Vísir - 26.06.1959, Síða 10

Vísir - 26.06.1959, Síða 10
to VtSIR Föstudaginn 26. júní 1959 CECIL AT. l, . ST. LAURENT: / DOJV jrtAJVS * -K 53 Juan gerði ekkert til þess að fá vin sinn til íhlutunar, en horfði í þess stað af girnd á Rósettu, því að sterk ástriða var vakin í huga hans til hennar. En hann fékk um annað að hugsa, því að ofurstinn steig nú fram og stakk hnífsoddi sínum milli herða- blaða risans. — Hendið frá yður hnífnum, eða eg rek hníf minn í yður, sagði hann ákveðinn röddu. En Janmaze hikaði. — Láttu þá spjátrunginn þarna sleppa hakanum. Niðurstaðan varð, að báðir lögðu frá sér „vopnin“ samtímis, og Janmaze færði sig aftur og settist undir ár, en Tinteville lagaði klæði sín og tautaði: — Það er furðulegt, alveg furðulegt, að til skuli vera menn svo gersneyddir allri háttvísi. — Nei, því er verr og miður, að það er ekkert furðulegt, sagði •ofurstinn þurrlega. Allt getur gerst, þegar menn eru þyrstir og þreyttir og vonsviknir og þár að auki kvenmaður með í spilinu. Það er annars furðulegt, að enginn okkar skuli hafa fengið sólstungu. Það er fyrirsjáanlegt, að við förum að tína tölunni vegna innbyrðis bardaga, ef við veljum okkur ekki leiðtoga og hlýðum honum í blindni. Þessari uppástungu var vel tekið og einhver kallaði til Juans, að hann skyldi taka þátt í atkvæðagreiðslu. — Til hvers er að greiða atkvæði? sagði kapteinninn. Það er augljóst mál, að sá sem vitið hefur mest, skal vera leiðtogi, og það er ofurstinn. — Á það fellst eg ekki, sagði Janmaze. Þið sáuð sjálfir, að hann var reiðubúinn að drepa mig rétt áðan. Verði hann leið- togi lætur hann það verða sitt fyrsta verk að drepa mig. Juan ákvað með sjálfum sér, að greiða ofurstanum atkvæði, en þá hvíslaði Gueneau að honum: — Greiddu mér atkvæði og eg skal sjá um, að þú fáir tvö- faldan vatnsskammt. Juan var sem steini lostinn yfir uppástungunni, en nú stakk Tinteville upp á, að Rosetta skyldi vaiin. — Hve dásamlegt það væri, að eiga allt sitt undir vilja fagurrar konu, sagði hann. Við munum uppfylla allar hennar óskir — keppast um það! Janmaze rak upp rosahlátur. — Ef hún leggst með mér skal eg greiða henni atkvæði. — Þið eruð brjálaðir báðir tveir, sagði Gueneau æfur af reiði. Hér horfir svo, að við eigum dauðann vísan, eða það sem verra eí, að lenda í áþján af nýju, og ykkur er ekki annað í hug en lostafullar hugrenningar. Við verðum að hafa ungan, sterkan, hugdjarfan leiðtoga. Hver uppfyllir þau skilyrði bezt? Um leið og hann sagði þetta leit hann á Juan, eins og hann með því vildi gefa til kynna, að hann skyldi stinga upp á sér, -en áður en hann gæti tekið til máls, reis Janmaze á fætur, barði hnefum á sinn þrekna barm og kvaðst sjálfur vera rétti maður- inn. — Þú, sem ert ekki einu sinni læs, sagði Gueneau háðslega. — Og gerir það svo sem nokkuð til? Búist þér við ástarbréfum? Ofustanum gramdist mjög, að hann var ekki valinn einróma, og kvaðst ekki táka við kosningu. Næstur tók kapteinninn til máls: — Eg lýsi yfir því, að eg vil ekki heldur koma til greina, enda get eg vart staðið á fótunum lengur. Ofurstinn neitar, og enginn stingur upp á Rosettu nema af glettni. Enginn mundi hlýða Janmaze, en Tinteville hefur sennilega mesta hæfileika sem leikstjóri. Hann sneri sér að Gueneau og Juan: — Það verður að velja milli ykkar tveggja. Juan ætlaði að fara að segja, að hann væri of ungur og ó- reyndur, þegar ofurstinn tók til máls, en hann hafði nú greini- lega horn í síðu Gueneaus, því að það hafði ekki farið fram hjá honum, að hann hafði hvíslað einhverju að Juan í byrjun. — Eg sting upp á, að við veljum hinn unga vin okkar, Juan, því að hann er sá eini sem hefur haft vald á sér og ekki lent í neinum deilum, og ber það taugastyrk og rólyndi vitni. Auk þess talar hann spönsku reiprennandi og er færari en nokkur hinna, að gefa ræðurunum spönsku fyrirskipanir. — Og svo er hann svo indæll, skaut Rósetta inn í. — Tja, því ekki það, sagði kapteinninn. Tinteville klappaði saman lófum. — Charmant, Superb'. Fyrr á tímum var hinum yngsta varp- að fyrir borð, ef matarskortur var yfirvofandi. Nú velja menn hann fyrir leiðtoga. Lifi æskan! Janmaze kinkaði kolli, en Gueneau gat ekki dulið vonbrigði sín. —- Þú mátt gjarnan vera leiðtogi, sagði hann við Gueneau. Eg sé, að þú hefur hug á því. — Eg, sagði Gueneau, og gretti sig. Þótt þið krypuð á kné og bæðuð mig um það, mundi eg neita. Það er ekki eftirsóknarvert, að eiga að skipa fyrir verkúm soltnum greyjum, sem varla geta staðið á iöppunum. Það var farið að húma og orðið svalara í lofti, en ekki var minnsti vindblær. Ræðararnir stunduðu róðurinn með samanbitnar varir og Juan forðaðist að skipa neinum neitt. Hann reyndi að vingast við Gueneau, en hann virtist ekki geta sætt sig við sigur hans. Kapteinninn sat niðursokkinn í staðarákvarðánir. Við engan virtist unnt að ræða nema ofurstann. — Gleymið ekki, að það er mér aö þakka, aö þér urðuð fyrir valinu, sagði hann. Ráðgist við mig, áður en þér gefið nokkrar fyrirskipanir. — Hvenær finnst yður, að eg ætti að úthluta vatni? spurði Juan. Ofurstinn tók lítinn bolla upp úr vasa sínum. — Eg fann þennan trébolla, bundinn við eitt af netunum. Hann-rúmar smásopa. Fyllið hann vatni og víni og látið alla fá sinn skammt eftir um það bil eina klukkustund, en bíðið svo til næsta morguns hversu mjög sem þeir biðja eða hóta. Juan fór að undirbúa blöndunina. Drykkurinn minnti hann á þann, sem hann fékk J Menntaskólanum fyrir unga aðalsmenn, og fannst honum langt um liðið síðan hann var þar. Hvað mundu félagar hans þar segja, ef þeir vissu um öll ævintýri hans, eftir að hann skildi við þá. Hann var hrakinn hrottalega af þessari minninganna braut, er Janmaze kom og sagi: — Jæja, flotaforingi, hvað eruð þér að brugga? Hann heilsaði að sjóliða sið. — Janmaze stórskotaliðsmaður tilkynnir, að hann sé þyrstur. Og það þýðir, að hann drekki þegar honum sýnist og eins mikið og hann vilji. Hingaö með kútinn! Þa var hótunarhreimur í röddinni. Juan kenndi beygs sem vonlegt var, því að Janmaze var jöt- unn vexti og kraftalegur og ofsafenginn. En láti eg hann hræða mig glata ég áliti og virðingu hinna hugsaði hann. Hann reis, á fætur og sagði ákveðið með þungri áherzlu: — Hér er það eg, sem skipa fyrir, og þú, sem hlýir. Ef þú drekkur þó ekki sé nema einn dropa í heimildarleysi dæmi eg E. R. Burroiighs K5LLOWINS TAEZAN'S INSTKUCTÍCNS, akut cutthe bonps twat help THE MEM TO THE STAKE. TARZAN 3012 Akut fór eftir skipunum Tarzans og nagaði sundur böndin. Náði Tarzan því THSM, APTEE KETRIEVIMG HIS WEAPOMS,THE APE-MAN CKIEP, ' LET'S SO! STEEL COULP MOTHAVE SCTTEN TOO FAP.!" næst í vopn sín og kallaði: „Förum af stað, Steel getur ekki verið kominn langt í burtu. Þannig hófst elt- ingaleikurinn við Steel. í för með þeim var nú hópur af grimmum, en trygglyndum vinum Tarzans. KVOLDVOKUNNS - i S'iina* X ★ Ungur maður með sterk gleraugu kom til herskoðunar. Og þegar búið var að skoða hann var því lýst yfir, að hann væri mjög heppilegur til her- þjónustu. „En augun í mér eru mjög léleg,“ sagði hann í mótmæla- skyni. „Þau eru ágæt,“ sagði lækn- irinn. „Eg hefi tekið ungan mann í herinn, sem var alveg blindur.“ „Alveg blindur? Og er hann í hernum núna?“ „Nei,“ sagði læknirinn. „Eg varð loks að vísa honum frá. Hundurinn hans, sem leiddi hann, var með plattfót.“ ★ Hann var nýlega orðinn lauti- nant og stóð við vindlingasjálf- sala og rótaði í vasa sínum eft- ir peningum. Þá kom óbreyttur liðsmaður og gekk fram hjá: „Hæ, maður minn, gætuð þér skipt fimm króna seðli?“ „Já, það er hugsanlegt," sagði hermaðurinn og stakk hönd sinni í vasa sinn. „Heyrið þér mér — svarið þér fyrirliða svona?“ — gjammaði lautinantinn. „Gerið svo vel að svara aftur. Getið þér skipt 5-kalli?“ Hermaðurinn rétti úr sér, smellti saman hælunum og svaraði: „Nei, hr. lautinant.“ ★ Fjórtán ára gamall sonur minn var að blaða í gömlu tímariti. Þar var mynd eftir franska málarann Manet og hét „Matast úti“. Matarleifar voru í grasinu. Þar sitja þrír og eru allir klæddir, en ein konan er kviknakin. Sonur minn virti fyrir sér myndina, yppti síðan öxlum og sagði: „Svona er það alltaf þegar farið er í útilegu. Það er alltaf einhver sem gleymir ein- hverju.“ ★ Rússar hafa fundið sundur- skotið flugvélarflak á Kola- skaga — frá styrjaldarárun- um. Mai$naMát vestra. Hinn 13. maí s.l. andaðist í Winnipeg Halldór M. Svvan, 76 ára að aldri, eftir langvinn veik indi. Hann var eigandi Swan Mfg. Co. og forstjóri þess og rak það í 38 ár. „Hann var söngmaður góður, í söngflokki Fyrsta lúth- erska safnaðar í mörg ár og ísl. karlakórsins. Hann var fæddur að Burstarfelli í Norður-Múla- sýslu. — Hann lifa bróðir har.s, Metúsalem, og systir hans Odd ný, bæði á íslandi.“ 10. maí andaðist Kristín Jó- hannsson, South Beach, Gimli, Man. Hún lézt í sjúkrahúsi í Winnipeg, 49 ára að aldri. Mað- ur hennar, Jóhann, lifir hana og fjórir synir. 12. maí lézt frú Laura Bjarna son, Winnipeg. Hún var fædd í Tantallaon. Sask, en hafði búið í Winnipeg í 40 ár. Hana lifa tveir synir og ein systir og S1- barnabörn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.