Vísir - 13.08.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 13.08.1959, Blaðsíða 7
Timmtudaginn 13. ágúst 1959 V f S IR f WARY burchell: MEIIUM A s T A R s A G A 18 Linda og hló glöð. — Já, einmitt. Hann brosti, því að það kom oft fyrir að hann henti gaman að stórmennskiinni í sjálfum sér. — Þér verður ekki við bjargað, sagði Linda. Ef eg á að þola að vera gift þér, neyðist eg til að svifta þig ímynduninni um, hve mikill maður þú sért. — Þú skalt tuská. mig til eins og þú vilt, sagði hann alvarlegur. „Byggt á lygi.“ Linda sagði er þau höfðu ekið urn stund: Er þetta ekki heimili Vallöns þarna uppi í ásnum?“ — 'Já, eg ók aðra leið en þegar við komum, svo að þú sæir meira af landslaginu. — Það er fallegt hérna. Hún hallaði sér aftur i sætinu og andvarpaði ánægjulega. En hún var alltaf að líta á húsið, sem ógæfusömu hjónin áttu heima í. — Errol. Er hann í fauninni eins slæmur og Beatrice segir? — Hver? Errol leit forviöa á hana. ■— Kennth Vallon. — Nú, hann. Errol hló. — Nei, ekki finnst mér það. En hann litur óneitanlega út eins og þorparinn í leiknum, og þess vegna er ekki auðvelt að hugsa sér hann í neinu öðru hlutverki. — Nei, eg skil. En þetta hlýtur að vera erfið æfi hjá honum. Errol yppti öxlum. — Lífið hefur yfirleitt leikið hann illa, Linda. En hann er líka mesti harðjaxl. — Hann getur varla verið öðru vísi, við þessi kjör. — Nei, það er alveg satt. — Var hann í raun og veru — eg meina, var hann eins slæmur og Beatrice lýsir honum? Linda væri nærri því hissa á sinni eigin íorvitni. — Ef satt skal segja tek eg ekki neitt af því, sem Beatrice segir hátíðlega, sagði Errol í bróðurlegri hreinskilni. — Hann svallaði mikið hér einu sinni, áður en hann giftist, ef það er það, sem þú átt við. En maður gat rekist á hann fullan og fundist hann óvenjulega heiliandi samt. ~ Óvenjulega heillandi?. át Linda eftir með efunarsvip. — Seisei já: Enginn efi á því. Hann var svo framúrskarandi íríður þá. — Það get eg vel hugsað mér. — Hann hafði alltaf lag á að segja skoðun sína dálítið hryss- ir.gslega, og það er það, sem Beatrice á við þegar hún er að tala um „ofsann“ í honum, en i rauninni gat hann verið höfðing- lyndur. Einhvernveginn fannst Lindu hún geta hugsað sér það líka. — Vissi Monique að hverju hún gekk? — Ha, Monique?.... Errol hikaði. — Eg er ekki viss um að eg geti verið alveg hlutlaus þegar Monique á hlut að máh. — Ekki það? Linda leit hissa á hann. — Fellur þér ekki við hana? Errol hnyklaði brúnirnar. — Mér fellur við hana og fellur ekki, sagði hann hugsandi. — Eg veit sannast'að.segja ekki hvaö eg á að halda um liana. — Hvers vegna? Linda horföi á hann stórum augum. Hann svaraði ekki strax. Og orðin komu slitrótt er hann tók til máls, eins og hann væri að reyna að muna alveg rétt. — Hún reyndi af ásettu ráði að gera Vallon ástfanginn af sér — brjál- aðan af ást, svo að maður noti orð Beatrice. Það varð hann, og svo giftist hún honum — eingöngu vegna peninganna hans. Hún reynir ekki að fara dult meö það, svo að eg get vel sagt þér það, án þess að vera henni óhollur. Hann hætti alveg að svalla um það leyti. En undir eins og hún hafði klófest hann, lét hún hann skiljast að sér væri alveg sama um hann. Það fór hrollur um Lindu. — Það var kaldrifjað. — Já, maður getur varla sagt annað. Sérstaklega þegar maður hugsar til þess hvernig það verkaði á hann. Ýmsir mundu kannske ekki hafa tekið sér það ihjög’ nærri, en það drap hvern vott af trú og trausti hjá Kenneth. Og sömu leiðina fór allt það, sem gott var í eðli hans. Það hefur vafalaust oft lent í svarra milli þeirra. Eg get ekki hugsað mér annað. Errol yppti öxlum. — En það er bara þetta, að ómögulegt er að rífast við Monique. Það var hið fullkomna kæruleysi hennar gagnvart ást hans og hatri, sem gerði út af við hann að lokum. — Áttu við að hann hafi fengið slag þess vegna? — Það var ekki slag, Linda. Hann féll saman. En hann hefur alltaf verið tilfinninganæmur og geðríkur, og eg álít fyrir mitt leyti, að sálarstríðið og vonbrigðin hafi farið svona með hann. — En hann gæti kannske náð heilsu aftur? Linda talaði í hvíslingum. Þetta sem Errol hafið sagt, hafði haft mikil áhrif á hana. — Hjá þeim sem enga von á til, getur aldrei orðið um aftur- bata að ræða, sagði Errol þurrlega. — Eg þekki engan mann, sem er jafn gersneyddur voninni og Kenneth Vallon er. — Það er hræðilegt. Það er nærri því verst, sagði Linda. — Já, það finnst mér líka. En Monique er alveg sama um það. Linda þagði. Nú rnundi hún allt í einu að Beatrice liafði sagt að Errol væri blindur þegar Monique væri annarsvegar. Beatrice hafði ekki getið sér til um helminginn af því, sem rétt var. — Þú kennir þá Monique um þetta allt? sagði hún loksins. Það var líkast og honum væri nauðugt að svara spurningunni. Svo sagði hann stutt: — Já, eg geri það. — Af þv,i að hún giftist honum án þess að þykja vænt um hann? — Nei, Linda. Af því að giftast honum og láta sem hún elskaöi hann jafn heitt og hann elskaði hana. Þetta var hjúskapur, sem byggðist á lygi. Og að mínu áliti er ekki hægt að fyrirgefa það. Errol fœr að heyra sannleikann. Þau óku áfram þegjandi. Linda starði framundan sér en sá þó ekki neitt. ......ekki hœgt að fyrirgefa slíkt. — Hann hafði rétt fyrir sér, vitanlega. Hann hafði alveg rétt fyrir sér. Hún hafði verið hlægilega rög, að ímynda sér að þetta gæti gengið vel án þess að hún segði honum allt. Hún hafði látið sem svart væri hvitt — og öfugt. En nú sá hún allt í nýju og hræðilega skæru ljósi. — Errol! Hún varð forviða á hve röddin var róleg. — Errol, viltu aka út á brúnina og staldra við dálitla stund? Eg þarf að segja þér dálitið, og eg held að þér — að þér falli að illa. Errol varð svo hissa að hann gengdi áður en hann gat svaraö nokkru. Svo sneri hann sér að henni og sagði: — Hvað gengur að þér, Linda? Það getur varla verið svo alvarlegt, að þú þurfir að verða svona í framan. — Jú. Hún var náföl en einbeitt. Það er mjög alvarlegt. Eg hafði ekki hugsað mér að segja þér það, en þegar sú sagðir þetta .... — Sagði hvað. Hann var á báðum áttum. — Að það sé ekki hægt að fyrirgefa lygina. Þá skildi eg, að eg varð að segja þér það. Hann hló eins og hann tryði henni ekki og tók utan um hana. — Hvaða hræðileg lygi er það, sem þú hefur á samvizkunni? spurði hann létt og kyssti hana. Olíubikar-keppni Golfklúbbs Rvíkur. Keppni um Olíubikar GoIf~ klúbbs Reykjavíkur stendur nú yfir. Keppni þessi hófst laugar- daginn 8. ágúst og fer úrslita- keppnin fram á laugardaginn kemur. í fyrrakvöld kepptu þeir Sveinn Snorrason og Pétur Björnsson og sigraði Sveinn. Halldór Bjarnason vann Ingólf Isebarn. Ólafur Ág. Ólafsson vann Úlfar Skæringsson. Jón Thorlacius vann Sigurjón Hall- björnsson. — í undanúrslitum keppa þá Sveinn og Halldór og Ól. Ág. Ól. og Jón Th. — Úrslitakeppnin fer fram n.k. laugardag og verða þá leiknan 36 holur. Blaðamenn í kynnisför. Staddir eru nú hér á landi ld norrænir blaðamenn, sem hing- að komu í boði utanríkisráðu- neytisins, og munu þeir dvelj- ast hér á landi í eina viku. ' Eru þrír þeirra frá hverju landinu, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og einn frá Finnlandi. Sennilegt er að á það verði lögð áherzla að kynna þeim allt það, er lýtur að landhelgismálum ís- lendinga, sjónarmið okkar og þarfir, á svipaðan hátt og gert var fyrir brezku blaðamennina nú fyrir skemmstu. E. R. Bun*oughs - TARZAN 3048 „Við getum náð tökum á einum þjóðfloknum effir annan,“ ruridi Bolar. „Lækn- að sjúklinga þeirra, og fengið aðstoð hermanna.“ — —P'„Skilurðu?“-- „Þessi PO VCJ UKPEKSTANF'? PCO'A OJS. SPOILS VYS CAN &UU7 A JUN^LE EíAPíKST' hugmynd tekur langt xram öllum þeim áætlunum um aug og vald, sem eg hafði gert,“ sagði Hari-y og ljóm- aði. „Vetta er stórkost- légtí“ ' Meistara- mót íslands. Síðari hluti Meistaramóts ís- lands fór fram í gærkvöld á Laugardalsvelli. Hvasst var og frekar kalt, og veður ekki vel til keppni fallið, t. d. varð að fresta stangarstökkinu. Árang- ur varð þó mjög athyglisverður í nokkrum greinum. Ber þar fyrst að telja árang- ur Vilhjálms Einarssonar í þrí- stökkinu, en hann náði nú sín- um bezta árangri á árinu, stökk 15.70 m. Hilmar Þorbjörnsson hljóp 100 m. á 10.5 sek og Val- björn Þorláksson á 10.8. — fs- landsmeistarar í gærkvöldi urðu: 100 m hlaup: Hilmar Þor- björnsson Á 10.5 sek. Kringlu- kast: Þorsteinn Löve ÍR 48.16 m. Stangarstökki var frestað. 1500 m hlaup: Svavar Markús- son KR 4.15.0 mín. Þrístökk: Vilhjálmur Einarsson ÍR 15.70 m. 110 m grindahlaup: Björg- vin Hólm ÍR 15.0 sek. 400 m hlaup: Hörður Haraldsson Á 51.0 sek. (Veður var mjög ó- hagstætt til hringhlaupa, og fengu 400 m hlaupararnir allir 2 sek lakara en þeir eiga bezt í ár). f kvöld fara fram fimmtar- þraut. 4x100 m og 4x400 m bóðhlaúp, auk 3000 m hind"- unarhlaups, en þar eru með' f' keppenda Haukur Engilbert-- son og Kristleifur Guðbjörr-- son. — Keppni í kvöld hefst kL 8 á Laugardalsvelli. _

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.