Vísir - 05.09.1959, Side 7
Laugardaginn 5. september 1959
VlSIE
MARV
BURCHELO
t
í MEINUM
'rwwwwww-yv^w,ww^vw,vww«ww
39
ofgert. Það var engin furða þó svo færi sem fór.
— Aldrei hef eg heyrt aðra eins firru, tók Kenneth fram í.
— Látið þér hann tæta allt annað sundur á þennan ómannúðlega
hátt? spurði hann og sneri sér að Lindu.
— Eg? Nei — eg skipti mér ekkert af þesskonar.
— Einmitt það? Afsakið þér. Eg gleymdi alveg að — það er
orðin breyting á því, sem var milli ykkar. En kunnið þér vel við
svona öfgar, eða hvað?
Linda brosti hikandi. — Eg er yður ekki algerlega sammála um
að Errol sé ómannúðlegur, sagði hún.
— Er það ekki? Kenneth brosti meinlega. Það var til of mikils
rnælst að hann gerbreyttist á nokkrum mínútum. — Hvað er
hann þá?
Linda var í vandræðum með svarið. — Við skulum ekki tala
um það núna.
— Heldurðu að eg þoli ekki að heyra dóminn, Linda, spurði
Errol þurrlega.
Hún vissi ekki hverju svara skyldi, en það var Kenneth sem
hljóp undir bagga með kenni. — Látið þið þetta kyrrt liggja. Eg
held að öllum okkar sé lítið um að heyra sannleikann, jafnvel
þó hann komi frá jafn elskulegu hjarta og hennar Lindu.
Linda varð svo hissa að henni varð orðfall. Það var alveg nýtt
að eiga Kenneth að sem forsvarsmenn.
1 „Monique Jcer taugaáfall
Það var Errol, sem rauf þögnina með nýrri spurningu: Hvenær
býst þu við Monique heim, Kenneth?
— Eg býst aldrei við henni, sagði Kenneth. — Eg býst aldrei
við Monique. Hún kemur og fer þegar henni sýnist, og oftast
fer hún. /
Hann sagði þetta án þeirrar beiskju, sem venjulega var í rödd-
inni þegar hann talaði um Monique. En Linda gat sér þess til að
hann tæki sér nærri að konan hans vissi ekki um og mundi tæp-
lega láta sig miklu skipta þá miklu breytingu, sem orðin var á
heilsufari hans.
— Þetta verða stórtíðindi fyrir hana, sagði Errol.
— Stórtíðindi? Kenneth rak upp stuttan hlátur. — Hún fær
taugaáfall — ef það er það, sem þú átt við.
Linda hugsaði til þess sem Beatrice hafði sagt.
— Nú held eg að þú gerir Monique rangt til, sagði Errol kulda-
lega. — Þú verður þó að trúa henni til að hafa einhverja eðlilegar
tilfinningar.
— Eðlilegar tilfinningar og Monique eru ósamrýmanleg hugtök,
sagði Kenneth. Hann bandaði frá sér þegar Errol opnaði munninn
til að mótmæla. — Já, eg veit að þú hfeldur þig vita þetta betur,
því að þið voruð trúlofuð einu sinni.
— Afsakaðu, hvað varstu að segja? spurði Errol stutt og roðn-
aði.
— Voruð þið ekki trúlofuð? Þú slappst en’ það gerði eg ekki.
Kenneth hló. — Það er vist þess vegna, sem þér fellur svona vel
við hana. Og eg mótmæli því sem þú sagðir.-...
Það er þýðingarlaust.
Hvers vegna? Linda er ekki trúlofuð þér lengur, og eg get full-
vissað þig um að eg, sem er eiinmaður Monique læt mér standa
alveg á sama um þetta.
Nú varð aftur vandræðaþögn. Kenneth hallaöi sér til baka á
koddann. Hann virtist þreyttur og Linda sagði: Eg held að það
sé réttast að við förum núna. Þetta hefur verið mikiil áreynslu-
dagur fyrir yður og þér viljið vafalaust helzt fara að sofa.
— Eg get ekki sofið, sagði hann æstur. — Það er fullerfitt að
sofna þegar maður hefur ekkert að hugsa um. En í kvöld sofna
eg ekki — eg er sannfærður um það.
— Já, en nú líður ekki á löngu þangað til þér fáið nóg af
venjulegum og skemmtilegum hlutum að hugsa um, og þá fáið
þér tækifæri til að hreyfa yður eins og þér viljið og gera það sem
hefur í för með sér eðlilega þreytu, sagði Linda. — Þá verður
hægara að sofna á kvöldin.
— Haldið þér það?
— Já. Hún tók hendinni um ennið á honum og strauk honum
um augun. — Eruð þér þreyttur í augunum?
— Já, hræðilega.
— Veslings drengurinn.
— Þetta er enginn drengur, en hann virðist sérlega unglegur
þessa stundina. — Þér sofið áreiðanlega vel í nótt. Þegar við
erum farin, skuluð þér liggja kyrr og hugsa til þess að bráðum
getið þér gengið út í sólskinið aftur. Þér skuluð hugsa um tré
sem svigna fyrir vindi og skordýr sem suða í grasinu. Það er svo
svæfandi. Þér sofið vel í nótt.
— Ætlið þér að lofa með því?
— Já, eg lofa þvi.
Hún hafði gelymt að Errol var viðstaddur, og hann hafði svö
hljótt um sig að enginn tók eftir að hann var nærri.
— Viljið þér koma með Elizabeth á morgun? spurði Kenneth.
— Já, ef þér viljið hafa okkur hérna.
— Já, mig langar til þess. Mig langaði.....Röddin hljóðnaði
og þegar hún sleppti hendinni á honum sá hún að hann svaf.
Errol og Linda sögðu ekki orð. Þau stóðu hljóðlega upp og fóru
út úr herberginu. Errol tók í hönd bennar er þau komu út i
skímuna í ganginum.
— Nú seir skynsemin mér að þú sért göldrótt. hvíslaði hann
hlæjandi.
— Og hvað segir hugboðið? Hún sagði þetta áherzlulaust.
— Hugboðið?
Hann horfði á hana og hún fann að hann langaði til að kyssa
hana. Hann beygði sig fram en í sama svifum heyrðist rödd
Bassetts neðan úr stiganum. — Afsakið þér, ungfrú....
Þau slepptu handtakinu undireins.
— Hvað er að?
— Eg var á leið UPP til að segja herra Vallon...
— Nei, þér megið ekki ónáða hann, sagði Linda. — Hann er
sofnaður og það má ekki vekja hann. Hann verður að fá að sofa.
— Sjálfsagt. Bassett horfði efandi á hana. — En við höfimr
fengið símboð um að senda bíl á stöðina. Frú Vallon er komin.
Linda féllust alveg hendur þegar hún frétti að Monique væri
í uppsiglingu, og Errol varð fyrir svörum.
— Jæja, Bassett, þá held eg að réttast sé að við ungfrú Garri-
ton bíðum þangað tii frú Vallon kemur. Það er mjög áríðandi að
herra Vallon fái að hvílast einmitt núna, og við ætlum að út-
skýra fyrir henni hvernig öllu er háttað.
— Já, einmitt, herra Colpar.
Bassett vék til hliðar til þess að láta þau komast fram hjá sér
í stiganum og sagði: — Á eg að koma með kaffi inn í bókastof-
una? Það er kyrrt og rólegt þar.'
— Þökk fyrir, Bassett, saði Errol fremur þurrlega, og Linda
gat ekki stillt sig urn að brosa að því, aö Bassett mundi halda, að
þau mundu helzt vilja vera út af fyrir sig! Kannske hafði hann
tekið eftir að Errol var rétt í þann veginn að kyssa hana.
En hafi Bassett dottið þetta í hug þá var það alger misskiln-1
ingur. Errol hafði komist í samt lag og orðið jafn rólegur áður.j
er hann fékk fréttina um Monique bað lá við að hann virtist
ergilegur yfir að hafa látið hrífasi snöggvast áðan.
A
KVÖLDVÖKUNN)
Zsa-Zsa Gabor er Ungverji,
og er heldur óstýrilát. Hún ræð
ir um eiginmenn sína og hefir
sjálfsagt ýmislegt að segja, því
hún hefir verið gift fimm
mönnum.
— Eg hefi svo sem ekki mik-
ið á móti því að maðurinn minn
hlaupi á eftir kvenfólki. Hund-
urinn minn hefir það fyrir
vana að hlaupa á eftir spor-
vögnum, en eg hefi aldrei orðið
þess vör að hann nái í neinn
þeirra.
★
Læknir var á gangi á Broad-
way með konu sinni og mættu
þau þá glæsilegri, ljóshærðri'
stúlku í hárauðum tízkukjól.
Hún kallaði glaðlega til lækn-
isins: — Sæll, læknir!
Læknirinn hneigði höfði dá-
lítið stífur og gekk áfram. Kona
hans leit á hann grunsamlega.
— Hvar hefur þú hitt þessa
persónu, góði minn, spurði
kona hans.
— Æ, þetta er bara ung
stúlka, sem eg hefi kynnst í at-
vinnuskyni.
— Um, sagði konan hans
lágt. — f atvinnuskyni? Henn-
ar — eða þinnar?
*
Vagnstjórinn sagði við far-
þegann, sem hann þekkti:
„Afsakið — en hafið þér tek-
ið eftir því að konan yð.ar er
farin úr vagninum?“
Farþeginn svaraði: „Guði sé
lof. Eg hélt að eg væri orðinn
heyrnarlaus.“
Trúlofun —
E. R. Burroughs
PAeey spear mo;v tuemep
TOTAeZAN AMP MIS CO/APANIONS.
‘I PEEPLY KESEET THE
CKCUAASTAKICES—'
- TARZAN -
3078
Harry sneri sér nú að
að Tarzani og félögum hans.
„Mér þykir fvrir því, að þið
‘BUT you SENTLEMEM MUST
EEAUZC TWAT YOU AR.E A
MENACE — AN!7 THER.EFOEE
MUST Fl£—*" yUCtjTfUi /Lm
verðið, herrar mínir, að gera
ykkur Ijóst, að þið eruð
fangar, og verðið að deyja.
þessa
- — „Verðir, takið
fanga, birðið þá og
geymið meðan við Bolar
ákveðum örlög þeirra!“
Framh. af 5. síðu.
Aftur á móti er Co,nstantine
ekki nema 19 ára, en Desiree 22
ára.
Auk þess áttu að vera við-
stödd veizluna Grikkjakonung-
ur og hans drottning, gestgjaf-
arnir, Danakonungur og Dana-
drottning og dætur þeirra þrjár.
Einnig verða viðstaddar sænsku
prinsessurnar Birgitta og Mar-
grét, einnig Irene Grikkja-
prinsessa.
Landhelgin...
Frh. af 8. s.
komu íslenzku varðskipanna
að setja, þeir hefðu unnið sitt
starf samkvæmt fyrirskipun-
um, og sennilega hefðu birezk
varðskip hagað sér eins, ef þau
hefðu haft sama málstað að
vei'ja.
Anderson sagði að sér væri
kunnugt um 48 tilraunir ís-
lenzkra varðskipa til þess að
taka brezka togara. Hefðu þær
flestár verið gerðar fyrstu mán-
uðina, en síðan hefði dregið úri
þeim.
Landhelgin...
Framh. af 1. síðu. i
véeri að forðast árekstra á þess-*
um hafsvæðum þangað til.
Næsti fundur utanríkisróð-.
herranna verður haldinn f
Helsingfors í boði finnsku rík-
isstjórnarinnar.
(Frá utanríkis-
ráffunAvtimaT