Vísir - 11.07.1959, Blaðsíða 4
I
V ! S11
Laugai’daginn 11. júlí 19 59
VÍSIR
j’ DAGBLAS
Útgefandi: BLAÐAtJTGÁFAN VÍSIR HJ.
>TÍ»ir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 e8a 12 blaösíður.
Sltstjórl og ábyrgðarmaður*. Hersteinn Pálsson.
-y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 5.
Kitstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnai’ £rá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Yísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuOL
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðian h.:
Kynþáttahroki hér?
Ýmsir kunna að brosa, er þeir
lesa fyrirsögnina hér að of-
an og segja sem svo: Kyn-
þáttahroki hér? Kemur ekki
til mála. Sem betur fer er-
um við Islendingar lausir
við þá smán, og við teljum
enga þjóð annarri betri, né
heldur lítum svo á, að litar-
háttur manna skipti máli.
En er þetta nú alveg víst?
Við skulum athuga málið of-
boð lítið, það er vissulega
þess virði.
Öhætt er að fullyrða, að ís-
lendingar fyllast viðbjóði er
þeir heyra eða lesa frásagnir
af háttalagi ríkisstjórnar
Suður-Afríku, að því er
varðar samskipti hvítra
manna og þeldökkra þar í
landi. Og okkur finnst fram-
ferði Suður-Afríkumanna
að því leyti verra en það,
sem stundum kemur fyrir í
suðurríkjum Bandaríkjanna,
að í Suður-Afríku eru það
beinlínis landslög að kúga
þeldökka menn og óvirða á
allan hátt. í suðurríkjum
Bandaríkjanna er það hins
vegar gert ; trássi við lands-
lög, ef þeldökkir menn eru
ofsóttir, þar eru slíkar öf-
sóknir fremur undantekn-
ingar, en í Suður-Afríku er
það regla.
Engum finnst það athugavert
hér á íslandi, þótt teldökkur
maður komi inn á veitinga-
hús og sitji þar með lands-
mönnum. Það er vitaskuld
sjálfsagt. Þeldökkir menn,
gulir eða rauðir eru með-
bræður okkar með ná-
kvæmlega sama rétt. Þannig
líta flestir íslendingar á
þessi mál.
Gaman og
Allt fjas um „víkingablóð“ er
því tóm vitleysa. Og hvað
hefði átt að setja yfir mynd
af þeim þeldökka Joe Louis
og „Germananum“ Max
Schmeling, þegar sá þel-
dökki rotaði hann mjög
snarlega forðnm? „Ger-
manska blóðið tapaði“, væri
kannske ekki út í bláinn.
Það hefði líka reynst kyn-
þáttahrokapostulum erfitt
að finna brúklega f-yrirsögn,
er Gyðingurinn Max Baer
rotaði rómverska risann
Primo . Carnera á sínum
• tíma.
Sannleikurinn er sá, að öll
þurfum við að vera á verði
til þess að smitast ekki af
T’ hinum minnsta votti af kyn-
i þáttahari eða hroka. Við
Fátt er jafn-ógeðslegt og kyn-
þáttahroki, að maður tali
ekki um kynþáttaofsóknir.
Þetta er hvorttveggja í senn,
ógeðslegt og heimskulegt
fyrirbæri.
Fyrir nokkru bárust þær frétt-
ir út umheim, og þóttu mikil
tíðindi, að sænskur slags-
málamaður hefði rotað þel-
dökkan mann bqpdarískan.
Er hér átt við, er Ingemar
Johansson sigraði' Floyd
Patterson í New York fyrir
skemmstu í heimsmeistara-
keppni í hnefaleikum. Eitt
Reykjavíkurblaðanna birti
svo nokkru síðar mynd frá
keppninni, þar sem hinn
horski norræni garpur hefir
greitt keppinaut sínum mik-
ið höfuðhökk. Yfir mynd-
inni stóð: „Vikingablóðið
sigraði“.
Fáir munu hafa hugleitt þetta
nánar, sumir brosað að
þessu, fundizt þetta hálf-
kjánalegt. En ber þetta samt
ekki vott um brot af kyn-
þáttahroka? „Víkingablóð-
ið“ hlýtur sem sé að vera
betra blóð en annað, og þá
að sjálfsögðu afskaplega
gaman að vera víkingur. Nú
er það að vísu svo, að ekki
hefir tekizt að sanna, að blóð
úr Norðurlandabúum sé á
neinn hátt „betra“ eða heil-
brigðara, að maður tali ekki'
um „gáfulegra" en blóð úr
til dæmis Breta, Frakka,
Ukrainumanni eða Grikkja,
meira að segja -hefir slíkt
blóð enga kosti um fram blóð
úr þeldökkum' mönnum.
Geta læknar og efnafræðing-
ar borið um það.
aívara.
skulum vera minnug þess,
að ekki eru liðin nema 14 ár
síðan lokið var mannskæð-
. ustu styrjöld, sem sagan
kann frá að greina, — styrj-
öld, sem meðal annars, eða
einkum, snerist um, hvort
kynþáttahatarar og hroka-
gikkir ættu að stjórna heim-
inum eða ekki.
Við • megum heldur ekki
heimska okkur, ekki einu
sinni í gamni, á því að tala
um að „víkingablóð“ sé
■ betra blóð en annað. í sjálfu
sér er vikingablóð bull og
vitleysa, alveg út í ’ bláinn,
en það er þö eins og þarna
örli á þessu hvimleiða og
háskóalega fyrirbæri. Og
þess konar hluti má ekki
hafa að gamanmálum. *
KIRKJA GG TRUMAL :
Sæll er sá maður...
66
99
Þú hefur lesið fyrsta sálminn
í sálmabók Biblíunnar. Viltu
ekki lesa hann yfir? Þessi
sálmabók er elzta bænabók ver-
aldar, þeirra, sem enn eru í
notkun. Hún var notuð við
helgiþjónustuna í musterinu í
Jerúsalem öldum saman. Allir
trúaðir ísraelsmenn kunnu
marga þessa sálma utan bókar.
Jesús Kristur hefur numið
ýmsa þeirra við móðurkné og
haft þá stöðugt um hönd alla
ævi. Hann hefur margoft sung-
ið þá í samkunduhúsunum og
með lærisveinum sínum og
stuðzt við orð þeirra í bæn sinni
í einrúmi. Hann söng lofsöng
úr þessari sálmabók síðasta
kvöldið, sem hann lifði. Síðustu
orðin af vörum hans voru hend-
ingar úr sálmunum.
Kristnir menn tóku þessi bæn-
ar- og tilbeiðsluljóð í arf og
hafa á öllum öldum notað þau
mikið, bæði við safnaðarguðs-
þjónustur,-á heimilum sínum og
í einkaguðrækni. Fjöldinn allur
af kristnum sálum eru ortir upp
úr þeim beinlínis og ennþá fleiri
eru bergmál þessa fornhelga
bænamáls.
Sálmarnir eru kenndir við Da-
víð konung og ÍJálfsagt er hann
höfundur sumra þeirra, þótt
þeir séu ekki allir eftir hann.
„Um aldur beygir heimurinn
hné við hjarðkóngsins volduga
ymna,“ segir Einar Benedikts-
son. Hið djúpúðga, íslenzka
skáld fann safann og reisnina
í þessum forna skáldskap.
Fyrsti sálmur Davíðs talar
um sælu þeirra, sem fara að
réttum ráðum og ganga rétta
vegu. Hann bendir fyrst á það
með neikvæðum orðum: Þeir
menn ráða óráðum, sem gleyma
Guði, þeir fara óheillabrautir,
sem brjóta gegn honum, þeir
eru ólánsmenn, sem hæða Guð.
Slíkir menn fara mikils á mis.
Því að hin sanna sæla manns
er fólgin í því yndi, sem lög-
mál Guðs veitir, þegar’ það er
hugleitt og ástundað.
Höfundur sálmsins hefur í
huga fyrirmæli Mósebókar með
öllum þeirra mörgu og ströngu
boðum og bönnurn og nákvæmu
reglum um smátt og stórt. Þessi
fyrirmæli eru ■ flest fallin úr
gildi. Kristur leysti' oss undan
þeim. En þau voru á sínum
síma liður í uppelldi Guðs á
ísrael. Og Jesús var ekki kom-
inn til þess að niðurbrjbta íög-
málið, heldur til þess að upp-
fylla það. Hann staðfesti kjarna
þss, boðorðin tíu, um leið og
hann sýndi fram á í Fjallræð-
unni, hver væri ein raunveru-
lega merking þeirra. Og hann ‘
tók af öll tvímæli um það, hvert
lögmál Guðs stefnir, hvað hinn
alvaldi löggjafi mannsins vill
honum, hvers hann. krefst. Það
er allt fólgið í tvöfalda kærleiks-
boðorðinu: Elska skaltu Drott-
in, Guð þinn, og náungann eins
og sjálfan þig.
En höfundur sálnisins gat
ekki skoðað lögmálið í Ijósi
Krists. Hann elskar það samt
vegna þess að hann elskar Guð.
Ákvæði þess eru honum stöð-
ug áminning um skyldurnar við
Guð. Flestum okkra þætti það
óbærilegar kvaðir, sem hann
gekkst undir. En þæreru hno-
um ljúfar, af því að honum er
Ijúft að geðjast Guði og gleðja
hann.
Hin einstöku ákvæði, sem
hann laut, eru fallin úr gildi.
En afstaða hans til Guðs er ekki
fallin úi’ gildi. Og þess vegna
eru orð hns rniklu meira en
játning einstaklings eða endur-
ómur af trúarþeli fjarlægrar
kynslóðar. Þau eru orð frá Guði.
Jesús Kristur hefur ekki aðeins
helgað þessi orð með því að
nema þau og fara iðulega með
þau á jarðlífsdögum sínum. Það
er andi hans, sém talar í þeim
við okkur í dag og leggur þau
út fyrir okkur.
Þegar við lesum þennan sálm
í dag, mætum við fyrst spurn-
ingu: Eigum við þennan kær-
leika til Guðs, sem bent er á
hér sem hina einu fullkomnu
sælu? Það er Jesús Kristur, sem
spyr. Hann laut að fullu þeim
vilja, sem einn hefur rétt til
þess að gera algildar kröfur til
mannsins. Hann einn gat sagt:
Minn matur er að gjöra vilja
þess, sem sendi mig, og full-
komna hans verk. Hann og hann
einn uppfyllti þann tilgang lög-
málsins að lifa mannleg'u lifi
að fullu og öllu Guði til gleðl,
Guði til vegsemdar, mönnunúm
til góðs, mönnunum til bless-
unar.
Við mætum ekki lengur vilja
Guðs í skráðum reglum, for-
skriftum og fyrirmælum. Ekki
fyrst og fremst. Við mætum
vilja Guðs í Jesú Kristi. Við
þurfum ekki lengur að taka til-
lit til margra, sundurliðaðra
boðorða. Jesús segir: „Þetta er
mitt boðorð, að þér elskið hver
annan, eins og ég hef elskað
yður.“ Hann hefur eftirlátið
fyrirmynd, að við fetum í hans
fótspor. Komið til mín, lærið
af mér, fylgið mér. Þetta er
hans boðorð. Og kristið svar
við þessari kröfu er: Vér elsk-
um, því að hann elskaði oss að
fyrrabragði.
Hún er íslenzk,
ekki ítölsk.
Stjórn Neytendasamtakanna
þykir ástæða til að bir'ta eftir-
farandi kaupendum og seljend-
um til athugunar:
Undanfarið hefur mjög verið
auglýst „Italska peysuskyrtan
Smart Keston“. En hún er ekki
ítölsk, heldur prjónuð í Reykja
vík úr ullargarni, sem er ekki
ítalskt heldur. Auglýsingarnar
hafa verið þannig orðaðar, að
gefið er í skyn, að um innflutta
vöru sé að ræða. Peysurnar eru
.þannig merktar, að menn
skyldu ætla, -að þær’ séu er-
lendar. Tvö vöruauðkenni eru
fest á peysurnar. Annað er ljós-
grár borði, og er á hann prent-
að hérlendis: Pure Lambswool
(sem er enska og merkir:-hrein
ull), en aftan við þau orð er
stærðarmerki að enskum hætti,
t. d. M, sem stendur fyrir
Medium size, er þýðir meðal
stærð. Fyrir neðan þetta vöru-
auðkenni er annað, lillablár
borði, og er þar letrað:
X Italyan X
Smart Keston
Framleiðanda er ekki getið,
„Húsfreyja“ skrifar:
Súr mjólk.
j ,*.Það er stöðugt kvartað yfir
j gæðum mjólkurinnar. Hún
súrnar fljótt, helzt oft ósúr að-
1 eins skamma stund, og það hef-
| ir enda komið fyrir, að mjólkin
i kemur með súrkeim „beint úr
búðinni".
| Kvartanir út af gæðum
mjólkurinnar heyrist alltaf við
og við, en ekki verður þess vart,
að þær séu teknar til greina.
Manni verður því að spyrja,
hvort menn standi uppi ráða-
' lausir og geti ekkert gert til úr_
^ bóta?
Fullkomin
mjólkurbú.
Fullkomnum mjólkurbúum
| hefir verið komið upp — sum
að vísu orðin allgömul, en önn-
ur hafa verið stækkuð og end-
urnýjuð, og ný hafa líka ver-
ið stofnuð. Maður getur því
ekki látið sér detta í hug, að
hægt sé að kenna því um, að
tæki og annað sé ekki í full-
komnu lagi í mjólkurbúunum,
en er þess þá gætt rækilega, að
flokka mjólkina eftir gæðurn,
þegar hún berst mjólkurbúun-
um?
Kælingu og
flutningi ábótavant.
Fyrsta skilyrðið er auðvitað
hreinlæti í meðferð mjólkur
við mjaltir, öll meðhöndlun
heima fyrir, m. a. kæling, og
svo er það flutningur í brúsum
o. s. frv. Skyldi það ekki vera
of langur tími stundum, sem
líður frá því mjólkin er send
af stað og þar til hún kemur í
mjólkurbúið, eftir að brúarnir
I hafa ef til vill staðið klukku-
I stundum' saman á brúsapalli?
Er ekki hægt að hraða flutn-
ingi mjólkurinnar í búin? Og
er mjólkin prófuð nægilega og
flokkuð við komuna þangað?
Það væri fróðlegt að fá svör
við þessum spurningum. Aug-
ljóst er að eitthvað þarf að
gera til þess að bæta gæði
neyzlumjólkurinnar? — Hús-
freyja.“
Forðumst slysin.
„Borgari“ skrifar:
„Nú' er sá tími árs, er fjölda
margir fara í biffeiðum sínum
um helgar út í sveitirnar, og
mikil umferð á vegunum. Mér
hefir dottið í hug að til bóta
gæti verið, að fyrir helgar væru
endurtekin í blöðum og út-
varpi tilmæli til manna, .sem
bifreiðum aka, að forðast of
hraðan akstur og ástunda alla
gætni í akstri, — minna menn
á mikilvægi þessa. Þetta er
rnjög gert erlendis, þegar bú-
ást má við mikilli umferð á
þjóðvegunum. Eitthvað hefir
verið gert að þessu i útvarpi,
en blöðin ættu líka að gera það,
og ’yfirleitt gera sitt til að auka
hér umferðarmenningu.
Borgari.“
en í auglýsingum- umboðs- og
heildverzlunar.
Hér er á engan hátt verið að
leggja dóm á vöruna sjálfa, en
stjórn Neytendasamtakanna
vill með þessu .gagnrýna slíka
verzlunarhætti. Hér er aðeins
um að ræða eitt dæmi af fjöl-
mörg'um, sem sýna það, að
brýna nauðsyn ber til að end-
urskoða reglur og lög úm
merkingu vara, eins og Neyt-
éndasamtökin hafa gert tillögu