Vísir


Vísir - 19.09.1959, Qupperneq 1

Vísir - 19.09.1959, Qupperneq 1
q I v II. ár. Laugardaginn 19. september 1959 205. tbl. Llsti Sjálfstæðisflokksins í Rvík var ákveðinn endanlega í gærkvoldi. Fuíitrúaráð Sjálfstæðislélag- anna samþykkti hann einróma. J v Kjörnefnd fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik hefur unnið við undirbúning lista flokksins hér í Reykjavík að undanförnu, og í gærkvöldi var efnt tii fundar fulltrúaráðsins, þar sem endanlega var gengið frá listanum og hann samþykktur einróma. Er hann skipaður, sem hér segir: 1. Bjarni Benediktsson, ritstjóri. r~ 2. Auður Auðuns, frú. 3. Jóhann Hafstein, bankastjóri. 4. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. 5. Ragnhildur Helgadóttir, frú. 6. Ólafur Björnsson. prófessor. 7. Pétur Sigurðsson, sjómaður. 8. Birgir Kjaran, hagfræðingur. 9. Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri. 10. Geir Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður. 11. Jóhímn Sigurðsson, verkamaður. 12. Baldvin Tryggvason, lögfræðingur. 13. Guðmundur Garðarsson, viðskiptafræðingur. 14. Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir. 15. Pétur Sæmundsson, viðskiptafræðingur. 16. Ólafur Pálsson, mælingafulltrúi. 17. Jóna Magnúsdóttir, iðnverkakona. 18. Ingvar Vilhjálmsson, útgerðarmaður. 19. Jón Kristjánsson, verkamaður. 20. Birgir Gunnarsson, stud. juris. 21. Jónas B. Jónsson, fræðslustjórí. 22. Tómas Guðmundsson, skáld. 23. Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir. 24. Sigurður Krístjánsson, forstjórí. r |>v f r Sjö bílar i sama árekstri! Allir bílanna meira eða minna skemmdir. Herblock, teiknari Washington Post & Times-Herald, telur, a<ð Krúsév sé alltaf tvöfaldur í röðinni — þrátt fyrir alit. Pritchard sviftur her- stjórn á Kf.-flugvelli. Gert samkvæmt kröfu rik- isstjórnarinnar. Það var tilkynnt í Washington í gær síðdegis, að Gilbert Pritchard, hershöfðingi, yfirmaður varnarliðs Bandaríkjanna í Keflavík, hefði fengið fyrirmaeli um að hverfa þaðan þegar. Fjórir sækja um forstjórastarf. Þann 15. þessa mánaðar var útrunninn umsóknarfrestur um s.tarf forstjóra Innkaupastofn- unar Reykjavíkurbæjar. Bæjarstjórnin samþykkti fyrir skemmstu að gera breyt- ingu á starfsemi stofnunarinn- ar, og var m. a. öllu starfsliði hennar sagt upp störfum. Urri- sækjendur um forstjórastarfið eru fjórir, en Vísir veit ekki um ' nöfn þeirra allra, og getúr þess vegna ekki birt þau að sinni. Á bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag var kosið í stjórn stofnun- arinnar, og hlutu þessir menn kosningu: Gunnlaugur Péturs- son, borgarritari, Höskuldur Ólafsson, sparisjóðsstjóri, Þor- björn Jóhannesson kaupmað- ur, Guðm. Guðmundsson skrif- stofumaður og Óskar Hall- grímsson rafvirki. Árékstursmet var sett í JReykjavík í gær, er sjö bílar lentu í einum árekstri skömmu ■eftir hádegið í gœr. Lögreglan kvaðst ekki muna til að jafn- margir bílar hafi lent í einum úrekstri áður. Þetta skeði rétt um tvöleytið .á Snorrabraut rétt við gatna- mót Laugavegar. Þar kom mað- ur akandi á nýlegum, enskum sexmanna bíl norður Snorra- braut. Þegar hann var mjög farinn að nálgast Laugaveginn, steig hann á hemlana, en sér til skelfingar komst hann að raun um að þeir voru óvirkir. Bíllinn mun hafa verið á tölu- verðri ferð og vafalaust eitt- hvert fát komið á bílstjórann. Ilann ætlaði þó að grípa til handbremsunnar, en áður en af því varð hafði bíllinn sveigt til hægri og inn á bifreiðastæðið, sem er þar milli akbrautanna. Þar kastaðist bíllinn fyrst á þrjá bíla, ýmist framan eða aft- an á þá, eftir því hvernig þeir sneru á stæðinu. En þar með var árekstrinum ekki lokið, því nú kastaðist bíllinn, sem árekstr inum olli, skáhalt yfir á fjórða bílinn og lenti aftan til á hon- um. Mun það hafa verið all- þungt högg, því að sá bíll kast- aðist á annan bíl -— þann fimmta í þessum árekstri — og loks lenti sá bíll á sjötta bíl- num. Að því er umferðarlögreglan tjáði Vísi í gær var ekki búið að kanna skemmdirnar á þess-. um sjö arartækjum, en við fyrstu sýn virtust þeir allir ^ hafa orðið fyrir meiri eða minni skem.mdum, en þó mest [sá, sem árekstrinum olli. Útvarpsstöð Bandaríkjanna í Keflavík skýrði frá þessu í fréttatíma klukkan laust eftir sjö í gær, og var þess getið sérstaklega í fregninni, að hers- höfðinginn væri leystur frá störfum hér á landi samkvæmt kröfu íslenzku ríkisstjórnar- innar. Svo sem kunnugt er, tók Pritchard hershöfðingi við yf- irstjórn varnarliðsins í sumar og þótti þá þegar bera á því, að hann taldi rétt að haga sam- -skiptum við íslenzk yfirvöld með öðrum hætti en fyrirrenn- uruin hans hafði þótt sæma. Kom síðan fyrir hvert atvikið ( af öðru, sem ekki verður rakið til annars en þess, að maður þessi hafi verið óhæfur til að hafa á hendi .mannaforráð hér á landi. Hefur m. a. mátt ráða af blaðaviðtali við hann, að hann mun sjálfur hafa gefið fyrirmælin um, að banda- riska konan var tekin úr| Var það sjálfsögð krafa ríkis- stjórnarinnar eins og allt var í pottinn búið, að þess væri kraf- izt, að maður þessi væri látinn víkja án tafar, og hefur þeirri kröfu nú verið fullnægt. 45 námumenn í hættu. Talið var í gærkvöldi, að von lítið og jafnvel vonlaust væri, að fleirum yrði bjargað úr skozku kolanámunni (sbr. fregn í Vísi í gær). Tekist hafði að ná 6 mönn- um upp úr námunni, en af þeim lézt einn skömmu síðar. — Eins og fyrr var getið kviknaði eldur í göngum djúpt niðri í námunni og myndazt hefur gas og eitr- að loft í henni. Björgunarstarfi við hin erfiðustu skilyrði er haldið áfram. 45 menn eru inniluktir í nám unni. Sovétstjómin vill Genfar- ráðstefnu um Laos. Þátttakendur sömu og á ráðstefnu um Indókína forðum. höndum íslenzkrar lögreglu þam. 5. ágúst s.l. Tassfréttastofan tilkynnir, að ' sovétstjórnin hafi stungið upp á, að haldin verði alþjóðaráð- stefna um Laos. Þátttakendur verði Banda- ríkin, Bretland, Frakkland, Sovétríkin, Kina og Indókína- ríkin fjögur, — þ. e. öll þau ríki, sem þátt tóku í Genfar- ráðstefnunni 1954 um índó- kína, Undirnefnd öryggisráðs skili alþjóðaráðstefnunni, ef haldin yrði, skýrslu um alhuganii' ' i.sínar. Loas-nefndin í Vietiane. Undirnefndin er nú komin til Vietiane, höfu.ðborgar Laos. Borgin var fánum skreytt og víða áletranir til þess að bjóða nefndina velkomna. Ýmsar ráðstafanir, sem fyrir- skipaðar höfðu verið í Sam- neuahéraði, hafa verið felldar niður, sakir þess að horfur hafa batnað við að uppreistar- menn hafa hörfao burt úr liér- aðinu. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.