Vísir - 14.10.1959, Side 1

Vísir - 14.10.1959, Side 1
12 síður I # ■ I 12 síður 49. ár. Miðvikudaginn 14. október 1959 22ö. tbl. Aftöku frest- að tvívegis. Ástralíumaður af frumbyggja stofni var fyrir nokkru dæmd- ■ur til lífláts fyrir að myrða 9 ára hvíta telpu. Aftökunni hefur tvívegis Verið frestað, nú síðast til 30. þ.m. meðan konungleg nefnd liefur mál hans til frekari athugunar. — Til stóð, að mað- ur þessi yrði hengdur í s.l. viku. >að kom nefnilega t. d. í Jjós við athugun, að öll réttar- höld fóru frarn á ensku — án túlks — enda þótt sakborning- ur skíldi ekki þá tungu. Framtak og hugvit. Það mun vera nokkuð út- breidd skoðun, bæði í Reykja- vik og utan, að allt sé mest í Jiöfuðstaónum. Á meðfylgjandi mynd getur VÍSIR sýnt það svart a hvítu, að þetta er á nokkrum misskilningi byggt, a. m. k. hvað hugkvæmni snertir og framkvæmdasemi. Myndin sýnir heimagerðan hraðbát, sem ungur vélsmiður á Flateyri, Guðmundur Vil- bergsson hefur smíðað í frí- stundum sínum. Báturinn hvílir á 3 flotholtum, einu fremst í miðju, en tveim aftan til, en aft- an á þeim eru stýri, sem tengd eru stýrishjóli framan við sætið í stýrishúsinu. Við sama stýris- I hjól eru einiiig tengd hiól þau, J sem bera válina, begar á land | kemur, en bví miður hefur upp- finningamanninimi ekki enn tek izt að fá nógu belgvíð hiól, sem bera vélina uppi í fjörusandi. Hefur hann sjálfur orðið að snúða hjólin. ,,Báturinn“ er knúinn áfram af 100 ha. flug- j vélahreyfli með loftskrúfu, en ■ því miður er fyrsta skrúfan of lítil, þyrfti að vera yfir 2 metr- ar í þvermál og helzt þríblaða, en slíkt mun vera torfengið. Væri ánægjlegt ef einhver, sem les þessar Jínur kynni að geta verið hinum unga du,gnaðar- manni hjálplcgur með útvegun á heppilegri loftskrúfu. Hann lieitir sem sagt Guðm. Vilbergs- son og starfar hjá föður sínum í vélsmiðjunni „BLOSSA“ á Flateyri við Önundarfjörð. í framenda „flugvélarinnar“ er stýrishúsið, en hreyfilinn aftast, en þar vantar hann enn hraða frá litlu skrúfunni til þess að fá næga kælingu af loftinu. Löndunarbannið nýja: Togarar halda áfram Bretlaids ferðum, þegar málið skýrist | Bannið var setl gegn samþykkt sambands hafnarverkamanna« Stjórn þess hefur lýst það ó!öglegt. Ákvörðun hafnarverkamamia í Grimsby að neita að Ianda fiski úr togaraniun Harðhaki, hefur hlotið harða gagnrýni í Bretlandi. Stjórn flutninga- og verklýðssambandsins lýsti yfir því í gær, að verkfall hafnar- verkamanna væri ólöglegt, enda bryti það í bága við á- kvörðun verkalýðssambands þeirra og fyrri samþykktir um löndun úr tslenzkum skipum í Bretlandi. Löhdunarmenn vita með tveggja til þriggja daga fyrir- vara, hvað'a skip mundi landa og höfðu þeir fulla vitrieskju Uip áð.Harðbakur var á leið til Grimsby og bólaði þá ekkert á neinni fyrirstöðu að fá landað úr skipinu. Búizt var við, að Fé, sem sparast við verði veitt þurfandi Tillaga Eisenhowers, er hornsteinn var lagður að Eisenhowers-safninu. Eisenhower Bandaríkjafor- seti flutti ræðu í gær í Abilene í Kansas. þar sem hann sleit bamsskónum, og lagði hom- stein að Eisenhower-bókasafn- inu, er geyma á allt varðandi lil hans og feril sem bershöfð- Sngja og forseta. Eisenhower bar fram þá merku tillögu í ræðu sinni, að þjóðir heims legðu það fé, sem sparaðist við almenna afvopnun, er hún nær fram að ganga, til framkvæmdar allsherjar áætlun um aðstoð vlð þurfandi þjóðir, tæknl- afvopnun þjóðum. lega og menningarlega skammt á veg komnar. Eisenhower forseti er 69 ára í dag. Gert er ráð fyrir, að í þessu bóka- og skjalasafrii verði einnig geymd ýmis skjöl varð- andi John Foster Dulles, utan- ríkisráðherra hans. löndun úi' skipinu myndi hefj- ast í nótt kl. 2. En í gærmorg- un skutu 400 hafnarverkafnenn á fund, þar serri þeii' tóku þá skj'ndiákvörðun áð landa ékki úr skipinu. Löndunarnefnd Sambands flutninga- og hafnai’verka- manna lýsti strax yfir einróma 'mótmælum sínum yfir aðgerð- um hafnarverkamanna. Segir í yfirlýýsingunni, að þaðséstefna verkaiýðssambandsins að gera engan greinarmun á þjóðfán- um, sem kunni að skaða alþjóða samninga og jafnframt er brýnt fyrir meðiimum að virða sam- þykktir um að landa úr íslenzk- um togurum í framtíðinni, eða svo lengi sem þær samþykktir halda gildi. Vísir spurði Loft Bjarnason, formann Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda, hvaða afstöðu F.Í.B. myndi taka vegna lönd- unarbanns hafnarverkamanna í Grimsby. „Verfalí hafnarverkamanna breytir í engu þeirn samning- um, sem gerðir voru við brezka togaraeigendur í París 1956, um löndun úr íslenzkum togur- , um í Bretlandi um það leyti 1 sem löndunardeilunni lauk. Þrátt fyrir deiluna um 12 mílna landhelgina hafa Bretar haldið þá samningá og engin mótstaða hefur verið til þessa á löndun úr ^íslenzkum skipum í Bretlandi. j Við fengum þá meira að segja mikilsverð sérréttindi fram yfir önnur útlend fiskiskip, að fá að landa í sÖmu röð og brezkir tog- ; arar, það er að segja brezkir togarar fengu ekki forgangs- löndun fyrir íslenzkum í Hull og Grimsby, en áður þurftu ís- lenzkir togarar að vikja úy lönd Framh. á 11. síðu. Miklar framkvæmdir ráðgerðar á Möltu. Birt hefur verið fimm ára á- ætlun fyrir Möltu. Samkvæmt henni á að ráðast í miklar hafnarbætur 'í Váletta, aðalbæ eyjarinnar, á næstu fimm áurm, gera ráðstafanir til • þess að draga ferðamanna- straum þangað o. s. frv. 300 m. sjúkraflugbraut senn lokið á Siglufirði. Er á Ráeyrartanga austan f jarðarins. Frá fréttaritara Vísis. — Siglufirði í gær. Unnið er nú að gerð sjúkra- flugvallar á svokölluðum Rá- eyrargranda austan Siglufjarð- arkaupstaðar. Byrjað var á flug velli þessum fyrir tveimur ár- um, en lítið var unnið við hann í fyrra og nú cr fyrirhugað að ljúka honum ef veður og önnur skilyrði leyfa. Safnið verður rexst gegnt húsinu, vi sem forsetinn átti heima í sem barn. f Flugvöllurinn verður um 300 metra langur og á að nægja fyr- ir sjúkraflugvélar þær, sem nú eru notaðar. Það stóð til að allt flug legð- ist niður til Siglufjarðar frá byrjun október. En nú hefur svö málum skipast að katalínu- flugvélin Sæfaxi fær að fljúga tíl næstu áramóta og á meðan verður Siglufjörður ekki sam- bandslaus við umheiminn loft- letðls, eins og maður hafði reikn að með. ■ •. - A'ðkallandi er að unnið verði ötullega að framtíðarlausn flug samgangna til Siglufjarðar. Nokkur athugun hefur farið fram á flugvallarstæði innan fjarðarins og er talið fært að byggja flugvöll fyrir stærri flugvélar inn með ströndinni að austan og þá í áframhaldi af þessum nýja sjúkraflugvelli. Sáu sildartorfur út af Malarrifi. Skipverjar á m.b. Mána- tindi skýrðu frá því á Súg- andafirði, að þegar skipið var á leið vestur á laugardag sl. hefðu þeir séð vaðandi síldartorfur á siglingaleið út af Malarrifi. Nánari fréttir liggja ekki fyrir hendi að svo stöddu. -

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.