Vísir - 26.06.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 26.06.1959, Blaðsíða 7
Föstudaginn 26. júni 1959 VlSIE 1 Aldrei aftur vinstri stjórn. Moskvukommúnistar hafa tögl og hagldir í Alhýðubandalaginu. Foringjarnir eru logandi hrædd- ir við kosningarnar. Kosningabarátta kommúnista sýnir það ljóslega, að þeir eru liræddir við þessar kosningar. Neyðaróp forustumanna þeirra til fyrrverandi kjósenda flokksins hafa aldrei verið átakan- legri en nú. Þessi ótti er heldur ekki á- stæðulaus, þegar þess er gætt, að á fundi í Sósíalistafélagi Reykjavíkur var framboðslista flokksins hafnað með 69 atkv. gegn örfáum. Mun það vera einsdæmi hér í Reykjavík, að flokksfélag felli sinn eigin lista rétt áður en framboðsfrestur- inn er runninn út. Því næst var rifist ofboðslega um listann í miðstjórninni, en þó fór svo að lokum, að hann var samþykktur þar. Má því segja, að ill hafi hin fyrsta ganga verið og líklegt að á- framhaldið verði í samræmi við það. Sá dómur sem kveðinn var upp yfir verkum vinstri stjórninnar í bæja- og sveita- stjórnarkosningunum 1958, kommúnistum vafalaust minnisstæðar, og þeir vita að þjóðin hefur ekk.i gleymt verkum hennar enn. Vitað er að Moskvu-komm- únistarnir hafa nú aftur töglin og haldirnar í flokknum og geta hvenær sem er varpað hinum út í ystu myrkur. Þetta var það sem flokksfundurinn, sem felldi fram framboðslist- ann vildi gera, en miðstjórnin komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri „praktiskt“ að láta til skara skríða fyrir kosning- arnar, en nægur tími til að jafna sakirnar síðar. í samræmi við þetta þykir kommúnistum nú heppilegt að láta líta svo út, að þeir séu „hátt skrifaðir“ í flokkn- um, sem raunverulega eru „afskrifaðir“, eins og Einar Olgeirsson, Finnbogi Rútur og Alfreð Gíslason. Og síðast en ekki sízt var það lífsnauðsyn, að halda liðinu saman fram yfir kosningar, ef ske kynni að hægt yrði að ná samningum við Framsókn og komast þannig aftur í ríkis- stjórn. Sú hugmynd er áreið- anlega ofarlega á baugi í kommúnistaflokknum, enda bað Finnbogi Rútur menn að „taka eftir því“, í útvarpsum- ræðunum á þriðjudaginn, að boðið mundi verða í Alþýðu- bandalagið eftir kosningarnar og nefndi Framsókn þar' fyrst til, enda var það samstarfið, sem hugur hans snerist um. Hótanir Framsóknar um að stöðva kjördæmamálið geta ekki verið byggðar á öðru en von um að fá k.ommúnista í lið með sér. Að öðrum kosti gæti Framsókn ekkert bol- magn haft til þess að stöðva það réttlætismál. Þetta er hin mikla hætta, sem þeir kjósendur stofna til, er setja krossinn við lista kommúnista. Þetta skyldu reykvískir kjósendur íhuga vel áður en þeir ganga að kjörborð- inu. Stjórn Framsóknar og kommúnista myndi ekki hvað sízt velgja þeim undir ugga. Hin ábyrgðarlausa afstaða kommúnista í landhelgismálinu ætti ein út af fyrir sig að verða þeim að falli. Það má vera, að meiri hluti þeirra manna, sem stjórna kommúnistaflokknum hafi viljað 12 mílna landhelgi, en þeir vildu fyrst og fremst ófrið við nágrannaþjóðir okkar út af landhelgismál- inu. Þeir vonuðu að sá ófrið- ur myndi geta flæmt okkur úr varnarsamtökum vest- rænna þjóða, eyðilagt mark- aði okkar á Vesturlöndum og neytt okkur þannig inn í blokk hinna austrænu kúg- unar. Þetta er sannleikurinn um afstöðu kommúnista í land- helgismálinu, sem hverjum kjósanda er skylt að gera sér grein fyrir. Það er ákaflega þægilegt fyrir kommúnista að blekkja fjöldann með því að þeir séu aðeins að berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar, því að öll þjóðin vill auðvitað sem stærsta landhelgi. En hver mað ur, sem geíur sér tíma til að kynna sér sögu kommúnista í landhelgismálinu, hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að öll þeirra orð og athafnir hafa fyrst og fremst miðast við það, að koma íslandi úr Atlantshafs bandalaginu. Um baráttu kommúnista fyrir bættum kjörum almenn ings ætti ekki að þurfa að eyða mörgum orðum, eftir skemmdarstarf þeirra með verkföllunum miklu og á- framhaldandi iðju þeirra í vinstri stjórninni. Fyrir tilverknað þeirra versn- uðu kjör almennings á valda- tíma vinstri stjórnarinnar meira en dæmi eru til áður á svo stuttum tíma. Þeir skelltu yfir þjóðina nýrri verðbólgu- öldu, sem hefði riðið efnahags- kerfinu að fullu, ef ekki hefði verið spyrnt við fótum. Og hver sem feirgi þeim enn aðstöðu til áhrifa í stjórp landsins, mundi léiða yfir þjóðina meiri ógæfu en hægt er að sjá fyrir nú. Með því að fella niður þrjú orð úr klausu sem Þjóðviljinn hefur eftir Einari Olgeirssyni í fyrradag er komin hárrétt lýs- ing á því sem þjóðarinnar bíð- ur, ef kommúnistar komast í ríkisstiórn: Hver sá launþegi, sem kýs Alþýðubandalagið, kallar yfir sig og fjölskyldu sína versta bölið: atvinnuleysið með öllu scm af því hlýzt: tekjutjóni og fátækt, máski missi íbúða og annarra eigna. Þetta er sú mynd, sem alls staðar blasir við þar sem komm únistar ná völdum. Á eftir kem ur svo missir alla þeirra mann- réttinda, sem eru hornsteinar mannsæmandi lífs í lýðræð- frjálsum löndum. Reykvíkingar. minnist þess við kjörborðið á sunnu- daginn kemur, að hver sem kýs kommúnista, er að greiða atkvæði með nýrri vinstri, stjórn. Munið kjörorðið: AlcSrei aftur vinstri stjérn! Sala listaverka upp í erfðaskatt vekur gremju. Tveir erfðagripir seldir á uppboði fyrir 385 þúsund stpd. Brezk blöð láta í Ijós óá- j ekki þurfi nema nóga dollara nægju yfir því, að merk lista- j til þess að eignast slika gripi. verk og skartgripir glatist þjóð Hvert ættarsetrið af öðru hafi inni, og kenna um óvægilegum verið selt af sömu sþkum. ákvæðum erfðaskattslaga. Tilefnið er, að undangengna daga hafa verið á uppboði mun- ir úr dánarbúi hertogans af Westminster listaverk og skart- gripir, til lúkningar greiðslum á erfðaskatti. Málverk eftir Rubens var selt á 275.000 stpd. og er það metsala fyrir málverk á uppboði í London ,og höfuð- djásn (tiara), sem skartgripa- salinn Harry Winston í New York keypti fyrir 110.000 stpd. Daily Mail segir, að það sé óhæfa að krækja í peninga í ríkiss£Óð eins og gert sé með erfðafjárskattslögunum. Þjóð- inni glatist t. d. listaverk, sem menn hafi varið fé sinu til kaupa á, og varðveitt vel, ef til vill mann fram af manni, en þjóðinni sé það fengur og á- nægja, að slík listaverk séu til í landinu. Nú sé svo komið, að Lætur blaðið og fleiri blöð 1 ljós gremju yfir missi lista- verkanna og telja þörf endur- skoðunar á lögunum. Veöriö. Gerið skil í happdrætti velt- unnar. Aðeins dregið úr seldum námerum. Opið frá kl. 10 til 10. Ungverjalamfi meinað, að hafa fuEitrúa á fimtfi ILO. EBöfAii |iar licldeii* ckki fiillín'ia í i’vrra Fjáröflunarnefnd Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðshúsinu, Ingimar og Floyd keppa í dag. Fcikna úrkoma var í New ^ York í gær og tafði og torveld- Fregnir frá Genf herma, að á móti en 38 sátu hjá Ung. aði allan undirbúnmg að á ráðstefnu Alþjóða verkalýðs- vershum fulltrúum var einnie keppninni um heimsmeistara- málastofnunarinnar (ILO) hafi ^^stefntma s£, ti«Unn í hnefaleik mílli Ingi- það ekki nað tilskildum meiri- ár Áður hafði verig felld brezk mars Jóhannssonar og Floyds hluta (%), að taka gild umboð tillaga með 182 atkvæðum gegn Pettersons. Hægviðri er um land allt. Þokuslæðingur á ströndum, en bjart í innsveitum. Mest- ur hiti í gær á Þingvöllum, Síðumúla í Borgarfirði, 21 stig, en í Reykjavík var mestur liiti 14 stig (17 í fvrradag). Horfur við Faxaflóa: Hæg breytileg átt og léttskýjað síðdegis. Þokuslæðingur nótf. í morgun kl. 9 var logn Rvík og 10 st hiti og þoku- móða. Víðáttumikil lægð er suð- ur af íslandi, en hæð fyrir norðan. fulltrúa Ungverjalands til að sitja ráðstefnuna. 2. hæð. - og 10179. 38 (og 35 fjarverandi), að fresta umræðum um ungverska Lá fyrir um þetta tillaga' fulltrúa þar til allsherjarþing Símar 24059 nefndar, sem hafði umboð full- f Sameinuðu þjóðanna hefði trúa til athugunar og greiddu tekið ákvörðun í Ungverja- 145 tillögunni atkvæði, 70 voru landsmálinu. Keppnin fer fram í dag. — Menn eru yfirleitt trúaðir á, að Floyd Patterson gangi með sig- ur af hólmi og haldi titlinum. í fyrradag voru veðmálahlut- föll 7:2 honum í vil. Það er aðeins ein skýr- ing lil á því, að Framsókn- arflokkunnn skuh yfirleitt eiga nokkurt fylgi í Reykja- vík. Sú skýring er hin gíf- urlega bithnga- og fjár- málaaðstaða, sem flokkur- inn hefur skapað sér og sínum mönnum með ílla fengnum völdum. Það er lífsspursmál fynr þessa menn að kjósa Framsókn- arflokldnn. Á því byggist fylgi hans, og velmegun þeirra. Víða um Reykjavík liggja gróðanet þessara manna og birtast í ólík- ustu hlutum svo sem olíu og rjómaís. — Forystu- menn Framsóknarflokksins ganga fyrstir og lengst í þessu efni, og skýrum við hér á eftir frá einu nýjasta afreki þeirra. Vestur í bæ, nánar tiltekið að Dunhaga 18—22, er risið upp nýtt verzlunar- og íbúðarstórhýsi. Við framkvæmdir þessar hefur mest borið á tveim Fram- sóknarmönnum, þeim Þóri Baldvinssyni, (hann er á móti kjördæmabreyting- unni) og Hjálmtý í Nonna. Eftir að fyrirtækið tók til starfa, hefur hinsvegar komið í ljós, að það er Jón ívarsscn, forstjón í Inn- flutningsskriístofunm, sem tekur við húsaleigunni og að allir lögfræðilegir þræðir liggja í gegnum hendurnar á Hermanm Jónassyni, for- manni Framsóknarflokks- ins. Herútboö á Ceylon vepa verkfalla. Stjórnin á Ceylon heíur kvatt allmarga menn til að gegna her skyldu, til þess að annast sam- göngur, flutninga á nauðsynj- um og til öryggis innanlands- friðiniun. Þetta er gert vegna verkfalla og afleiðinga þeirra. í Colombo hafði stöðugt fjölgað skipum, sem afgreiðslu biðu, og horfði til stórvandræða. Eru hafnar- verkamenn í verkfalli þarna. Hermenn annast þar nú af- greiðslu skipa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.