Vísir - 20.01.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 20.01.1960, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 20. janúar Rosa Lund Brett: y * tim §, -j< sign ar - ú\ irtinn. 8 „Eg get ekki farið með yður,“ — hún reyndi að slíta handa- bandið, en hann hélt fast um olnbogann á henni. „Æ, þér niegið þetta ekki — eg verð að bíða í bílnum. Dolores líkar ekki ef við Melissa förum baðar úr bílnum." Hann dró hana upp að húsveggnum. „Dolores?“ sagði hann, „hvernig er hún?“ „Hún er einstaklega viðfeldin kona.“ „Já, þér segið það um alla,“ tók hann fram í óþolinn. „Jafn- vel þó hún berði yður svo að þér fengið gula og bláa marbletti munduð þér segja að hún væri einstaklega viðfeldin, ef einhver spyrði yður.“ „Dolores hefur aldrei barið mig ennþá. — Hafið.... hafið þér heyrt um föður minn?“ „Nei — hvers vegna spyrjið þér að þvi?“ •Svo sagði hún honum hvernig komið var og bætti við: „Þó að eg þekki hann ekki neitt að marki var þetta hræðilegt áfall — og þegar eg hugsa til þess á nóttinni, finnst mér eg bera ábyrgð á .því.“ „Enga flónsku,“ sagði hann. „Slvs við baðanir geta hent hvern sem vera skal. En þetta er þur.gbært fyrir yður —“ Hann tók málhvíld og sagði svo: „Kvað' hafið þér hugsað yður að gera úr því að svona er komið?” „Eg fer heim eftir viku og næ mér í einhverja atvinnu í Eng- landi.“ „Það er kannske hyggilegast. Annars’ ætla eg að biðja yður fyrirgefningar á þvi, að eg var svo ónotalegur við yður síðast — þér minntuð mig svo óhugnanlega á dálítið, sem eg hélt að eg hefði gleymt." Hún horfði á hann og það brá fyrir skilningi í augnaráðinu, og svo sagði hún fremur kuldalega: „Það er allt í lagi. Einhvern- tíma get eg kannske orðið einhverjum til gleði til að bæta það upp að eg hef verið öllum plága hingað’til. Nú verð eg að fara, Dolores bíður.“ 0,Jæja, hver veit nema við rekumst á einhverntíma áður en J?ér farið. Sælar!“ Jíún kinkaöi kolli og hljóp að bílnum og settist lafmcð við hliðina á Dolores. „Melissa bað mig um að segja, að sér hefði orðið óglatt og að hún ætlaði að ganga heim. Eg vona að það komi ekki að sök þó eg færi út úr bílnum rétt sem snöggvast?" Dolores sýndi ekki á sér snið til að ræsa bílinn en horfði róleg og athugul á Sherlie. „Hvar hefur þú kynnst Paul Stewart? Eg geri ráð fyrir að þið hafið sést fyrr en i dag?“ „Já —“ og svo sagði hún henni með sem fæstum orðum frá gistingunni i Mullabeh. „Eg sá hann stutta stund um kvöldið og hann var farinn þegar eg kom á fætur mo.rguninn eftir.“ „Og samtaliö núna — hvað snerist það um?“ „Hann spurði bara hvemig mér liðL“ „Sagðir þú honum afdrif föður þins?“ „Já, en hann er ekki þannig gerður að hann láti það fara lengra. Hann mun vera i verzlunarerindum í Panleng og fer aftur til Mullabeh undir eins og því er lokið.“ Dolores sat kyrr og elti Paul Stewart með augunum þangað til hann settist upp i stóra ameríska bílinn sinn og ók burt á fleygi- ferð. „Svo að þú þekkir Paul Stewart,“ sagði hún mjög hugsandi, „skrítið að óverulegum stelpukrakka frá Englandi skuli takast það, sem ungu stúlkunum hérna tekst ekki. Vitanlega hefur til- viljunin ráðið því, en að hann nennti að tala við þig í dag, sýnir þó að hann er ekki eins mikill kvenhatari og hann vill láta okk- ur hérna halda.“ „Honum er lítil um kvenfólk, það er auðfundið á honum þegar hann talar. Hann reynir aðeins að vera kurteis," Sagði Sherlie og reyndi að hafa váðið fyrir neðan sig. „Hann er karlmenni,“ sagði Dolores einbeitt, „og eg neita að trúa því að hann geti verið ósnortinn af verulega girnilegri ungri stúlku.“ Nú ræsti hún bílinn og ók hægt fram aðalstrætið til Santa Lucia. „Eg vil ekki dylja þig neins, Sherlie. Paul Stewart er ríkur og einhleypur og hann kann vel við sig hérna á Bali. Aíig hefur langað til að kynnast honum í mörg ár, en það var sami metn- aðurinn í honum föður þinum og er í mörgum Englendingum. Ef maðurinn kæmi ekki í gistihúsið ótilkvaddur, þá gat hann látið vera að koma, sagði Julius.' Mér finnst erfitt að skilja þetta. því að hér eru ekki margir Englendingar, en mér var ómögulegt að telja honum föður þínum hughvarf.“ „Það var rétt hjá honum,“ sagði Sherlie. „Herra Stev/art gerði það sem hann kaus sjálfur — og hélt sig undan.“ „Þú ert svo mikil kjáni, barnið gott, og það getur stundum komið sér vel. Þegar viö komum heim ætla eg að skrifa bréf, sem þú afritar og undirskrifar. Þetta bréf er boðsbréf til Pauls Stewart, um að koma og heimsækja okkur.“ „Hann tekur ekki því boði.“ „Við orðurn brélið þannig að honum sé ómögulegt að svara neitandi. Þú skrifar að stjúpa þin óski að þakka honum fyrir að hann var þér hjálpsamur í Mullabeh, og biður hann um að gera svo vel að líta inn. Hann hlýtur að vera svo háttvís maður að hann komi.“ Ætli hann sé nokkuð smeykur við að segja nei, hugsaði Sherlie, og sem betur fór gat jafnvel ekki Dolores ætlast til þess að hann kæmi alla löngu leiöina frá Mullabeh til þess að gera heimsókn En Dolores. vissi ráð við því líka. Þegar þær voru að aka upp að dyrunum sagði Dolores: „Hann á kunningja í klúbbnum í Panleng og etur vafalaust hádegisverí þar. Hann fær þennán seðil frá okkur stundvíslega klukkan hálftvö, og kemur þá einhverntíma dagsins til Santa Lucia.“ Sherlie var ekki sannfærð um þetta og langaði ekkert til að taka þátt í þessari bréfaskrift, sem eflaust yrði honum til ergelsis. En Dolores vissi hváð hún vildi — var hún að búa í haginn fyrir Melissu? En hvernig færi þá með Rudy? Þetta var svo flókið að Sherlie gafst upp við að hugsa meira um það — Paul mundi ekki í koma hvort eð væri. Skrítið að hún skyldi kalla þennan ókunna ' mann Paul — í huganum.... Hún vissi að Dolores gramdist að bréfið hafði ekki borið neinn árangur. Hann liafði svarað því, fyrir kurteisis sakir vitanlega, en haíði skellt skolleyrum við heimboðinu. Sherlie ætlaði ekki að skipta sér frekar af því, — hún var á förum. Dagarnir liðu fljótt, hún fór í sjó, gekk um göturnar og kynnt- ist gömlu manní, sem bjó til hálsfestar úr fallegum smáskeljum. Hún kunni miður vel við sig í gisthúsinu, þar sem kvenfólkið var alltaf aö skipta um dýra kjöla og karlmennirnir voru í skræpóttum skyrtum, eöa bláum, grænum eða jörpum smoking- A KVðLDVÖKUNNi Frú B. er komin til laeknis— hún er ekki alveg viss. Hún biður lækninn að rannsaka sig. Hann spyr: „Hvað mörg böm eigið þér núna, frú?“ „Þau eru 11,“ svaraði hún. „Ja, hérna,“ sagði læknirinn. „Það bara fjölgar hjá yður eins og hjá kanínum.“ Af öllu því, sem þér liafið á yður eða með yður er svipurimi á andlitinu mest áberandi. — í næsta skipti, sem þér komið auga á sjálfa yður, í búðar- glugga eða spegli, þá hirðið ekkert um það hvernig hattur- inn fer, en athugið heldur svip- inn á andlitinu. Og hugsið svo um það hvort ekki sé tími og tækifæri til að vera svolítið vingjarnlegri og alúðlegri á svipinn. ★ * i Eg get glaðst yfir því tvo mánuði þegar mér hafa verið slegnir gullhamrar. — Mark Twain. Það var prentaraverkfall í Danmörku og þá hringdi æva- reið húsmóðir til eins af stærstu dagblöðunum og hellti úr skál- um reiði sinnar. „Þið vissuð að það yrði verkfall, hvers vegna létuð þið þá ekki prenta heil- mikið af dagblöðum fyrir- fram?“ ★ Nokkur fyrirtæki hafa séð sér hag í því að hafa óþægilega stóla handa gestum, sem eru óvelkomnir. Venjulegur skrif- stofustóll getur orðið mjög ó- þægilegur þeim, sem situr á honum góða stund. Það er að- eins það ráð til, að saga eins og tvo sentimetra af fremri löpp- unum á stólnum, þá rennur sá, sem situr á honum, fram á við og veit ekki hverju þetta sætir. Skrifstofustjóri í Chicago losn- aði við óvelkomna gesti með því að gera þetta. Þeim fækkaði um fimmtung. Vóísi b&BihtEÍtMið Skólavörðustíg 3. Sími 14927 Skattaframtöl. — Bókhald. R. Burroughs T! "Z APE-WAM SUÞPENLV STCPPEP C. .SPIN& l!J A&TOMSI-IMEMT, V/l-iEM SOÍAE BUSWES KUSTl_EP— - TARZ4N 3175 bT-Vj' ANP A EANTASTIC FKSUR.E CONPRONTEP HIMV WIELP’ING A Í-IU&E CLUB! Distl b, t.lnlrcl h V'í r'l’ WC'K.r. HAiií/ CCGATUP6S STEPPEP lc'AV' I Ol.-TOf wir.V iG ANP SURRC'UNPEP'TAKZAN. JIÍHW hEKE wAS A WBIRC' BLEMENT OF- THE i:v.v.lOST lmoKlP— CAV£ M£’A/\ ,0-4-504-2 Stór luraleg mannvera 'stökk til hans og urraði. Eg er Garth, hinn mikli bar- dagakonungur. Eg er Tarzan, svaraði konungur frumskóg-' arins þreitulega. Eg kem sem vinur. — Frummaðurinn reiddi kylfuna. Garth á enga vini, eg drep. Prentum fyrir ýður smekkiega og fljótlega »1» KLAPPARSTIG 40 — SÍMÍ194 4J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.