Vísir - 13.02.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 13.02.1960, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara I áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir eg annað iestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. wisxs. Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá hlaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Laugardaginn 13. febrúar 1960 Nýjar reglur um fjarskiptastöðvar. Verður IJranus-leitin tiB þess? í gær var útbýtt á Alþingi væri heill á húfi, eftir að al- ■tillögu til þingsályktunár um menningur hafði óttazt um af- endurskoðun laga og reglugerða j drif hans þrátt fyrir bjartsýnis- ■um Jjarskiptastöðvar í íslenzk- ■um skipum. Tillögu þessa flytja þeir Pét- xir Sigurðsson, Kjartan J. Jó- hannsson og Matthías A. Mat- hiesen. Tillagan hljóðar þannig: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta endurskoða núgildandi lög og reglugerðir um fjarskiptastöðvar í skipum. Sérstaklega skal athuga reglur þær, er nú gilda um neyðar- ■senditæki skipa, svo og hverjar breytingar kunni að vera nauð- synlegar á starfsemi þeirra fjar- skiptastöðva í landi, sem við skipin skipta, til þess að ný tæki og aukin tækni verði nýtt með sem beztum árangri. í greinargerð flutningsmanna segir m. a. svo: „Sjaldan hefur jafnalmennur fögnuður gripið um sig meðal íslenzku þjóðarinnar og nú fyr- ir skömmu, er fréttir bárust út iim, að einn af togurum okkar 69 sakamál á ísafirði. Á árinu sem leið komu sam- tals 69 sakadómsmál til með- ferðar og afgreiðslu sýslumanns ísafjax-ðarsýslu, sem jafnframt «r bæjarfógeti ísafjarðarkaup- staðar. Mikill meiri hluti þessara mála, eða 58 að tölu áttu upp- tök og voru til afgreiðslu í ísa- fjarðarkaupstað en aðeins 11 mál úti á landsbyggðinni. Umferðarslys urðu 23 í um- dæminu á s.l. ári og af þeim ■varð eitt þeirra banaslys. Fjórir menn voru kærðir fyrir ölvun ■við akstur bifreiða. vonir ástvina og kunnáttu- manna. Atburður sá vakti að vonurn menn til umhugsuuar um, hvort ekki væri einhverju ábótavant á sviði þeirra öryggis- tækja skipanna, sem til fjar- skiptatækja teljast, og hvort sú tækni, er nútíminn ræður yfir, væri nýtt svo að fyllsta öryggis væri gætt. Efnahagsmálin afgreidd á margun Á fundum Alþingis í gær, voru afgreidd lög um samkomu- dag þings, sem ákveðinn er 15. febrúar, og var málið afgreitt á 3 fundum þingsins í gær. í neðri deild héldu fram um- ræður um efnahagsmálafrum- varp ríkisstjórnarinnar, og síð- ast fréttist (kl. 9 í gærkveldi) voru 9 manns á mælendaskrá, svo að öll líkindi voru til að um- ræður héldu fram frameftir nóttu. Áformað mun hafa verið að Ijúka umræðum um efnahags- málin í kvöld, en atkvæða- greiðsla fer fram á morgun. Krúsév getur ekki hjáipað. Engin málainiðliiii í deilu Kína ug liidlands seiu sIcimIiii'. Það varð augljóst í gær, að Nikita Krúsév getur ekkert gert til þess að landamæradeila Kína og Indlands leysist. Nehru viðurkenndi í ræðu á þingi í gær, að ekki væri um neitt annað að ræða en halda áfrani, að treysta varnir landsins. Hann bætti því við, að Ind- landsstjórn myndi áfram sem hingað til vinna að friðsam- legri lausn deilunnar. Krúsév flytur nýja ræðu. Nikita Krúsév flutti nýja ræðu í gær. Var hún flutt á fjöldafundi í Dehli og er sagt, að áhorfendur hafi verið um fjórðungur úr milljón. Hann sagði, að Sovétríkin væru nú öflugasta herveldi heims, en þau ætluðu sér ekki að nota yfirburði sina á þessu sviði, og væru reiðubúin að afvopnast algerlega, ef aðrar þjóðir féll- ust á að gera slíkt hið sama. Hann gerði nokkurn saman- burð á Sovétríkjunum og Bandaríkjunum, einkum til þess að sýna hversu Rússar hefðu sótt sig á sviði fram- leiðslunnar. Kvað hann það á- setning þeirra, að komast fram úr Bandaríkjamönnum á öllum framleiðslusviðum. Hann kvað iðnaðarframleiðslu Sovétríkj- anna hafa aukist um 71% á undangengnum árum. Veðurstofan er efst. Hefur 15 v. eftir 4. umferö i firmakeppninni. Fjórða umferð firmakeppn- innar í skák var telfd í fyrra- kvöld en sú 5. verður á mánu- dagskvöld, og verða þá aðein tvær eftir. Eftir 4 umferðir hef- ur Veðurstofan flesta vinninga, 15, en annars er staðan sem hér segir: Fyrsti riðill: 1. sveit SÍS efst með 10 V2 v. Laugarnesskólinn Kommúnistanjósnir innan lögreglu V.-Berlínar. Tólff iiienn Iiafa verið íeknii*. Komizt hefir upp um njósna- •samtök kommúnista innan lög- Teglunnar í Vestur-Berlin og hafa 12 menn verið handteknir. Njósnarar pessir notuðu ör- smáar myndavélar til að taka rnyndir af stöðum og mann- virkjum, sem kommúnistar hafa -sérstakan áhuga fyrir. Komst upp um þessa moldvörpustarf- semi, þegar smáfilma fannst í iórum eins lögreglumannanna, og einnig bréf, sem skrifað var Sneð ósýnilegu bleki. Undanfarin þrjú ár hafa kommúnistar í A.-Berlin gefið út áróðursblað, sem þeir hafa nefnt „Demokratische Polizei“, og hafa þar birt ýmsar upplýs- ingar varðandi leyndarmál lög- reglunnar í vesturhverfunum. Þóttust þeir svo öruggir um, að ekkert kæmist upp, að í jóla- heftinu var heitið 100,000 marka verðlaunum hverjum þeim, ér gæti bent á heimildar- menn blaðsins. Bóluefni verður útvegað. Inflúenzan mjög væg. Vegna fregna, sem borist hafa erlendis frá um fyrirhugaða bólusetningu við inflúenzunni, sem nú geysar um meginlandið, hafði fréttamaðúr Vísis tal af borgarlækni, Jóni Sigurðssyni, og spurði hvort til mála hefði komið bólusetning hér á landi í sama tilgangi, Borgarlækni tjáði Vísi, að fregnir þær, sem hann hefði fengið af þessum faraldri, bentu allar í þá átt, að hér væri um mjög væga veiki að ræða, og miklu vægari en þann far- aldur, er gekk yfir fyrir um tveim árum. Umræður um þetta mál hafa átt sér stað millum borgarlækn- is og landlæknis Sigurðar Sig- urðssonar, og hefur ennþá ekk- ert verið ákveðið í þá átt að hefja alsherjar bólusetningu, enda virðist ekki til þess ástæða eins og sakir standa, samkvæmt þeim fregnum, sem borist hafa. Lyfjaverzlanir hafa samt sem áður gert ráðstafanir til þess að útvega bóluefni, svo að þeir sem þess óska sérstaklega, geti nálgast það. Eins og er mun eng in alsherjar bólusetning hafa verið framkvæmd annarstaðar, en nokkur einstök erlend fyrir- tæki hafa látið bólusetja hluta starfsfólks síns, til að draga úr vinnutapi. Serkneskir uppreistarmenn sendu nefnd manna til Pek- ing á s.l. ári og gerðu sér vonir um hernaðarlega að- stoð, er næmi 75 millj. doll- uum. I staðinn var þeim boð- ið 10 millj. dollara lán til vopnakaupa í Kína. Við nánari athugun kom í ljós, að vopnin voru bandarísk — sem kínverskir „sjálfboða- liðar“ höfðu komist yfir í Kóreu. Vildi sækja sjómenn til Winnipeg. A nú að flytja landana heim aftur? (kennarar) 9%, Rafmagnsveita Rvk. (1. sveit)7, 2. sveit Hreyf- iis 6V2, Áfengisverzlunin og sveit Birgis ■ Ágústssonar með 5V2 v. hvor. Annar riðill: 1. sv. Hreyfils 11 v. 1. sveit Landssímans 9 v. 2. sv.SÍS 7 v., Gutenberg 6 v. 2. sv. Rafmagnsveitu Rvík 5 V2 v. og KRON með jafnmarga, 2. sv.Búnaðarbankans 4 v. Þriðji riðill: Veðurstofan 15 v., 1. sv. Landsbankans 9V2 v„ 3 sv. SÍS 6, Segull 5, Harpa og Sig Sveinbjörnsson með 4 hvor. Fjórði riðill: Útvegsbankinn 13 v„ Ríkisútvarpið og 2. sv. Á- haldahúss Rvk. með 9 v„ hvort, Þjóðviljinn 6V2, 2. sv. Lands- bankans 5V2, 4. sv. SÍS 3 v. Fimmti riðill: 2. sveit Stjórn- arráðsoins HV2 v„ 1. Búnaðar- bankans 9Vz, Landsmiðjan 8, Klettur 6%, 3. sv. Rafmagnsv. Rvíkur 5, Benedikt og Hörður 4V2. Sjötti riðill: Boi’garbílastöðin 12(4 v„ Pósturinn 11, 2. sv. Landssímans 7V, 1 sv. Áhalda- húss Rvk. 6 Vz, Stirætisvagnar Rvk. 5, 1. sv. Stjórnarráðsins 4Vz, 3. sv. Landsbankans 1 v. Á nú að fara að flytja land- ana heim aftur? Heyrst liefir að einn af ráðamönnum ísl. sjávar- útvegs hafi ymprað á því hvort ekki væri ráðlegt að fá fslend- inga frá Winnipeg til að fylla það rúm sem Færeyingar áður skipuðu. Þegar þeir i LÍU voru spurðir að þessu neituðu þeir því ekki að þessi hugmynd hefði borizt þeim til eyrna, en töldu að það mætti alveg eins leita eftir mönnum á plánetunni Marz á íslenzku togarana. Ekki er til- finnanlegur skortur á mönnum á bátana. f ár er meira af ný- liðum á fiskiflotanum en í mörg ár undanfarin. Um Winnipegmenn er það að segja að það myndi kosta þá eða útgerðarmenn vertíðar- hýruna að koma þeim hingað og til baka aftur. GAMLiR MEISTARAR Fyrsta stofnana keppni í skák hér á landi hófst fyrir nokkru og stendur enn yfir með á 3. hundrað þátttakendum. Fyrsta kvöldið var liún háð í veitinga- húsinu Lido, en síðan á ýmsum stöðum í bænum. Þarna tefla margtr af færustu skákmönnum Reykjavíkur. Mesta athygli fyrsta kvöldið vakti skák þeirra Eggerts Gilfers og Gunnars Gunnarssonar. Var það hörð keeppni og tvísýn, sem lauk með því, að Gunnar hafði betur. Hann keppir fyrir Utvegsbank- ann, en Eggert Gilfer fyrir Ríkisútvarpið. Það leynir sér ekki á myndinni, að beir eru með hugann við efnið kapp- arnir: Gunnar til vinstri, Egg- ert til hægri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.