Vísir - 26.09.1959, Blaðsíða 5

Vísir - 26.09.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 26. september 1959 vísm •X-ÍKvXvWrW'XíSsSiKaílciSSBfeiKsííf:: 1 brim \-rði aldrei meira þarna og'væri óvenjulegt á þessum árstíma. A sunnudaginn var stórrign- ing og því- ekkert annað að gera en halda heim. — Á mörg- um bæjum má enn sjá hrakin hey og jafnvel flatt hey á tún- um. S. N, „Lúksus“-hús handa hundum. Nýlokið er smíði tveggja hæða húss í Tokió fyrir 150 íbúa. Grind hússins er úr stáli og húsið allt hið vandaðasta. Hver íbúi fær sitt eigið herbergi, þar eru sólskýli og WC, og nútíma- lýsing. Það er Keiobv-háskólinn sem hefur látið reisa bygging- una. Hún er heimili 150 til- raunahunda. Við Arnarstapa á Snæfellsnesi er sjórinn víða búinn að gera göt í bergið, svo að sjórinn stendur í strókum upp um. þau, þegar illt er í sjóinn. (Ljósm. S.N.) F.í. býr hús sitt á Snæ- fellsnesi undir veturinn. Fariö þttnyað aat siðustu holtji. Það hefur verið venja undan- farið að farnar væru eftirlits- ferðir í hús Ferðafélagsins á haustin, til þess að búa þau íandir veturinn. Um síðustu helgi var efnt til íerðar í sæluhús félagsins á Snæfellsnesi. Sæluhúsið er á gígbarmi upp undir Snsgfells- jökli. Tólf manns tóku þátt í förinni og v.ar Jóhannes Kol- sbeinsson fararstjóri.. Farið var síðastliðið föstudagskvöld og komið að Hamraendum á Snæ- fellsnesi um kl. 11.00. Þar var slegið upp tjöldum. Um nótt- ina gerði stórrigningu á suð- vestan. Ekki var laust við, að xigndi í gegnum tjöldin, nema eitt, sem var með föstum botni og sterkan og voldugan himin. Þar kom ekki deigur dropi inn, hvernig sem rigndi. Um kl. 10 á laugardaginn var lagt af stað upp í sæluhúsið. Þangað var komið um kl. 12%. Seinasta spölinn, sem er snar- brött brekka, var komið því- líkt ofsarok á suðvestan að menn urðu frekar að skríða en ganga og nota smáhlé, sem urðu, til þess að komast inn í húsið. Húsið er lítið og byggt á hárri hæð, eins og áður er getið. Vegna velgju úr jörð- inni hefur viljað myndast mik- ill raki í húsinu og var ætlunin að koma fyrir túðum til loft-l ræstingar. Að sjálfsögðu var ekkert hægt að vinna að því íj slíku. ofsaroki, og var látið nægja að dytta að ýmsu innan- húss. Með í förinni var Þor- steinn Kijarval, en hann er nú 81 árs. Við vorum tæplega bún- ir að kveikja á prímusnum þegar barið var að dyrum. Þar var þá kominn Þorsteinn Kjarval, en þegar lagt var af stað, sagðist han ekki nenna upp í skála. Þorsteinn fór aðra leið og hann kom okkur því algjörlega á óvart. Um kvöldið var farið út að . Stapa. Þar var stórfenglegt um J að litast, því fjallháar öldur ^ skullu á berginu og varð hæð þeirra geisimikil, þegar þær skullu á berginu. Þarna eru. op J í bergið, sem sjórinn hefur brot ið á löngum tíma. Þegar öld- J urnar skullu á berginu urðu 20—30 metra gos upp úr hol- I um þessum. Kunnugir sögðu áð. Hver fær — Frh. af 8. síðu. sveimað eins og spútníkar yfir höfðum forstöðumanna slökkvi- stöðvarinnar en horfið aftur. Að sjálfsögðu hlýtur það að hafa töluverða þýðingu hvar þessar stöðvar verða byggðar, en er það aðalatriðið? Á það að vera þróun þessa máls eilífur fjötur um fót, hvort stöðvarnar verða byggðar nokkur hundruð metrum sunnar, austar, vestar eða norðar? Er það ekki aðalat- riðið að þær verði byggðar, jafn vel þótt staðurinn sé ekki sá eini rétti? Eftir því, sem næst verður komist, mun áformað að tilvon- andi slökkvistöðvarbygging verði fyrst og fremst aðal- slökkvistöð, og sinni hún að sjálfsögðu sínu umhverfi. Þar verði skrifstofur embættisins, aðalbirgðageymsla, æfingastöð o. fl., en aðrar smærri stöðvar verði síðan settar upp í úthverf um. Þannig er ekki sjáanlegt — með leikmannsaugum — að staðsetning hennar sé yfirgnæf- I andi aðalatriði. ' En ef svo er nú, samt sem áð- ur. Hvers vegna má þá ekki 1 byrja strax á því að koma á fót 1 úthverfastöðvunum? Það mundi vera ómetanleg framför — og bráðanauðsynleg — því fjarlægðir innán bæjarlandsins eru fyrir löngu siðan orðnar það miklar, að ekki er ósenni- legt að það_ sé einsdæmi að ein slökkvistöð sé látin anna því svæði. Líklega gilda hér sömu orð fyrir lögreglustöðina, og munu þar svipuð sjónarmið. Þess vegna mega tvær stofnanir ekki tefja hor fyrir annarri á neinn hátt hvað þessum málum við- víkur, né bítast um bezta stað- inn, heldur ganga beint til verks og stinga niður skóflu hið bráðasta, þvi annars taka Strætisvagnarir lóðina! Hægt að segja gos fyrir - jr Vestur- Islendingar og heintalandið. Fyrirlestur Valdimars Björnssonar. Svo sem getið hefur verið um í fréttum er Valdimar Björns- son, fjármálaráðherra í Minne- sota, staddur hér á landi, og hefur þegar flutt einn fyrirlel?- ur á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur. Ákveðið er, að Valdimar flyti annan fyrirlestur á morgun, Eldur í „clipper“ á Shannonvelli. Tíu manna áhöfn og 60 far- þegar horfðu á úr gluggum flug- vélar sinnar, er eldur var slökktur í flugvél þeirra, ný- lentri. Þegár PAN—AMERICAN Clipper frá Boston í Banda- ríkjunum hafði lent í Shannon, á írlandi á dögunum, og rann á hjólunum eftir flugbrautinni að farþegaskála, kviknaði allt í einu. í einum hreyflinum og gaus upp mikill eldur horfðu flugmenn og farþegar á gegn- um gluggana á flugvélinni með- an slökkvilið vallárins slökkti hann. sunnudag, á vegum íslenzk- 1 ameríska félagsins í Reykjavík. 1 Verður fyrirlesturinn fluttur í veitingahúsinu Lídó og hefst kl. 3 e. h. Húsið verður opnað kl. 2,30 e. h. Hefur Valdimar valið fyrir-lestri sínum heitið: ,,Það er svo bágt að standa í stað“. Efni fyrirlesturs Valdimars mun aðallega fjalla um sam- band Vestur-íslendinga við heimalandið, og verður það rætt frá sjónarmiði nútímans. Valdimar Björnsson er skemmti legur ræðumaður, glöggskygn og fjölfróður um ættir íslend- inga vestan hafs sem austan. Mun marga vafalaust fýsa að hlýða á hann skýra frá högum og háttum Vestur-íslendinga, svo og viðhorfum þeirra til gamla landsins í austri. . Að fyrirlestrinum loknum geta menn fengið keyptar veit- ingar og mun Valdimar þá jafn- framt nota tækifærið til þess að heilsa upp á viðstadda og rabba vlð þá eftir því, sem tími vinnst til. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm léyfir'. Framh. af 1. síðu. maður hennar, G. A. M. Tayler, flutti þarna á þinginu mjög fróðlegt erindi, en honum hefur tekizt furðu vel að segja fyrir gos. Þetta hefur og tekizt á Hawaii og' í Japan. Bezt reyn- ast jarðskjálftamælar í þessu sambandi, en þeim sem reynzlu höfðu þarna á þinginu í þessum efnum bar saman um að erfitt væri að þekkja jarðhræringar, sem eru í sambandi við eldgos, frá öðrum jarðnræringum og því yrðu jarðskjálítafræðing- ar í hverju landi fyrir sig að læra þetta að nokkru af eigin reynslu, þótt vitanlega gætu þeir einnig ýmislegt hver af öðrum lært. En öllum bar sam- an um hina miklu þýðingu jarð- skjálftamælinganna í eldfjalla- löndum. Hallamælingar með sérstökum tegundum mæla, geta og gefið ýmsar mikilsvarð- andi upplýsingar og væri gam- an að gera slíkar mælingar hér. Tayler sá er fyrr var nefndur sýndi fram á slá- andi samband milli eldgosa og breytingarnar á flóð og fjöru — áhrifum tungls og sólar, og hefur haft af því góða hjálp við að segja fyrir gos. Þess má gcta að próf. Trausti Einarsson þóttist finna svipað samband í Heklugosinu. Ægilegasta gos, sem orðið hefur á þessari öld síðan Kat- mai í Alaska gaus 1912 varð í Kemtsjatka 1955, en nokkur hluti eldfjallsins Bezymianny sprakk í loft upp. í því gosi myndast geysileg funaský og eðjustraumur neður 80 km. frá fjallinu. Lausu gosefnin voru 15 sinnum meiri en í Heklugosinu siðasta. Ungur rússneskur jarð- fræðingur, Gorskoff, sem þarna var með konu sinni, Irinu, hef- ur skrifað mikið rit um þetta gos. Þarna voru á fundum þeir þrír Rússar, sem hingað komu í fyrra til að kynna sér nýt- ingu úarðhita, en þeir eru nú byrjaðir með boranir í stórum stíl á Kamtsjatka. Fróðlegasta skýrslan um nýtingu jarðhit- ans mun þá frá Nýja Sjálandi, en þar er nýlega komin i gang 20 000 kíóvatta rafstöð í Waira- kei á Norðureynni, byggð á jarðhita og veið'jr stækkuð upp í 69 000 kílóvött nú fyrir ára- mót, en ætlunin er að hún fari bráðlega upp í 150 000 kiló- vött. Skilyrði eru þarna um margt svipuð og á engilsvæð- inu, enda fylgjast jarðboranir ríkisins undir stjórn dr. Gunn- ars Böðvarssonar vel með því sem þarna er að gerast. í Lard- erello á Ítalíu hafa um 100 000 kílóvött verið virkjuð á svipað- an hátt, en stöðin í Wairakei er öll nýtízkulegri. Auk fremur lítilfjörlegs er- indis, sem ég flutti þarna á þing inu, um íslenzk eldfjöll, einkurn þau sem eru jökli hulin, fluttl ég þar erindi, sem Gunnar Böðvarsson hafði samið, um. ijarðhitarannsóknir á íslandi. og vakti það mikla athygli, enda Gunnar einn hinn allra færasti sérfræðingur sem til er á þessu. sviði og veit ég raunar um ong- an færari. Á undan þinginu var þriggja ; daga fræðsluferð til Auvergne í suðaustur Frakklandi, en það svæði er eldbrunnið mjög og ekki nema um 7000 ár síðan þar gaus síðast. Frægast eldfjalla þar er Puy-de-Dome, en það' fjall er raunar einnig frægt fyr- ir það, að upp á hátind þess (1465 m) fór Pascel árið 1648 með kvikasilfurmæli Torri- cellis og sýndi fram á að loftið ■ hefur mælanlega þyngd og loft- iþyngdin minnkar eftir því sem hærra kemur. í heild var þetta ákaflega fróðleg ferð og veit ég nú enn betur en áður, hversu mikið við eigum ógert um eldfjallarann- sóknir hérlendis. Frá jarðfræði- legu sjónarmiði er sérstaklega bagalegt, að ekki skuli starf- adi hérlendis nema einn berg- tegundafræðingur, og sá hinn sami hefur öðrum þýðingar- miklum verkefnum að sinna en eldfjallafræðinni. Ég tel, að ráða þurfi hið fyrsta að nátt- úrugripasafninu bergtegunda- fræðing, sem hefði rannsókn ís- lenzkra hraunlaga og öskulaga að aðalstarfi. Satt að segja vit- um við svo lítið um okkar eld- fjöll frá bergfræðilegu sjónar- miði, að það er okkur til hábor- innar skammar. Hvað fer foft- steinn hratt? Fregn frá Prag hermir, að tekist liafi að mæla hraða lofts- steins, sem féll til jarðar við Program í Bælieimi. Er það í fyrsta skipti, sem slíkt tekst. Var þetta þann 7. apríl s.l. Reyndist hraðinn 75.000 km. á klst. — Birti hin opinbera tékkneska frétta- stofa fregn um þetta. Loftsteinn. inn var, segir þar, „talsverí1 stór.“ , ■ Yaldimar BjÖrnssoai FLYTUR FYRIRLESTUR UM VESTUR-ÍSLENDINGA. Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra, flytur fyrirlestui á yegum ÍSLENZK-AMERÍSKA FÉLAGSINS í veitingahús- inu Lídó, n.k. supiiudag, 27. september, kl. 3 e. h. Húsið verður opnað kl. 2,30 e.h. Fyrirlestur Valdimars mun fjalla um Vestur-íslendinga, viðhorf beiira og sambandið við. ísland. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og ollum heimill meðan húsnrúm leyfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.