Vísir - 29.12.1959, Blaðsíða 5
>riðjudaginn 29. desember 1959
Vf SIB
A
Fiskur er naubsynja-
fæk
Ranitsóknir sanna aÓ hann inniheldur
efni, sem koma í veg fyrir æÓaköikun.
Fyrir nokkru var í Banda-
iríkjunum . haldin svokölluð
„Fiskvika“, er hófst með bor'ð-
baldi miklu ýmsa fyrirmanna
í Montreal. Við það tækifæri
faélt aðstoðar innanríkisráðherr-
miuim
íúfu
n
(ijt' Kulupevmi
frá ESTERBROOK,
elztu pennaverksmiðju
Bandaríkjanna.
Stofnuð 1858.
Þrír kostir sameinaðir
í einum kúlupenna:
1. Handhægur,
dregur ur skrift-
arþreytu, fellur
eðlilega í
greipina.
2. Tafarlaus
blekgjöf
MICRO-FIT
oddur tryggir
fljóta og stöðuga
blekgjöf.
3. Super-Tex kúla
skrifar jafnt á
hvaða ritfleti sem er,
því hún er rákuð. —
N Ý R
SCRIBE*
by
&6éeftjúwoh,
Endist 5 sinnum
lengur en venjulegir
kúlupennar.
Litir:
svart, blátt, rautt,
grænt, brúnt grátt.
Svart, blátt, rautt blek
Fæst hjá:
Verzlunin
Björn Kristjánsson,
Vesturgötu 4.
Ritfangaverzlun ísafoldar,
Bankastræti 8.
Bókaverzlun ísafoldar,
Austurstræti 8.
Bókabúð Norðra,
Hafnarstræti 4.
Bókabúð Máls & Menning-
ar, Skólavörðustíg 21.
Innflytjandi:
Friðrik Magnússon & Co.
Simi 13144.
ifr Sagt er, að öllum ritstjórum
í Austur-Þýzkalandi og öðr-
um fylgiríkjiun Rússa, hafi
verið gefin vísbending lun
. það frá Moskvu, að segja
ekki eitt styggðaryrði hvað
- þá fleiri um De Gaulle.
| ann Ross Leffler ræðu, þar sem
hann skýrði frá nýjustu rann-
| sóknum á næringarefnum, er
! gerðar voru á vegum fiskimála-
stofnunar Bandaríkjastjórnár.
„Fiskur og skelfiskur er sú
fæðutegund, sem hepþilegust
er til að draga úr Cholesterol í
blóðinu. Cholesterol er grunað
um að vera þess vandandi að
æðakölkun á sér stað og hjarta-
bilun. Með því að setja lítið
magn af olíum unrvum úr fiski
í fæðu tilraunadýra, var hægt
að minnka Cholestorol magnið
í blóðinu meira en með nokkru
öðru efni, sem reynt var.
Hugsum okkur að blóðrás
mannsins sé svipuð leiðslukerf-
inu i miðstöðinni heima hjá
ykkur,“ sagði ráðherrann.
„Vatn, sem rennur um pípurn-
ar, inniheldur ýmis efni, sem
skilja eftir húð innan á leiðsl-
unum eftir því sem árin líða.
Þessi húð getur orðið svo.þykk
á löngum tíma, að vatnsrennsl-
ið minnkar að mun, eða stöðv-
ast alveg',. með þeim afleiðing-
um að viðgerð þarf að fara
fram. Ef mikið magn að efni
því, sem vísindamenn nefna
Cholesterol sest að innan í æð-
unum, getur ástandið orðið líkt
þessu.“
„Rannsóknir okkar,“ skýrði
hann frá, „sýna að olíur .unnar
úr fiski, draga úr Cholesterol
í blóðinu, svo að öruggt verð-
ur.“ Þétta gildir að sjálfsögðu
um allar fisktegundii', sem við
etum, — hvort sem þeir eru
feitir eða horaðir, aðeins ef
hann er matbúinn með feiti,
sem hefur lítið Cholesterol inni-
hald. . - . :
Leffler ráðherra útskýi'ði enn
fremur að fæðutegundir Banda
ríkjamanna innihldi oft mikið.
af efnum, sem hefðu ríkt
Cholesterol innihald, eða
„harða“ feiti. „Hörð“ eða
„menguð“ feiti eins og t. d.
svínafeiti, storknar við lágt
hitastig,. en .„mjúk“- eða „ó-
menguð“ feiti storknai' helzt
ekki. Þetta er sá eiginleiki, sem
gerir það að verkum að fiskur
getur hafst við í köldu vatni.
Mataræði. sem inniheldur hæfi-
leg hlutföll mengaðrar og ó-
mengaðar feiti, minnkar hætt-
una á að Cholesterol setjist að
innan á æðaveggjunum.
Ýtai'leg rannsókn leiddu í
Ijós að fiskolíur (lýsi) eru
mýkstu, eða ómenguðustu. olí-
ur. sem vísindin þekkja.
Síðan hélt ráðherrann áfram
að hæla fiski sem fæðutegund,
ekki aðeins í venjulegu matar-
æði. heldur einnig í sjúkra- eða
megrunarfæðu. „Fiskur og skel
fiskur eru heilsusamleg fæða,“
sagði hann.“ Fiskurinn inni-
heldur flest þeirra vitamína,
sem líkaminn þarfnast. Fæðan
er fullkomin sem næring, og
líkaminn, þarfnast hans nauð-
synlega til að geta starfað rétt,
vaxið og endurbætt sjálfan sig.
,,Við skulum öll borða fisk,“
sagði hann svo, „ekki aðeins
til að lifa betra lifi, heldur og
til að lifa lengur."
Að gefnu tilefni þykir okkur
rétt að gefa nokkra skýringu á,
af hvaða ástæðu hefur ekki
verið unnið meira að áhuga-
málum vorum opinberlega, en
raun ber vitni um.
Eftir að Sambandið var stofn
að gætti mjög tilhneigingar hjá
ýmsum til að rangtúlka tilgang
okkar. Talað var um nýlendu-
pólitík og margt annað því líkt.
Ýmsir létu og orð liggja að því,
að með þessu værum við að
setja fótinn fyrir mögulega
lausn handritamálsins. Auðvit-
áð var þetta allt saman hin
mesta fjarstæða. Hins vegar
kom nýtt mál til sögunnar, þar
sem mjög mikið veltur á sam-
stöðu sem flestra þjóða, þegar
til úrslita dregur í því. Þetta er
Landhelgismálið. Stjórn sam-
bandsins hefur því talið hyggi-
legra að vera ekki með mikinn
hávaða um áhugamál sam-
bandsins, á meðan að landhelg-
ismáhð er á jafnhættulegu stigi
og. þáð er nú, hún telur betra
áð bíða, og snúa sér heldur að
meriningarlegri hlið málsins,
svo sem útgáfu landabréfs með
íslenzkum staðarheitum á
Grænlandi og fræðslurita til
kyningar á landi og þjóð, þeirri
sem nú byggir Grænland. En
til þess þarf nokkurt fé. Það
ríður því á því, að allir þeir,
sem gerzt hafa stofnfélagar frá
árinu 1957 og til ársins 1959
bregðist vel við, og taki með
skilningi óg velvilja á móti
þeim innheimtumanni, sem
seridur verður. á næstu mánuð-
um til félaganna, og greiði þær
50 krónur fyrir hvert þeirra
3ja ára sem liðin eru frá stofn-
un sambandsins. Við höfum tal-
ið rétt að allir, sem skrifa sig
á stofnfélagslistana, sem dag-
settir eru 1. des 1957 séu taldir
stofnfélagar frá þeim tíma, svo
mun látið gilda þar til hið reglu
lega þing sambandsins verður
haldið á þessu hausti. Það hef-
ur nú verið ákveðið sunnudag-
inn 7. febrúar 1960.
. Við, sem í þessi samtök höf-
um gengið, höfum gert það af
áhuga fyrir að halda á lofti
minningunni um afrek forfeðra
vorra, og til að svipta frá þeirri
hulu sem yfir þeim afrekum
hafa verið.
Lifið heil og myndum sam-
stillt samtök, um það mai’kmið.
Virðingarfyllst.
Fyrir hönd stjórnar Landssam-
bands íslenzkra Grænlandsá-
hugamanna.
Henry A. Hálfdánsson form.
Þorkell Sigurðsson ritari.
Sovét-vísindamenn
á suðurskauti.
Sovézkur vísindaleiðangur er
á nærri 6000 kílómetra ferða-
Iagi og hefur með konxu sinni
á suðurskautið fyrir jólin farið
um helming fyrirhugaðrar
Ieiðar.
Um jólin dvöldust leiðang-
ursmenn í góðu yfirlæti hjá
bandarísku vísindamönnunum
i bækistöð þeirra á suðurheim-
skautinu og segir i fregnum, að
meðal skemmtiatriða hafi verið
sýning á kúrekamynd úr villta
vestrinu.
Sovézki leiðangurinn er fjórði
leiðangurirín, sem kemst til
k
!S5&ív
AUGLÝSING
frá Innflutningsskrifstofunni
um endurútgáfu leyfa o.fl.
ÖIl leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háðar eru
leyfisveitingum, svo og gjaldeyrisleyfi eingöngu, falla úr
gildi 31. desember 1959, nema að þau hafi verið sérstaklega
ái'ituð um, að þau giltu fram á árið 1960, eða veitt fyrir-
fram með gildistíma á því ái'i. Skrifstofan mun taka til
athugunar að gefa út ný leyfi í stað eldri leyfa, ef leyfis-
hafi óskar, en vekur athygli umsækjenda, banka og toll-
yfirvalda á eftirfarandi atriðum:
1. Eftir 1. janúar 1960 er ekki hægt að tollafgreiða vörur,
greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyfum, sem
fallið hafa úr gildi 1959, nema að þau hafi verið endur-
nýjuð.
2. Endui'nýja þarf gjaldeyi'isleyfi fyrir óloknum banka-
ábyrgðum þótt leyfi hafi vei’ið ái'ituð fyrir ábyrgðarfjár-
hæðinni. Endurnýjun þeirra mun skrifstofan annast í
samvinnu við bankana, séu leyfin sjálf í þeirra vörzlu,
3. Engin innflutningsleyfi, án gjaldeyris, verða framlengd
nema upplýst sé að þau tilheyi'i yfii’færslu, sem þegan
hafi fai'ið fram, eða þegar samþykktri gjaldeyrisi'áð-
stöfunai'heimild.
4. Ef sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur eða fleiri.
leyfum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi,
má nota eitt umsóknareyðublað. Þetta gildir þó ekki um
bifi’eiðaleyfi.
5. Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir fást á Innflutnings-
skrifstofunni og hjá bankaútibúum og tollyfirvöldum
utan Reykjavíkur. Eyðublöðin ber að útfylla eins og
formið segir til um.
Allar beiðnir um e'ndui'nýjun leyfa frá innflytjendum í
Reykjavík, þui'ía að hafa borizt Innflutningsskrifstofunni
fyrir 20. janúar 1960. Samskonar beiðnir frá innflytjendum
utan Reykjavíkur þarf að póstsenda til skrifstofunnar fyrip
sama dag.
Leyfin vei’ða endursend jafnóðum og endurnýjun þeirrri
hefur fai'ið fram.
28. des. 1959.
INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN.
f
TILKYNNING
frá Félagsmálaráðuneytinu um skyldusparnað
Samkvæmt ákvæðum gildandi laga og reglugerðar um
skyldusparnað skal skyldusparifé, sem nemur 6% af atvinnu-
tekjum einstaklinga á aldrinum 16 til 25 ára, lagt fyrir á
þann hátt, að kaupgi'eiðandi afhendi launþega sparimerki
hvert skipti, sem útborgun vinnulauna fer fram. Sparifé
vegna sambærilegra atvinnutekna við laun skal hlutað-
eigandi sjálfur leggja til hliðar með því að kaupa spari-
merki mánaðarlega. Þó eigi síðar en síðasta dag febrúar n.k.,
vegna slíkra tekna á árinu 1959. Sama gildir ef kaup er
greitt með fæði, húsnæði eða öðrum hlunnindum þó skatt-
frjáls séu. Verðgildi slíkra hlunninda skal miðað við mat
skattanefndar til tekna við síðustu ákvörðun tekjuskatts.
Ef í ljós kemur að sparimerkjakaup hafa vei’ið vanrækt,
skal skattayfirvald úi’skurða gjald á hendur þeim sem van-
rækir sparimei’kjakaup, er nema má allt að þrefaldri þeirri
upphæð, sem vanrækt hefur verið að kaupa sparimerki
fyrir. , •
Athygli er vakin á því, að samkvæmt 2. mgr. 7. gr. reglu-
gei’ðar um skyldusparnað nr. 116/1959, skal jafnan tæma
spai'imerkjabækur um hver áramót, og þó eigi síðar en 10.
janúar ár hvert. ;
Félagsmálaráðuneytið,
12, desember 1959.
STÚLKA ÓSKAST
Þvottahúsið, Bergstaðastræti 52.
Sími 1-71-40.
súðurskáutsins með því að fara
landleiðina. Hinir voru leiðang-
urs Amundsens, 1911, Scotts
1012 og Viviens Fuchs í fyrra.