Vísir - 03.10.1959, Blaðsíða 7
Laúgardaginn 3. október 1959
TlSIB
TT ""»7
faéttir
Hermina
Biack:
★
GÆFliAR
8
vanur, og þegar hann hafði lokið stofugariginum fór hann inn
til yfirhjúkrunarkonunnar til að fá sér tebolla.
Þó að hún væri ein afkastamesta manneskjan sem hann hafði
nokkurntíma kynnst, hvíldist Ross aldrei eins vel og þegar hann
sat í stofu Mary Summars.
Hún hafði viðfeldið andlit, þó að ekki væri þar annað fallegt
að sjá en gráu augun. Hún brosti er hún ré'tti Ross bollann..
— Vel á minnst, sagði hún. — Eg heyri að þú hafir skammað
Cariu.
— Nú, hefur hún sagt þér frá því? Þú hefðir ekki átt að senda
hana til mín, Mary. Það er ekki í minni grein, eins og þú veist,
og auk þess kom hún tuttugu mínútum of seint.
— En ef Roger Barrington væri ekki til að dreifa mundum
við ekki eiga nærri eins góða æfi hérna núna, góðurinn minn,
sagði hún. — Gleymdu ekki öllum nýju stórhýsunum, sem við
fáum bráðum inni í London.
— Jú, rétt er það. En eftir því sem eg hef frétt af Barrington
mundi hann verða manna síðastur til að afsaka óstundvísi. Eða
mundi hann halda því fram að eg ætti að gera dóttur hans hærra
undir höfði en öðru fólki.
Hún andvarpaði. — En eg sendi hana til þín vegna þess að eg
hélt að eitthvað alvarlegt gengi að henni, og svo skoðaðir þú
hana ekki, hvað þá meira.
— Hún ætlaði að koma aftur seinna.... Hann yppti öxlum.
— Eg er önnum kafinn, og þú veist að eg geri lúxussjúklingum
ekki hátt undir höfði.... Mary horfði hugsandi á hann.
— Eg held að þú hafir ekki rétt álit á Cariu. Vissir þú að hún
ætlaði að gerast hjúkrunarkona og vann í St. Martinssjúkra-
húsinu.
— Eg hef ekkert álit á þessum ungu stúlkum, sem halda að
hjúkrunarstarfið sé svo yndislegt, og finnst einkennisbúningur-
inn fara sér svo vel, sagði hann gramur.
— Því var alls ekki svo háttað að því er Cariu snerti, en það
er líklega þýðingarlaust að segja þér söguna, þegar þú ert í
svona skapi..,. Mary talaði lágt. Stundum var það eins og að
tala við stein að tala við hann. En, bætti hún við fastmælt —
hvort þú vilt trúa því eða ekki þá var hún óvenjulega dugleg, og
hún er miklu göfugri mannsekja en þú hefur gert þér hugmynd
um, án þess að kynna þér málið.
Hann horfði á hana og hnyklaði brúnirnar en svo færðist
fallega brosið um ahdlitið á honum. — Þú ert vinur vina þinna,
Mary! Ef þessi unga stúlka kemur aftur, skal eg reyna að vera
kurteis við hana.
Á eftir borðaði hann miodegisverð með einum lækninum, og
það var orðið talsvert áliðið þegar hann kom lieim. Þegar hann
ók fram mjóa bugðótta vegina í Buckinghamshire tók hann eítir
að hann var allt í einu farinn að hugsa um Cariu Barrington og
það sem hann heíði heyrt um hana í dag. Honum hafði dottið i
hug er hún var stödd inni hjá honum, að hún ætti að vera eitt-
hvað annað og meira en venjulegt samkvæmisfiðrildi. Það var
úþað, sem honum hafði gramist — ekki svo að skilja að honum
kæmi það nokkuð við, hugsaði hann með sér, eða honum væri
ekki alyeg sama um hvað hún segði og gerði.
Hann ók nokkuð hratt og allt í einu skaut einhverju upp í
myrkrinu framundan honum. Honum tókst'að hæg.ja svo fljótt
á sér að hann komst hjá árekstri á bíl, sem var hálfur úti í
skurðinum.
Hann vatt sér út úr bílnum í snatri, með sterkt vasaljós í
hendinni.
Framrúðan var eyðilögð, en sem betur fór hafði hún verið
úr kornagleri. Brynjan var beygluð og bíllinn lá hálfvegis á hlið-
inni og dyrnar sem sneru upp voru opnar. Maður lá nokkra
metra frá bílnum.
Ross fór að stumra yfir honum. Hann sá strax að vel hafði
verið bundið um sár hans til bráðabirgða. Meðan læknirinn var
að athuga meiðslin heyrði hann kvenrödd úr myrkrinu:
— Guði sé lof! Eg fór að reyna að fá hjálp en fann engan, og
var hrædd við að láta hann vera einan hérna.
— Það er allt í lagi, sagði Ross stutt. — Eg er læknir. Haldið
þér á vasaljósinu svo að eg sjái betur hvað að er.
Hún lagðist á hnén við hliðina á honum og gerði eins og hann
sagði henni, og þegar þau litu upp bæði sáu þau greinilega
hvort framan í annað í skímunni frá vasaljósinu.
— Ó! sagði hún ósjálfrátt. — Það eruð þá þér! Og nú .vissi
hún að hún hafði þekkt röddina frá byrjun.
— Já, ungfrú Barrington. Haldið þér ljósinu stöðugt, gerið '
þér svo vel.
En hann var skjálfhentur. Hvernig stóð á því að hún var
hérna, — á þessum tírna dags og undir þessum kringumstæðum?
Og Caria, sem lá við að æðrast er hún horfði á fölt andlitiö
á Basil Frayne, hugsaði með sér: — Hvers vegna þurfti einmitt
Ross Carlton að koma — og undir þessum atvikum?
Ross hélt áfram skoðuninni án þess að segja orð, og fann að
hún hélt í ljósinu þarna við hliðina á honum og var skjálfhent.
Og i fyrsta skipti á starfsæfi sinni tók hann eftir ýmsu, sem var
óskylt því sem hann var að gera.
Svo sagöi hann stutt: — Bíöið þér hérna, eg kem aftur eftir
eina mínútu. Hann stóð upp. — Eg verð iíklega að fá vasaljósið
hjá yður.
Hún rétti honum það og hnipraði sig í myrkrinu. Hún reyndi
að hlusta, til að heyra þegar hann kæmi aftur, en heyrði ekki
annað en skrykkjóttan hjartsláttinn í sjálfri sér.
Með einhverju móti varð hún að sleppa úr þessari óþægilegu
klipu. Nú kom Ross aftur, fékk henni vasaljósið og spurði: — Þér
hafið einhverja nasasjón af hjúkrun, er ekki svo?
— Já, eg var að athuga hvað eg gæti gert meira, þegar þér
komuð, en — mér fellust hendur í bili. Eg var að jafna mig
aftur þegar....
Hann mundi hvað Mary hafði sagt honum og spurði hvasst:
— Eruð þér særð?
— Nei, en það var erfitt að ná honum út úr bílnum.
— Það er ómögulegt að þér hafið getað náð honum út? sagði
hann.
Jú, eg komst út baka til — en það get eg sagt yður seinna.
Hún gat ekki ennþá gert sér Ijóst hvernig hún hafði farið að
þvi að tosa Basil út um beyglaðar dyrnar, en hún hafði verið í
örvæntingu út af tilhugsuninni um að kviknað gæti í bílnum.
Hann hélt áfram rannsókninni í næstu mínúturnar, og hún
hjálpaði honum ósjálfrátt með því að gera það, sem hún vissi
að hún átti að gera. Hún spurði aðeins einnar spurningar:
— Haldið þér að hann — deyi?
— Það held eg varla, svaraði hann stutt, og það var rétt svo
E. R. Burroughs — TARZAIM
3102
A
KVÖLDVÖKUNNI
i
*
— Tannpína, ha? Eg mundi
láta draga tönnina út, í þínum.
sporum.
— Það mundi eg líka, í þín-
um sporum.
★
Skyldi það vera svo, að sum-
ar konur noti andlitssmyrsl,
svo að karlmenn geti ekki „lesið
milli línanna“?
*
— Að hverju heldurðu að eg
hafi komist? sagði frúin við
mann sinn. — Vinnukonan, sem
rauk úr vistinni, hefur stolið
tveimur af nýju handklæðun-
um okkar.
— Sagði eg þér ekki, að það
væri ekki hægt að treysta
henni. Hvaða handklæði voru
þetta?
— Æ, þessi sem slæddust
með, þú mannst, þegar við fór-
um úr gistihúsinu í London.
¥
Horfi maður út um gluggann
virðist slæmt veður alltaf verra
en það í raun og veru er.
Laugalandsskóli
fullskipaður.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í gær.
Nýlega var húsmæðraskólinn
að Laugalandi í Eyjafirði sett-
ur. Áður var haldin guðsþjón-
usta í skólanum sem sóknar-
presturinn, síra Benjamín
Kristjánsson flutti.
Skólinn er fullskipaður í vet-
ur með 40 nemum. Forstöðu-
kona skólans er Lena Hall-
grímsdóttir, en auk hennar
starfa þar fjórar kennslukonur.
Síra Benjamín Kristjánsson
kennir bókfærslu.
Ýmsar lagfæringar hafa ver-
ið gerðar á skólahúsinu í sum-
ar eða í sambandi við það. Með-
al annars var vatnsveitukerfi
breytt og olíukyndingu komið
upp í þeim hlúta hússins sem
hveraveitan fullnægði ekki, en
það var að norðanverðu í hús-
inu. Þessar framkvæmdir töfðu
skólasetningu um viku.
I&naiarmenn
skoða sements
verksml&ju.
ealurt SymJicats
Tarzan hafði skjót við-
brögð, skar á bönd manns-
ins, sem var illa farinn af
barsmíðinni. Hann hreinsaði
Þingfulltrúar á Iðnþingi
lögðu í gær leið sína upp á
Akranes í boði Sementsverk-
smiðju ríkisins og skoðuðu
verksmiðjuna.
Hið 21. Iðnþing íslendinga
var sett 1. þessa mánaðar. Mörg
mál voru til umræðu, þ.á.m.
Iðnlánasjóður, breytingar á lög- :
urn Landssambandins ofl. Meisi
arafélag húsgagnasmiða bau ð ,
þingfulltrúa til kaffidrykkju ?
Breiðfirðingabúð, en þar vo-v
áður til húsa vinnustofur Jór -
heítins Halldórssonar, Gam'í
Kompaníið. — Þinginu er ekld,
lokið.
HE CLEAMSEP THE HUNTEE'S
WOUNPS ANP EF.VIVEP HIÍA
' WITH NOURISHING FEUITS.
CLEAR- HEAPEP
NOW, ALAN
SAPLY EE-
COUNTEP HIS
APVENTUEES
WITH THE
V?0/AEN, "B'JT
WWO COUL.P
HAVE CAnF’TUREP
THEV,?yME EXCLAW
ep iVeg-ottofinpout!*
sár veiðimannsins og hressti
hann á nærandi ávöxtum.
Alan var nú komin.- til-sjálfs
sín og sagði ho.vun hryggnr
í bragði frá ævintýraför sinni
með konunum þremur. „En
hver getur hafa numið þær-
á brott?“ spurði hann undr-
andi.