Vísir - 26.06.1959, Síða 12
Bkkert blað er ódýrara f áxkrift en Ví»lr.
Iiátið kurn fœra yður fréttir »g annað
Bwtrarefni keim — án fyrirhafnar aí
yðar hálfu.
Sími 1-16-6*.
wlmwm.
Munið, að þeir, sem gerast áskrifenáwr
Vísia eftir 10. hvers ménaðar, fá blaðil
ákeypis til mánaðamóta.
Simi 1-16-66.
Föstudaginn 26. júní 1959
é»* fiéfrct á _
• cá tíftMÍ'Cí &?€U*4
Minnisblað um loforð og ,,efndir“
vinstri stjórnarinnar.
LOFORÐ.
Vinstri stjórnin lofaði:
S [
VARÁNLEGUM ÚRRÆÐUM í eínahagsmálum
og að leysa bau mál EFTIR NÝJUM LEIÐUM.
í í þessu fólst auðvitað loforð urn að LEGGJA NEÐUR
Cða draga úr sköttum og álögum.
„EFNDÍR“
Vinstri stjórnin átti engin úrrœði í efnahagsmáium,
þaðan af síður varanleg.
♦ Loforð um að fara „eftir nýjum Ieiðum“ efndí
i hún með því að leggja nýja skatta á {ijóáiiia
að upphæð 1250 milljónir, eða 2.200 mínútu.
Vinstri stjórnin Ieiddi þjóðina „fram á brúnina“!
Kjörorðið er:
Aldrei aftur
vinstri stjórn
St. Lawrence skipaskurðurinn
opnaður hátíðlega í dag.
Viðstödd eru Eisenhower forseíi
og Elisabet drottning.
St. Lawence-skipaskurðurinn
verður opnaður í dag við há-
ííðlega atliöfn að þeim við-
stöddum Eisenhower forseta og
Elísabetu II.
Drottningarskipið Britannia
kom til Montreal í gær með
dottningu og Filippus prins, en
forestinn ætlaði að fljúga þang-
að í morgun í einkaflugvél sinni
og fer forsetafrúin með honum
ÁSKORUNUM ER LOKIÐ.
SKIL HALDA ÁFRAM.
í*eir, sem fengið hafa áskor-
Un veltunnar, eru eindregið
hvattir til þess að sækja Hand-
bók Veltunnar, þótt þeir ekki
skori á aðra.
Handbók Veltunnar er jafn-
framt happdrættisnúmer og
verður dregið á kosningadag-
inn 28. þ. m.
Vinningur er glæsilegur út-
■varpsgrammófónn að verðmæti
kr. 35 þús. — Aðeins dregið úr
seldum númervun.
Opið frá 10 til 10.
F j áröf lunar nef nd
S j álf stæðisf lokksins,
Morgunblaðshúsinu,
2. hæð. — Símar 24059
og 10179.
og Christian A. Herter utan-
ríkisráðherra ,og nokkrir tign-
ir gestir aðrir, en aðrir gestir
fara í herflugvél ásamt Brucker
hermálaráðherra.
Aðalhátíðahöldin fara fram
við St. Lambeth höfða skammt
frá Montreal.
Blöðin ræða mikilvægi þessa
mannvirkis, sem nú verður
formlega opnað til umferðar.
Hér er opnuð 4000 km. siglinga-
leið — opnuð leið frá „Atlants-
hafi að hjarta Ameríku“, eins
og eitt þeirra kemst að orði.
Hér er um stærra fyrirtæki að
ræða en gröft Suezskurðar og
Panamaskurðar. í sambandi við
skurðinn er mikil vatnsvirkjun,
tveggja milljóna og 200.000
hestafla.
Hálfrar aldar þarátta.
Háð var hálfrar aldar barátta
og loks byrjað á verkinu, áður
en búið var að ganga frá nauð-
synlegri löggjöf í Bandaríkjun-
um, en úr öllu rættist. Það voru
einkum stjórnmálalegir erfið-
leikar, sem erfitt var að sigrast
á, en einnig tæknilegir.
f gærkvöldi var efnt til mik-
illar veizlu og dansleiks í Mont-
real og bauð borgarstjórnin til
Macmiilan og Menzies hvetja
tii fundar æðstu manna.
Nýtt ágreiningsefni milli
bandamanna.
Harold MacmiIIan heldur
enn í vonina unv fund æðstu
manna og Menzies forsætisráð-
herra Ástralíu hefur hlaupið
fram fyrir skjöldu honum til
stuðnings.
Macmillan sagði í gær, að ár-
ið sem leið hefði verið ár úr-
slitakostanna, en árið í ár væri
ár samkomulagsumleitananna.
Hvatti hann enn til þess, að
haldinn yrði fundur æðstu
manna.
Menzies f orsætisráðherra,
sem að undanförnu hefur oft
rætt við Macmillan og m. a.
sat stjórnarfund í London ný-
lega, sagði í gær, að mikið gæti
áunnizt á fundi æðstu manna,
en ekkert tapast, og bæri því
að efna til slíks fundar. Hann
hvatti til vestrænnar samræm-
ingar skoðana og stefnu, því að
eining yrði að vera ríkjandi
þeirra milli.
Nýtt ágreinigsefni.
En nýtt ágreiningsefni virð-
ist komið til sögunnar, þar sem
Bretar og Bandaríkjamenn eru
annars vegar, en ítalir og
Frakkar hinsvegar. Ítalíustjórn
leggur til, að haldinn verði ráð-
herrafundur Nato, áður en
fundur utanríkisráðherranna
kemur saman ai nýju í næsta
mánuði, en þetta fær litlar und
irtektir í London og Washing-
Nýtt skip„ Pétur
Thorsteinsson7
til Bíldudals.
.//
Fyrir helgina síðustu kom
nýtt togskip til Bíldudals, og
gerir hreppsfélagið skipið út,
það hefur verið skírt „Pétur
Thorsteinsson“, en nafn þess
manns hefur gert Bíldudal
frægan í sögu verzlunar og út-
gerðar á Islandi.
Gísli Jónsson, búsettur í
Reykjavík, en ættaður frá
Bíldudal verður skipstjóri, og
afli verður lagður upp hjá hrað
frystihúsinu á Bíldudal.
Skipið er 250 lestir, smíðað
í Austur-Þýzkalandi. — Það
hreppti vonzkuveður á leiðinni
til landsins en reyndist vel og
tæki öll sömuleiðis.
veizlunnar. Saman komu um
2000 manns. Svo var þröngin
mikil á danssalargólfinu, að
drottning og Filippus gátu ekki
dansað, og fóru snemma. Mynd
aði kanadiska riddaraliðslög-
reglan göng fyrir þau til þess
að komast úr danssalnum.
þegið.
Þeim, sem vilja leggja nokkurt fé af mörkum í
kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins, skal bent á að
skrifstofa Fjáröflunarnefndar er í Morgunblaðs-
húsinu á 2. hæð, símar 24059 og 10179. — Sér
hvert framlag, stórt eða smátt, er þakksamlega
Fjáröflunarnefnd Sjálfstæðisflokksins.
ton. í London er litið svo á, að
ekki þurfi að ræða innan Nato
á ráðherrafundi þau mál sem
bandalagið varða og rædd
verða á Genfarfundinum, — al-
veg nægilegt að fastaráðið
fjalli um bau. — Telja verður
líklegt, þar sem De Gaulle hef-
ur í Ítalíuferð sinni rætt við
ítalska leiðtoga, forseta og for-
sætisráðherra og fleiri, að ít-
alíustjórn hefði ekki borið
fram tillöguna án samþykkis
Frakka.
Um þetta mál hefur ekkert
verið sagt af opinberri hálfu í
París.
Komnír m tónEeikaför
til Ameríku.
Fiðluleikararnir Björn Ól-
afsson konsertmeistari og Jón
Sen eru komnir heim úr sigur-
för, er þeir fóru í hljómleika-
för til Bandaríkjanna í sl. mán-
uði, eins og áður hefir verið
sagt frá í Vísi.
Þeir Björn og Jón fóru til
fundar við tvo gamla kunn-
ingja, hljóðfæraleikara úr hinni
frægu symfóníuhljómsveit í
Boston, og léku þeir félagar
saman í kvartett á hljómleik-
um í mörgum borgum á aust-
urströnd og í miðríkjum lands-
ins við hinn bezta orðstír, eins
og þegar er kunnugt orðið af
ummælum tónlistargagnrýn-
enda, en nokkur þeirra hafa
þegar birzt í Visi. Nánar verður
sagt frá þessari frægðarför
innan skamms.
★ Undanfarið hafa verið ó-
venjulegir hitar í Moskvu
— hitinn farið yfir 30°C. í
forsælu.
Ráöuneytisstjórinn
veitti leyfið
Tíminn og Þjóðviljinn í
morgun ráðast á Sjálfstæð-
isflokkinn fyrir að hafa sett
upp flokksmerki á útifund-
inum við Miðbæjarskólann í
gær.
Vonbrigði þessara blaða
yfir hinum glæsilega fjölda-
fundi eru skiljanleg, en á-
rásarefnið er hlægilegt.
Framsóknarmenn hafa að
vísu aldrei sett upp merki á
útifundi, vegna þess að þeir
hafa aldrei haldið útifund,
en kommúnistar hafa hvað
eftir annað merkt fundi sína.
Er þó ekki vitað til, að þeir
hafi borið það undir viðkom-
andi yfir-völd.
Sjálfstæðismenn leituðu
hinsvegar eftir heimild til
að auðkenna fund sinn og
fóru . eftir fyrirmælum,
sem um það voru gefin. Er
Framsóknarmönnum hent
á að leita sér betri upplýs-
ínga um þetta árásarefni
þeirra, t. d. hjá ráðuneyt-
isstjóra menntamálaráðu-
neytisins, Birgi Thorlaci-
us, en undir hann var mál-
ið borið og hafði hann
ekkert við það að athuga.
Skotfæri gerð
upptæk í Alsír.
Franska herstjórnin segir, að
gerðar hafi verið upptækar
miklar skotfærabirgðir fyrri-
hluta þessa mánaðar í suður-
hluta Alsír
Skotfærin voru ætluð serk-
neskum uppreistarmönnum og
voru belgísk, brezk, þýzk og
rússnesk.
Er Framsókn hætt að
flytja menn á kjörstað?
Tíminn skiEur hvorki kosn-
ingalög né framkvæmd þeirra.
Enginn stjórnmálaflokkur á íslandi notar viðskipta-,
atvinnu- og peningaaðstöðu í stórum stíl til að kúga menn
í kosninguni, nema Framsóknarflokkurinn. Það er næstum
takmarkalaust, hvað Framsóknarmenn ganga langt í þessu
cfni og aðrir eins smámunir og að flytja fólk landshorna á
milli til að kjósa, vaxa þeim ekki í augum og væri hægt að
nefna þess dæmi.
Allir flokkar veita fólki einliverja aðstoð við að kom-
ast á kjörstað, en engir hafa verið jafn frekir að troða
þeirri aðstoð upp á fólk eins og Framsóknarmenn.
Það er því ósvífni í meira lagi, þegar Tíminn £ morgun
ræðst á Sjálfstæðisflokkinn fyrir „brot á kosningalögum"
fyrir að veita nokkrum námsmönnum erlendis samskonar
aðstoð til að komast á kjörstað og öllum íslendingum er
boðin hér heima. Skilningur Tímans á kosningalögunum
verður að öðru leyti ekki ræddur hér, en ef sá skilningur
er nú ríkjandi í Framsóknarflokknum, má vænta þess, að
bifreiðir frá þeim flokki flækist ekki fyrir Reykvíkingum
á sunnudaginn.