn- ingin var þessi: „Hvað er nauðsynlegasti hluturinn á heimili yðar?“ Fyrstu verðlaun fékk sú, sem svaraði stutt og laggott: „Maðurinn minn.“ * Hann fór með konunni sinni á málverkasýningu — nýtízku list — en var ekki vel ánægð- ur með hana. „Lovísa,“ sagði hann, „góða vertu ekki svona áhugalaus. Þú getur þó í það minnsta stanzað við og við, og hrist höfuðið. Annars heldur fólk að þú hafir ekki Jiundsvit á list.“ Það virðist nú loks geta feng- izt upplýst, hvort kona getur þagað yfir leyndarmáli eður ei. Nú á að fara fram próf um þetta, og sú sem á að ganga undir það, er hin vellríka frú Francine Weisweller, sem um þessar mundir dvelst í villunni Cap Ferrat. En þar er einnig dveljandi hinn ungi tízkuteikn- ari hjá Dior, Yves Saint- Laurent, og er að vinna að frumdráttum sínum að vortízku kvenna, á meðan hann dvelst þarna. Ekki getur hjá því farið, að frúin komist að því sem er að líta dagsljósið hjá tízkufræð- ingnum — og hugsa sér, að slíkur leyndardómur skuli eiga að geymast í brjósti einnar konu. Megi slíkt og þvílíkt takast, eru konur í raun og sannleika meiri en margur karlmaðurinn hefir grunað þær um hingað til. 'k. Burrough* 1 AKZ BUT BEFOfSE A SP’EAR. COULP PKAW BLOOPv ATAVVMY STREAK. OP GEEEN- Öskrin utan úr myrkviðn- um trufluðu villimennina í ^ansinum, en þegar Steel hafði hvatt þá um stund til að ljúka við athöfnina tóku þeir að dansa kringum fórn- arlömb sín á ný. En áður en einu spjóti var lagt til þeirra felaga, stökk ógurlegt dýr yfir limgirðinguna og græn augu dýrsins lystu af hatri og grimmd. Meistararitgerð — Frh. af 9. síðu: átt að geta farið að dæmi hinna landanna og „unz annað verði“ virt íslenzku útfærsluna. Að- gerðir þess hefðu þá verið í samræmi við fyrri aðgerðir Breta, þegar önnur lönd færðu landhelgina út einhliða, á sama hátt og íslendingar.“ Peter Hallberg hefur látið svo um mælt um meistararit- gerð hins unga landa síns og þær undirtektir, sem hún hef- ur hlotið hjá stúdentum í Lundi: „Ég þekki Peter Modie ekki persónulega. Hann las grein mína í „Ny Tid“ og varð svo hrifinn af efninu, að hann ákvað að vclf a sér efnið til meistaraprófs, og skrifaði mér nokkur bréf þar að lútandi. Mér þykir það gleðiefni, að svo margir þjóðréttarfræðistú.dent- ar í einum háskóla hafi mynd- að sér svo viturlega skoðun á „íslenzku fiskveiðideilunni“. — Það er unga fólkið, sem maður á að reiða sig á í slíku tilviki sem þessu, en ekki gamlir, rotnir hrottar.“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.