Vísir - 15.08.1959, Blaðsíða 1
q
x\
I
V
49. ár.
Laugardaginn 15. ágúst 1959
176. tbl.
r kærur út af«-
jjildum ávísunum.
Berast nær daglega og nema sumar
tugþúsundum króna.
Rannsóknarlögregian í
Reykjavík hefir tjáð Vísi, að
uiikil brögð séu að því jafnan,
að menn gefi út falskar ávís-
anir eða ávísanir, sem inn-
stæða er ekki fyrir.
Berast lögreglunni allt að
daglega kærur út af þessu og
i sumum tilfellunum er um há-
ar fjárhæðir að ræða, þannig
að skiptir jafnvel tugum þús-
unda fróna.
Telur lögreglan, að fólk sýni
•of litla aðgæzlu i slíkum við-
skiptum og ætti að athuga
^ildi ávísana betur, áður en
það tekur við þeim sem full
gildri greiðslu, svo fremi að
það þekkir ekki útgeféndurna
persónulega. Að degi til, á
raeðan bankar eru opnir, er
hægur vandinn að hringja á
ávísanadeildir viðkomandi
banka og spyrjast þar fyrir um
hvort innstæða sé til fyrir við-
komandi ávísun. Bretar og
fleiri þjóðir eru mjög strangir
í þessum efnum og taka ekki
við ávísunum nema örugg
vissa sé fyrir því, að hún sé
í fullu gildi.
I Strax og lögreglunni berst
kæra út af ávísun, sem er föls-
uð eða á annan hátt ekki í
fullu gildi, er hafin leit að út-
gefandanum og það mun láta
nærri, að í flestum tilfellum
hefst upp á honum. Sumir
þeirra borga þegar þeir sjá, að
til alvörunnar kemur, en aðrir
eru eignalausir menn, einskon-
ar úrhrök , sem aldrei hafa
nennt að vina ærlegt handtak,
j lifa á því að féfletta náung-
ann með einhverju móti og
ekki útlit fyrir að sú stund
-komi, að þeir eignist neitt. Og
enda þótt fangelsisdómur bíði
slíkra manna fyrir tilvikið, er
handhafi hinnar ógildu ávís-
unar engu bættari fyrir það.
Hann þarf naumast að gera
Hér sest opið á jarðgöngunum sem fyrirhugað er að bora á Strákavegi miili Sigluijarðar og
Fljóía. Göngin eyu áætluð 900—1000 metra löng, og þar verður vegurinn fær allan ársins
hring. Ljósm.: Ólafur Ragnarsson.
jráð fyrir, að hún verði nokkru
sinni leyst út.
Peking-stjórnin hefur til-
kynnt, að fyrsta sjónvarps-
stöðin sé tekin til starfa í
Kína.
Þinglausnir í dag.
Kíosið í nefndir á Sam. þingi.
Kosið var í nefndir í Sam-
einuðu þingi í gær. Komu fram
tveir listar og réð hlutkesti oft-
ast kosningu.
Tveir skotnir.
Kúbanska stjórnin hefur
-sagt, að frugvél frá Dóminik-
anska lýðveldinu hafi verið tek
in er hún flaug í óleyfi inn yfir
landamærin. Tveir af farþegun-
um létu lífið í skothríð.
Segir stjórnin, að flugmaður-
inn hafi verið sá sami, sem á
sínum tíma kom Batista, fyrr-
um einræðisherra Kúbu, undan.
— Bardagar eru sagðir geisa
milli uppreisnarmanna (fylgis-
manna Batista) og manna Fidel
Castros uppi í fjöllum.
M. a. var kosið í þessar nefnd-
ir:
Menntamálaráð:
Birgir Kjaran, Vilhjálmur Þ.
Gíslason, Kristján Benedikts-
son, Jóhann Frímann, Magnús
K^jartansson.
Þingvallanefnd:
Hermann Jónasson, Sigurður
Bjarnason, Emil Jónsson.
Útvarpsráð:
Sigui'ður Bjarnason, Þorv.
G. Kristjánsson, Þórarinn Þór-
arinsson, Rannveig Þorsteins-
dóttir og Björn Th. Björnsson.
Þinglausnir
munu fara fram í dag.
Danir bjóða í
Grænlandsferð
Grænlandsráðuneyti Dan-
merkur hefur boðið ýmsxun ís-
lenzkum embættismönnum og
öðrum til Grænlandsferðar
dagana 18. og 19. ágúst.
í fréttabréfi frá ambassador
Dana í Reykjavík um þettá seg-
ir svo: „Grænlandsráðuneyti
Danmerkur og Konunglega
Grænlandsverzlunin fær þýð-
ingai’mikla aðstoð á mörgum
sviðum hjá íslenzkum stjórnar-
völdum og stofnunum.
Til þess að láta í ljós þakk-
læti Dana fyrir slíka aðstoð,
hefur Grænlandsráðuneytið nú
boðið allmörgum íslenzkum em
bættismönnum og öðrum í ferð
til Grænlands dagana 18. og 19.
ágúst.
í þessari heimsókn vei'ður
m.a. komið til Narssarsuaq, Qa-
gssiarssuk, Narssaq, Juliane-
haab og Upernaviarssuk.“
200 manns deyja
úr hungri.
Tvö hundruð manns hafa
orðið hungurmorða í svertingja
lýðveldinu Haiti.
Ástæðan var langvarandi
þerrir, sem kom í veg fyrir, að
uppskera gæti farið fram eins
snemma og venjulega, en auk
þess var hún langt undir með-
allagi. Um 150,000 manns háfa
soltið af völdum þurrkanna.
Boruö verða allt aö 1000
m. jarðgöng við Stráka.
Mikið áhugamál Siglfirðinga að verkinu
verði hraðað sem mest.
Frá fréttaritara Vísis. >
Siglufirði í gær.
Lokið er reynslusprengingum
við jarðgöngin í Strákum við
Siglufjörð, en þar er hugmynd-
in að bora gat á fjallið og leggja j
veginn þar í gegn. í sumar var
sprengt 12 metra inn í fjallið
Siglufjarðarmegin og voru það
reynslusprengingar.
Fyrirhuguð jarðgöng munu
Bjórorrustan í Berliigssundi hafin.
Bandaríkjahcr sprengir upp afganginn af 7000 kciisisuin
af líjór, sesn menn hafa verið að þamha síðnstn fvö úrin.
Þær fregnir berast
f^á St. Lawrence-eyju
á Beringssundi, að þar
sé nú hafin mikil eyði-
leggingarherferð gegn
bjór. Bandarískir her-
menn eru komnir til
þess að sprengja upp
7000 kassa af þessum
guðaveigum.
Árið 1957 fóru frá höfðu verið staðsettir
bænum Campell á St.
Lawrence starfsmenn
leyniþjónustu banda-
ríska hersins, en þeir
þar um skeið, senni-
lega vegna þess. að frá
heim stað er loftlína
Framh. á 7. síðu,
Ný lægð á
leiðinni.
Vísir hafði tal af Veður-
stofunni í gærkvöldi, og
hafði spurnir af veðurspá yf-
ir helgina.
Heldur var dauft hljóðið í
veðurfræðingunum. Ein þess
ara frægu lægða mun nú
vera á leiðinni til landsins,
og er sennilega alveg til með
að gera okkur einhvern ó-
leik.
Sennilegt fannst beim að
við ættum von á reglulegum
hauststormi, sem jafnvel
gæti orðið nokkuð slæmur.
Hann er á leiðinni frá vestur
strönd Skotlands, rækallinn
að tarna, og er vís til að
þjarma að okkur hér.
Búast má við hykku lofti,
rigningu og kalsa. Sennilega
kólnar hann dálítið, en ekki
frosthætta sunnanlands, —
Svo heldur er dauflegt út-
litið.
verða 900—1000 metrar á
lengd og yrðu það þá raunveru-
lega fyrstu jarðgöng sinnar teg-
undar hér á landi.
Við jarðgöng þessi og vænt-
anlegan veg út fyrir Stráka
tengja Siglfirðingar miklar von
ir til lausnar á hinum mjög svo
erfiðu samgöngumöguleikum
meiri hluta árs hvers.
Vegurinn frá Siglufirði inn
að Hraunum í Fljótum verður
þess leið sem næst 18 km. lang-
ur, og er ætlast til að hann
verði fær allt árið.
Siglfirðingar allir, og reynd-
ar margir fleiri hafa mjög mik-
inn áhuga fyrir því að vegar-
gerð þessai’i verði hraðað sem
mest má verða, enda er Siglu-
fjörður afskornastur allra
stærri kaupstaða landsins hvað
samgöngur snex-tir. Er þetta í
augum þeirra aðkallandi nauð-
synjamál, enda skiljanlegt þeg-
ar á þá staðreynd er litið, að
hið fræga Sigluígarðarskarð er
venjulega lokað átta mánuði
ársins. Snjómokstur og vega-
viðhald á leiðinni er bæði kostn
aðarsamt og íýmsum tilfellum
erfiðleikum bundið.
9 í Argentínu hafa 25 menn
verið handteknjr fyrir
sprengjukast, sem olli dauða
3ja manna í s.l. viku.
© Uxn 40 manns drukknuðu í
J s.l. viku í Magdalena-fljóti
í Kolumbíu, cr ferja söklc
undir þeim. .■